Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
1
2
0
3
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær ríkislögreglustjóra til
að greiða fertugri konu tvær millj-
ónir króna fyrir ólögmæta uppsögn
í starfi og að ósekju. Þá var rík-
islögreglustjórinn dæmdur til að
greiða konunni hálfa milljón króna
í málskostnað.
Konunni var sagt upp störfum í
september í fyrra án nokkurs fyr-
irvara, afhent uppsagnarbréf og
hún beðin að yfirgefa vinnustaðinn
þá þegar. Kvaðst hún hafa innt rík-
islögreglustjóra og skrifstofustjóra
embættisins við það tækifæri eftir
ástæðum uppsagnarinnar. Hefði
henni verið tjáð að hún hefði verið
dónaleg í svörum við ótilgreindan
aðila, sem hringt hefði til embætt-
isins. Hefði henni ekki verið veitt
færi á að tjá sig um uppsögnina.
Ríkislögreglustjóri lagði fram
fyrir dómi greinargerð með ávirð-
ingum í garð konunnar, en dóm-
urinn komst að þeirri niðurstöðu
að hafna yrði öllum ummælum í
henni um framgöngu konunnar í
starfi sem ósönnuðum.
Braut stjórnsýslu- og
starfsmannalög
Með hliðsjón af málatilbúnaði
ríkislögreglustjóra og málflutn-
ingsyfirlýsingum hans yrði að
leggja til grundvallar að konunni
hefði verið sagt upp störfum að
ósekju og málsmeðferðarreglur 44.
gr., sbr. 21. gr. starfsmannalaga og
10. 12 og 13. gr. stjórnsýslulaga
hefðu verið brotnar við uppsögn
hennar.
Konan gerði kröfu um 2,3 millj-
óna bætur vegna fjártjóns og 400
þúsund krónur í miskabætur. Taldi
hún að með fyrirvaralausri upp-
sögn, með ásökun um dónaskap
sem uppsagnarástæðu, tafarlausri
brottvikningu af vinnustað sínum
að tilefnislausu og með því að svara
ekki síðar bréfi lögmanns hennar
hefði verið brotið gegn persónu
hennar og æru. Með ummælum í
greinargerð um starf stefnanda og
persónu hefði stefndi aukið á miska
hennar.
Ríkislögreglustjóri krafðist
sýknu í málinu og hafnaði bóta-
kröfu vegna fjártjóns á þeim
grundvelli að konan hefði ekki sýnt
fram á fjártjón sitt. Þá taldi hann
að grundvöllur miskabótakröfu
hefði ekki verið fyrir hendi.
Málið dæmdi Sigurður T. Magn-
ússon héraðsdómari. Lögmaður
stefnanda, konunnar, var Gísli
Guðni Hall hrl. Lögmaður stefnda,
ríkislögreglustjóra, var Óskar
Thorarensen hrl.
Ríkislögreglustjóri bótaskyldur
vegna ólögmætrar uppsagnar
Varnargarðar
byggðir við
Markarfljót
VEGAGERÐIN hefur óskað eftir
tilboðum í gerð á tveimur varnar-
görðum við Markarfljót og á verkinu
að vera að fullu lokið 1. júní 2004.
Sigurður Kr. Jóhannsson, deildar-
stjóri framkvæmda í Suðurlandsum-
dæmi hjá Vegagerðinni, segir að
annar garðurinn verði um 1.100
metra langur og eigi að koma rétt
vestan við brúna yfir Markarfljótið.
„Hann er til þess að verjast land-
broti,“ segir Sigurður og bendir á að
varnargarðar séu sunnar, en áin sé
byrjuð að taka land þar sem garð-
urinn eigi að koma.
Hinn varnargarðurinn á að vera
austar og á að koma í veg fyrir að
fljótið fari í kálgarða og tún. Um er
að ræða um 500 metra langan garð í
framhaldi af svonefndum Seljalands-
garði, sem var byggður fyrir mörg-
um árum til að fljótið færi ekki með-
fram allri ströndinni. „Fljótið
flæmist út um allt og er aldrei til
friðs,“ segir Sigurður og vísar til
þess að stöðugt þurfi að byggja varn-
argarða á svæðinu.
Skila þarf tilboðum fyrri klukkan
14 þriðjudaginn 16. desember en síð-
an er gert ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist fljótlega á næsta ári.
Morgunblaðið/Alfons
Rann stjórn-
laust 100 metra
FÓLKSBIFREIÐ stórskemmdist á
Ólafsvík í gær þegar hún hrökk úr
gír þar sem hún stóð við prent-
smiðju á Sandholti og rann um 100
metra vegalengd niður brekku og
stöðvaðist í húsagarði. Fyrir til-
viljun rann bifreiðin ekki á nokkrar
kyrrstæðar bifreiðar sem voru við
götuna. Þrátt fyrir skemmdir var
bifreiðin ökufær eftir óhappið.
♦ ♦ ♦
ÞEGAR perurnar í jólaljósunum í miðbæ Hafnarfjarðar
hætta að lýsa verður að bregðast mjög skjótt við svo
jólagleðin spillist ekki.
Þá er hóað í Ólaf Norðfjörð Elíasson frá þjónustu-
miðstöð bæjarins og hann bjargar málunum á svip-
stundu svo að Hafnfirðingar og aðrir sem eiga leið um
bæinn fá smábirtu í skammdeginu sem annars ræður
ríkjum um þessar mundir.
Morgunblaðið/Ásdís
Ljósadýrð í miðbænum
Lögmenn olíufélaganna
Funduðu með
Samkeppn-
isstofnun um
lengri frest
LÖGMENN olíufélaganna þriggja,
Olíufélagsins Esso, Olíuverslunar Ís-
lands og Skeljungs, áttu í gær fund
með fulltrúum Samkeppnisstofnun-
ar þar sem lögmenn félaganna lýstu
þeirri skoðun sinni að þau þyrftu
lengri frest til að undirbúa andmæli
við drögum að síðari skýrslu Sam-
keppnisstofnunar um meint samráð
olíufélaganna.
Ekki liggur fyrir hvenær Sam-
keppnisstofnun mun svara beiðni
lögmanna félaganna um lengri frest.
Mörg fordæmi eru fyrir því, sam-
kvæmt upplýsingum frá Samkeppn-
isstofnun, að málsaðilum sé veittur
lengri frestur til andmæla.
Samkvæmt málsmeðferðarreglum
samkeppnislaga hafa félögin 60 daga
frest til að gera athugasemdir við
síðari skýrslu Samkeppnisstofnunar
um meint samráð. Rennur sá frestur
út í byrjun febrúar 2004. Telja félög-
in að miðað við umfang málsins sé
þessi frestur allt of stuttur. Er and-
mæli og athugasemdir hafa borist
mun Samkeppnisstofnun svo gefa út
lokaskýrslu.
VERULEGA fleiri erlendir ferða-
menn fóru um Leifsstöð í nóvember
en í sama mánuði í fyrra. Sam-
kvæmt niðurstöðum úr talningum
Ferðamálaráðs Íslands eru ferða-
menn fleiri alla mánuði ársins sem
er að líða en sömu mánuði í fyrra.
Niðurstaðan sýnir t.d. að erlendum
ferðamönnum til Íslands fjölgaði
um 22% í nóvember frá sama mán-
uði í fyrra. Í tilkynningu frá Ferða-
málaráði segir að haldi áfram sem
horfi í desember stefni í að um 320
þúsund erlendir ferðamenn komi
hingað til lands í ár og árið verði því
metár í íslenskri ferðaþjónustu.
15.136 erlendir ferðamenn fóru
um Leifsstöð í nóvember nú en þeir
voru 12.404 í sama tímabili í fyrra.
302.900 erlendir ferðamenn komu
hingað til lands árið 2000 sem er það
mesta til þessa. Ferðamálaráð segir
að frá áramótum hafi rúmlega
296.000 erlendir ferðamenn farið
um Leifsstöð og þá sé eftir að bæta
við þeim sem fara um aðra milli-
landaflugvelli og farþegum Nor-
rænu. Því sé nokkuð ljóst að árið
2003 verði metár í fjölda gesta hing-
að til lands.
Talningar Ferðamálaráðs hafa
staðið yfir frá því í febrúar 2002 og
því liggja nú fyrir samanburðarhæf-
ar niðurstöður fyrir tímabilið mars
til nóvember fyrir árin 2002 og 2003.
Sé þetta tímabil borið saman á milli
ára kemur í ljós að erlendir ferða-
menn í ár eru 13,75% fleiri en í
fyrra. Ársæll Harðarson, forstöðu-
maður markaðssviðs Ferðamála-
ráðs, segir í tilkynningu frá Ferða-
málaráði, að tekist hafi að snúa við
fækkun ferðamanna á frá Banda-
ríkjunum. Þá skýrist fjölgun ferða-
manna frá Danmörku og Bretlandi
annars vegar af góðri markaðssetn-
ingu og hins vegar af tilkomu Ice-
land Express.
Útlit fyrir metár í
ferðaþjónustunni
Morgunblaðið/Þorkell
Fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi stefnir í um 320 þúsund í ár.
KARLMAÐUR fékk steyputein í
gegnum lærið í Fellahvarfi á Vatns-
enda í gær og var fluttur á slysa-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss. Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins sendi tækjabíl og
sjúkrabíl á vettvang og var teinninn
skorinn í sundur á staðnum. Eftir
stóð laus bitinn í læri mannsins og
var hann ekki fjarlægður á staðnum
heldur látinn sitja í sárinu þangað
til á sjúkrahúsið kom. Tildrög slyss-
ins voru þau að maðurinn féll aftur
fyrir sig þegar hann var að vinna við
flekamót.
Fulltrúi Vinnueftirlitsins var
kvaddur á vettvang til að meta að-
stæður.
Fékk steyputein í lærið