Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 35
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 35 GRÆNMETISBÆNDUR vekja at- hygli á fersku innlendu rauðkáli sem er á boðstólum um þessar mundir. Rauðkál er vinsælt með hátíðar- matnum og gefa grænmetisbændur tvær uppskriftir fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt um jólin. Fyrri uppskriftin passar vel með hangi- kjöti og reyktu svínakjöti. Rauðkál með dijon-sinnepi ½ stk. rauðkálshaus, mjög fínt skorinn 2 stk. gulrætur, skrældar og rifnar 1 stk. laukur, fínt skorinn 1 stk. hvítlaukur, fínt skorinn safi af einni sítrónu 4 msk. dijon-sinnep 2 msk. ólífuolía Hrærið sinnepinu og olíunni sam- an. Blandið restinni saman við og kryddið til með salti og pipar. Rauðkál með engifer 1 msk. olía 1 stk. laukur, saxaður 450 g rauðkál, skorið 200 g epli skræld og skorin í bita 2,5 cm rótarengifer, skrælt og rifið smávegis af kanil 150 ml appelsínusafi salt og pipar Hitið olíuna í stórum potti, bætið í lauknum, rauð- kálinu og eplunum og eldið í fimm mínút- ur. Bætið í engifern- um, kanilnum og appelsínusafanum. Látið sjóða smá- stund. Lækkið síðan hitann og sjóðið rólega í 15–20 mínútur, eða þar til mesti vökvinn er upp- urinn og grænmetið er orðið mjúkt. Kryddað til með salti og pipar. Skreytt með rifnum engifer og kanilstöng. Rauðkál með sinnepi og engifer Rauðkál með engifer. Rauðkál með dijon-sinnepi. Á veitingastaðnum Á næstu grösum. LJÓSAKVÖLD verður haldið í Blómavali við Sigtún í kvöld frá klukkan 21–23. Í fréttatilkynningu frá versluninni segir að ljós verði dempuð og húsið lýst upp með jóla- ljósum og kertum. 20% afsláttur „Boðið verður upp á heitt súkku- laði og piparkökur í bland við jóla- tónlist. Viðskiptavinir geta hitt skreytingafólkið og verða leystir út með gjöf. Síðast en ekki síst verður 20% afsláttur af öllum vörum milli klukkan 21.30 og 23.“ Morgunblaðið/Ásdís Ljósakvöld í Blómavali KVENFÉLAGASAMBAND Ís- lands og Leiðbeiningastöð heim- ilanna hafa gefið út fræðsluspjald um mælieiningar. Á spjaldinu eru upplýsingar um það hvernig hægt er að breyta grömmum í desilítra, matskeiðar eða teskeiðar, svo dæmi sé tekið, einnig muninn á breskum og bandarískum mælieiningum og fleira. Ýmsar aðrar mælieiningar eru á spjaldinu ásamt fræðslu um lyfti- efni, lífræn og ólífræn. Þá er fjallað um ofnhita, bæði Celsíus og Faren- heit. Tilvalið fyrir jólabaksturinn. Hægt er að fá spjaldið í öllum verslunum Hagkaupa og hjá Leið- beiningastöð heimilanna. Mæli- einingar á spjaldi LÖGGILDINGARSTOFA hefur sett sölubann á jólaljósakeðju sem framleidd er í Kína og flutt hefur verið inn til landsins og seld í verslunum. Um er að ræða inni- seríu með íslenskum merkingum og leiðbeiningum. Segir Jóhann Ólafsson hjá rafmagnsöryggis- deild Löggildingarstofu að snúrur ljósakeðjunnar uppfylli ekki kröf- ur um lágmarksgildleika. Jóla- serían er með CE-merkinu á um- búðum og segir Jóhann að svo eigi ekki að vera, af fyrrgreind- um orsökum. Löggildingarstofa telur ekki sérstaka bruna- eða snertihættu af ljósaseríunni, að hans sögn. Hægt er að kippa per- unum úr ljósakeðjunni og segir Jóhann aðspurður það ekki skapa sérstaka hættu. Eldri gerðir jóla- sería eigi það sammerkt að hægt sé að losa perurnar. „Hins vegar höfum við meiri áhyggjur af ljósakeðjum sem látn- ar eru loga allt árið og fólk hnoð- ar saman og setur í skálar eða önnur ílát. Nýrri gerðir af jóla- seríum þola þetta þar sem þær hitna ekki. Þetta má hins vegar ekki gera með eldri ljósakeðjur, því þær hitna og skapa brunahættu,“ seg- ir Jóhann Ólafsson. Morgunblaðið/Þorkell Ljósakeðja með réttan gildleika og keðja sem bannað er að selja. Sölubann á ljósakeðju n á t t ú r u l e g a Ókeypis rá›gjöf Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir verður í Heilsuhúsinu á Skólavörðustíg í dag kl. 14 -18 og Heilsuhúsinu í Kringlunni á morgun kl. 14 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.