Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 59
DAGBÓK
Jakkar - blússur - toppar
Hverafold 1-3
Torgið Grafarvogi
Sími 577 4949
Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard.
Handklæði & flíshúfur
.
Fáið sendan
myndalista
Myndsaumur
Reykjavíkurvegur 62
220 Hafnarfjörður
Sími 565 0488
www.myndsaumur.is
Jólatilboð
Flíspeysur,
& flísteppi
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson flytur hugvekju.
Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur nokkur lög. Léttar veitingar.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn í Reykjavík til að
líta upp úr jólaönnunum og hittast í góðra vina hópi.
Föstudaginn 5. desember næstkomandi
efna sjálfstæðisfélögin í Reykjavík til hins
árlega jólateitis í Valhöll
frá kl 17.00 til 19.00
Allir velkomnir.
TUTTUGU sveitir tóku þátt
í Íslandsmótinu í parsveita-
keppni, sem fram fór í húsa-
kynnum BSÍ við Síðumúla
um síðustu helgi. Sveit Ljós-
brár Baldursdóttur varð
hlutskörpust, hlaut 135 stig
úr 7 umferðum, eða 19,28
stig að jafnaði úr leik. Með
Ljósbrá spiluðu eiginmað-
urinn, Matthías Þorvaldsson,
og hjónin Dröfn Guðmunds-
dóttir og Ásgeir Ásbjörns-
son. Í öðru sæti með 130 stig
varð sveitin „2x2“ (Ólöf Þor-
steinsdóttir, Heiðar Sigur-
jónsson, Svala K. Pálsdóttir
og Karl Grétar Karlsson), en
sveit Hörpu varð í þriðja
sæti með með 124 stig (Soffía
Guðmundsdóttir, Eiríkur
Hjaltason, Hjalti Elíasson,
Guðný Guðjónsdóttir og
Guðjón Sigurjónsson).
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 1065
♥ G1073
♦ 643
♣K93
Vestur Austur
♠ 87 ♠ 432
♥ 9542 ♥ ÁD86
♦ ÁG87 ♦ 1092
♣G105 ♣ÁD2
Suður
♠ ÁKDG9
♥ K
♦ KD5
♣8762
Spilið að ofan kom upp í
leik sigursveitarinnar og
Estherar Jakobsdóttur. Á
öðru borðinu voru Matthías
og Ljósbrá í NS gegn Hjör-
dísi Sigurjónsdóttur og
Kristjáni Blöndal:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 grand Dobl
2 tíglar * Pass Pass 2 spaðar
Pass Pass Pass
Matthías var í suður og
doblaði fyrst 12–14 punkta
grandopnun austurs, en
sagði svo tvo spaða við flótta-
sögn vesturs (sem sýndi tígul
og hálit).
Útspilið var laufgosi.
Matthías lét kónginn úr
borði og austur tók tvo slagi
á lauf og skipti síðan yfir í
tígultíu. Vestur drap drottn-
ingu Matthíasar, tók slag á
lauftíuna og spilaði hjarta yf-
ir á ás austurs. Ef vörnin
hefði sótt tígulinn áfram,
hefðu sagnhafa verið allar
bjargir bannaðar, en nú var
fæddur fótur, þótt í flugu-
mynd væri. Austur trompaði
út og þegar vestur fylgdi lit
undir ásinn með sjöunni
glaðnaði yfir Matthíasi.
Vinningsvonin var nefnilega
í því fólgin að sami mótherji
ætti 87 tvíspil í trompi!
Matthías spilaði næst
spaðaníu á tíuna (áttan féll),
hjartagosa úr borði og
trompaði drottningu aust-
urs. Spilaði loks þrettánda
laufinu og trompaði með
sexu blinds. Austur átti ekk-
ert yfir því spili og þar með
gat Matthías losað sig við
tígulhund heima niður í
hjartatíu. Staðið spil og 110 í
NS.
Á hinu borðinu fengu NS
80 í einum spaða, svo ágóð-
inn reyndist aðeins vera 1
IMPi. En „einn er hver
einn,“ og það getur munað
um hvert stig, eins og sann-
aðist eftirminnilega á HM
nýlega.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir metnaði, krafti
og hugrekki. Þú setur mark-
ið hátt og nærð yfirleitt
settu marki. Leggðu hart að
þér á þessu ári því þú munt
uppskera árið 2005.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að einbeita þér að
málefnum sem tengjast út-
gáfustarfsemi og framhalds-
menntun. Þú þarft einnig að
ganga frá ferðaáætlunum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að huga að sameig-
inlegum eignum, tryggingum
og skuldum. Þú þarft að gera
þér grein fyrir því hvað er á
þína ábyrgð og hvað ekki.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ættir að þiggja þau heim-
boð sem þér berast og bjóða
öðrum heim til þín. Þú ert
sérlega heillandi og átt auð-
velt með öll samskipti.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur tilhneigingu til að
halda upp á alls konar gamalt
dót og þarft því að taka þér
tíma til að skipuleggja þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Saklaust daður og ánægju-
legt félagslíf lífga upp á dag-
inn. Njóttu samvista við börn
og reyndu að nýta tækifæri
sem gefast til skemmtana.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú nýtur þess að eiga nota-
legar stundir í faðmi fjöl-
skyldunnar. Þig gæti líka
langað til að kaupa eitthvað
til heimilisins. Eftirmiðdag-
urinn er þó ekki hentugur til
innkaupa.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekki sitja heima í dag. Farðu
út og láttu til þín taka. Sam-
ræður við vinnufélagana ættu
að verða ánægjulegar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú færð góðar hugmyndir í
vinnunni sem þú ættir að
íhuga nánar. Mundu að sam-
kvæmt stjörnunum ættirðu
að verða á tindi starfsframa
þíns á næstu fimm árum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þetta er góður tími fyrir þig.
Það eru þrjár stjörnu í merk-
inu þínu auk þess sem hinn
forvitni merkúr ýtir undir
fjáröflunarhæfni þína.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki leggja of hart að þér í
dag. Reyndu að finna tíma til
einveru. Þú þarft á því að
halda og átt það skilið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú nýtur mikilla vinsælda og
því tekur félagslífið óvenju-
mikinn tíma. Láttu þig fljóta
með straumnum. Þá ætti allt
að ganga vel.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhver gæti beðið þig um
skoðun þína á einhvers konar
hönnun í dag. Ekki hika við
að láta skoðun þína í ljós.
Fólk virðir þig og vill því fá
að heyra álit þitt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
FLJÓTIÐ HELGA
Að haustnóttum einn ég að heiman geng
því harms míns og gleði bíður
hið myrka fljót, sem við flúð og streng
svo fallþungum niði líður.
Það kom hingað forðum á móti mér
hvern morgun í sóldýrð vafið.
Í kvöld á það sefandi söng, sem ber
minn síðasta vordag í hafið.
Já, hér fann ég aldir og örlög hjá
í elfunnar niði streyma,
og hljóðum mér dvaldist við hylji þá,
sem himin og stjörnur geyma.
Þar hvarf mér sú veröld, sem vökunnar beið.
Þar varð mér hver ævinnar dagur
að heilögum söng, er um hjartað leið
svo harmdjúpur, sár og fagur.
- - -
Tómas Guðmundsson
LJÓÐABROT
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6
4. Rc3 dxc4 5. Re5 Rbd7 6.
Rxc4 b5 7. Re3 Bb7 8. g3 c5
9. d5 a6 10. Bg2 g6 11. O-O
Bg7 12. a4 b4 13. Rb1 a5
14. Dc2 O-O 15. Rd2 Re8
16. Rec4 Rd6 17. e4 Ba6 18.
Hd1 Hc8 19. f4 Rb6 20. Bf1
Bd4+ 21. Kg2 Rdxc4 22.
Rxc4.
Staðan kom upp í
atskákmóti sem lauk fyrir
skömmu í Benidorm.
Sigurvegari mótsins,
Veselin Topalov
(2735), hafði svart
gegn ungstirninu
Shakhriyaz
Mamedyarov
(2595).
22... Rxd5! 23.
Be2 hvítur yrði
mát eftir 23. exd5
Dxd5+ 24. Kh3
Dh5+ 25. Kg2
Bb7+.
Eftir textaleik-
inn verður svart-
ur sælu peði
meira og með
betra tafl.
23... Rf6 24.
Bf3 Dc7 25. Bd2 Bxc4 26.
Dxc4 Bxb2 27. Hab1 Bd4
28. Hbc1 Rd7 29. Bxb4
axb4 30. Hxd4 Da7 31.
Hd2 Rb6 32. Db5 Rxa4 33.
Ha1 Rc3 34. Df1 Dc7 35.
e5 c4 36. Ha6 Dc5 37. e6 f5
38. h4 Re4 39. Hd7 c3 40.
Haa7 c2 og hvítur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4.
desember, er áttræður Sig-
mundur Óli Reykjalín
Magnússon, vélfræðingur
og fyrrverandi umdæmis-
stjóri hjá Vinnueftirlitinu á
Norðurlandi eystra. Sig-
mundur og eiginkona hans,
Guðrún Anna Kristjáns-
dóttir, eru í Minneapolis á
afmælisdaginn hjá sonar-
syni sínum og fjölskyldu.
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4.
desember, er sextugur
Gunnar Þorláksson, starfs-
maður Félagsþjónustunnar
í Reykjavík. Hann og eigin-
kona hans, Kolbrún Hauks-
dóttir, verða erlendis á af-
mælisdaginn.
60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4.
desember, er sextugur Kári
Valvesson, Sléttahrauni 20,
Hafnarfirði. Eiginkona
hans er Sigurborg Kristins-
dóttir. Þau bjóða vini og
vandamenn velkomna til
hófs í Frímúrarahúsinu við
Ljósatröð í Hafnarfirði kl.
19 í kvöld.