Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 47 UMRÆÐAN um vænd- isfrumvarpið svonefnda virðist því miður komin á það stig, að flokks- pólitískur skæru- hernaður skiptir helstu talsmenn þess meira máli en afdrif frumvarpsins. Hverju skipta svo sem örlög ógæfu- samra vænd- iskvenna, ef hægt er að koma höggi á pólitíska andstæðinga? Hver er að stinga hausnum í sandinn? Þessi skæruhernaður náði áður óþekktu hámarki í grein Hauks Loga Karlssonar, formanns SUF (Fréttablaðinu, 26. nóv. sl.), þar sem hann talar um krossför sjálf- stæðiskvenna gegn frumvarpinu, hvernig þær stinga hausnum í sandinn þegar augljósar stað- reyndir um árangur „sænsku leið- arinnar“ blasa við, svo að ekki sé minnst á þá mannvonsku sem hann eignar þeim gagnvart kyn- systrum sínum. Eða eins og hann orðar það: „Ef þetta frumvarp yrði til að forða einni manneskju frá mansali er ekki spurning um að það á rétt á sér.“ Fylgi hugur máli hjá þessum unga manni, væri nær að hann leitaði leiða um lausn málsins. Tilhæfulausar fordæm- ingar og skætingur koma engum að gagni. Alþjóðleg glæpastarfsemi Mig langar í framhaldinu að biðja Hauk Loga ásamt skoð- anabræðrum hans og -systrum í þessu máli að íhuga eftirfarandi: (1) Mansal og vændi eru ekki einn og sami vandinn, þótt þetta tvennt eigi sameiginlega snertifleti. Man- sal er óaðskiljanlegur þáttur skipulagðrar alþjóðlegrar glæpa- starfsemi og sem slíkt eitt erf- iðasta vandamál sem samtími okk- ar glímir við, oftar en ekki nátengt annarri skipulagðri glæpastarfsemi á borð við fíkni- efnasölu, peningaþvætti o.fl. Þessi alþjóðlegi bakgrunnur kallar á við- tækt samstarf lögregluyfirvalda og annarra löggæsluaðila þvert á landamæri, ásamt mikilvægum lagabreytingum hér á landi sem Sólveig Pétursdóttir, gekkst góðu heilli fyrir í dómsmálaráðherratíð sinni. Vinnur ekki gegn mansali (2) Margt bendir því miður til þess að öfug refsibyrði, þ.e. „sænska leiðin“, herði, ef eitthvað, tak þrælasala á fórnarlömbum sín- um, þar sem þáttur þeirra sem vændiskvenna er ekki lengur refsiverður. (3) Karlmenn sem neyta kynlífsþjónustu verða treg- ari til vitnisburðar í sakamálum tengdum kaupum á kynlífsþjón- ustu, með þeim afleiðingum að erfiðara verður að koma lögum yf- ir dólga eða skipulegt mansal. (4) Helsti árangur „sænsku leið- arinnar“ er sá að götuvændi, sem Svíar skilgreindu sem vaxandi vandamál í sínum heimaranni, er nánast horfið. Vændi, í öðrum og „harðari“ myndum lifir áfram, neðanjarðar. Aðeins hluti vændisins horfinn Þetta eru Svíar að sjá sífellt betur, sem hefur vakið upp spurn- ingar hvort þessi öfuga refisbyrði hafi þegar allt kemur til alls skap- að ný og jafnvel erfiðari vanda- mál, í stað þeirra sem hafa horfið. (5) Öfug refsibyrði virðist þannig vinna gegn vissri tegund vændis (þeirri sem er sýnilegur á götum úti). Ekkert hefur sýnt fram á að slík breyting uppræti vændi eða mansal. Með hliðsjón af of- ansögðu, er umhugsunarvert hvernig talsmenn frumvarpsins hafa kynnt það sem mannúðlega heildarlausn á því mjög svo alvar- lega máli sem mansal og jafnframt vændi er. Enn umhugsunarverð- ara er hversu fyrirhafnarlaust þetta mikilvæga mál fór að snúast um aðgerðir eða aðgerðarleysi þingkvenna sjálfstæðisflokksins. Það bendir því miður til að fleira hafi hangið á spýtunni en líf og velferð ólánsamra kvenna. Hið myrka mansal Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Í VIÐTALI við Lesbók Morg- unblaðsins hinn 1. september 2001 segir Helga Kress, prófessor í bókmenntafræði, að Halldór Laxness hafi eitt sinn ráð- lagt henni frá því að dragast inn í til- tekna ritdeilu því annars gerði hún lítið annað það sem eftir væri ævinnar en að svara skítkasti. „Ég var mjög fegin þessu ráði“ segir Helga, „henti pistlinum í ruslið og hef síðan ekki hirt um að taka þátt í svokölluðum „ritdeilum“ sem eru sjaldan annað en persónulegt þras. Íslendingar eiga nefnilega mjög erfitt með að gera greinarmun á mönnum og málefnum og reyna að gera persónur tortryggilegar í stað þess að ræða málefnið.“ Soffía Auður Birgisdóttir fjallar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag um ádrepu mína á hagsmunatengsl bókaforlaga og íslenskra bók- menntarýna sem birtist tveimur dögum fyrr. Eftir stuttan inngang og áður en Soffía gerir tilraun til að fjalla um grein mína reynir hún að gera mig tortryggilegan í stað þess að tala um málefnið. Ég tiltók í grein minni nokkra einstaklinga sem hafa hagsmunatengsl við Eddu-útgáfu og tilheyra sömu fjöl- skyldunni og það gefur henni til- efni til að koma með þá ályktun að það „vekur strax grun um að greinarhöfundur hafi sjálfur eitt- hvað óhreint í pokahorninu“. Soffía heldur síðan áfram en sum efnisatriði virðast þó vefjast fyrir henni. En verst er þó að hún gleymir að tala um megininntak ádrepu minnar. Byrjum á nokkrum efnisatriðum. Hvergi er minnst á Pál Baldvin Baldvinsson í grein minni eins og Soffía heldur þó fram. Ég reyni heldur hvergi að „sanna óheið- arleika“ Silju Aðalsteinsdóttur eins og Soffía segir. Ég segi hins vegar að hún hafi „slegið tvær vafasamar flugur í einu höggi“ þegar hún kom fram sem hlutlægur sérfræð- ingur í umræðum um tiltekna bók í sjónvarpi og var það sagt í ljósi bæði hagsmuna- og fjölskyldu- tengsla hennar við útgáfufyrirtæki bókarinnar. Soffía telur mig ofmeta áhrif ís- lenskra gagnrýnenda. Ekki er víst að allir taki undir þau ummæli hennar þegar horft er til þess að auglýsingar á jólabókum eru gjarnan keyrðar áfram á áliti upp úr dómum tveggja eða þriggja gagnrýnenda. Hún bendir í fram- haldinu á mitt eigið dæmi um sög- una af Don Kíkóta sem fékk niðr- andi ummæli en varð engu að síður klassísk. Ég nefndi þetta sem dæmi um gagnrýnanda sem hafði alrangt fyrir sér. En það segir ekkert um það hvaða áhrif gagnrýnendur, á væntanlega öllu dauðlegri bókum, hafa fjórum öld- um síðar uppi á Íslandi. Soffía segir „samsæri um verð- lag á olíu, bensíni og matvörum …allt þetta bliknar hjá hinni óg- urlegu bókmenntamafíu“, sam- kvæmt því sem hún les út úr grein minni. Ekki kemur fram hvernig hún dregur svo stóra ályktun. Og orðið mafía kemur frá henni en ekki mér. Hins vegar sagði ég að ef sambærilegt því sem ég tala um gerðist í öðrum geirum samfélags- ins myndu sumir eflaust tala um- búðalaust um spillingu. Það þarf ekki djúpan textagreinanda til að sjá að þarna vísa ég til þeirra Kol- brúnar, Súsönnu og Illuga, sem öll eru nefnd í minni grein. En hvert var megininntak ádrepu minnar? Grein mín birtist í framhaldi af umræðu um að markaðsmenn á vegum Stöðvar 2 voru sakaðir um að vilja selja jákvæða bóka- umfjöllun. Hún fjallar um hags- munaárekstra í bókmenntaumræð- unni. Strax í upphafi nefni ég nokkuð sem við getum kallað var- úðarreglu. Hún felst í því að al- menningur á að geta treyst því að fjölmiðlaumfjöllun litist hvorki af peningalegum hagsmunatengslum né nánum fjölskyldutengslum ein- stakra blaðamanna. Í framhaldi nefni ég allnokkur skýr og sterk dæmi um að þessi varúðarregla hefur verið brotin í íslenskri bók- menntaumræðu. Það telur Soffía vera rætni og „tilraun til samsær- iskenningar og ófrægingar á störf- um gagnrýnenda“. Ég nefni dæmi um að gagnrýnendur fjalla óhikað um bækur frá forlögum sem þeir sjálfir þiggja laun frá. Það tel ég í hæsta máta óeðlilegt. Ég held því hins vegar hvergi fram að um- ræddir gagnrýnendur hafi verið keyptir eins og Soffía túlkar skrif mín. Ég segi heldur hvergi að gagnrýnandi megi samkvæmt þessu „ekki tjá sig um verk sem gefið er út hjá forlagi sem einhver honum kunnugur hefur einhvern tíma starfað hjá“, eins og Soffía ályktar. Hagsmunatengslin sem ég nefni eru miklu meiri en svo. Til að útskýra varúðarregluna betur fyrir Soffíu mætti taka dæmi úr fótboltanum. Ef KR spilar leik er ekki fenginn dómari sem er á laun- um hjá félaginu eða sem er frændi formannsins. Þetta er ekki vegna þess að íslenskir fótboltadómarar séu upp til hópa óheiðarlegir held- ur til þess að eyða öllum vafa um að þeir séu óvilhallir. Þá þarf um- ræðan ekki að detta niður á það plan að viðkomandi dómari hafi dæmt hendi hér og fríspark þar vegna þess að hann hefði hugs- anlegra hagsmuna að gæta. Ólafur H. Torfason, einn reynd- asti kvikmyndagagnrýnandi lands- ins, sagði í stuttu símtali við mig að hann mundi ekki fjalla um ís- lenska kvikmynd ef hann tengdist leikstjóranum eða framleiðand- anum annaðhvort fjárhagslega eða sterkum fjölskylduböndum. Árni Þórarinsson, annar kunnur kvik- myndagagnrýnandi, tók einnig undir þau orð hans í símtali. Þetta er grundvallarregla sem allir list- rýnendur ættu að hafa að leið- arljósi. Grein mín fjallaði um ítrek- uð brot á þessari grundvallarreglu. Að lokum aðeins ein spurning. Fótboltadómarar eru ekki látnir dæma leik ef þeir tengjast öðru liðinu hagsmunaböndum. Blaða- menn eru ekki látnir fjalla um fyr- irtæki sem þeir tengjast sterkum fjölskyldu- eða hagsmunaböndum. Reyndustu kvikmyndagagnrýn- endur landsins vilja ekki fjalla um kvikmyndir ef hætta er á slíkum hagsmunaárekstrum. Hvers vegna í ósköpunum gerir Soffía minni kröfur til íslenskra bókarýnenda? Hagsmunatengsl í bókaumræðunni Eftir Björgúlf Ólafsson Höfundur er rithöfundur. DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.