Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 72

Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. 2.400 vinningar – 100 vinningar daglega! 10 ferð ir með Icelan dair Jóladagatal Íslandsbanka á isb.is TVEIR menn gerðu tilraun til að ræna söluturninn Vídeóspóluna við Holtsgötu í Reykjavík á níunda tím- anum í gærkvöldi. Æddu þeir inn í verslunina vopnaðir hnífi og hafna- boltakylfu. Talið er að annar mann- anna hafi barið afgreiðslumann með kylfunni þegar hann reyndi að hrekja þá á brott. Var starfsmaður- inn fluttur á slysadeild með brotinn framhandlegg að því er talið er. Maður um tvítugt var handtekinn um kl. 22 í gærkvöldi grunaður um verknaðinn, og hefur hann komið við sögu lögreglu áður. Að sögn lögreglu fóru þeir tómhentir af vettvangi. Beinbraut af- greiðslumann FYRSTA prentun á þýskri útgáfu á Grafarþögn eftir Arnald Indr- iðason verður 100.000 eintök í stað 60.000 eintaka eins og útgef- andinn, Bastei- Lübbe, hafði áð- ur ákveðið. Þetta er að sögn Pét- urs Más Ólafs- sonar hjá rétt- indastofu Eddu eitthvert stærsta upplag sem prentað hefur verið af íslenskri bók fyrr og síðar en Grafarþögn kemur á markað í Þýskalandi í mars á næsta ári. „Ástæðan er sú að salan á Mýrinni í Þýskalandi hefur farið fram úr björtustu von- um útgefandans en hún hefur selst í 140.000 eintökum frá því í árs- byrjun,“ segir Pétur Már. Þá gekk réttindastofa Eddu ný- lega frá samningum um sölu á Grafarþögn til Danmerkur, Finn- lands, Svíþjóðar, Noregs og Tékk- lands. Áður hefur bókin verið seld til Englands, Hollands og Þýska- lands, auk þess sem hún hlaut Gler- lykilinn, norrænu glæpasagnaverð- launin, fyrr á þessu ári. Forlögin sem tryggðu sér réttinn á Grafarþögn á Norðurlöndum hafa öll áður keypt útgáfuréttinn að Mýrinni og gildir það sama um þau forlög sem fest hafa kaup á Grafarþögn í Englandi, Hollandi, Þýskalandi og Tékklandi. Grafarþögn í 100.000 eintökum Arnaldur Indriðason VERKAFÓLK vinnur að meðaltali 0,7 klukkutímum lengri vinnuviku í dag en það gerði í upphafi árs 2000. Vinnutími allra annarra stétta á almennum vinnu- markaði hefur styst, ef sérfræðingar eru undanskildir, en vinnuvika þeirra hefur lengst um 0,2 tíma. Í dag er vinnuvika verkafólks að meðaltali 9 klukkutímum lengri en stjórnenda. Verkafólk og iðnaðarmenn hafa að jafn- aði unnið lengstan vinnudag. Vinnutími iðnaðarmanna hefur styst ár frá ári og er núna kominn niður í 46,1 klukkutíma á viku. Vinnutími verkafólks hefur hins veg- ar lengst á síðustu fjórum árum og er núna kominn upp í 48,6 klukkustundir á viku. Vinnuvika stjórnenda hefur styst um 3 klukkustundir að meðaltali á síðustu fjór- um árum og er núna 39,6 klukkustundir. Þetta þýðir að vinnuvika stjórnenda er að meðaltali 9 klukkustundum styttri en verkafólks. Vinnuvika verkafólks lengist  Kaupmáttur/36 VERSLUNARMENN hafa miklar áhyggjur af atvinnuöryggi sínu en verulegt atvinnuleysi hefur verið meðal félagsmanna Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur að und- anförnu. Skv. nýjum niðurstöðum könnunar Gallup meðal félaga í VR þar sem kannað var hvaða kröfur verslunarmenn vilja leggja áherslu á í næstu kjarasamningum, segja rúm 16% að mestu máli skipti að áhersla verði lögð á að tryggja at- vinnu. Kemur þetta atriði næst í röðinni á eftir áherslunni á launa- hækkanir og á lækkun skatta og er jafnframt ofar í huga þátttakenda en t.d. áherslur á að verja kaup- mátt eða stytta vinnutíma. Áhersl- an á atvinnuöryggi vegna komandi kjarasamninga hefur ekki áður verið svo ofarlega á lista í viðhorfs- könnunum sem gerðar hafa verið meðal VR-félaga vegna undirbún- ings kjarasamninga á umliðnum árum, að sögn Gunnars Páls Páls- sonar, formanns VR. „Áhyggjur af að þetta muni halda áfram“ Gunnar Páll bætir við að til um- ræðu sé á vettvangi VR að gerð verði krafa um lengri uppsagnar- fresti og fleiri atriði er varða at- vinnuöryggi VR-félaga í kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga. Í október var atvinnuleysi meðal félagsmanna í VR 6% og töluvert var um uppsagnir félagsmanna um nýliðin mánaðamót, skv. upplýsing- um Gunnars. „Við höfum áhyggjur af að þetta muni halda áfram,“ seg- ir hann. „Atvinnuleysið er ennþá mikið meðal okkar félagsmanna. Við óttumst að við séum að síga inn í tíma aukins atvinnuleysis. Við er- um komin nær Evrópu hvað alla þætti varðar, þ.m.t. vinnumarkað- inn og atvinnuleysistölur,“ segir Gunnar Páll. Skv. könnun Gallup vilja sex af hverjum tíu félagsmönnum VR að megináhersla verði lögð á hækkun launa í næstu kjarasamningum og tæplega fjórir af hverjum tíu eru tilbúnir í verkfall ef ekki semst. Verslunarmenn hafa vaxandi áhyggjur af atvinnuöryggi sínu Mikil áhersla á atvinnuör- yggi í næstu samningum                       "   '   % ( & " "  $%   '   % )    5  !  ""   " #   "  " $  ! " "" #"" $%  $& "     '(             Flestir/4 FLÓABANDALAGIÐ fer fram á nýjan kjarasamn- ing til allt að 48 mánaða að því tilskildu að takist að semja um nýtt launakerfi og örugg trygging- arákvæði, samkvæmt kröfugerð bandalagsins sem Sigurður Bessason, formaður Eflingar, afhenti Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, á fundi í gær. Sigurður segir að spáð sé auknum hagvexti í efnahagslífinu á næstu árum og það sé krafa launafólks að það fái eðlilegan hlut af honum. Ari segir jákvætt að Flóabandalagið sé tilbúið að semja til langs tíma, en bætir við: „Það ber auðvitað töluvert mikið á milli varðandi sýn manna á mögulega samningsniðurstöðu.“ Hagdeild ASÍ telur að kostnaður atvinnulífsins við kjarasamninga sem gerðir yrðu á grundvelli krafna Flóabandalagsins myndi aukast um 28,3% á fjórum árum Morgunblaðið/Sverrir Kröfugerðin afhent yfir samningaborðið Flóabandalagið tilbúið að gera fjögurra ára samning VEIÐAR og vinnsla á trjónukrabba hér við land virðast ætla að gefa vel af sér. Veiðarnar eru að hefjast nú á Hvalfirði eft- ir umfangsmiklar rannsóknir á útbreiðslu krabbans hér við land. Mikið fannst af tröllakrabba, gaddakrabbi er hér í tölu- verðum mæli, en mest er af trjónukrabba á grunninu allt umhverfis landið. Samið hef- ur verið um sölu á afurðunum til Kanada. Kristján F. Olgeirsson skipstjóri sækir krabbann á stórum grænlezkum frystitog- ara. Krabbinn er veiddur í gildrur og unn- inn um borð. Það var að frumkvæði fisk- sölufyrirtækisins E. Ólafssonar sem Krist- ján hefur veiðarnar, en hann hefur 25 ára reynslu af veiðum sem þessum við Alaska og Kamtsjatka í Rússlandi. „Við erum komnir með mjög góða vitn- eskju um útbreiðslu krabbans og hegðun hans. Við vitum að hér er að finna mikið af tröllakrabba, gaddakrabba og trjónu- krabba og allar tegundirnar má nýta,“ seg- ir Kristján. Veiða trjónu- krabba á stórum frystitogara  Þetta er/C3 Morgunblaðið/Þorkell ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.