Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 29 kórverk eftir Penderecki og Britten. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Myrka músíkdaga. Á Boð- unardegi Maríu, 28. mars, verða hátíðartónleikar Mót- ettukórs Hallgrímskirkju þar sem flutt verður Magnific- at eftir Bach ásamt Magnificat eftir Buxtehude og kantatan Önd mín miklar Drottin eftir Bach. Meðal ein- söngvara er Gunnar Guðbjörnsson tenór. 4. apríl er dag- skrá í framhaldi af ljóðadagskrá Passíusálma+ á Kirkju- listahátíð. Haldið verður áfram að hvetja íslensk ljóðskáld til að yrkja í framhaldi eða til hliðar við Pass- íusálma Hallgríms Péturssonar. Upplestur Passíusál- manna er föst hefð í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa. Að þessu sinni verður lesarinn Arnar Jónsson. Tónlistaratriði verða milli lestranna í flutningi félaga úr Schola cantorum. Á páskadag verður í hátíðarmessu flutt Páskaverk fyrir einsöngvara, 14 málmblásara, kór og orgel eftir John Speight. Vortónleikar með Schola cantorum verða 9. maí kl. 17, Madrigalar og mótettur á vori. Hvíta- sunnuómar er yfirskrift tónleika Mótettukórs Hallgríms- kirkju 31. maí. Efnisskráin mun taka mið af væntanlegri Frakklandsferð kórsins, þar sem hann hefur m.a. fengið boð um að syngja í Notre Dame-dómkirkjunni í París. Sumarkvöld við orgelið Tónleikaröðin „Sumarkvöld við orgelið“ hefst 17. júní og stendur til 15. ágúst. Organistar frá víðri veröld eru gestir Klais-orgelsins um helgar, á hádegistónleikum á laugardögum og kvöldtónleikum á sunnudagskvöldum. Íslenskir organistar leika í hádeginu á fimmtudögum, einnig í samleik með öðrum hljóðfæraleikurum eða söngvurum. 24. október er Hallgrímsdagurinn. Dagskrá til fjáröflunar fyrir listastarfið í Hallgríms- kirkju. Kórar, einsöngvarar, hljóðfæraleikur. 27. október verður 330. ártíðar Hallgríms Péturssonar minnst og 7. nóvember, á allraheilagramessu, verður Sálumessa eftir Gabriel Fauré flutt. Flytjendur eru Mótettukórinn og Kammersveit Hallgrímskirkju ásamt einsöngvurum. Stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju skipa: Margrét Eggertsdóttir cand. mag., formaður, dr. Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur, Jón Reykdal myndlistarmaður, Guð- mundur Hallgrímsson lyfjafræðingur, Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur og Hörður Áskelsson, kantor Hall- grímskirkju, sem er listrænn stjórnandi félagsins og stjórnandi Kammerkórs og Mótettukórs Hallgríms- kirkju. NÝTT starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju er hafið og er það 22. starfsár félagsins. Félagið var stofnað árið 1982 með það að markmiði að efla listalíf við Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Í ár verður lögð sérstök áhersla á að undirstrika hátíðisdaga kirkjuársins t.d. með tónleikum á 1. sunnudegi í aðventu, boðunardegi Maríu, hvítasunn- unni og allraheilagramessu. Ný hádegistónleikaröð hefur göngu sína í ársbyrjun. Þá stendur Listvinafélagið fyrir fjórum myndlistarsýningum á starfsárinu í forkirkjunni og gefur út litprentuð kort í tilefni sýninganna. Lista- mennirnir eru Eyþór Jónsson, Steinunn Þórarinsdóttir og Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Nú stendur yfir sýning Braga Ásgeirssonar í forkirkjunni. Á 2. sunnudag í aðventu verða Jólatónleikar Mót- ettukórs Hallgrímskirkju. Kórinn flytur m.a. þekkta jóla- sálma með óperusöngkonunni Elínu Ósk Óskarsdóttur auk valinna kórverka fyrir aðventu og jól. Björn Steinar Sólbergsson orgel. Tónleikarnir verða aftur fluttir 9. des- ember. 28. verður dagskrá byggð á ensku fyrirmyndinni „Nine Lessons and Carols“ þar sem vinsælir jólasálmar eru sungnir á milli þess sem valdir staðir úr Biblíunni eru lesnir. Öllum söngvinum er boðið að taka þátt í kór- söngnum að undangenginni æfingu. Stjórnandi er Hörð- ur Áskelsson. Á gamlársdag verða Hátíðarhljómar við áramót að vanda. Organisti kirkjunnar leikur m.a. Tokk- ötu og fúgu í d-moll eftir Bach, ásamt völdum verkum fyrir tvo trompeta og orgel, m.a. Adagio eftir Albinoni. Flytjendur eru Ásgeir H. Steingrímsson trompet, Eirík- ur Örn Pálsson trompet og Hörður Áskelsson orgel. Ný hádegistónleikaröð 24. janúar opnar Hörður Áskelsson, organisti Hall- grímskirkju, nýja hádegistónleikaröð. Um er að ræða stutta hádegistónleika sem ætlaðir eru til að efla áhuga og kynna hljóðheim „drottningar hljóðfæranna“. Org- anistar flytja og kynna valin verk. Þeir eru, auk Harðar, Gunnar Sigurðsson, organisti Bústaðakirkju, Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, Kári Þormar, org- anisti Áskirkju, Matthias Wager frá Stokkhólmi, einn kunnasti organisti Svía, og Eyþór A. Jónsson, aðstoð- arorganisti Akureyrarkirkju. Tveggja kóra tónleikar a cappella verða 8. febrúar. Kórar Hallgrímskirkju, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum, sameinast í flutningi á Messu fyrir tvo fjögurra radda kóra eftir Frank Martin og frumflytja verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, María, meyjan skæra. Auk þess flytja kórarnir hvor um sig úrvals- Morgunblaðið/Golli Fjölbreytt tónlistardagskrá hjá Listvinafélaginu RÉTTINDASTOFA Bjarts hefur gengið frá samningi um sölu á skáldsögunni Augu þín sáu mig eft- ir Sjón til Siurela á Spáni og Apost- ilos í Litháen. Þar með hefur út- gáfurétturinn á sögunni verið seldur til sex landa en hin löndin eru Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Noregur. Þess má geta að í síðustu viku fékk Siruela verðlaun sem besti bókmenntaútgefandi Spánar árið 2003. Gagnrýnandi Sydsvenska Dagbladet segir m.a. um bókina: „Saga Sjóns vekur manni miklar vonir um skáldsöguna sem list- form.“ „Það er eins og H.C. And- ersen sé að segja sögu eftir Franz Kafka – eða öfugt. Ekkert þessu líkt hefur verið skrifað á sænsku og varla á íslensku heldur,“ segir Leif Nylen hjá Dagens Nyheter. Gagn- rýnandi Politiken í Danmörku sagði að sagan væri skrifuð „í hár- beittum stíl sem vísast gæti sett herra og frú Danmörku út af lag- inu“ og bætti því við að hún væri „líka fyndin og hreinir galdrar“. In- formation sagði: „Það eru ekki margir norrænir höfundar sem skrifa um þessar mundir texta jafn leikandi og úthugsað og þessa skáldsögu.“ Þá sagði Weekendav- isen söguna „seiðmagnaða“ og bætti við: „Hið sérlega sjónska er léttleiki, íþrótt eða glæsileiki; yf- irlætislaust kæruleysi væri trúlega réttnefni – viturt og einbeitt kæru- leysi, víðs fjarri og handan við bæði tilfinningaþrunginn og tilgerð- arlegan póstmódernisma.“ Augun þín sáu mig ger- ir víðreist Sjón fær góða dóma erlendis. KVÖLDVAKA Kvennasögusafnsins verður í Þjóðarbókhlöðu í kvöld kl. 20. Sigurlaug Guðmundsdóttir les eigin ljóð. Flautuleikarar úr Tónlist- arskóla Reykjavíkur flytja verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttir og Báru Grímsdóttur. Stjórnandi er Hallfríður Ólafsdóttir. Þá flytur Hrafnhildur Schram list- fræðingur erindið Myndsálir: Konur og veruleiki. Hrafnhildur bregður ljósi á nokkrar myndlistarkonur sem voru sýnilegar í íslensku samfélagi árin 1960–1980 og áttu þátt í því að setja fram nýjar hugmyndir um veruleikann og hlutverk listarinnar. Í Listasafni Íslands stendur nú yfir sýningin „Íslensk myndlist 1960– 1980. Raunsæi og veruleiki“ og eru verk eftir þær listakonur sem Hrafn- hildur fjallar um á sýningunni. Letur og leir Þá verður opnuð samsýning Freyju Bergsveinsdóttur, grafísks hönnuðar, og Guðrúnar Indriðadótt- ur leirlistarkonu sem nefnist Í orði og á borði. Þar eru sýndar skálar, vasar og kertastjakar úr steinleir sem listakonurnar hafa unnið í sam- einingu. Guðrún sýnir einnig nokkur verk úr postulíni og Freyja sýnir let- ur (skrift) á pappír með vísun í hand- ritin. Guðrún og Freyja luku báðar námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988. Þær hafa starfað hvor á sínum vettvangi síðan en einnig saman að ýmsum verkefnum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær tengja listgreinar sínar saman á þennan hátt og skapa úr þeim heildstæða sýningu. Sýningin stendur fram í janúar. Kvöldvaka í Kvennasögusafni Guðrún Indriðadóttir og Freyja Bergsveinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.