Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.12.2003, Blaðsíða 62
ÍÞRÓTTIR 62 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ARNAR Grétarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu sem leikur með Lokeren í Belgíu, kom heim af sjúkrahúsi í gær en hann gekkst undir uppskurð á nára á mánudaginn. Arnar sagði við Morgunblaðið að aðgerðin hefði verið meiri en læknirinn hefði átt von á. „En hann sagði við mig að hún hefði tekist í alla staði mjög vel og hann telur að það muni taka mig um þrjá mánuði að fá mig góðan. Ég vona að það standist,“ sagði Arnar, sem þar með leikur ekki með liði sínu fyrr en í fyrsta lagi í mars. Dr. Martens, einn þekkt- asti íþróttaskurðlæknir í Evr- ópu, framkvæmdi uppskurðinn á Arnari. Arnar frá í þrjá mánuði Arnar Grétarsson Morgunblaðið/Kristinn TVÖ héraðssambönd sækjast eftir að halda Landsmót Ungmennafélags Íslands árið 2007, en mótið næsta sumar verður haldið í Skagafirði. Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK, og Héraðssambandið Skarp- héðinn, HSK, sóttu um að fá Landsmótið til sín 2007, en frestur til að sækja um rann út 1. desember. Bæði samböndin sækja um með fulltingi sveitarfé- laganna sem þau eru í, Kópavogsbær stendur á bak við umsókn UMSK og sveitarfélagið Árborg er fylgj- andi því að mótið verði haldið á Selfossi. Tvö sambönd sóttu einnig um að halda mótið árið 2009, HSK með stuðningi sveitarfélagsins Ölfuss og Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE og Ung- mennafélag Akureyrar, UFA, með stuðningi Ak- ureyrarbæjar og Héraðssambands Eyjafjarðar. Einnig skiluðu sambönd inn umsóknum um að halda Unglingalandsmótið á næsta ári og aftur voru tvær umsóknir – Skagfirðingar og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA, sækjast eftir mótinu. UMSK og HSK vilja landsmót KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Hveragerði: Hamar - UMFG ...............19.15 Njarðvík: UMFN - Snæfell ..................19.15 Seljaskóli: ÍR - Tindastóll.....................19.15 Þorlákshöfn: Þór - Haukar ...................19.15 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni HSÍ, SS-bikar karla, átta liða úrslit: Hlíðarendi: Valur - ÍBV ........................19.15 BLAK 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Þróttur R. ..........20.30 Í KVÖLD HANDKNATTLEIKUR Haukar – ÍR 22:22 Ásvellir, Íslandsmót karla, RE/MAX-deild- in, suðurriðill, miðvikudagur 3. desember. Gangur leiksins: 2:0, 2:6, 5:7, 9:10, 11:12, 13:15, 15:18, 18:20, 21:20, 22:21, 22:22. Mörk Hauka: Andri Stefan 7, Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Þorkell Magnússon 4/3, Robertas Pauzuolis 2, Vignir Svavarsson 2, Þórir Ólafsson 1, Dalius Rasikevicius 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 19 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 7, Bjarni Fritzson 4, Ingimundur Ingimundarson 3, Sturla Ásgeirsson 3/1, Ragnar Helgason 2, Hannes Jón Jónsson 1, Fannar Þorbjörns- son 1. Varin skot: Ólafur Gíslason 16/1 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson. Áhorfendur: Um 350. Staðan: ÍR 13 10 2 1 389:322 22 Haukar 12 8 1 3 359:313 17 HK 12 8 1 3 342:309 17 Stjarnan 12 7 1 4 320:320 15 FH 11 6 0 5 315:289 12 ÍBV 12 3 1 8 355:362 7 Breiðablik 12 2 0 10 300:400 4 Selfoss 12 1 0 11 312:377 2 Bikarkeppni HSÍ SS-bikarkeppni karla, 8-liða úrslit: Fram – HK............................................ 24:23 Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 3:2, 3:7, 5:8, 5:12, 8:14, 11:14, 13:14, 13:15, 15:15, 16:17, 18:18, 19:20, 21:20, 21:22, 24:22, 24:23. Mörk Fram: Valdimar Þór Þórsson 7, Hjálmar Vilhjálmsson 5/1, Héðinn Gilsson 3, Björgvin Þór Björgvinsson 3, Jón Björg- vin Pétursson 3/1, Arnar Þór Sæþórsson 2, Guðjón Finnur Drengsson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 12 (þar af fóru 2 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk HK: Andrius Rackauskas 5/2, Aug- ustas Strazdas 4, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson 3, Már Þórarinsson 3, Alexander Arnarson 2, Samúel Árnason 2, Ólafur Víðir Ólafsson 2, Haukur Sigurvinsson 1, Hörður Fannar Sigþórsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 18/2 (þar af fóru 6/2 aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Arnar Kristinsson. Áhorfendur: Um 500. Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Kiel – Post Schwerin ............................ 36:28 Wilhelmshavener – Göppingen ........... 33:26 Magdeburg – Wallau/Massenheim..... 37.32 Melsungen – Gummersbach................ 22:27 Düsseldorf – Spenge ............................ 28:21 Flensburg – N–Lübbecke ................... 33:24 Tarp-Wanderup – R. Füchse .............. 30:29 HM kvenna í Króatíu A-RIÐILL: Spánn – Serbía/Svartfjallaland........... 33:27 Ástralía – Króatía................................. 12:38 Brasilía – Frakkland ............................ 15:33 Staðan: Króatía 2 2 0 0 70:37 4 Frakkland 2 2 0 0 61:40 4 Spánn 2 1 0 1 58:55 2 Serbía/Svart. 2 1 0 1 68:41 2 Brasilía 2 0 0 2 40:65 0 Ástralía 2 0 0 2 30:79 0 B-RIÐILL: Suður-Kórea – Tékkland ..................... 31:18 Angóla – Rússland................................ 22:26 Uruguay – Austurríki .......................... 20:47 Staðan: Austurríki 2 2 0 0 76:39 4 Rússland 2 2 0 0 54:49 4 Suður-Kórea 2 1 0 1 58:46 2 Tékkland 2 1 0 1 64:47 2 Angóla 2 0 0 2 41:55 0 Uruguay 2 0 0 2 36:93 0 C-RIÐILL: Úkraína – Rúmenía .............................. 28:28 Túnis – Noregur ................................... 25:27 Argentína – Japan................................ 16:24 Staðan: Japan 2 2 0 0 54:40 4 Rúmenía 2 1 1 0 71:41 3 Úkraína 2 1 1 0 58:57 3 Noregur 2 1 0 1 56:55 2 Túnis 2 0 0 2 49:57 0 Argentína 2 0 0 2 29:67 0 D-RIÐILL: Fílabeinsströndin – Slóvenía............... 28:32 Þýskaland – Ungverjaland.................. 30:27 Kína – Danmörk ................................... 20:29 Staðan: Slóvenía 2 2 0 0 66:54 4 Danmörk 2 1 1 0 49:40 3 Þýskaland 2 1 1 0 50:47 3 Ungverjaland 2 1 0 1 70:55 2 Kína 2 0 0 2 46:63 0 Fílabeinsstr. 2 0 0 2 53:75 0 KNATTSPYRNA Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Köln – Greuther Fürth ............................1:1  Fürth komst áfram í vítaspyrnukeppni. Lübeck – Freiburg ...................................1:0 Werder Bremen – Hertha Berlín ...........6:1 Ivan Klasnic 19., 38., Johan Micoud 26., Valerien Ismael 47., Goncalves Ailton 78., Angelos Charisteas 86. - Marcelinho 89. Bayern München – Hamburger SV....... 3:0 Claudio Pizarro 28., Roy Makaay 46., Has- an Salihamidzic 73. Ítalía Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, fyrri leikir: Bologna – Udinese ....................................0:1 Venezia – Parma........................................0:2 Modena – Lazio .........................................0:2 Sampdoria – AC Milan .............................0:1 Frakkland Auxerre – Le Mans ...................................1:0 Bastia – Rennes.........................................3:2 Lille – Nantes ............................................2:0 Toulouse – Lens ........................................1:2 Guingamp – Ajaccio ..................................2:0 París SG – Strasbourg..............................3:2 Staða efstu liða: Mónakó 15 11 3 1 28:12 36 Lyon 15 9 3 3 29:12 30 París SG 16 9 3 4 21:13 30 Sochaux 16 8 4 4 22:16 28 Spánn Celta Vigo – Albacete ...............................2:2 Espanyol – Osasuna..................................0:1 Malaga – Barcelona ..................................5:1 Real Betis – Murcia...................................1:1 Valladolid – Deportivo La Coruna...........1:1 Villarreal – Mallorca .................................0:2 Real Madrid – Atletico Madrid ............... 2:0 Staðan: Real Madrid 14 9 3 2 29:15 30 Valencia 14 8 4 2 27:11 28 Deportivo 14 8 3 3 22:11 27 Osasuna 14 6 5 3 15:10 23 Atl. Madrid 14 7 1 6 17:18 22 Bilbao 13 6 2 5 16:14 20 Málaga 14 6 2 6 18:17 20 Barcelona 14 5 5 4 18:18 20 Villarreal 14 5 5 4 14:15 20 Valladolid 14 5 5 4 19:21 20 Real Mallorca 14 6 2 6 18:22 20 Celta Vigo 14 4 6 4 18:18 18 Santander 13 5 2 6 17:16 17 Sevilla 13 3 6 4 16:16 15 Real Betis 14 3 6 5 16:18 15 Zaragoza 13 4 3 6 13:15 15 Real Sociedad 14 3 6 5 15:19 15 Albacete 14 4 1 9 15:21 13 Murcia 14 1 7 6 13:25 10 Espanyol 14 2 2 10 10:26 8 England Deildabikarkeppnin, 16-liða úrslit: Aston Villa – Crystal Palace .................. 3:0 Kit Symons 22 (sjálfsmark), Gavin McCann 70., Juan Pablo Angel 79. Tottenham – Manchester City ............... 3:1 Darren Anderton 9., Helder Postiga 30., Frederic Kanoute 90. - Robbie Fowler 80. Liverpool – Bolton................................... 2:3 Danny Murphy 66., Vladimir Smicer 88. – Mario Jardel 4., Jay Jay Okocha 79., Youri Djorkaeff 90. (víti). Middlesbrough – Everton....................... 0:0  Middlesbro sigraði í vítaspyrnukeppni. Reading – Chelsea ................................... 0:1 - Jimmy Floyd Hasselbaink 57. WBA – Manchester United..................... 2:0 Bernt Haas 6., Scott Dobie 56.  Dregið var til 8-liða úrslitanna eftir leik- ina í gærkvöld. Þar mætast: Bolton – Southampton, Aston Villa – Chelsea, WBA – Arsenal og Tottenham – Middlesbrough. Leikirnir fara fram 15. desember. 1. deild: Nottingham Forest – Ipswich..................1:1 Staða efstu liða: WBA 20 12 4 4 31:17 40 Norwich 21 11 6 4 30:20 39 Sheff. Utd 20 11 4 5 31:21 37 Ipswich 21 10 5 6 41:31 35 Wigan 21 9 8 4 29:21 35 Skotland Deildabikarkeppnin, 8-liða úrslit: Dundee – Hearts .......................................1:0 Rangers – St. Johnstone ..........................3:0 Holland Alkmaar – Groningen .............................. 2:1 Volendam – Twente.................................. 2:0 Heerenveen – Den Haag ......................... 2:0 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Toronto – Philadelphia .........................95:88 Milwaukee – Atlanta ...........................106:94 New Orleans – Orlando ......................100:91 Dallas – Washington .............................97:72 Denver – Cleveland...........................115:103  UROS Pilipovic, serbneskur körfuknattleiksmaður, er væntan- legur til liðs við úrvalsdeildarlið Breiðabliks á næstu dögum. Pilip- ovic er 23 ára bakvörður, 1,88 m á hæð, og hefur leikið með liðum í sínu heimalandi, síðast með Zelez- nicar, þar sem hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leik Úrugvæ og Austurríkis á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í gærkvöld.  STEFÁN og Gunnar dæmdu leik Rússa og S-Kóreumanna í fyrstu umferð mótins og gerðu það með miklum stæl því þeir fengu hæstu einkunn allra dómaraparanna sem dæmdu.  KRISTINN Óskarsson, körfu- knattleiksdómari úr Keflavík, hefur verið settur á tvo leiki í Evrópu- keppninni síðar í mánuðinum. Hann dæmir leik PSG og Anwil frá Pól- landi í B-riðli Meistaradeildarinnar í París 20. desember og daginn eftir leik USO Basket og Kozachka-Zalk í milliriðli E í bikarkeppni kvenna.  EMMA Furuvik, skíðakonan sem býr í Svíþjóð, bætir sig nokkuð á nýjum heimslista sem gefinn var út í gær. Hún bætir sig um 8,4 punkta í svigi og er í 239. sæti og í stórsvigi er hún í 313. sæti eftir að hafa bætt sig um 4,69 punkta frá því listinn var gefinn út síðast.  DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir bætir sig um 1,86 punkt í svigi og er í 330. sæti og Guðrún Jóna Ar- inbjarnardóttir bætir sig hins veg- ar um 4,26 punkta og er í 715 sæti í svigi.  KRISTJÁN Uni Óskarsson bæri sig um 7,25 punkta í svigi og er í 218. sæti og í stórsvigi er hann í 213. sæti eftir að hafa bætt sig um 2,95 punkta frá síðasta lista.  KRISTINN Ingi Valsson bætti sig um 4,68 punkta í risasvigi og er í 781. sæti og í 600. sæti í svigi eftir að hafa bætt sig um 1,55 punkta þar.  FRODE Olsen, markvörður Vik- ing í Stavangri, sem hefur leikið 26 landsleiki fyrir Noreg, hefur ákveð- ið að gefa ekki kost á sér framar í landsliðið. Hann segir að það sé til- valið tækifæri fyrir Åge Hareide, nýráðinn landsliðsþjálfara, að byggja upp nýtt landslið. „Ég mun einbeita mér að leika sem best með Viking.“  BIRGIT Engl og Sylvia Strass, leikmenn ÍBV, tóku þátt í yfir- burðasigri Austurríkis á Uruguay, 47:20, á HM kvenna í handknattleik í Króatíu í gær. Engl skoraði 5 mörk í leiknum og Strass 3 en lið þeirra hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu án mikillar fyrirhafn- ar. FÓLK Jafnræði var með liðunum fyrstumínúturnar. Framarar spiluðu flata vörn og komu vel út á móti skyttum HK en í sókninni komust þeir lítt áleiðis því vörn HK átti í litlum vandræðum með að halda aftur af þeim auk þess að Björgvin Þór Gústavsson stóð sig vel á milli stanga HK. Þegar ljóst var að HK réð algerlega ferðinni tók þjálf- ari Fram leikhlé en allt kom fyrir ekki, sóknarmenn gestanna héldu áfram að leika vörn Fram grátt uns 7 mörk skildu liðin að, 12:7. Lukkan gekk líka til liðs við HK-menn því boltar sem skoppuðu af markverði fóru oftast í hendur HK-manna, sem fengu stundum fyrir vikið nokkrar tilraunir í hverri sókn. Framliðinu var nokkuð brugðið og ekki laust við að leikmenn væru ragir á móti vörn HK. En skjótt skipast veður í lofti og í stöðunni 14:9 fyrir HK-menn, þegar um tíu sekúndur voru eftir, sofnuðu þeir á verðinum og Fram bætti við tveimur mörkum svo að staðan var 14:11 í hálfleik. Gestirnir úr Kópavogi voru alls ekki með á nótunum fyrstu mínút- urnar eftir hlé og sjö mínútur liðu að fyrsta marki þeirra. Það var ekki síst vegna þess að Fram tók úr um- ferð Augusts Strazdas, sem var at- kvæðamestur hjá HK og hann sætti sig fljótlega við það og beið á miðj- unni. Það dugði til að slá á hraðann í sókn HK auk þess að markvörður Fram, Egidijus Petkevicius, fór þá líka að verja. Framarar jafna 15:15 en það var ekki fyrr en á 22. mínútu að þeim tókst loks að komast yfir 22:21 þegar þeir voru tveimur fleiri. Þó hófst atið en það var ljóst að Fram var búið að ná undirtökunum. HK-menn skora næstu tvö mörk en eftir klaufagang þeirra skorar Fram næstu þrjú, 24:22. HK-menn minnka muninn og fá tækifæri þegar Fram- arar missa boltann 45 sekúndum fyrir leikslok en tókst ekki að nýta það. „Við vissum að þetta tæki tíma og ég sagði við strákana að það myndi enginn spyrja síðar hvernig staðan var eftir fimmtíu mínútur – lokastað- an skipti öllu máli – og því þyrfti að sýna þolinmæði,“ sagði Heimir Rík- arðsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við áttum gríðarlega slæman kafla um miðjan fyrri hálfleik en byrjum síðari hálfleik vel og þegar við náum að jafna hafði ég á tilfinningunni að sigur félli okkur í skaut því HK- menn voru eitthvað að hiksta í sókn- inni þegar okkur tókst að loka ágæt- lega á þá,“ bætti Heimir við, alsæll með baráttuandann í liðinu. „Hins vegar finnst mér að Framarar ættu að fylkja sér betur á bak við þetta lið, sömu áhorfendur styðja okkur í bikarnum og deildinni en ég vil sjá fleiri. Þessir Framarar eru til, þeir þurfa bara að mæta.“ Óhætt er að segja að Framarar voru úti á þekju framan af, aðeins Valdimar Þórsson tók af skarið og skoraði fyrstu 4 af 5 mörkum þeirra, reyndar í mörgum tilraunum. Síðan kom liðið til, Pet- kevicius markvörður, Hjálmar Vil- hjálmsson, Héðinn Gilsson og síðan Björgvin Þór Björgvinsson. Fyrirliði HK, Vilhelm Gauti Berg- sveinsson, var ekki eins kátur. „Við efldumst strax í upphituninni þegar við sáum hvað komu margir af stuðningsmönnum okkar. Við byrj- uðum síðan mjög vel og spiluðum vel í 25 mínútur að það voru líka einu mínúturnar sem við spiluðum vel. Þegar við náðum góðu forskoti var eins og það yrði spennufall, að við hefðum átt von á Fram sterkari. Við duttum þá aðeins á hælana en Fram- arar komust inn í leikinn. Við höfum spilað fullt af spennuþrungnum leikjum og höndlað það vel hingað en svona eru bikarleikir, allt getur gerst og það sem datt okkar megin í fyrra datt þeirra megin nú,“ sagði Vilhelm Gauti eftir leikinn. Til að byrja með voru Björgvin Páll, Straz- das og Andrius Rackauskas góðir auk þess að Hörður Fannar Sigþórs- son tók á því í vörninni. Slenið fór af Fram yfir á HK VARLA er hægt að bjóða upp á meiri sviptingar og síðan spennu en var í íþróttahúsi Fram í gærkvöldi þegar bikarmeistarar HK komu í heimsókn. Heimamenn voru á hælunum til að byrja með en hristu síðan rækilega af sér slenið, sem virtist færast yfir á Kópavogs- búana, sem tókst ekki að halda haus með sitt góða forskot og supu loks seyðið af því síðustu mínúturnar. Þá fóru þeir heldur illa að ráði sínu í sóknum sínum á meðan Framarar misstu aldrei sjónar á markmiði sínu og unnu 24:23. Þeir eru því komnir í undanúrslit en bikarmeistarar HK eru úr leik. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.