Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 24

Morgunblaðið - 04.12.2003, Page 24
AUSTURLAND 24 FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG er haldin hátíð í Kárahnjúkavirkjun. Starfsmenn Impregilo S.p.A. heiðra þá vernd- ardýrlinginn heilaga Barböru með ýmsum hætti. Í morgunsárið verður stytta af dýrlingnum, sem reist hefur verið á meginsvæðinu við Fremri-Kárahnjúk, blessuð. Er svo starfsfólki allra vinnusvæða virkjunarinnar boðið til há- degisverðar í nýju mötuneyti Impregilo. Um miðjan dag verður starfið við virkjunina blessað og síðdegis hefst messa í klúbbhúsi í þorpinu í Laugarási. Skipulagðri dagskrá lýkur með hátíð- arkvöldverði fyrir alla þá starfsmenn sem vinna við stíflusvæðið. Impregilo gefur flestum starfsmönnum sín- um frí í tilefni dagsins. Skógræktin gefur jólatré í virkjunina Í dag ætlar Skógrækt ríkisins að gefa starfsmönnum við Kárahnjúka tvö jólatré. Annað þeirra er tæplega átta metra hátt tré til að reisa utandyra, en hitt er minna og á að standa inni við. Trjánum verður komið fyrir við og inni í mötuneyti starfsmanna. Um kvöldmatarleytið verða ljós tendruð á trján- um. Heilög Barbara er ein af dýrlingum hins kaþólska siðar og er m.a. sérstakur verndari námaverkamanna, málmbræðslu- og bygg- ingaverkamanna, slökkviliðsmanna og þeirra er fást við sprengiefni og skotfæraframleiðslu. Starfsmenn Impregilo heiðra verndardýrlinginn heilaga Barböru Hátíð í Kára- hnjúkum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í dag gleðjast erlendir verkamenn við Kárahnjúka og heiðra verndardýrlinginn heilaga Barböru. Djúpivogur | Það var mikið um að vera í sundlauginni á Djúpavogi fyrstu helgina í aðventu. Þar voru samankomnir í æf- ingabúðum tuttugu og þrír ungir sundgarpar frá Djúpavogi, Egils- stöðum og Neskaupstað. Gesta- þjálfari var Ingi Þór Ágústsson, en hann starfar sem yfirsund- þjálfari hjá Breiðabliki. Æft var stíft í tvo daga, en inn á milli gert sitthvað til skemmtunar. M.a. brugðu krakkarnir sér á diskótek í Zion, félagsmiðstöð unglinga á Djúpavogi, og döns- uðu fram á nótt. Arngrímur Viðar Ásgrímsson, framkvæmdastjóri ÚÍA, segir krakkana hafa staðið sig afar vel og þjálfunina verið góða. Það var sundráð ÚÍA sem skipulagði æf- ingabúðirnar. Mikill uppgangur er í sundíþróttinni á Austurlandi. Má þar nefna að á Neskaupstað einum stunda 55 börn reglulegar sundæfingar. Stefnt er að því að endurtaka leikinn eftir áramót á Djúpavogi, en þar er frábær að- staða, bæði úti og inni, til sun- dæfinga yfir vetrartímann. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Sprækir sundmenn: Dvöldu í æfingabúðum á Djúpavogi og syntu sem þeir gátu. Sundgarpar í æfingabúðum Jarðgöng | Í síðustu viku hófst vinna við jarðgöng á sex stöðum á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. Samsteypufyrirtækið Fosskraft er byrjað á tvennum göngum. Annars vegar aðkomugöngum og hins veg- ar strengjagöngum fyrir há- spennulínur að stöðvarhúsi virkj- unarinnar. Þá mun Fosskraft fljótlega hefja vinnu við frárennsl- isgöng, sem verða 1,3 km að lengd og 9 metrar í þvermál. Aðgöng 1 á Teigsbjargi eru tilbúin. Þá er unnið að fullum krafti við fyllingu í meginstíflu Hálslóns við Fremri-Kárahnjúk. Komnir eru um 100 þúsund rúmmetrar af grjóti í þjöppuðum lögum á vest- urbakka Hafrahvammagljúfra, en alls munu fara 8,5 milljónir rúm- metra í Kárahnjúkastíflu. Stefnt er að því að veita Jöklu í hjáveitugöng fram hjá stíflustæð- inu 18. desember nk. Hreindýr | Næsta sumar verða gef- in út veiðileyfi á 800 hreindýr, en það er sami kvóti og í ár. Skiptist kvót- inn í 339 tarfa og 461 kú. Í haust veiddust 740 hreindýr auk kálfa. Hreindýraveiðitímabilið stendur frá 1. ágúst til 15. september ár hvert. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Búið er að gefa út veiðidýrafjölda í hreindýraveiðinni næsta haust. Þessi verður þó vart veiddur, enda heimilisfastur í hreindýragarði á Jökuldal. RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM aukahlutir VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Allt fyrir GSM símann flinn fær›u hjá okkur Handfrjáls búna›ur, frontar & rafhlö›ur w w w .d es ig n. is © 20 03 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sjarmerandi, björt og vel skipulögð 4ra herb. íbúð í risi auk u.þ.b. 27 fm bakhúss á lóð, sem er mikið endurnýjað, s.s. nýtt járn á þaki, ný rafmagnstafla, hiti í gólfi og nýir gluggar og gler. Bakhúsið býður upp á möguleika að leigja út sem einstaklingsíbúð, eða vinnu- stofu fyrir listamenn. Verð 15,5 millj. Áhv. byggsj. + húsbréf 4,3 millj. KÁRASTÍGUR - RIS OG BAKHÚS SÉRBÝLI MARBAKKABRAUT - SÉRBÝLI Á SJÁVARLÓÐ Í KÓPAVOGI Nýtt á skrá 145 fm mikið endurnýjað sérbýli á einni hæð, endurnýjað að utan og innan, auk 30 fm bíl- skúrs. 3-4 svefnherbergi auk arinstofu. Verð 25 millj. Nánari uppl. veitir Hákon á skrif- stofu Gimli. HRAUNBÆR - BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu mjög gott 152 fm raðhús á einni hæð og 21 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í and- dyri, innra hol, eldhús, stofu, sólstofu, 3-4 herb., baðherb. gestasnyrtingu og þvotta- hús/búr. Húsið hefur verið mikið endurnýjað s.s. gler, vatnsl., þak og málað að utan. Hiti í stéttum. Bílskúr m. hurðaopnar og gryfju, heitt og kalt vatn. Verð 22,3 millj. HÆÐIR DRÁPUHLÍÐ - BÍLSKÚR Vorum að fá í einkasölu snyrtilega 105 fm hæð ásamt 23 fm bílskúr. Eignin skiptist í tvær stofur og 2-3 svefnherb., eldhús og bað. Gólfefni eru parket og dúkar. Hiti í gangstéttum. Verð 16,9 millj. BERGSTAÐASTRÆTI - HÆÐ OG RIS Sérlega sjarmerandi, mjög björt og vel skipulögð 123,3 fm íbúð í þríbýli, sem er hæð og ris. Á hæðinni eru samliggjandi stofur, rúmgott eldhús, baðherbergi flísalagt, bað- kar. Tvö stór og rúmgóð svefnherbergi. Á efri hæð er 21,1 fm vinnuherbergi með fal- legu útsýni. Það eru falleg furuborð á gólfum neðri hæðar. Búið er að endurídraga raf- magn og endurnýja rafmagnstöflu, einangra gólf, járn á þaki 10 ára. Verð 18,3 millj. Áhv. 4,9 millj. GOÐHEIMAR - LAUS FYRIR JÓL Er- um með í sölu rúmgóða og bjarta 129 fm 6 herb. efri hæð ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í fimm svefnherbergi, stofur, eldhús og bað- herbergi. Stutt er í skóla og alla þjónustu. Bílskúrinn er 25 fm með heitu og köldu vatni og rafmagnshurðaopnara. Verð 17,8 millj. DRÁPUHLÍÐ - SÉRHÆÐ Falleg og mik- ið endurnýjuð 108 fm íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í þríbýli. Tvö svefnherbergi og tvær stórar samliggjandi stofur (skiptanleg- ar með franskri hurð á milli), báðar stofur með parketi, útg. á 8 fm suðursvalir. Fallegur garður í rækt til suðurs. Eignin er mikið end- urnýjuð s.s. járn á þaki, ofnalagnir, gluggar og gler, rafm. og rafmtafla. Verð 16,0 millj. Áhv. 3,2 millj. MIKLABRAUT - HÆÐ OG RIS + BÍLSKÚR 112 fm efri sérhæð og 26 fm ris ásamt 33 fm bílskúr. Íbúðin er með sérinn- gangi. Í risi eru tvö svefnherbergi, bæði með skápum og parketi, snyrting flísalögð, undir súð, sjónvarpshol. Á hæðinni eru tvö rúm- góð svefnherbergi, mikið skápapláss í báð- um, samliggjandi teppalagðar stofur og gengt út á suðursvalir. Sérþvottahús innan íbúðar. Verð 16,8 millj. 5 HERB. OG STÆRRI LAUFENGI - ENDAÍBÚÐ Vorum að fá í einkasölu 112 fm endaíbúð á 3ju hæð (efstu). Fjögur svefnherbergi m. skápum, eldhús m. borðkrók og rúmgóð stofa, þvotta- herb. innan íbúðar, rúmgott baðherbergi. Parket á gólfum. Suðursvalir og mikið útsýni. Áhv. ca 6,4 millj. FISKAKVÍSL - LAUS FLJÓTLEGA Sérlega falleg og vel skipulögð 121 fm íbúð á tveimur hæðum, með glæsilegu útsýni af tvennum svölum. Baðherbergi flísalagt, gegnheilt eikarparket á öllum gólfum. Íbúðin er í 2ja hæða fjölbýli, nýtt járn á þaki og sameign vel umgengin. Sérlega fallegt og mikið útsýni yfir borgina. Áhv. 5,8 millj. byggsj. og lífeyrissj. Verð 17,8 millj. Íbúðin getur verið laus fljótlega. DVERGABORGIR - LAUS FYRIR JÓL Erum með í einkasölu góða 95 fm 5 herb. íbúð á tveimur hæðum með sérinn- gangi. Íbúðin skiptist í fjögur svefnherbergi, öll með skápum, stofu, eldhús með hvít/- beykiinnréttingu, tvö salerni. Fallegt útsýni er frá íbúðinni og aðstaða til útivistar góð, stutt er í alla þjónustu og skóla. Verð 13,9 millj. ÁLFHEIMAR - 5 HERB. Vorum að fá í sölu rúmgóða og bjarta 5 herbergja 114 fm íbúð á 3ju hæð. Fjögur svefnherbergi, stofa, eldhús með nýlegri innréttingu og baðherb. Hús og sameign til fyrirmyndar, stutt í skóla og alla þjónustu. Verð 14,6 millj. Áhv. 9 millj. 4RA HERBERGJA FLÉTTURIMI - LAUS FLJÓTLEGA Björt og rúmgóð 96 fm 5 herbergja íbúð á 2. hæð (efstu) ásamt stæði í bílskýli. Fjögur svefnherbergi, þar af þrjú þeirra með fata- skápum. Rúmgóð stofa og gengt út á suður- svalir. Sérþvottahús innan íbúðar. Verð 13,9 millj. Áhv. 6,7 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.