Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 25 Húsavík | Nokkrir jólasveinar ásamt Grýlu gömlu komu til byggða á Húsavík um liðna helgi, en það gerðu þeir í þeim tilgangi að vera með bæjarbúum þegar þeir kveiktu á jólatré sínu sem kom að þessu sinni frá Akureyri. Athöfnin fór fram í blíðskap- arveðri og var með hefðbundnu sniði. Bæjarstjóri og sóknarprestur tóku til máls, lúðrasveit spilaði jóla- lög og stúlknakór Borgarhólsskóla söng. Jólasveinarnir tóku lagið og dönsuðu í kringum jólatréð með þeim fjölmörgu Húsvíkingum sem voru við athöfnina. Að því loknu gáfu þeir yngri kynslóðinni góðgæti sem þeir drógu upp úr pokum sínum. Morgunblaðið/Hafþór Vildu sjá kveikt á trénu: Þessi jóla- sveinn var meðal þeirra sveina sem heimsóttu Húsvíkinga um helgina. Jólasveinar á ferð á Húsavík Skagaströnd | Mikil gleði og áhugi ríkti á árlegum piparkökudegi leik- skólans Barnabóls. Þar mættu for- eldrar með börnum sínum síðasta laugardagsmorguninn í nóvember og bökuðu piparkökur. Litlu börnin á Barnabóli leggja sig sannarlega öll fram við bakst- urinn og ekki síður við skreytingar á kökunum eftir að þær hafa verið bakaðar. Skreytt er með marglitum glassúr af miklu listfengi. Greinilegt var að börnin vildu vera viss um að gæði glassúrsins væru í lagi því þau smökkuðu reglulega á honum milli þess sem þau mökuðu honum á pip- arkökurnar sínar. Allir gáfu síðan þrjár flottustu kökurnar sínar í kökudunk sem merktur var jóla- sveininum Piparkökusníki en hann mun vera væntanlegur til byggða á næstu vikum. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Glæsilegar kökur: Sigríður Sól hreykin af flottu kökunum sínum. Piparkökudagur Barnabóls Stokkseyri | Nú í haust fékk Þor- móður rammi-Sæberg í Þorláks- höfn viðurkenningu frá Icelandic í Bandaríkjunum fyrir gæði þeirrar vöru sem seld er þangað. Var við- urkenningin afhent núna á þriðju- daginn er Jón Jóhannesson frá Ice- landic í Bandaríkjunum kom í heimsókn. Þær vörur sem Þor- móður rammi-Sæberg selur helst í gegnum Icelandic eru roðlaus sand- kola-, skrápflúru- og langlúruflök sem seld eru beint til stórmarkaða í New York og hefur sú sala jafnt og þétt verið að aukast. Einnig hefur Icelandic keypt lítið magn af hum- arhölum. Í spjalli við Jón Pál Krist- ófersson, rekstrarstjóra Þormóðs ramma-Sæbergs í Þorlákshöfn, kom fram að unnið væri úr um 2.000 tonnum af flatfiski á ári, að- allega langlúru, sandkola og skráp- flúru, og eru afurðinar seldar um allan heim. Einnig eru unnin árlega um 350 tonn af heilum humri sem er aðallega seldur til Spánar. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Jón Páll Kristófersson rekstr- arstjóri og Ásgeir Jónsson verk- stjóri taka við viðurkenningunni frá Jóni Jóhannessyni, starfsmanni Icelandic í Bandaríkjunum. Þormóður rammi- Sæberg hf. fær viðurkenningu Ólafsvík | Verslunin Þóra í Ólafs- vík átti fertugsafmæli 22.nóv- ember sl. Verslunin, sem alltaf hefur selt barnaföt, byrjaði starf- semi sína í bílskúr en flutti fljót- lega í Mýrarholt 12 og þar er hún enn. Verslunin varð landsfræg árið 1987 þegar opnuð var áfeng- isútsala í húsnæði hennar og sala áfengis hófst svo að segja við hlið- ina á barnafötunum. Þetta sam- starf barnafataverslunarinnar og ÁTVR hefur gengið með miklun ágætum og ekki komið til neinna árekstra. Verslunin Þóra hefur frá upphafi verið í eigu Sigríðar Þóru Eggertsdóttur kaupkonu og fjöl- skyldu hennar. Það er ekki algengt að verslanir séu fjörutíu ár eða lengur undir sömu kennitölu. Í þessu tilviki má örugglega vitna til gamla máltæk- isins: veldur hver á heldur. Verslunin Þóra 40 ára Verslunin Þóra, þar sem selt er áfengi og barnaföt. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Sigríður Þóra í verslun sinni: Veldur hver á heldur. ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Hugmynd að jólagjöf SCARPA verð frá 11.990kr. MEINDL verð frá 9.990kr. Sérlega vandaðir göngustafir, mikið úrval. Verð frá 4.990kr. Gönguskór frá SCARPA og MEINDL svíkja engan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.