Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 18

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Gídeon á Hornafirði | Gídeonfélagið á Ís- landi hefur nú komið á fót félagsdeild á Hornafirði og er þar með fyrsta deild fé- lagsins á austanverðu landinu. Félagið starfar því nú í 18 deildum vítt og breitt um landið. Hlutverk deildanna er að sinna starfsemi félagsins á sínu landsvæði eða borg- arhluta en helmingur deild- anna starfar á höfuðborg- arsvæðinu. Árlega gefur Gídeonfélagið á Íslandi tæp- lega 10.000 eintök af Nýja testamentinu hér á landi, auk þess að kosta árlega, hin síðari ár, kaup á 15.000 til 25.000 eintökum af Nýja testamentinu á erlendum tungu- málum sem komið er í umferð þar sem þörf- in er metin mest í heiminum hverju sinni. Formaður hinnar nýstofnuðu fé- lagsdeildar Gídeonfélagsins á Hornafirði er Þorvaldur Viktorsson, skólastjóri Nesja- skóla. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hætta í kortagerð | Orkustofnun telur hlutverki sínu á sviði almennrar kortagerð- ar lokið. Því var ákveðið að stofnunin af- henti Landmælingum Íslands öll gögn við- komandi landmælingum í trausti þess að Landmælingar Íslands verði efldar til þeirr- ar forystu í almennri kortagerð sem þörf er á, eins og segir á heimasíðu Orkustofnunar. Þar með lýkur sögu landmælinga á Orku- stofnun. Landmælingagögn Orkustofnunar verða formlega afhent Landmælingum Ís- lands hinn 5. desember nk. Lesið í Langbrók | Það er einkar jólalegt að fara á bókamessu í Kaffi Langbrók í Fljótshlíðinni. Stjörnubjartur himinn, norð- urljós og brakandi snjór tók á móti gest- um sem komnir voru til að hlýða á skáldin lesa úr nýútkomnum bókum sínum í byrjun jólaföstu. Skáldin Þorsteinn frá Hamri, Sigurður Pálsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Vigdís Gríms- dóttir lásu úr verkum sínum á fyrstu bóka- messunni á þessari jólaföstu en næstu helgi og síðar í desember munu fleiri skáld koma og lesa úr verkum sínum. Gengilbeinur á kaffihúsinu skemmtu gestum einnig með því að syngja nokkur jólalög og boðið var upp á ljúffenga síldarrétti að hætti hússins. Á myndinni eru Þorsteinn og Sigurbjörg. Nemendur Mennta-smiðjunnar áAkureyri verða með opið hús á laug- ardaginn, 6. desember, frá kl. 13.30 til 17.30 í húsnæði smiðjunnar að Glerárgötu 28. Þar verður afrakstur námsannarinnar til sýnis m.a. í formi handverks og myndlistar auk þess sem nemendur bregða á leik með ýmsum uppá- komum. Léttar veitingar eru einnig í boði. Menntasmiðja kvenna hefur verið starfrækt síð- an haustið 1994 og er fjöldi þeirra kvenna sem numið hafa þar að nálg- ast 300. Nám í Mennta- smiðjunni hefur fest sig í sessi og er hug- myndafræði hennar orð- in fyrirmynd á sviði sí- menntunar bæði innan lands og utan, segir í til- kynningu frá Mennta- smiðjunni. Menntasmiðjan Grundarfjörður | Þórunn Kristinsdóttir, verkakona í Grundarfirði, gaf nýverið út sína fyrstu bók. Þetta er barnabókin Grána litla. Grána litla er hugljúf saga um tímabil í ævi kindarinnar Gránu frá fæðingu fram á full- orðinsár og samskipti hennar við mannfólkið og náttúr- una. Í bókinni eru myndskreytingar eftir Þuríði Unu Pétursdóttur frá Húsavík. Þórunn og maður hennar, Guðmundur, sem búa í Grundarfirði, stunda fjárbúskap í frístundum á jörðinni Hálsi sem stendur undir Kirkju- fellinu rétt vestan við Grundarfjörð. Að sögn Þórunnar var kveikjan að bókinni um Gránu litlu „sú neikæða umræða um sauðkindina sem dunið hefur á landslýð í sífellu undanfarin ár“. Þórunn er formaður verkalýðs- félagsins Stjörnunnar í Grundarfirði. Hún annast sjálf útgáfu og dreifingu á bókinni um Gránu. Á myndinni áritar Þórunn bók sína í Hrannarbúðinni sl. laugardag. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Gefur út sína fyrstu bók Baldur Garðarssonsegist mjög upp-tekinn af upplýs- ingatækninni og mögu- leikum hennar. Hún geti hugsanlega leyst vanda- mál varðandi andleg sam- skipti: Bráðum tekur vetur völd, veðrin óblíð geisa, tölvubréf á tækniöld, tel ég vandann leysa. En ef um er að ræða fýsisk samskipti, þá segist hann ekki hafa fundið viðunandi lausn enn. Ef til vill felst hún í að senda jólakort. Aðalsteinn L. Valdimarsson páraði hringhendu í kort: Árin svífa okkur frá ævin stíf þó reynist. Mun enn hrífa mannleg þrá meðan lífið treinist. Bjarni Stefán Konráðs- son rifjar upp ánægjuleg kynni og ljóðadund í korti sem hann skrifaði Aðal- steini: Með vinarlund við ljóðadund löngum bundum gaman. Glaðir undum eina stund við endurfundi saman. Á tækniöld pebl@mbl.is Ólafsvík | Pakkhúsið í Ólafsvík var opnað aftur eftir haustmán- uðina fyrsta sunnudag í aðventu og verður opið fram á Þorláks- messu með svokallaðri ,,jóla- föstu“. Húsið hefur verið sett í jólabúninginn og þar er kallað fram andrúm liðinna alda og gamaldags jólastemning. Pakk- húsið, sem er tæplega 160 ára gamalt, er á þremur hæðum en Byggðasafn Snæfellsbæjar er á miðhæðinni og í risinu. Á jarð- hæðinni má segja að sé miðstöð menningar og lista í Snæfellsbæ en þar er rekin krambúð sem nú er full af íslensku handverki og listmunum, jólaskrauti og mun- um til jólagjafa. Þá er boðið upp á heitt súkkulaði og bakkelsi, bita af húskarlahangiketi, pip- arkökur, jólaglögg og harm- onikkutóna í kaffikróknum. Sýn- ingin Yl me – skapandi flíkur eftir Kæju prýðir veggi jarðhæð- arinnar og mun standa yfir til jóla. Lifandi tónlistardagskrá verð- ur í boði á föstudagskvöldum í Pakkhúsinu. Dagskráin hefst 5. desember en þá spila Tveir milli strengja þægilega ,,kráartónlist“ með írsku ívafi. Hinn 12. desem- ber kl. 20.30 syngur Veronica Osterhammer, mezzósópran, létt jólalög við undirleik Friðriks V. Stefánssonar og 19. desember spilar Jazzband Ólafsvíkur fyrir gesti. Að lokum syngur jóla- sönghópur úr Kirkjukór Ólafs- víkur hátíðleg jólalög á Þorláks- messukvöld. Jólafasta Pakkhússins er nú haldin í annað sinn og ljóst að íbúar Snæfells- bæjar kunna vel að meta ilminn af þeim jólum sem ríkja í húsinu. Morgunblaðið/Elín Una 160 ára gamalt timbur, grenigreinar og ljósaseríur eru uppi- staðan í jólaskreytingum Pakkhússins í Ólafsvík. Djass, brass, skapandi flíkur og hangiket Jólastemmning Íslenskt handverk setur svip sinn á krambúðina. AÐ sögn lögreglunnar í Borgarnesi hefur þar aldrei verið lagt hald á meira magn af fíkniefnum en gert hefur verið í ár. Að hluta til er það vegna aukinnar löggæslu og virkni lögreglunnar í Borgarnesi við rann- sóknir fíkniefnamála en einnig er það vegna aukinnar meðferðar fíkniefna á svæðinu. Sérstaklega varhugaverð er sú staðreynd að lögreglan hefur verið að hald- leggja sterkari efni svo sem E-pillur, am- fetamín og kókaín sem þýðir að eft- irspurn eftir slíkum efn- um er til staðar í um- dæminu, segir á heimasíðu Borgar- byggðar. Lagt hefur verið hald á rúmlega 40 grömm af kannabisefnum, 2 g af amfeta- míni, 10 g af kókaíni og rúmlega 20 E-pill- ur. „Það er eins og margir foreldrar hafi sofnað á verðinum og þekki t.d. alls ekki einkenni þeirra sem eru í fíkniefnaneyslu,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Borgarnesi. „Það er nauðsynlegt að foreldrarnir hugi að því í hvaða félagsskap unglingarnir þeirra sækja og hverja þeir umgangast frá degi til dags. Það er hægt að fullyrða að séu ung- lingar í félagsskap við þá sem eru í fíkni- efnaneyslu eða hafa verið í slíkri neyslu, þá séu viðkomandi komnir í áhættuhóp og miklar líkur séu til þess að viðkomandi byrji að fikta við fíkniefni sem síðan leiðir oftast út í aukna fíkniefnaneyslu.“ Ábyrgð foreldra er mikil „Ábyrgð þeirra foreldra eða húsráðenda sem „umbera“ fíkniefnaneyslu í sínum hús- um er mikil og nær langt út fyrir börn þeirra eða ættingja. Hvetur lögreglan for- eldra sem og aðra ábyrgðarmenn barna og ungmenna til að líða ekki fíkniefnaneyslu í sínum húsum og uppræta þennan vágest með því að taka ábyrga afstöðu gegn fíkni- efnum,“ segir á heimasíðunni. Í gærkvöldi átti að halda forvarnarfund í félagsmiðstöðinni Óðali, en fundurinn tengdist Marita-verkefni sem fyrirhugað er að kynna í Grunnskóla Borgarness og Varmalandsskóla. Meira tekið af fíkniefnum í Borgarnesi en áður      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.