Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Ágætu
Akureyringar
ÞEGAR Iðnaðarsafnið flytur í nýtt
húsnæði á Krókeyri, 1. maí, nk.,
með frábærri aðstoð Akureyrar-
bæjar, er mikilvægt að þar sjáist
sem sönnust mynd af iðnaði lið-
innar aldar á Akureyri. Þar eru 70
fyrirtæki og 25 iðngreinar kynntar
sem ýmist eru í fullu fjöri eða eru
horfin af sjónarsviðinu af fjölmörg-
um ástæðum.
Nú er því mikilvægt að kanna
hvort hér vanti frekari upplýsingar
um eldri fyrirtæki og hvort einhver
hafi gleymst.
Þegar safnið opnar á nýjan leik,
verða iðngreinarnar kynntar eftir
föngum og sýnd sveinsstykki, enda
við hæfi, því á næsta ári verður
Iðnaðarmannafélag Akureyrar 100
ára.
Nú sér fyrir endann á 11 ára
undirbúningsvinnu og af því tilefni
var sérstaklega leitað til þingmanna
kjördæmisins að styðja umsókn
safnsins um kr. 5 milljónir á loka-
sprettinum til að innrétta og flytja
safnið.
Samkvæmt fjárlögum tókst þeim
aðeins að tryggja því kr. 500 þús-
und.
Þetta eru, vægast sagt, mikil
vonbrigði og óvirðing við þær þús-
undir iðnverkafólks og iðnaðar-
manna sem með þrautseigju
byggðu upp bæinn okkar.
Er ekki kominn tími til að stofna
hollvinafélag Iðnaðarsafnsins á Ak-
ureyri og minnast þannig kynslóð-
anna sem plægðu akurinn fyrir
framtíðina þar sem útgerðarfélögin
og Háskólinn sáðu síðan í með
glæsilegum árangri?
Símar safnsins eru 462-3600 og
897-0206, ef menn vilja koma frek-
ari vitneskju á framfæri.
JÓN ARNÞÓRSSON,
safnvörður,
Akureyri.
Frá Jóni Arnþórssyni, safnverði
Iðnaðarsafnsins á Akureyri:
Iðnaðarsafnið geymir margvíslegar minjar um iðnaðar- og þjónustufyr-
irtæki á Akureyri. Þar má sjá fjölbreyttar vörur liðinnar tíðar og véla-
kost, ásamt miklu úrvali mynda af fólki við störf, og sögu eftirtalinna fyr-
irtækja á liðinni öld:
Akureyrarapótek hf.
Amaró – Klæðagerð hf.
Amboðaverksmiðjan Iðja hf.
Brauðgerð KEA
Brauðgerð Kr. Jónssonar &. Co hf.
B.S. Plast
D N G (Sjóvélar)
Dúkaverksmiðjan hf.
Dúnhreinsunarstöð SÍS
Efnagerðin Flóra
Efnaverksmiðjan Sjöfn
Fataverksmiðjan Hekla
Flatkökugerðin
Glófi ehf.
Gúmmíviðgerð KEA
Hagi hf.
Hanskagerð SÍS
Hitaveita Akureyrar
Hótel KEA
Hugmyndabankinn
Húsgagnaverksmiðjan Valbjörk hf.
Iris ehf. fatagerð
Kaffibrennsla Akureyrar
Kaffibætisverksmiðjan Freyja
Kjarnafæði hf.
Kjötiðnaðarstöð KEA
Leikfangagerð Akureyrar hf.
Leifsleikföng hf.
Málmhúðun og stálhúsgagnag. KEA
Mjólkursamlag KEA
Möl og sandur hf.
Niðursuðuverksm. K. Jónsson & Co hf.
Nótastöðin Oddi hf.
Offsetstofan
Plastás ehf.
Plasteinangrun hf.
Plastiðjan Bjarg
Prentsmiðja Björns Jónssonar hf.
Prentverk Odds Björnssonar hf.
Prjónastofa Ásgríms Stefánss. hf.
Rafveita Akureyrar
Samherji hf.
Sana hf.
Sandblástur og málmhúðun hf.
Saumastofa Gefjunar
Saumastofa JMJ og Burkna hf.
Silkiiðnaður SÍS
Síldarverksmiðjan Krossanesi
Skinnasaumastofan Skinna
Skinnaverksmiðjan Iðunn
Skóverksmiðjan Iðunn
Skóverksmiðja J.S. Kvaran
Slippstöðin hf.
Smjörlíkisgerð Akureyrar hf.
Smjörlíkisgerð KEA
Stáliðn hf.
Stjörnu-apótek.
Súkkulaðiverksmiðjan Linda, hf.
Sveinbjörn Jónsson, R-steinavél.
Teiknistofa Kristjáns Kristjánssonar
Tunnuverksmiðjan hf.
Töskugerðin Glitbrá
Ullarverksmiðjan Gefjun
Ullarþvottastöð SÍS
Útgerðarfélag Akureyringa
Vatnsveita Akureyrar
Véla og plötusmiðjan Atli hf.
Vélsmiðja Steindórs hf.
Vélsmiðjan Oddi hf.
Vélsmiðjan Valur hf.
Iðnaðarsafnið verður opnað á ný á Krókeyri 1. maí. nk.
Við sendum öllum velunnurum þess óskir um gleðileg jól og farsæld til
framtíðar.
Jón Arnþórsson safnvörður.
Lukku Láki
Leonardó
framhald ...
HESTAR VERÐA JÚ AÐ
AÐSTOÐA EIGENDUR SÍNA
ÖÐRU HVORU ...
ÉG HELD AÐ ÞÚ
HAFIR EIGNAST
FJANDMANN
LÁKI ...
HAFÐU EKKI
ÁHYGGJUR AF
MÉR LÁRA!
GÓÐAN DAG HERRA
ALEXANDER!
ÞETTA ER EMILÍA, DÓTTIR SMIÐS-
INS! HÚN ER YFIR SIG
ÁSTFANGIN AF
ALEXANDER
ÞUNDERFÍLD EN
HANN SÉR HANA
EKKI ...
JÁ, JÁ!?
SVONA ÆTTI ÞETTA AÐ
GANGA!
LÆRLINGUR,
KOMDU NÚ OG
PRÓFAÐU NIÐUR-
STÖÐUNA
ÚR SÍÐUSTU
TILRAUN MINNI ...
HÉR ...
ÉG VERÐ AÐ VIÐURKENNA AÐ ÉG
SKIL EKKI ALVEG TIL BOTNS HINA
DJÚPSTÆÐU MERKINGU NÝJUSTU
UPPFINNINGAR ÞINNAR MEISTARI! ...
HVAÐ VAR ÞAÐ SEM ÞÚ VARST AÐ
FINNA UPP MEÐ ÞESSARI FÖTU ...?
© DARGAUD
© DARGAUD
ÉG SKIL ALVEG
HVERS VEGNA,
LÁRA ...
ÞÚ ERT SVO MIKILL HERRAMAÐUR
LÁKI, EN ÉG VIL EKKI VANDRÆÐI
MÍN VEGNA ... ÉG ÆTLA AÐ TALA
VIÐ HANN!
HREKKJABRAGÐ!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.