Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 41 gjörvilegur og glæsilegur, glaður og hress atgervismaður, fríður sýnum og föngulegur í allri sýn. Íþróttahreyfingin þakkar Jóel Sigurðssyni fyrir liðveislu hans og afrek. Þakkar honum afrekin sem eru skráð á spjöld sögunnar og tryggð hans við þennan uppruna sinn og félagsskapinn, sem þessum ferli tengdist. Fjölskyldu hans eru sendar inni- legar samúðarkveðjur Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ellert B. Schram. Látinn er Jóel Sigurðsson, fyrr- verandi yfirverkstjóri hjá Ísal. Hann var meðal þeirra fyrstu sem ráðnir voru til starfa við væntanlegt álver í Straumsvík árið 1967. Í hópnum voru verðandi verkstjórar og yfir- menn sem hljóta skyldu þjálfun á annað ár við álver Alusuisse í Steg í Sviss. Jóel var þá kominn á fimm- tugsaldur en settist þó ótrauður með hópnum á skólabekk til að nema grundvallarfræði álframleiðslu og auk þess nýtt tungumál sem var þýska. Á námstímanum lærðu menn bókleg og verkleg fræði auk þess sem farið var í kynnisferðir til nokk- urra Evrópulanda frá dvalarstað okkar í faðmi svissneskra Alpafjalla. Vorið 1968 gafst þátttakendunum tækifæri til þess að taka á móti mök- um og börnum og flytja af hóteli til íverustaða sem hver og einn hafði út- vegað sér. Sigurdís, kona Jóels, kom með þrjú yngstu börnin, Snorra, Jóel og Gerði, og gerðu þau sér gott heimili í nálægu sveitaþorpi. Eins og flestir í hópnum útvegaði Jóel sér bíl og ferðaðist víða með fjölskylduna. Meðan á námsdvölinni stóð var Jóel valinn í ábyrgðarmikið framtíðar- starf sem yfirverkstjóri í kerskála. Sýnir það hverja trú menn höfðu á hæfileikum hans. Þegar dvölinni lauk í árslok 1968 var hafist handa við undirbúning gangsetningar ál- versins í Straumsvík. Starfsmenn voru ráðnir í sumarbyrjun 1969 og eftir nokkra þjálfun þeirra hófst gangsetningin hinn fyrsta júlí. Jóel var þar allra manna ötulastur, kappsfullur og framsækinn. Í sept- ember var síðasta kerið í fyrsta byggingaráfanga álversins komið í gang og hafði verkið gengið snurðu- laust og framar björtustu vonum ekki síst vegna góðrar verkstjórnar Jóels. Á næstu tíu árum var álverið stækkað í þrígang og Jóel stýrði rekstri kerskálanna sem herforingi. Árið 1988 lét hann af störfum eftir langan og farsælan feril hjá álverinu. Mér er ljúft að minnast Jóels fyrir dugnað hans og þrautseigju. Hann barðist oft af krafti þegar rekstr- arörðugleikar herjuðu í kerrekstrin- um. Hvort sem það var vegna orku- skorts, miður góðs hráefnis eða af öðrum völdum þá var aldrei gefist upp. Glettni Jóels í kaffitímum og einstök frásagnargleði verður löngum í minnum höfð. Hjálpsemi hans og góð úrræði voru alltaf til reiðu. Á kveðjustund þökkum við Jóel framlag hans í árdaga álframleiðslu á Íslandi og vottum ættingjum hans samúð á sorgarstundu. Fyrir hönd samstarfsmanna hjá Ísal, Ingvar Pálsson. Í dag kveðjum við Jóel vin okkar. Hann var giftur Dídí æskuvinkonu minni og er því samleið okkar orðin löng. Jóel var greindur, hörkuduglegur og fylginn sér, enda afrekaði hann mikið á lífsleiðinni, bæði í íþróttum og starfi. Hann var gæfumaður í einkalífi, átti einstaka konu, sem stóð eins og klettur við hlið hans í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Dídí og Jóel eignuðust fimm börn. Þau voru góðir foreldrar og báru mikla umhyggju fyrir börnum sínum og barnabörnum. Jóel var sérlega ósér- hlífinn og nutu börn hans þess í rík- um mæli þegar þau fóru að koma sér upp heimilum. Þau hjónin báru með sér ferskan andblæ, voru glaðlynd og höfðu bæði sérstaka frásagnargáfu. Mikill sam- gangur var á milli heimila okkar. Dídí og Jóel tengdust foreldrum mínum og börnum mikið, Jóel var í mikli uppáhaldi hjá börnum okkar og eiga þau um hann skemmtilegar og góðar minningar. Jóel var alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd og nutum við þess þegar eitthvað fór úr- skeiðis í húsi okkar í Stigahlíð. Mér reyndist Jóel traustur og góður vin- ur alla tíð. Við þökkum vináttu og samfylgd. Vottum ættingjum samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Guðlaug Ágústa Hannesdóttir og Sigurður Jónsson. Þar sem ég var erlendis á þeim tíma sem Sigurdís, eiginkona Jóels, féll frá vil ég minnast þeirra hjóna, Jóels og Sigurdísar (Dídíar), í sam- eiginlegri grein enda varla annað hægt hjá eins samstiga hjónum eins og þau voru á sínum hjúskaparárum. Ég kynntist Jóel og Dídí fyrir um það bil 25 árum þegar ég kom inn á heimili þeirra hjóna sem vinkona Gerðar, dóttur þeirra, og má segja að heimili þeirra hafi verið mitt ann- að heimili á mínum unglingsárum. Þangað gat ég komið hvenær sem var og var ávallt tekið opnum örmum sem einni af fjölskyldunni. Við þessi tímamót er óhjákvæmilegt að líta til baka og rifja upp þann dýrmæta tíma sem ég átti á Sunnuflötinni, heimili þeirra á þeim tíma, og minn- ast þeirra stunda sem ég átti í fé- lagsskap þeirra. Þarna sátum við vinkonurnar oft með þeim hjónum og áttum notalega kvöldstund yfir kvikmynd helgarinnar ásamt ein- hverju góðgæti sem Dídí lumaði á og var oftar en ekki gert góðlátlegt grín að myrkfælni minni þegar hryllings- myndir voru á skjánum. Spilakvöldin í borðstofukróknum eru ógleyman- leg, þar sem spilað var Trivial Persu- it yfir hátíðirnar og ekki má gleyma áramótunum því oftar en ekki var ég gestur á heimili þeirra hjóna á þeim tímamótum. Svona gæti ég haldið áfram en tilgangur þessara skrifa er ekki að rifja upp allt það sem ég upp- lifði á þessum tíma og skrá hér á þessar síður heldur að þakka þeim hjónum Jóel og Dídí fyrir þær góðu minningar sem þau hafa gefið mér. Þessar minningar einkennast af hlýju og innileik, birtu og yl og koma til með að fylgja mér um alla ókomna framtíð. Elsku Jóel og Dídí, takk fyr- ir samveruna og njótið eilífðarinnar saman eins og þið gerðuð í lifanda lífi. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Gerði, Jóel, Dóru, Snorra og fjöl- skyldum þeirra. Sigríður Bergþórsdóttir. Hver var hún þessi fríðleikskona sem ég sá á götu í Vogunum fyrir tæpum 50 árum með fjórar prúðbúnar telputátur í kringum sig, þá minnstu í kerru? Ég vissi þó að hún átti ættingja í næsta húsi og vissi sem var að hún var orðin ekkja svona kornung. Áratug síðar eða svo og ég löngu flutt úr Vogunum fór sonur minn, sá næstyngsti af fjórum, að segja mér frá vinkonu sinni sem ætti heima inni á Sogavegi og ég átti víst að vita hver hún væri og svo komu flóknar útskýringar enda piltinum mikið í mun aðeins fimmtán ára gömlum. – GUÐNÝ HREIÐARSDÓTTIR ✝ Guðný Hreiðars-dóttir fæddist í Reykjavík 30. júlí 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 22. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 3. desember. Ja hérna – svo áttaði ég mig loks. Það var sú stutta úr kerrunni sem komin var til sögunnar – komin til að vera – og síðan þá er saga þeirra beggja innbundin. Kjartani syni mínum var tekið jafnfagnandi og öðrum sem tengdust fjölskyldu Guðnýjar Hreiðarsdóttur og síð- an þá urðu kynni okkar órofa. Við kölluðum okkur stundum ömmu- systur út í frá enda barnabörnin sameigin- leg, auk þess vorum við svo heppnar að vera nágrannar um árabil. Dæt- urnar fjórar voru undir handleiðslu Guðnýjar þegar ég man hana fyrst og henni tókst að halda heimilinu saman, vinna og sinna, og sjá þeim öllum farborða fram á fullorðins ár. Dæturnar voru henni nálægar alla tíð og hún bjó í húsi yngstu dótt- urinnar meðan heilsan leyfði. Um það leyti sem Guðný hefði átt að fara að njóta náðugra daga fór að bera á óvissuþáttum í fari hennar. Hún sem var alltaf svo glöð og gef- andi varð nú smátt og smátt úr leik. Hversu sárt var að vita af þessum fjötrum, sjá þá herða að og engin undankomuleið. Þá var svo komið að dæturnar hófu sína einstöku umönn- un seint og snemma, meðan hún gat verið heima og meðan hún var í dag- vistun. Eftir að svo var komið að móðir þeirra hlaut að fara í annarra umsjá og komst að í Skógarbæ heimsóttu dæturnar hana statt og stöðugt og tóku hana heim til sín sitt á hvað og á stórum stundum fjöl- skyldunnar var hún með í hópnum. Það var eins og þessi stöðuga um- hyggja árum saman héldi lífsneist- anum við lengur en nokkur von var til. Hvað er fjöldans hróp og hrós við hlið á sannleik beinum? Hvað öll heimsins kóngaljós hjá kærleiksneista einum? (M. Joch.) Nú eru fjötrarnir fallnir og sál þessarar frómu og ástríku móður horfin á æðra svið. Blessuð sé minning hennar. Huldu tengdadóttur minni og syni, fjölskyldum þeirra og allra systranna votta ég einlæga virðingu og samúð. Alda Pétursdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR, Borgarhrauni 19, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 30. nóvember. Útförin auglýst síðar. Ólafur Jóhannesson, Jón Ægir Pétursson, Björg Helga Atladóttir, Arnar Ólafsson, Bjarný Sigmarsdóttir, Ómar Ólafsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, MAGNÚS HELGI ÞÓRÐARSON loftskeytamaður frá Vík í Mýrdal, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. desember. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 13. desember kl. 14.00. Guðlaug Magnúsdóttir, Þorsteinn Helgason, Solveig María Magnúsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þórður Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir, Unnur Magnúsdóttir, Valgeir Kristinsson, Guðlaugur Pálmi Magnússon, Þorgerður Einarsdóttir, Gerður Magnúsdóttir, Borghildur Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GYÐA ÞÓRDÍS JÓNDÓTTIR, Ásholti 18, Reykjavík, andaðist í Orlando, Flórída, laugardaginn 29. nóvember. Ragnar Bergsveinsson, Margrét Ragnarsdóttir, Magnús Steinþórsson, Jón Ágúst Ragnarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, VILHELM M. ÁGÚSTSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar mánu- daginn 1. desember. Hann verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 6. desember kl. 14:00. Kristveig Skúladóttir, Steinþóra Vilhelmsdóttir, Atli Benediktsson, Ágúst Vilhelmsson, Hildur Egilsdóttir, Jakobína Vilhelmsdóttir, Ólafur Ólafsson, Auður Vilhelmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ELÍASDÓTTIR, Eskihlíð 7, Reykjavík, lést á Landakoti þriðjudaginn 2. desember. Útförin auglýst síðar. Kristinn Halldórsson, Fjóla Björnsdóttir, Jean Noel Lareau, Halldór Kristinsson, Áslaug Kristinsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Þórdís Jóhanna Lareau og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.