Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 23
Njarðvík | Fyrstu tónleikar Tón-
listarfélags Reykjanesbæjar verða
haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í
dag, fimmtudag, og hefjast klukkan
20. Þar mun Kammersveit Reykja-
víkur leika fyrir Suðurnesjamenn.
Allt frá fyrsta vetri sínum hefur
Kammersveit Reykjavíkur haldið
jólatónleika í desembermánuði þar
sem leikin hefur verið tónlist frá
barokktímanum og að þessu sinni
verða tónleikarnir í Reykjanesbæ.
Þessir tónleikar hafa verið meðal
vinsælustu verkefna Kammersveit-
arinnar. Að þessu sinni ætlar Rut
Ingólfsdóttir, sem frá upphafi hef-
ur verið í forsvari bæði sem fiðlu-
leikari og sem formaður Kamm-
ersveitarinnar, að leika
uppáhaldskonsertana sína, fjóra
fiðlukonserta eftir Bach. Með henni
leika einleik þau Daði Kolbeinsson
á óbó og Unnur María Ingólfsdóttir
fiðluleikari, en þær systurnar hafa
margoft leikið þennan konsert sam-
an bæði hér á landi og erlendis.
Tónleikarnir eru haldnir með
styrk frá Reykjanesbæ, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu frá
menningarfulltrúa. Aðgangseyrir
er kr. 1.500 en ókeypis fyrir nem-
endur Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar.
Leika uppáhalds-
konserta Rutar
Sandgerði | Börnin sem sótt hafa
námskeið í ævintýrahúsinu Púls-
inum í haust sýndu afrakstur starfs-
ins á jólaskemmtun Púlsins í sam-
komuhúsinu í Sandgerði um helgina.
Fjöldi gesta kom til að fylgjast með.
Níu til fimmtán ára ungmenni af
Suðurnesjum hafa verið á leiklist-
arnámskeiðum í Púlsinum og sex til
átta ára á námskeiðum í söng, sög-
um og spuna. Á jólaskemmtuninni
sýndu eldri börnin leikrit sem þau
höfðu samið og þau yngri skemmtu
með leik og söng. Flest voru atriðin
tengd jólunum.
Fengu dagskráratriðin góðar við-
tökur gesta sem fjölmenntu í Sam-
komuhúsið af þessu tilefni.
Fluttu
frumsamin leikrit
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Heimili jólasveinanna: Óþekka barninu var sleppt úr poka Grýlu vegna
þess að Leppalúði minnti á að það ætti að fá annað tækifæri.
Féll í stiga | Kona kvartaði yfir
eymslum í baki, hálsi og andliti eftir
að hún féll í stiga í húsi í Sandgerði,
að því er fram kemur í dagbók lög-
reglunnar. Hún var flutt með
sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í Keflavík.
Tónleikar | Bubbi Morthens verður
með tónleika í Safnaðarheimilinu í
Sandgerði í kvöld klukkan 20. Flytur
hann þekkt lög af plötum sínum.
Tölvum stolið | Brotist var inn í
húsnæði stéttarfélags við Tjarn-
argötu í Keflavík aðfaranótt þriðju-
dags. Stolið var tveimur tölvum.
Einnig var tekið ávísanahefti frá
Sparisjóðnum í Keflavík. Lögreglan
biður hugsanleg vitni að hafa sam-
band við sig.
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111