Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 35

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 35
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 35 GRÆNMETISBÆNDUR vekja at- hygli á fersku innlendu rauðkáli sem er á boðstólum um þessar mundir. Rauðkál er vinsælt með hátíðar- matnum og gefa grænmetisbændur tvær uppskriftir fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt um jólin. Fyrri uppskriftin passar vel með hangi- kjöti og reyktu svínakjöti. Rauðkál með dijon-sinnepi ½ stk. rauðkálshaus, mjög fínt skorinn 2 stk. gulrætur, skrældar og rifnar 1 stk. laukur, fínt skorinn 1 stk. hvítlaukur, fínt skorinn safi af einni sítrónu 4 msk. dijon-sinnep 2 msk. ólífuolía Hrærið sinnepinu og olíunni sam- an. Blandið restinni saman við og kryddið til með salti og pipar. Rauðkál með engifer 1 msk. olía 1 stk. laukur, saxaður 450 g rauðkál, skorið 200 g epli skræld og skorin í bita 2,5 cm rótarengifer, skrælt og rifið smávegis af kanil 150 ml appelsínusafi salt og pipar Hitið olíuna í stórum potti, bætið í lauknum, rauð- kálinu og eplunum og eldið í fimm mínút- ur. Bætið í engifern- um, kanilnum og appelsínusafanum. Látið sjóða smá- stund. Lækkið síðan hitann og sjóðið rólega í 15–20 mínútur, eða þar til mesti vökvinn er upp- urinn og grænmetið er orðið mjúkt. Kryddað til með salti og pipar. Skreytt með rifnum engifer og kanilstöng. Rauðkál með sinnepi og engifer Rauðkál með engifer. Rauðkál með dijon-sinnepi. Á veitingastaðnum Á næstu grösum. LJÓSAKVÖLD verður haldið í Blómavali við Sigtún í kvöld frá klukkan 21–23. Í fréttatilkynningu frá versluninni segir að ljós verði dempuð og húsið lýst upp með jóla- ljósum og kertum. 20% afsláttur „Boðið verður upp á heitt súkku- laði og piparkökur í bland við jóla- tónlist. Viðskiptavinir geta hitt skreytingafólkið og verða leystir út með gjöf. Síðast en ekki síst verður 20% afsláttur af öllum vörum milli klukkan 21.30 og 23.“ Morgunblaðið/Ásdís Ljósakvöld í Blómavali KVENFÉLAGASAMBAND Ís- lands og Leiðbeiningastöð heim- ilanna hafa gefið út fræðsluspjald um mælieiningar. Á spjaldinu eru upplýsingar um það hvernig hægt er að breyta grömmum í desilítra, matskeiðar eða teskeiðar, svo dæmi sé tekið, einnig muninn á breskum og bandarískum mælieiningum og fleira. Ýmsar aðrar mælieiningar eru á spjaldinu ásamt fræðslu um lyfti- efni, lífræn og ólífræn. Þá er fjallað um ofnhita, bæði Celsíus og Faren- heit. Tilvalið fyrir jólabaksturinn. Hægt er að fá spjaldið í öllum verslunum Hagkaupa og hjá Leið- beiningastöð heimilanna. Mæli- einingar á spjaldi LÖGGILDINGARSTOFA hefur sett sölubann á jólaljósakeðju sem framleidd er í Kína og flutt hefur verið inn til landsins og seld í verslunum. Um er að ræða inni- seríu með íslenskum merkingum og leiðbeiningum. Segir Jóhann Ólafsson hjá rafmagnsöryggis- deild Löggildingarstofu að snúrur ljósakeðjunnar uppfylli ekki kröf- ur um lágmarksgildleika. Jóla- serían er með CE-merkinu á um- búðum og segir Jóhann að svo eigi ekki að vera, af fyrrgreind- um orsökum. Löggildingarstofa telur ekki sérstaka bruna- eða snertihættu af ljósaseríunni, að hans sögn. Hægt er að kippa per- unum úr ljósakeðjunni og segir Jóhann aðspurður það ekki skapa sérstaka hættu. Eldri gerðir jóla- sería eigi það sammerkt að hægt sé að losa perurnar. „Hins vegar höfum við meiri áhyggjur af ljósakeðjum sem látn- ar eru loga allt árið og fólk hnoð- ar saman og setur í skálar eða önnur ílát. Nýrri gerðir af jóla- seríum þola þetta þar sem þær hitna ekki. Þetta má hins vegar ekki gera með eldri ljósakeðjur, því þær hitna og skapa brunahættu,“ seg- ir Jóhann Ólafsson. Morgunblaðið/Þorkell Ljósakeðja með réttan gildleika og keðja sem bannað er að selja. Sölubann á ljósakeðju n á t t ú r u l e g a Ókeypis rá›gjöf Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir verður í Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg í dag kl. 14 -18 og Heilsuhúsinu í Kringlunni á morgun kl. 14 -18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.