Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ m TÍMARITUMMAT&VÍN27062003051 2 03 TÍ I Í frítt til áskrifenda! villibráðar-Villi/fordrykkir & fingrafæði/bíóbakkar létt á aðventu/sjávarréttir/barnaboð/koníak TÍMARIT UM MAT & VÍN122003 5.TBL rokk & ról rjúpnalaus jól frítt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins/verð í lausasölu kr. 480 fylgir Morgunblaðinu á morgun - föstudag Reykjavík | Félagsþjónustan í Reykjavík lagði nýlega til við félagsmálaráð Reykjavíkurborgar að sérstök jólauppbót yrði greidd til þeirra not- enda Félagsþjónustunnar sem þegið hafa fjár- hagsaðstoð í sex mánuði eða lengur. Þessi tillaga var samþykkt og verður því jólauppbót greidd í ár. Upphæðin er 17.750 krónur, en í greinargerð með tillögunni segir að þar sem ljóst sé að des- embermánuður sé einstaklingum og fjölskyldum dýrari í framfærslu en aðrir mánuðir þyki eðli- legt að langtímanotendur fjárhagsaðstoðar hjá Félagsþjónustunni fái sérstakan fjárhagsstuðn- ing í desembermánuði. Hækkun grunnframfærslu Enn fremur samþykkti félagsmálaráð Reykja- víkurborgar á fundi sínum í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem taka munu gildi um næstu mánaðamót. Grunnfjárhæð til fram- færslu einstaklings hækkar um 8,5%, fer úr 71.020 kr. á mánuði í 77.083 krónur. Þá er veitt heimild til 10.000 króna mánaðarlegs styrks til foreldra sem búið hafa við tekjur á eða undir grunnfjárhæð til að greiða fyir daggæslu, skóla- máltíðir, frístundaheimili, sumardvöl eða þátt- töku barns í þroskandi félags- og tómstunda- starfi. Einnig er heimilt að veita foreldrum styrk ef sérstök meðferðar- og stuðningssjónarmið eða fyrirbyggjandi barnavernd liggja til hliðsjónar. Í bókun fulltrúa Reykjavíkurlistans kemur fram að með samþykkt á nýjum reglum um fjár- hagsaðstoð, þar sem grunnfjárhæð til fram- færslu einstaklinga er hækkuð um 8,5%, sé verið að styrkja möguleika fólks til sjálfshjálpar. Um- talsverð hækkun grunnfjárhæðar skili sér í bætt- um kjörum fólks svo og sérstakt átak sem gert verður í endurhæfingu og fjárhagslegri ráðgjöf. Í nýjum reglum er veittur möguleiki á að veita fjárhagsaðstoð til efnaminni foreldra vegna ým- iss konar kostnaðar vegna uppeldis barna. Fé- lagsmálaráði er þó ljóst að fleira þarf að koma til í þessa veru til að vinna bug á fátækt í íslensku samfélagi.    Jólauppbót og hækkun grunnframfærslu Jólaundirbúningur | Í félagsmiðstöð eldri borgara á Skólabraut á Seltjarnarnesi er ekki slegið slöku við í jólaundirbúningnum. Þar gefst eldri borgurum kostur á að stunda ýmiss konar tómstundastarf flesta daga vikunnar. Á mánu- dögum og miðvikudögum er handavinna og fönd- ur og á þriðjudögum og fimmtudögum er leið- beint í glerskurði. Þessa dagana eru konurnar sem taka þátt í handavinnunni önnum kafnar við framleiðslu á glæsilegum jólatrjám og jólakortin sem þær ætla að senda í ár eru ekki af verri end- anum, sannkölluð list saumuð með gullþræði. Aðsókn í félagsstarfið er mjög góð eins og fyrri ár enda fátt skemmtilegra en að sýsla við áhugamálin í góðra vina hópi. Nánari upplýs- ingar má finna á vefsíðu Seltjarnarnes- bæjar:http://www.seltjarnarnes.is/. Vesturbær | Nemendur í Vesturbæjarskóla eignuðust á dögunum nýja og afar fjölnota skólastofu þegar Þórsteinn Ragnarsson, for- stöðumaður Kirkjugarða Reykjavíkur, og Kristín G. Andrésdóttir, skólastjóri Vest- urbæjarskóla, undirrituðu samstarfssamning um grenndarskóg skólans í Hólavalla- kirkjugarði, sem oft er nefndur kirkjugarð- urinn við Suðurgötu, á dögunum. Sérstök gleði- og samverustund var haldin til að fagna þessu samstarfi og fylltu nemendur skóginn með söng og ljósum um leið og þeir afhjúpuðu skilti sem merkir grenndarskóginn. Innan Kirkjugarða Reykjavíkur er mikil ánægja með þessa nýbreytni á nýtingu kirkju- garðanna og gott samfélag við ungu kynslóð- ina. „Það hefur verið stefna stjórnar kirkju- garðanna og okkar starfsmanna hér að opna garðana eins og við erum að gera í Hólavalla- kirkjugarði með því að lýsa þá betur upp og leggja sléttar, til að það sé betra að fara um þá,“ segir Þórsteinn Ragnarsson. „Þetta er orðið tengistígur í gatnakerfi miðborgarinnar og búið að gera deiliskipulag af garðinum. Þverfaglegt fræðsluverkefni Það er afskaplega mikið líf í kirkju- garðinum, bæði trjágróður og dýralíf og auð- vitað sagan sem er tenging við fortíðina. Þetta er alveg gósenland fyrir grunnskólana. Þeir eru í rauninni að færa skólastofuna inn í garð- inn.“ Grenndarskógarnir eru hluti af samstarfs- verkefninu Lesið í skóginn, sem er þverfag- legt skólaþróunarverkefni um íslenska skóga, nýtingu og mótun afurða úr efniviði þeirra, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grennd- arfræðslu. Meginmarkmið verkefnisins er að efla vitund nemenda á skógarvistfræði, skóg- arnytjum og skapandi verkefnum í skógi. Einnig er markmiðið að koma á skipulagðri nýtingu á grenndarskógunum og auka tengsl skólanna við landfræðilegt grenndarsamfélag og styrkja þverfaglega kennslu um íslenska skóga sem tekur mið af sérstöðu skólanna og ólíkri aðstöðu þeirra til útináms. Vesturbæjarskóli eignast grenndarskóg í gamla kirkjugarðinum Gamall garður í nýju hlutverki Morgunblaðið/Ásdís Fallegt umhverfi: Nemendur Vesturbæjarskóla munu vonandi njóta útikennslu í garðinum. Grafarvogur | Nokkrar deilur hafa risið undanfarnar vik- ur meðal íbúa í Graf- arvogi vegna lista- verka sem nýlega var komið fyrir á strand- lengju Grafarvogs. Íbúasamtökum Graf- arvogs hefur borist fjöldi kvartana sem beinast að staðsetn- ingu verkanna. Vett- vangur deilnanna er ekki síst á síðum Grafarvogsblaðsins, hverfisblaðs Grafarvogs. Í aðsendri grein frá Íbúasamtökunum í Grafarvogs- blaðinu segir m.a. „Í þessu umrædda tilfelli höfum við fengið fjölda kvart- ana sem aðallega felast í því að verkin væru betur komin á öðrum stað en þar sem fegurð náttúrunnar nýtur sín hvað mest í næsta nágrenni okkar.“ Aðallega stendur styrinn um lista- verkið Klett eftir Brynhildi Þorgeirs- dóttur sem staðsett er við göngustíg- inn neðan við Staðahverfi. Umræðan er fjölbreytt og á meðan sumir Graf- arvogsbúar hallmæla verkunum og segja þau spilla náttúrufegurðinni segja aðrir þau kærkomið uppbrot í útivist svæðisins. Þannig segir Hákon Már Oddsson, í aðsendri grein í Graf- arvogsblaðinu: „Klettur blasir við frá heimili mínu í Staðahverfi og hefur verið gaman að fylgjast með því að núna stoppa margir á snösinni þar sem verkið stendur og njóta verksins og náttúrunnar í kring en áður örk- uðu flestir framhjá. Tilkoma verksins hefur orðið til að tengja göngu- og útivistarfólk betur við náttúruna.“ Hvetur íbúa til að gefa verkunum tækifæri Þrjú útilistaverk hafa verið sett upp í Grafarvogshverfi það sem af er árinu; listaverkið Demantur eftir Gjörningaklúbbinn á bílastæðinu við Borgarholtsskóla, listaverkið Sunnu- dagur eftir Guðjón Ketilsson við göngustíginn neðan við Víkurhverfi og að lokum Klettur Brynhildar Þor- geirsdóttur. Í grein sinni í Graf- arvogsblaðinu hvetur Eiríkur Þor- láksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, íbúa Grafarvogs til að gefa verkunum tækifæri til að kynna sig á svæðinu, „ef svo má að orði kom- ast, til að sem flestir fái að njóta þeirra og mynda sér sína eigin skoð- un á verkunum og staðsetningu þeirra.“ Eiríkur vonar að góð sátt ná- ist um verkin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Umdeildur Klettur: Listaverk á strandlengjunni. Umdeild lista- verk í GrafarvogiLaugardalur | Margt verður í boði í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum fram að jólum. Alla daga til og með 23. desember verður lesin jólasaga við kertaljós í fjósinu klukkan 10.45. Um leið og jólasveinarnir fara að tínast til byggða hinn 12. desember kíkir að minnsta kosti einn þeirra bræðra í heimsókn í garðinn klukk- an 14.00 alla daga fram að jólum. Þann dag hefjast einnig ferðir með hestvagninum en þær verða í boði alla daga til 23. desem- ber frá klukkan 14.00 til 15.00 og kostar hver ferð einn skemmtimiða. Leiktækin í Fjölskyldugarðinum verða opin um helgar í des- ember eftir því sem veður leyfir frá kl. 12.00 til 17.00 Jólahlaðborð Latabæjar verður haldið tvær fyrstu helgarnar í desember og verður hægt að velja um tvær veislur á dag kl. 11.30 og kl. 13.00. Einhver íbúi Latabæjar kemur í heimsókn og skemmtir hlaðborðsgestum. Bókunarsíminn er 5757 800. Laugardagana 13. og 20. desember kemur í garðinn Felix Bergsson leikari og segir börnunum ævintýrið um Augastein og sýnir brúður og leikur hluta úr leikritinu. Sýningarnar byrja klukkan 15.00 í Vísindaveröldinni og standa í 30 mínútur. Jólin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.