Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 25

Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 25
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 25 Húsavík | Nokkrir jólasveinar ásamt Grýlu gömlu komu til byggða á Húsavík um liðna helgi, en það gerðu þeir í þeim tilgangi að vera með bæjarbúum þegar þeir kveiktu á jólatré sínu sem kom að þessu sinni frá Akureyri. Athöfnin fór fram í blíðskap- arveðri og var með hefðbundnu sniði. Bæjarstjóri og sóknarprestur tóku til máls, lúðrasveit spilaði jóla- lög og stúlknakór Borgarhólsskóla söng. Jólasveinarnir tóku lagið og dönsuðu í kringum jólatréð með þeim fjölmörgu Húsvíkingum sem voru við athöfnina. Að því loknu gáfu þeir yngri kynslóðinni góðgæti sem þeir drógu upp úr pokum sínum. Morgunblaðið/Hafþór Vildu sjá kveikt á trénu: Þessi jóla- sveinn var meðal þeirra sveina sem heimsóttu Húsvíkinga um helgina. Jólasveinar á ferð á Húsavík Skagaströnd | Mikil gleði og áhugi ríkti á árlegum piparkökudegi leik- skólans Barnabóls. Þar mættu for- eldrar með börnum sínum síðasta laugardagsmorguninn í nóvember og bökuðu piparkökur. Litlu börnin á Barnabóli leggja sig sannarlega öll fram við bakst- urinn og ekki síður við skreytingar á kökunum eftir að þær hafa verið bakaðar. Skreytt er með marglitum glassúr af miklu listfengi. Greinilegt var að börnin vildu vera viss um að gæði glassúrsins væru í lagi því þau smökkuðu reglulega á honum milli þess sem þau mökuðu honum á pip- arkökurnar sínar. Allir gáfu síðan þrjár flottustu kökurnar sínar í kökudunk sem merktur var jóla- sveininum Piparkökusníki en hann mun vera væntanlegur til byggða á næstu vikum. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Glæsilegar kökur: Sigríður Sól hreykin af flottu kökunum sínum. Piparkökudagur Barnabóls Stokkseyri | Nú í haust fékk Þor- móður rammi-Sæberg í Þorláks- höfn viðurkenningu frá Icelandic í Bandaríkjunum fyrir gæði þeirrar vöru sem seld er þangað. Var við- urkenningin afhent núna á þriðju- daginn er Jón Jóhannesson frá Ice- landic í Bandaríkjunum kom í heimsókn. Þær vörur sem Þor- móður rammi-Sæberg selur helst í gegnum Icelandic eru roðlaus sand- kola-, skrápflúru- og langlúruflök sem seld eru beint til stórmarkaða í New York og hefur sú sala jafnt og þétt verið að aukast. Einnig hefur Icelandic keypt lítið magn af hum- arhölum. Í spjalli við Jón Pál Krist- ófersson, rekstrarstjóra Þormóðs ramma-Sæbergs í Þorlákshöfn, kom fram að unnið væri úr um 2.000 tonnum af flatfiski á ári, að- allega langlúru, sandkola og skráp- flúru, og eru afurðinar seldar um allan heim. Einnig eru unnin árlega um 350 tonn af heilum humri sem er aðallega seldur til Spánar. Morgunblaðið/Gísli Gíslason Jón Páll Kristófersson rekstr- arstjóri og Ásgeir Jónsson verk- stjóri taka við viðurkenningunni frá Jóni Jóhannessyni, starfsmanni Icelandic í Bandaríkjunum. Þormóður rammi- Sæberg hf. fær viðurkenningu Ólafsvík | Verslunin Þóra í Ólafs- vík átti fertugsafmæli 22.nóv- ember sl. Verslunin, sem alltaf hefur selt barnaföt, byrjaði starf- semi sína í bílskúr en flutti fljót- lega í Mýrarholt 12 og þar er hún enn. Verslunin varð landsfræg árið 1987 þegar opnuð var áfeng- isútsala í húsnæði hennar og sala áfengis hófst svo að segja við hlið- ina á barnafötunum. Þetta sam- starf barnafataverslunarinnar og ÁTVR hefur gengið með miklun ágætum og ekki komið til neinna árekstra. Verslunin Þóra hefur frá upphafi verið í eigu Sigríðar Þóru Eggertsdóttur kaupkonu og fjöl- skyldu hennar. Það er ekki algengt að verslanir séu fjörutíu ár eða lengur undir sömu kennitölu. Í þessu tilviki má örugglega vitna til gamla máltæk- isins: veldur hver á heldur. Verslunin Þóra 40 ára Verslunin Þóra, þar sem selt er áfengi og barnaföt. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Sigríður Þóra í verslun sinni: Veldur hver á heldur. ...núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 28 82 11 /2 00 3 Hugmynd að jólagjöf SCARPA verð frá 11.990kr. MEINDL verð frá 9.990kr. Sérlega vandaðir göngustafir, mikið úrval. Verð frá 4.990kr. Gönguskór frá SCARPA og MEINDL svíkja engan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.