Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 47
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 47 Í MORGUNBLAÐINU birtist síðastliðinn mánudag grein eftir Roger Crofts, stjórnarmann í Al- þjóðlegu náttúruverndarsamtök- unum og fyrrverandi framkvæmdastjóra Náttúruverndarstofn- unar Skotlands. Í greininni er sleginn já- kvæður tónn hvað varðar uppbyggingu þjóðgarðs á og við Vatnajökul. Roger Crofts hefur verið tíð- ur gestur á Íslandi og ber greinin vott um djúpan skilning á Ís- landi og íslenskum að- stæðum. Tortryggni heima- manna Almennt um greinina má segja að hún lýsir skilningi á mikilvægi þess að í öllum verndaraðgerðum sé horft til hagsmunaaðila, ekki síst heima- fólks, varðandi skipulag og rekstur verndarsvæða s.s. þjóðgarða. Þetta er mikilvægt því að hér er á ferð al- þjóðlegur sérfræðingur með mikla reynslu í málaflokknum sem hér túlkar sjónarmið Alþjóða náttúru- verndarsamtakanna (IUCN, sem starfar í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar og á áheyrnarfulltrúa á allsherjarþinginu). En þar á bæ hef- ur á síðustu árum verið lögð mikil áhersla á að setja viðmiðunarreglur um flokkun verndarsvæða til þess að mæta þessum sjónarmiðum. Þetta er ekki síður mikilvægt vegna þess að hér á landi hefur tor- tryggni heimafólks gagnvart yf- irvöldum náttúruverndar- og þjóð- garðamála hamlað að nokkru æskilegri umræðu og þróun þessa málaflokks. Staðan er því miður sú að á mörgum svæðum er alltof al- gengt að heimafólk líti á tillögur um verndarsvæði s.s. þjóðgarða sem ógnun við afkomumöguleika sína og þess vegna næst ekki sú almenna sátt, sem nauðsynleg er varðandi svo viðkvæman málaflokk sem hér um ræðir. Þessu þarf að breyta og grein Crofts er gott innlegg í þá um- ræðu. Það segir ef til vill mest um stöðu mála hér á landi að hann telur að „ýmsum umhverfisvernd- arsinnum muni ekki líka tillaga sín“ um að leita eftir samstarfi við Landsvirkjun og Alcoa um uppbygg- ingu og rekstur Vatnajökuls- þjóðgarðs. Virkjanir og verndarsvæði fara saman Ég mun í þessari grein stikla á stóru um aðkomu Landsvirkjunar að þess- um málum og hvernig ég sé framtíð- ina hvað það varðar. Þar er fyrst til að taka að Landsvirkjun hefur frá upphafi leitast við að vera góður þegn í því samfélagi þar sem við er- um með starfsemi og sjá til þess að umhverfi og náttúra verði fyrir sem minnstu raski, sem óhjákvæmilega fylgir virkjun vatnsafls og gufu til raforkuframleiðslu. Nú á síðustu ár- um hefur til viðbótar verið varið fjármunum til þess að gera stöðv- arnar að eftirsóttum áningarstöðum fyrir ferðafólk m.a. með ýmiskonar sýningum og öðrum menningar- viðburðum. Þá hefur Landsvirkjun lagt vinnu í að koma á framfæri við íslenska hagsmunaðila þeim nýju straumum í alþjóðlegri umræðu um vernd- arsvæði sem endurspeglast m.a. í reglum IUCN og umræddri grein Rogers Crofts í Morgunblaðinu. Þetta hefur verið gert með að gefa út skýrslu um málið, með þátttöku í ráðstefnum og á hvern þann hátt sem gefist hefur til opinna og al- mennra skoðunaskipta um þennan mikilvæga málaflokk. Á grundvelli þessarar vinnu er það skoðun Landsvirkj- unar að virkjun vatns- afls norðan Vatnajök- uls og uppbygging verndarsvæða sem byggjast á flokkun IUCN geti vel farið saman. Verndum Jökulsá á Fjöllum Í þessu samhengi vil ég árétta það sem oft vill gleymast í hita umræð- unnar. Það er að virkj- un Jökulsár á Dal, með stíflu við Kárahnjúka og hjáveitu úr Jökulsá á Fljótsdal, er málamiðlun sem miðar að því að draga þá kosti sem hafa verið til skoðunar um virkjun jökulsánna á svæðinu saman í einn og lágmarka með því móti um- hverfisáhrifin. Þessu fylgir m.a. að engin áform eru nú uppi um virkjun Jökulsár á Fjöllum og stöðug umræða um áform Landsvirkjunar þar að lút- andi er því einungis áróðursbrella til þess fallin að ala á neikvæðri um- ræðu um virkjun vatnsorku á Ís- landi. Þessi sjónarmið komu m.a. fram í viðtölum í dæmalausri grein í Guardian – weekend nú nýverið. Í þessu samhengi vil ég taka fram að það er persónuleg skoðun þess sem þetta ritar að það eigi að vernda Jökulsá á Fjöllum heildstætt. Ef mið er tekið af opinberri umræðu um málið virðist vera víðtæk sátt um að svo eigi að vera. Þessi sjónarmið hafa m.a. komið fram í nýlegu viðtali við ráðherra orkumála. Aðkoma Landsvirkjunar og Alcoa Ég mun að lokum fara yfir nokkra þætti er varða skipulag Kára- hnjúkavirkjunar og varða þetta mál. Í samkomulagi Landsvirkjunar og Alcoa er grein sem segir: „Alcoa og Landsvirkjun lýsa yfir þeim ásetn- ingi að styðja við aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga að stofna verndarsvæði, svo sem þjóðgarð, í nágrenni við Kára- hnjúkavirkjun, en áform af því tagi hafa verið í athugun hjá umhverf- isráðuneytinu. Þótt ákvörðun varð- andi umfang og mörk slíks svæðis sé í verkahring ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga, styðja Alcoa og Landsvirkjun hugmyndina í því skyni að stuðla að verndun svæða á borð við Snæfell, öllum hags- munaaðilum til góða“. Þá hefur varðandi hönnun á vega- kerfi við virkjunina ásamt lagningu rafstrengja og fjarskiptabúnaðar verið horft til þess að þessi upp- bygging nýtist sem nauðsynleg innri uppbygging fyrir hvers konar verndarsvæði í framtíðinni. Í samningum við heimafólk eru mörg atriði er varða framtíðarnýt- ingu svæðisins til fjölþættrar land- notkunar. Þar má nefna að samið var um endurbyggingu félagsheim- ilisins Végarðs í Fljótsdal þannig að það geti nýst sem móttökustaður fyrir ferðafólk meðan á virkjunar- framkvæmdum stendur. Sú aðstaða er eign heimafólks og þeim í sjálfs- vald sett að nýta hana áfram til hlið- stæðra hluta. Í samkomulagi við Norðurhérað er jákvætt ákvæði um að Landsvirkjun komi upp aðstöðu í nágrenni Kárahnjúkastíflu þar sem tekið verði á móti ferðamönnum. Þetta ákvæði á eftir að útfæra nánar og í samkomulaginu er það tengt hugmyndum um þjóðgarð á svæð- inu. Vatnaskil í umræðunni? Í þessari grein verður ekki tekin af- staða til tillögu Rogers Crofts um kostnaðarþátttöku Landsvirkjunar og Alcoa hvað varðar stofnun og reksturs Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar svarar Alcoa væntanlega fyrir sig en hvað Landsvirkjun varðar vísa ég til þess sem kemur fram hér að framan og þess að fyrirtækið mun hér eftir sem hingað til vera tilbúið til já- kvæðrar þátttöku í aðgerðum til þess að létta almenningi aðgang að þeim svæðum þar sem það vinnur. Það er einungis liður í þeirri stefnu að vera góður granni þar sem Landsvirkjun haslar sér völl. Almennt hvað þetta varðar er það hins vegar, eins og kemur fram í viljayfirlýsingu Landsvirkjunar og Alcoa, hlutverk stjórnvalda að hafa forgöngu um þessi mál og bera hit- ann og þungann af rekstri opinberra verndarsvæða s.s. þjóðgarða. Enda eiga jákvæð þjóðhagsleg áhrif fram- kvæmdanna að gera stjórnvöld bet- ur í stakk búin til þess að afla fjár til verkefnisins. Það mun hins vegar ekki standa á Landsvirkjun að taka þátt í víðtæku samráði hagsmuna- aðila undir forystu umhverfisyfir- valda um heildstæða landnýtingu við Vatnajökul. Þar þurfa að koma til m.a. sveitarstjórnir fyrir hönd heimafólks, umhverfissamtök, ferða- þjónustan, samtök bænda og virkj- unaraðilar. Vonandi getur grein Rogers Crofts að einhverju leyti markað vatnaskil í þeirri umræðu sem vissulega verður að fara fram um þessi mál. Landsvirkjun og Vatnajökulsþjóðgarður Eftir Jóhannes Geir Sigurgeirsson ’Það mun hins vegarekki standa á Lands- virkjun að taka þátt í viðtæku samráði hags- munaðila undir forystu umhverfisyfirvalda um heildstæða landnýtingu við Vatnajökul.‘ Jóhannes Geir Sigurgeirsson Höfundur er stjórnarformaður Landsvirkjunar. KJÖR eldri borgara eru svo slæm að það er hvorki hægt að lifa af því sem okkur er skammtað né deyja – eða kostar ekki jarðarför hátt í 300.000 kr? Svo er slegið upp í Mogganum að við höfum um 94 þús- und á mánuði og að bætur eldri borgara séu hærri en þeirra sem atvinnulausir eru, eða kr. 77.000. ótekjutengdar. Slík ranghugmynd getur sprottið af því að þeir sem búa einir fá 16.960 kr. heimilis- uppbót. Þess ber að geta að einungis 7.000 af 31.000 manns njóta heimilisupp- bótar, þar af helm- ingur tekjutengt og eftir standa 206 manns sem fá óskerta tekjutrygg- ingu. Verðir þú upp- vís að því að leyfa barni þínu eða öðrum að flytja inn til þín ertu umsvifalaust sviptur heimilis- uppbótinni eins og ótal mörg dæmin sanna. Mér er spurn hvort þetta sé ekki mannréttindabrot. Ég spyr: Hvers vegna er maður sem verið hefur öryrki til 67 ára aldurs gerður að ellilífeyrisþega? Eru þeir Karl Steinar og Jón Kristjánsson með fjarstýringu sem læknar fólk? Ekki finn ég fyrir því að hafa læknast af örorkunni þrátt fyrir að vera orðinn 67 ára. Svarið held ég að liggi í því að öryrki fær 1.000 kr. meira á mánuði en ellilíf- eyrisþegi. Slíkur er tittlingaskít- urinn við almenning! Stjórnarherrar landsins eyða 4 milljörðum af almannafé í risnu, bíla, brennivín og ferðalög og er heilbrigðisráðuneytið með hæstan risnukostnað eða um 800 milljónir. Ef við notum sömu útreikninga og Pétur Blöndal gerir í Frétta- blaðinu þ. 8.12. 2003 varðandi bæt- ur til öryrkja, gera þetta kr. 16.000 á mann. Það er ekki sama hvort er Jón eða séra Jón! Þessir ráðamenn þjóðarinnar hafa ekkert verðskyn. Menn með 500.000– 1.000.000 kr. á mánuði auk alls kyns fríðinda bera ekkert skyn- bragð á þarfir almennings. Ég er farinn að halda að þeir séu allir munaðarlausir því ekki þekkja þeir neitt til þarfa eldri borgara. Hvað skyldu margir á þingi vita hvað við á aldrinum 67 og 90 ára erum búin að greiða mikið í lífeyr- issjóð síðan við vorum 16 ára, ég t.d. síðan 1944. Sárabætur Lífeyrissjóður Íslands var stofn- aður árið 1936, síðar nefndur Al- mannatryggingar og nú Trygg- ingastofnun ríkisins. Alltaf var tekið af manni í þennan sjóð og fjöldi manns sem betur mátti sín bæði gaf og arfleiddi sjóðinn að eigum sínum. Við sem erum búin að borga í sjóðinn í 50–60 ár fáum skitnar 50–60 þúsund krónur á mánuði. Ætli ráðamönnum þjóð- arinnar þætti það ekki lítið. Svo eru þetta kallaðar bætur. Sára- bætur er réttnefni! Árið 1987 var Sighvatur Björg- vinsson heilbrigðisráðherra og þá var þröngt í búi hjá ríkinu. Eldri borgarar þurftu að taka skellinn. Talað var um tímabundna skerð- ingu um 30%. Enn er það óleið- rétt. Árið 1991 var Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. Þá stóð illa á hjá þjóðinni og lífeyrir eldri borgara var enn lækkaður og nú um 25%. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun en er enn óleiðrétt. Áður fylgdi alltaf ellilífeyrir lægstu launum. Árið 1995 sagði Davíð okk- ur hafa fengið meira en nóg. Hann liði ekk- ert rugl meðan hann réði. Loks árið 2003 var ellilífeyrir hækk- aður um 3,5% eða 1.800 kr. eftir skatta. Það jafngildir um 2 kg af ýsu. Hver er sinni reisn líkastur. Davíð fékk í kjölfarið kjara- nefnd til að reikna út launin sín og annarra þingmanna og hafa þau nú hækkað um 40% frá árinu 2000. Sjálfur fékk hann 140.000 króna hækkun fyrir utan sporslur og fríðindi. Það er ekki furða að mér og fleir- um finnist við mesta bananalýðveldi Vest- ur-Evrópu. Framfærslukostnaður Eldri borgarar eiga að fá hækkun um áramót sem nemur heilum 2.000 krónum fyrir skatta. Eftir skatta lítur það svona út: 38,55% x 2.000 gera 771 krónur. Eft- irstöðvar eru 1.229 krónur á mán- uði. Vel gjört við þá öldruðu, 1,5 kg af fiski í soðið þar. Ég held að þessir ráðamenn ættu að kynna sér útreikninga Hagstofu Íslands á meðalframfærslukostnaði frá 16. september 2003. Á einstakling 72.054 fyrir utan húsnæði og bíl en rekstrarkostnaður bíls er 20.520 kr. á mánuði. Framfærslukostn- aður hjóna er 112.873 kr. Sé rekstrarkostnaði við bíl bætt við er kostnaðurinn 132.393. Þá vantar húsnæði sem er minnst 60.000 kr. á mánuði. Hvar eru peningarnir? Það væri heilbrigðara fyrir ráða- menn og stjórnarherra að gefa okkur sprautu þegar við erum komin á ellilífeyrisaldur en að setja okkur smám saman í gröfina. Erum við ekki ein ríkasta þjóð í heimi? Hvar eru þessir peningar niðurkomnir? Kannski á sama stað og peningarnir sem við greiddum Brunabótafélagi Íslands og þau 10% sem við sjómenn greiddum í áraraðir af óskiptum afla? Það er sama hvert litið er. Ekk- ert er gert almenningi til hags- bóta. Hér á landi eru útlánsvextir þeir hæstu í heimi, skattleysis- mörk og persónuafsláttur hækka ekki. Vilja ráðamenn reyna að lifa af þessum sárabótum? Er ekki lágmark að kynna sér útreikninga Hagstofu Íslands um lágmarks- framfærslukostnað eða fá Kjara- rannsóknanefnd til að reikna út hvað við þurfum til að lifa af? „Þér skulið ekki gjöra öðrum það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri yður.“ Listin að lifa af 59 þúsund krónum Einar Grétar Björnsson fjallar um kjör aldraðra Einar Grétar Björnsson ’Hvað skyldumargir á þingi vita, hvað við á aldrinum 67 til 90 ára, erum búnir að greiða mikið í lífeyr- issjóði síðan við vorum 16 ára.‘ Höfundur er fyrrverandi sjómaður og nú eldri borgari. UMRÆÐAN SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.