Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ýðræði með raðvali og sjóðvali heitir ný bók dr. Björns S. Stef- ánssonar, en þar kynnir hann hugmyndir sínar um hvernig beita má aðferðum raðvals og sjóðvals til að auka lýðræði við hvers konar val og kosningar. Raðval, segir Björn eiga við, þegar fleiri en tveir kostir eru í boði. „Þá er val þátttakand- ans eða kjósandans að raða kostunum í A, B, eða C, í þeirri röð sem honum líkar, hvort sem þetta eru frambjóðendur eða afbrigði í máli. Ef kjósandinn metur A mest gefur hann það til kynna með merki, B þarnæst og svo koll af kolli. Annar kjósandi velur kannski C, A, B, en gerir ekki upp á milli A og B. Þá verður það hlutverk kjörstjórnar að vinna úr nið- urstöðunum. Við getum haldið áfram með þetta dæmi og sagt að í fyrra tilfellinu, þar sem A var valið betra en tveir og B betra en C, fái A tvö stig, og B eitt stig, en C ekkert. Í hinu tilfellinu fengi C tvö stig, en af því að ekki var gert upp á milli A og B, fengju þeir möguleikar hálft stig hvor. Með raðvalinu er hlutleysi einn kosturinn. Ég held því einmitt fram að það sé svo oft í veruleikanum, segjum að það séu tíu hugmyndir í boði, að manni lít- ist mjög vel á eina hugmynd, sæmilega á aðra, afleitlega á eina, en sé kannski hlutlaus um þær sem eftir eru. Þá getur raðval lýst þessu vali mjög vel. Í sjóðvali verða mál hins vegar að tengjast saman. Þar er um að ræða val úr röð af mál- um. Þá fá menn atkvæði í sjóð, rétt eins og menn setja peninga í sjóð. Menn geta látið vera að nota atkvæðið, en líka notað það. Síð- an kostar að vinna sigur í málinu. Þeir sem hafa sigur, eða standa að því afbrigði sem verður ofan á – það sem flest atkvæði eru boðin fyrir, af þeim eru dregin atkvæði sem svarar til þeirrar andstöðu, sem afbrigðið mætir – það er, stuðningi við önnur afbrigði eða hugmyndir. Þarna er búinn til svipaður agi og í hagkerfi, það er búið til framboð og eftirspurn og ráðdeild. Ég held því fram að þetta sé ekki ólíkt því sem er í góðum fé- lagsskap með um 15–20 manns. Það verður jafnvægisganga í sanngirni. Þegar fé- lagsskapurinn stækkar er erfitt að sjá við sanngirninni. Þessi aðferð leitast við að halda henni, og þar skapast eins kon- ar bókhald yfir val hópsins á hugmyndum.“ Hægt að velja fleiri en einn kost Björn segir að raðvalið sé hægt að nýta á marga vegu, og að það hefði til dæmis getað komið sér vel í vali um flugvall- arstæði í Vatnsmýrinni. „Þar voru uppi fleiri hugmyndir en þær sem lagðar voru fyrir al- menning. Það getur verið að þær hugmyndir hafi ekki verið lagðar fyrir, vegna þess að það hefur þótt flækja meðferð málsins að vera með fleiri en tvo kosti. Þá kemur upp sú hug- mynd að með því að bjóða þriðja kost, sé verið að kljúfa þá sem eiginlega standa að öðru tveggja þeirra afbrigða sem fram voru komin. Með raðvali gerist þetta ekki. En við skulum segja að í þessari kosningu hefðu verið uppi tvær aðalhugmyndir, A og B, en boðið upp á einhvern sérkost, tengdan hugmynd A. Þá hefðu þeir sem hefðu verið sérsinna getað val- ið A1, eða A2 og klofið A fylkinguna, þannig að B fylking hefði orðið ofan á, þótt hún væri í raun minnihluti. Með raðvalinu hefðu þessi at- kvæði raðast eins og ég lýsti áðan, A fólk hefði raðað A1, A2, B, og B hópurinn hefði raðað fyrst B, og svo A1, eða A2.“ Björn segir það ekki til vand- ræða að varpa út til þátttakenda eða kjósenda fleiri en tveimur möguleikum í kosningum af þessu tagi, og að með raðvalinu komi ennfremur ekki upp sú staða að kjósa þurfi tvær umferðir til að skera úr málum. Björn nefnir dæmi um þetta forsetakosning- arnar í Frakklandi, þar sem frambjóðandinn sem varð númer tvö, hafði ekki mikla almenna hylli kjósenda, en náði þeim ár- angri, þar sem önnur atkvæði dreifðust á svo marga frambjóð- endur. „Þetta hefði aldrei gerst með raðvali. Þá hefðu þeir sem alls ekki vildu þann frambjóðanda sem hér um ræðir og fékk um 25% atkvæða getað komið þeim vilja sínum á framfæri.“ Í bók sinni gefur Björn mörg dæmi um hvernig nýta má raðval og sjóðval við ýmiss konar val og atkvæðagreiðslu, allt í þeim til- gangi að sýna að með þeim aðferðum sé lík- legra en ella að valið endurspegli raunveru- legan vilja kjósenda. Hann fjallar um reynsluna af þeim tilvikum þar sem þessum aðferðum hefur verið beitt og bendir jafn- framt á nýja möguleika þar sem beita mætti raðvali og sjóðvali til að ná fram lýðræð- islegra vali. Það er Háskólaútgáfan sem gefur bókina út. Til að ná fram lýðræðislegra vali Dr. Björn S. Stefánsson þjóðfélagsfræðingur. Í Sveinsstykki segir af reglu- manninum, íslenskumann- inum og lagermanninum Sveini Kristinssyni sem stendur á tímamótum í lífi sínu þar sem hann á bæði sextugs- afmæli og fjörutíu ára starfsafmæli og heldur upp á það með því að bjóða til veislu í Loftkastalanum. Fyrst og fremst er hann þó að halda upp á það að hafa aldrei gert nema það sem rétt getur talist alla sína ævi. Hann sótti sunnudaga- skóla séra Óðins lengur en aðrir, ól upp dreng í góðri trú og kom alltaf á réttum tíma heim úr vinnunni. Hann var ómissandi skemmtikraft- ur á þorrablótum og hafði þar að auki svo framsæknar hugmyndir um verslunarrekstur á Íslandi að það tók fjörutíu ár að framkvæma þær. En fyrst allt lítur svona vel út á pappírnum, hvernig stendur þá á því að líf þessa blíða, greinda og framsýna manns virðist vera ein rjúkandi rúst á þessum hátíðisdegi? Hvernig stendur á því að Sveinn, sem alltaf gerði og hugsaði rétt, stendur uppi einn og allslaus? Er hægt að gera allt svo rétt að það verði rangt? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem Þorvaldur Þor- steinsson veltir upp í verki sínu Sveinsstykki. Hvernig kom það til að þú skrif- aðir þennan einleik? „Það byrjaði, líkt og svo margt annað skemmtilegt, með því að ein- hver hringir. Í þessu tilviki var það Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri með þá hugmynd að ég skrifaði ein- leik fyrir sjálfan Arnar Jónsson í til- efni af tvöföldum tímamótum í hans lífi, þ.e. 40 ára leikafmælinu hans og sextugsafmælinu fyrr á árinu. Eitt- hvert ánægjulegasta símtal sem ég hef fengið lengi. Ekkert ósvipuð til- finning og þegar Hilmar Gíslason, Marri, bæjarverkstjóri á Akureyri bauð mér sumarvinnuna vorið 1978. Það var ákveðin manndómsvígsla falin í báðum þessum símtölum,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson. Sé lifað samkvæmt bókinni er eins gott að hún sé áhugaverð Hvað kveikti hjá þér hugmyndina um þennan mann sem gerir allt „rétt“ en stendur samt uppi með líf sem virðist ein rjúkandi rúst? „Ég er vel upp alinn Akureyr- ingur eins og Arnar og því fylgir dálítill aukaskammtur af meðvitund um guðsótta og góða siði sem hina eiginlegu undirstöðu hamingjunnar. Það varð þess vegna eitthvað svo sjálfsagt að láta á það reyna hvern- ig manni, sem lifir í samræmi við þær reglur sem að honum er haldið, reiðir af í raun og veru. Þegar þú lifir samkvæmt bókinni er eins gott að bókin sé áhugaverð. Og ekki er verra að hún hafi eitthvað með raunveruleikann að gera. Gallinn er sá að við sem höfum eytt áratugum í að haga okkur „rétt“ sitjum oftar en ekki uppi með að hafa lesið vit- lausan bækling. Ég hef rekið mig á að það er ekkert sjálfsagt að upp- lýsingaritið „Þú – notkunarreglur“ sé um þig, þótt einhver rétti þér það sem barni. Það er allt eins líklegt að það sé um afa þinn. Eða Baden- Powell.“ Hvernig myndir þú lýsa Sveini sem persónu? „Ég vil helst ekki reyna að greina hann á þessu stigi. Veit það eitt að hann virðist hafa alist upp við mjög afgerandi föðurveldi, hann forðast árekstra eins og heitan eldinn, stendur sína plikt og er alltaf tilbú- inn að segja þér frá hugmyndum sínum um nýjungar í rekstri versl- ana. Ákaflega meinlaus náungi. Kannski meinlega meinlaus.“ Hvernig reynsla var það að skrifa einleik með ákveðinn leikara í huga? „Það eru mikil forréttindi. Sér- staklega þegar leikarinn heitir Arn- ar Jónsson. En því fylgja líka ákveðnar hættur. Arnar er ákaflega tilfinningaríkur og sterkur leikari og hefur gefið mörgum eftirminni- legustu persónum sem sést hafa á íslensku leiksviði nánast eilíft líf. Það var þess vegna ákveðin ögrun fyrir mig að skrifa fyrir hann heils- kvölds sýningu án þess að reyna að toppa Þorleif Kortsson, Don Kíkóta, Galdra-Loft og Bjart í Sumarhús- um. Niðurstaðan varð þessi tiltölu- lega látlausi, hljóðláti karakter sem þó er að takast á við nokkurn veg- inn sömu tilvistarspurningar og góðbæirnir.“ Fáum ekki að vera raunveru- leg utan leikhússins Nú er þetta ekki fyrsti einleik- urinn þinn? „Langt því frá. Stór hluti af vasa- leikritunum svokölluðu er tilraun með stutta einleiki. Ég skrifaði líka tvo einleiki fyrir nemendur í Leik- listarskóla Íslands sem eitt sinn var. Fyrst Ævintýrið um ástina fyr- ir Eddu Björgu Eyjólfsdóttur, leik- rit í bundnu máli sem síðar þandist út í fjölmennari sýningu með sama nafni í Kaffileikhúsinu, og seinna Ellý, alltaf góð fyrir Björgvin Franz Gíslason. Það leikrit var endurflutt fyrr á þessu ári af Ævari Þór Bene- diktssyni, miklu leikaraefni úr Borgarfirðinum. Svo má nefna að Sigrún Sól Ólafsdóttir og Guðjón Pedersen settu saman einleikinn Ég var beðin að koma fyrir Sigrúnu, byggðan á textum sem þau lokkuðu út úr mér af mikilli þrautseigju. Þannig að það er með einleikina eins og flest annað sem ég geri, það eru aðrir sem eiga frumkvæðið. Ég hlýði bara.“ Krefst einleiksformið annarrar nálgunar en mannmargt leikrit? „Sjálfsagt gerir það það en sú nálgun getur verið ákaflega marg- vísleg, ekki síður en í hefðbundnum verkum. Það eru óendanlega marg- ar leiðir færar fyrir einn mann að tjá sig uppi á sviði. Og miklu hent- ugra fyrir menn að gera það þar en úti á meðal fólks. Sá sem til dæmis leggur það í vana sinn að leika fimm manna samtöl eins og þau séu að eiga sér stað hér og nú, virkar full- komlega eðlilegur á sviði en yrði lík- lega sprautaður niður annars stað- ar. Það er fyrir löngu búið að taka af okkur leyfið til að vera raunveru- leg utan leikhússins,“ segir Þorvald- ur að lokum. Lesum oft vitlausan bækling Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það eru mikil forréttindi að fá að skrifa fyrir Arnar Jónsson, enda er hann ákaflega tilfinningaríkur og sterkur leikari og hefur gefið mörgum eft- irminnilegustu persónum sem sést hafa á íslensku leiksviði nánast eilíft líf,“ segir Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur einleiksins Sveinsstykki. Hið lifandi leikhús frumsýnir einleikinn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar í Loftkastalanum í kvöld, en verkið var samið í tilefni af 40 ára leikafmæli Arnars Jóns- sonar. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Þorvald Þorsteinsson, höfund leiksins. eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Þorleifur Örn Arn- arsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Björn G. Bjarnarsson. Leikari: Arnar Jónsson. Sveinsstykki silja@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.