Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 22

Morgunblaðið - 04.12.2003, Side 22
SUÐURNES 22 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ sjálfskiptur, hlaðinn aukahlutum. Verð 6.230.000 kr. Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR BMW X5 4.4i Skráður 06/01, ekinn 102 þús. km,             ! " # $%!! & '" # #$$% ()* (+ ( , ()* (+ ( -.                              ! " #  $ %&  '  ()** +)** ,            !       (. /0 12  / 3 45 6.7     Helguvík | Framleiðsla er hafin í verksmiðju Als álvinnslu hf. í Helgu- vík. Í verksmiðjunni er ál endurunn- ið úr álgjalli og álríkum efnum sem til falla í álverum Alcan í Straumsvík og Norðuráls á Grundartanga en þau hafa til þessa verið flutt til end- urvinnslu í Evrópu. Verksmiðjan er búin nýjum vist- vænum tæknibúnaði sem komið hef- ur verið fyrir í hluta mjölgeymslu Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík og starfsmenn Síldarvinnslunnar sjá um daglegan rekstur. Í upphafi er gert ráð fyrir að unnið verði úr um sex þúsund tonnum af álgjalli og brotaáli á ári og að álframleiðsla verksmiðjunnar nemi um þrjú þús- und tonnum af áli á ári. Byrjað var að framleiða ál 24. nóvember og er nú þegar búið að bræða tæp 200 tonn af gjalli og framleiða úr því um 90 tonn af áli sem skilað hefur verið til álveranna, að sögn Helga Þórs Ingasonar stjórnarformanns. Í upphafi er aðeins hluti afkasta- getu verksmiðjunnar nýttur og þarf fimm starfsmenn til vinnslunnar. Með stækkun álveranna eykst hrá- efnisframboð. Þá er áformað að keyra verksmiðjuna á vöktum allan sólarhringinn og þörf verður fyrir fimmtán manna starfslið. Upphafs- menn Als álvinnslu eru Helgi Þór Ingason og Þorsteinn I. Sigfússon og hópur tengdur þeim ásamt Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins. Síðar komu að málinu SR-mjöl hf. sem sameinast hefur Síldarvinnslunni og hluthafar á Suðurnesjum. „Það er stórkostlegt að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika eins og ég hef upplifað hér í Helguvík,“ sagði Helgi Þór í ávarpi við athöfn sem haldin var í gær í verksmiðjuhúsinu í tilefni af gangsetningu verksmiðjunnar. Þar sagði Árni Sigfússon bæjar- stjóri einnig frá möguleikum iðnað- arsvæðisins sem Reykjanesbær hef- ur skipulagt við Helguvíkurhöfn. Endurunnið ál: Tilbúið ál streymir úr bræðsluofni Als álvinnslu. Þegar hafa verið framleidd um 90 tonn af áli. Endurvinnsla áls haf- in í verksmiðju Als Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frumkvöðlarnir Helgi Þór og Þorsteinn í hópi gesta sem heiðruðu þá og samstarfsmenn þeirra við formlega opnun verksmiðju Als álvinnslu. Helguvík | Fulltrúar IPT, fyrirtæk- isins sem áformar að reisa stálröra- verksmiðju í Helguvík, og fjármögn- unarfyrirtækis þess áforma að koma til landsins eftir helgi til að líta á framkvæmdirnar á lóð fyrirtækisins í Helguvík og funda með stjórnend- um bæjarfélagsins og Reykjanes- hafnar. Fram hefur komið að Connell Fin- ance hefur tekið að sér að annast fjármögnun verksmiðjunnar fyrir International Pipe & Tupe í Helgu- vík. Verktakar eru langt komnir með að sprengja lóð fyrirtækisins niður í hæð hafnarbakkans og verður lóðin tilbúin til afhendingar í janúar eða febrúar. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir ekki von á sérstökum tíðindum af fundinum. Heimsóknin sýni að und- irbúningsferlið sé í fullum gangi og eðlilegt að funda um framhaldið. Fulltrúar IPT á ferðinni Formaður sjálfstæðismanna | Viktor B. Kjartansson tölvunarfræð- ingur var kosinn formaður Sjálfstæð- isfélags Keflavík- ur á aðalfundi félagsins sem fram fór síðastlið- inn miðvikudag. Viktor var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í Keflavík um tíma og varaþing- maður Sjálfstæð- isflokksins. Einn- ig var hann fyrsti formaður Heimis, félags ungra sjálf- stæðismanna, þegar félögin í Kefla- vík og Njarðvík sameinuðust. Með honum í stjórn eru Sigurður Garðarsson, Ottó Jörgensen, Svan- laug Jónsdóttir, Halldór Björnsson, Jón Axelsson og Magnea Guðmunds- dóttir. Fram kemur í fréttatilkynningu að umræður voru um atvinnu- og menntamál og að alþingismennirnir Guðjón Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson, sem voru heiðursgestir fundarins, sátu fyrir svörum Viktor B. Kjartansson ♦ ♦ ♦ mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.