Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 29

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 29 kórverk eftir Penderecki og Britten. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Myrka músíkdaga. Á Boð- unardegi Maríu, 28. mars, verða hátíðartónleikar Mót- ettukórs Hallgrímskirkju þar sem flutt verður Magnific- at eftir Bach ásamt Magnificat eftir Buxtehude og kantatan Önd mín miklar Drottin eftir Bach. Meðal ein- söngvara er Gunnar Guðbjörnsson tenór. 4. apríl er dag- skrá í framhaldi af ljóðadagskrá Passíusálma+ á Kirkju- listahátíð. Haldið verður áfram að hvetja íslensk ljóðskáld til að yrkja í framhaldi eða til hliðar við Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar. Upplestur Passíusál- manna er föst hefð í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Að þessu sinni verður lesarinn Arnar Jónsson. Tónlistaratriði verða milli lestranna í flutningi félaga úr Schola cantorum. Á páskadag verður í hátíðarmessu flutt Páskaverk fyrir einsöngvara, 14 málmblásara, kór og orgel eftir John Speight. Vortónleikar með Schola cantorum verða 9. maí kl. 17, Madrigalar og mótettur á vori. Hvíta- sunnuómar er yfirskrift tónleika Mótettukórs Hallgríms- kirkju 31. maí. Efnisskráin mun taka mið af væntanlegri Frakklandsferð kórsins, þar sem hann hefur m.a. fengið boð um að syngja í Notre Dame-dómkirkjunni í París. Sumarkvöld við orgelið Tónleikaröðin „Sumarkvöld við orgelið“ hefst 17. júní og stendur til 15. ágúst. Organistar frá víðri veröld eru gestir Klais-orgelsins um helgar, á hádegistónleikum á laugardögum og kvöldtónleikum á sunnudagskvöldum. Íslenskir organistar leika í hádeginu á fimmtudögum, einnig í samleik með öðrum hljóðfæraleikurum eða söngvurum. 24. október er Hallgrímsdagurinn. Dagskrá til fjáröflunar fyrir listastarfið í Hallgríms- kirkju. Kórar, einsöngvarar, hljóðfæraleikur. 27. október verður 330. ártíðar Hallgríms Péturssonar minnst og 7. nóvember, á allraheilagramessu, verður Sálumessa eftir Gabriel Fauré flutt. Flytjendur eru Mótettukórinn og Kammersveit Hallgrímskirkju ásamt einsöngvurum. Stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju skipa: Margrét Eggertsdóttir cand. mag., formaður, dr. Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur, Jón Reykdal myndlistarmaður, Guð- mundur Hallgrímsson lyfjafræðingur, Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur og Hörður Áskelsson, kantor Hall- grímskirkju, sem er listrænn stjórnandi félagsins og stjórnandi Kammerkórs og Mótettukórs Hallgríms- kirkju. NÝTT starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju er hafið og er það 22. starfsár félagsins. Félagið var stofnað árið 1982 með það að markmiði að efla listalíf við Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að undirstrika hátíðisdaga kirkjuársins t.d. með tónleikum á 1. sunnudegi í aðventu, boðunardegi Maríu, hvítasunn- unni og allraheilagramessu. Ný hádegistónleikaröð hefur göngu sína í ársbyrjun. Þá stendur Listvinafélagið fyrir fjórum myndlistarsýningum á starfsárinu í forkirkjunni og gefur út litprentuð kort í tilefni sýninganna. Lista- mennirnir eru Eyþór Jónsson, Steinunn Þórarinsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Nú stendur yfir sýning Braga Ásgeirssonar í forkirkjunni. Á 2. sunnudag í aðventu verða Jólatónleikar Mót- ettukórs Hallgrímskirkju. Kórinn flytur m.a. þekkta jóla- sálma með óperusöngkonunni Elínu Ósk Óskarsdóttur auk valinna kórverka fyrir aðventu og jól. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Tónleikarnir verða aftur fluttir 9. des- ember. 28. verður dagskrá byggð á ensku fyrirmyndinni „Nine Lessons and Carols“ þar sem vinsælir jólasálmar eru sungnir á milli þess sem valdir staðir úr Biblíunni eru lesnir. Öllum söngvinum er boðið að taka þátt í kór- söngnum að undangenginni æfingu. Stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson. Á gamlársdag verða Hátíðarhljómar við áramót að vanda. Organisti kirkjunnar leikur m.a. Tokk- ötu og fúgu í d-moll eftir Bach, ásamt völdum verkum fyrir tvo trompeta og orgel, m.a. Adagio eftir Albinoni. Flytjendur eru Ásgeir H. Steingrímsson trompet, Eirík- ur Örn Pálsson trompet og Hörður Áskelsson orgel. Ný hádegistónleikaröð 24. janúar opnar Hörður Áskelsson, organisti Hall- grímskirkju, nýja hádegistónleikaröð. Um er að ræða stutta hádegistónleika sem ætlaðir eru til að efla áhuga og kynna hljóðheim „drottningar hljóðfæranna“. Org- anistar flytja og kynna valin verk. Þeir eru, auk Harðar, Gunnar Sigurðsson, organisti Bústaðakirkju, Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, Kári Þormar, org- anisti Áskirkju, Matthias Wager frá Stokkhólmi, einn kunnasti organisti Svía, og Eyþór A. Jónsson, aðstoð- arorganisti Akureyrarkirkju. Tveggja kóra tónleikar a cappella verða 8. febrúar. Kórar Hallgrímskirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum, sameinast í flutningi á Messu fyrir tvo fjögurra radda kóra eftir Frank Martin og frumflytja verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, María, meyjan skæra. Auk þess flytja kórarnir hvor um sig úrvals- Morgunblaðið/Golli Fjölbreytt tónlistardagskrá hjá Listvinafélaginu RÉTTINDASTOFA Bjarts hefur gengið frá samningi um sölu á skáldsögunni Augu þín sáu mig eft- ir Sjón til Siurela á Spáni og Apost- ilos í Litháen. Þar með hefur út- gáfurétturinn á sögunni verið seldur til sex landa en hin löndin eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Noregur. Þess má geta að í síðustu viku fékk Siruela verðlaun sem besti bókmenntaútgefandi Spánar árið 2003. Gagnrýnandi Sydsvenska Dagbladet segir m.a. um bókina: „Saga Sjóns vekur manni miklar vonir um skáldsöguna sem list- form.“ „Það er eins og H.C. And- ersen sé að segja sögu eftir Franz Kafka – eða öfugt. Ekkert þessu líkt hefur verið skrifað á sænsku og varla á íslensku heldur,“ segir Leif Nylen hjá Dagens Nyheter. Gagn- rýnandi Politiken í Danmörku sagði að sagan væri skrifuð „í hár- beittum stíl sem vísast gæti sett herra og frú Danmörku út af lag- inu“ og bætti því við að hún væri „líka fyndin og hreinir galdrar“. In- formation sagði: „Það eru ekki margir norrænir höfundar sem skrifa um þessar mundir texta jafn leikandi og úthugsað og þessa skáldsögu.“ Þá sagði Weekendav- isen söguna „seiðmagnaða“ og bætti við: „Hið sérlega sjónska er léttleiki, íþrótt eða glæsileiki; yf- irlætislaust kæruleysi væri trúlega réttnefni – viturt og einbeitt kæru- leysi, víðs fjarri og handan við bæði tilfinningaþrunginn og tilgerð- arlegan póstmódernisma.“ Augun þín sáu mig ger- ir víðreist Sjón fær góða dóma erlendis. KVÖLDVAKA Kvennasögusafnsins verður í Þjóðarbókhlöðu í kvöld kl. 20. Sigurlaug Guðmundsdóttir les eigin ljóð. Flautuleikarar úr Tónlist- arskóla Reykjavíkur flytja verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttir og Báru Grímsdóttur. Stjórnandi er Hallfríður Ólafsdóttir. Þá flytur Hrafnhildur Schram list- fræðingur erindið Myndsálir: Konur og veruleiki. Hrafnhildur bregður ljósi á nokkrar myndlistarkonur sem voru sýnilegar í íslensku samfélagi árin 1960–1980 og áttu þátt í því að setja fram nýjar hugmyndir um veruleikann og hlutverk listarinnar. Í Listasafni Íslands stendur nú yfir sýningin „Íslensk myndlist 1960– 1980. Raunsæi og veruleiki“ og eru verk eftir þær listakonur sem Hrafn- hildur fjallar um á sýningunni. Letur og leir Þá verður opnuð samsýning Freyju Bergsveinsdóttur, grafísks hönnuðar, og Guðrúnar Indriðadótt- ur leirlistarkonu sem nefnist Í orði og á borði. Þar eru sýndar skálar, vasar og kertastjakar úr steinleir sem listakonurnar hafa unnið í sam- einingu. Guðrún sýnir einnig nokkur verk úr postulíni og Freyja sýnir let- ur (skrift) á pappír með vísun í hand- ritin. Guðrún og Freyja luku báðar námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988. Þær hafa starfað hvor á sínum vettvangi síðan en einnig saman að ýmsum verkefnum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær tengja listgreinar sínar saman á þennan hátt og skapa úr þeim heildstæða sýningu. Sýningin stendur fram í janúar. Kvöldvaka í Kvennasögusafni Guðrún Indriðadóttir og Freyja Bergsveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.