Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                    67  8  !  9 3  3  !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FLEST þekkjum við þessa setningu úr lagi sem Valgeir Guðjónsson samdi fyrir nokkrum árum vegna kynningarátaks um að fólk ætti ekki að aka undir áhrifum áfengis. En hér er umfjöllunarefnið ekki þetta ágæta ljóð Valgeirs Guðjónssonar, heldur almenningssamgöngur á höfuðborg- arsvæðinu. Tilfellið er nefnilega það, að þeir sem ekki eiga bíl og þurfa að ferðast með strætisvögnum geta í mörgum tilfellum komist fljótar leið- ar sinnar gangandi heldur en með strætó. Hitt er svo annað mál, hvort það sé raunhæfur eða vænlegur kostur fyrir alla sem almennt ferðast með strætó að ganga heim, þótt það sé fljótlegra. Þannig gæti t.d. verið ástatt um þá sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fulla hreyfigetu, svo sem eldri borgara, þá sem þurfa að ganga með staf eða göngugrind, eða í raun fyrir hvern sem er þegar veður er vont, t.d. rok og rigning, eða þegar norðankuldi gengur yfir, eins og gerist oft á tíðum á Fróni. Ástæðan fyrir þessu sérkennilega ástandi er annars vegar sú að tíðni strætóferða er mjög stopul, sérstak- lega um helgar og á kvöldin, en þá ganga flestir vagnar einungis á 30– 60 mínútna fresti. Hin ástæðan er sú að vagnarnir ganga í mjög skamman tíma. Tökum dæmi um aðila sem býr í Selásnum, en til þess að komast þangað koma leiðir 10, 11 og 110 til greina. Leiðir 10 og 11 ganga ein- ungis frá kl 11–17 á laugardögum á hálftíma fresti, en ekkert á sunnu- dögum, en leið 110 gengur frá kl. 7– 24 á laugardögum og kl. 10–24 á sunnudögum, einnig á hálftíma fresti. Þeir sem hafa aðgang að Int- ernetinu, getað notað svokallaðan „ráðgjafa“ á www.straeto.is til að finna heppilegustu leiðina, en hann lagði til eftirfarandi þrjá valkosti til að komast frá Háteigsvegi í Selásinn kl. 18:30 á laugardegi: Sjá töflu. Samkvæmt „ráðgjafanum“ má reikna með því að það taki frá u.þ.b. 1 ½ til 2 klst. að komast leið með strætó, sem tekur einungis um 10 til 15 mínútur að komast í bíl. Ef svo óheppilega vill til að viðkomandi hitt- ir illa á brottfarartíma og missir af strætó má reikna með enn lengri tíma og ef hann eða hún þarf að ferðast eftir miðnætti, standa við- komandi engir valkostir til boða með almenningsvögnum, því þeir eru allir hættir að ganga. Afleiðingarnar af þessum afleitu almenningssamgöng- um eru m.a. þær að fleiri aðilar en ella kaupa sér bíl, enda er bílaeign á hvern íbúa á Íslandi ein sú mesta sem um getur í heiminum. Til að mæta þeim útgjöldum sem það kost- ar að eiga og reka bíl neyðast jafnvel unglingar sem eru í skóla að vinna með námi, en það getur dregið úr námsárangri og aukið streitu. Síðan erum við undrandi yfir því að okkar nemendur standa sig ekki eins vel og nemendur annarra þjóða. Er hugs- anlegt að einhverra skýringa sé að leita í samgöngukerfinu? Aukin bílaeign leiðir til aukins kostnaðar við vegaframkvæmdir og viðhald vega, að ekki sé talað um bílastæðavandamál sem víða er orðið mikið, m.a. við skóla og bókasöfn. Er þetta það sem við viljum? Er e.t.v. þjóðhagslega hagkvæmara að bæta almenningssamgöngur, jafnvel þótt það þurfi að greiða þær niður að ein- hverju leyti? Hvers eiga þegnar samfélagsins að gjalda? Viljum við styðja þegnana okkar betur en við gerum með þessu kerfi? Er þetta sú þjónusta sem við viljum bjóða er- lendum ferðamönnum? Búum við ekki í nútímaþjóðfélagi þar sem hægt er að reikna með að fólk geti ferðast á milli staða með al- menningsvögnum á styttri tíma? Er ekki hægt að bjóða fólki annan val- kost í samgöngumálum en að eiga og reka bíl sjálft? Þótt við séum ný- skriðin út úr torfbæjunum er þetta fulllangt gengið. GUNNAR ÓSKARSSON, Kleifarási 12, 110 Reykjavík. Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim Frá Gunnari Óskarssyni Komu- Biðtími/ Leið Tími: Frá: Til: tími: Ferðat: Tillaga 1 Leið 6 kl. 16:57 Rauðarárstígur Kringla kl. 17:04 0:27 klst. Leið 110 kl. 17:31 Kringla Selásbraut kl. 18:20 1:23 klst. Tillaga 2 Leið 6 kl. 16:36 Rauðarárstígur Lækjartorg kl. 17:23 0:03 klst. Leið 110 kl. 17:26 Lækjartorg Selásbraut kl. 18:20 1:46 klst. Tillaga 3 Leið 3 kl. 16:28 Rauðarárstígur Lækjartorg kl. 17:03 0:23 klst. Leið 110 kl. 17:26 Lækjartorg Selásbraut kl. 18:26 1:58 klst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.