Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANNES Hólmsteinn Gissurarson hélt í gærkvöld útgáfuteiti í bóka- búð Máls og menningar á Lauga- vegi 18 vegna útkomu fyrstu bók- arinnar í þriggja binda bókaröð sinni um Halldór Kiljan Laxness. Margt var um manninn og ýmis skemmtiatriði á dagskrá. Elsa María Ólafsdóttir, versl- unarstjóri í bókabúð Máls og menn- ingar, var ánægð með útgáfuhófið en hún sagði búðina ekki áður hafa verið notaða fyrir slík útgáfuteiti svo hún myndi. „Það voru svona milli hundrað og hundrað og fimm- tíu manns hér í veislunni og mikið af þingmönnum og fyrirfólki í sam- félaginu,“ segir Elsa María. „Hér voru léttar veitingar í boði og mál- verkasýning, við höfðum trönur uppi á borðum með átta myndum sem Pétur Gautur sýnir í tilefni kvöldsins. Bókin hefur selst mjög vel. Það er samt almennt jöfn og góð bóka- sala, það er engin ein bók sem skýst upp á stjörnuhimininn og það er mjög gott að það eru ekki bara met- söluhöfundarnir sem ná sölu, þó að þeir vissulega selji.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hannes Hólmsteinn Gissurarson heilsar Halldóri Ásgrímssyni utanríkis- ráðherra. Að baki Halldóri stendur Björn Ingi Hrafnsson. Útgáfu Halldórs fagnað GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra segir að ríkisstjórnin og þingflokkar hennar hafi samþykkt að leggja fram frumvarp um af- nám sjómanna- afsláttarins frá og með árinu 2005 í áföngum til ársins 2008. Málið verði lagt fram á Alþingi fyrir jól en ekki sé reiknað með að afgreiða það fyrr en síðar í vetur. Er ráð- herra bjartsýnn á að málið nái fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu á af- slátturinn í ársbyrjun 2005 að fara í 75% af því sem hann verður á næsta ári, í 50% árið 2006, 25% ár- ið 2007 og loks afnuminn með öllu árið 2008. Afslátturinn nú er 728 krónur á dag og í heild nemur hann um 1,2 milljörðum króna á þessu ári. Verður að vera samningsmál „Við viljum að ákveðin stefna í þessu máli liggi fyrir í frumvarps- formi að hálfu ríkisvaldsins nú þegar sjómenn og útgerðarmenn eru að setjast að samningaborðinu. Þá geta menn haft frumvarpið til hliðsjónar. Þetta verður að vera samningamál, sem við erum þá til- búnir að taka þátt í sem þriðji aðili ef það gæti orðið til að leysa mál- ið,“ segir Geir en telur ótímabært að ræða með hvaða hætti sú lausn gæti orðið. Hann bendir á að til langs tíma hafi margir talið, og hann sjálfur þar á meðal, að fyrirkomulag sjó- mannaafsláttar sé úrelt og það standist ekki breytt viðhorf í skattamálum að halda því áfram. Hins vegar sé um hluta af heildar- kjörum sjómanna að ræða og því eðlilegt að um málið sé samið í kjaraviðræðum milli sjómanna og útgerðarinnar. Af þeim sökum sé frumvarpið lagt fram á þessum tímapunkti. „Ég hef jafnframt bent mönnum á að á næstu árum er einnig verið að afnema hátekjuskatt. Sjómenn greiða hlutfallslega meira af hon- um heldur en aðrar stéttir þannig að einhverju leyti kemur það upp á móti þessu,“ segir Geir. Útgerðin ber vissar skyldur Í Morgunblaðinu í gær kom fram hörð gagnrýni formanns Sjó- mannasambandsins á frumvarpið og framkvæmdastjóri LÍÚ sagði það ljóst að útgerðin myndi ekki taka á sig kostnaðinn og greiða aukin laun sem næmi afnámi af- sláttarins. Varðandi þessi viðbrögð segir Geir að útgerðin beri vissar skyld- ur í þessum efnum, m.a. í ljósi sögu afsláttarins. Áður fyrr hafi kjarasamningar stundum verið leystir með því að hækka afslátt- inn. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ljóst að hvorki sjómenn né útgerðarmenn muni biðja um breytingar á fyrirkomulaginu. „Ef menn hafa þá skoðun, líkt og við í ríkisstjórninni, að fyr- irkomulagið sé úrelt verður ein- hver að taka frumkvæði í málinu. Ég tel að mér beri skylda til að gera það og af þeim sökum legg ég frumvarpið fram. Ég geri það hins vegar ekki vegna einhvers þrýst- ings við gerð fjárlaga. Við erum ekki að reyna að ná í tekjur í rík- issjóð á næsta ári,“ segir Geir. Umdeilt til margra ára Í drögum að ályktunum síðasta landsfundar Sjálfstæðislokksins var lagt til „að leita eftir viðræðum um yfirtöku útgerða á sjómanna- afslættinum,“ eins og það var orð- að en í endanlegri ályktun um skattamál frá fundinum er ekki einu orði vikið að sjómannaafslætt- inum. Spurður út í þetta segir Geir að á landsfundum flokksins hafi verið mikið fjallað um afsláttinn, enda umdeilt mál til margra ára. Fram hafi komið frumvarp árið 1991 hjá þáverandi fjármálaráð- herra um afnám afsláttarins en það hafi ekki verið samþykkt. Síð- an þá hafi tillögur um sama mál verið fluttar á Alþingi af þing- mönnum. Fjármálaráðherra um afnám sjómannaafsláttarins Úreltur og stenst ekki breytt viðhorf í skattamálum Morgunblaðið/Kristinn Sjómannaafsláttur af einhverju tagi hefur verið við lýði hér á landi í nærri hálfa öld, eða frá árinu 1954 en nú er stefnt að afnámi hans í áföngum. Geir H. Haarde                                     ! ÁRNI Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimanna- sambandsins (FFSÍ), segist hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með að frumvarp um afnám sjómanna- afsláttar skyldi vera lagt fram nú. Hann segir að frum- varpið bendi til lítils sambands ríkisstjórnarinnar við sjávarútveginn. Sjómenn hafi verið að upplifa kjara- rýrnun upp á tugi prósenta síðastliðið ár og miðað við yfirlýsingar útgerðarmanna nú verði ógjörningur að ná samningum við þá. Frumvarpið auki ekki líkurnar á að samningar takist. Hann segir stétt sjómanna eiga undir högg að sækja og kjör þeirra þurfi að vera með þeim hætti að eftirsóknarvert sé að sækja sjóinn. Því sé sjómannaafsláttur langt frá því að vera úrelt fyrirbrigði. Afslátturinn ekki úreltur Árni Bjarnason BYRJAÐ verður að taka afkomutengt auðlindagjald af útgerðinni á næsta fiskveiðiári. Aðspurður um áhrif þeirrar gjaldtöku á afnám sjómannaafsláttar segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra engin formleg tengsl þar á milli. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, segir að fyrst ríkið ætli yfir höfuð að leggja auðlindagjald á sjávarútveginn þá geri útgerðin engar athugasemdir við það að gjaldinu verði ráðstafað til sjómanna. „Við viljum sjómönnum okkar allt hið besta. Ef auðlindagjaldið á að vera yrði það hið besta mál ef það rynni til sjómanna. Annars er það alfarið mál ríkisins að veita skattaafslátt. Það vita allir að útgerðin mun ekki taka að sér að greiða sjómönnum slíkan afslátt,“ segir Friðrik. „Hið besta mál ef auðlinda- gjald rynni til sjómanna“ Friðrik J. Arngrímsson Sjómannaafsláttinn, sem nú stendur til að afnema í áföngum, má rekja allt aftur til ársins 1954 þegar svonefndir hlífðar- fatafrádráttur og fæðisfrádráttur voru bundnir í lög. Síðan þá hefur þetta fyr- irkomulag tekið ýms- um breytingum og síðustu ár hefur þeim sjómönnum fækkað verulega sem fá þennan afslátt af skatti sínum. Á þessu ári eru 7.464 skattgreiðendur að njóta sjómanna- afsláttar, 23% færri en árið 1994, og í krónum talið nemur þessi af- sláttur í heild 1.267 milljónum króna tekjutap fyrir ríkissjóð, samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkisskattstjóra, sem miðast við álagningu opinberra gjalda í júlí sl. eða fyrir breytingar sem gerðar voru vegna síðbúinna fram- talsskila og kærumeðferðar. Jafngildir það því að hver sjó- maður fær að meðaltali tæpar 170 þúsund kr. í afslátt á ári. Frá árinu 1988 hefur afslátturinn verið föst krónutala á dag, nú 728 krón- ur á þessu tekjuári. Fæðisfrádrátturinn árið 1954 tók til þeirra sjómanna á fiskiskip- um sem þurftu sjálfir að sjá sér fyrir fæði en rökin fyrir hlífð- arfatafrádrætti voru þau að hann væri vegna kostnaðar sjómanna vegna hlífðarfata umfram aðra launþega, að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpi sem lagt var fram árið 1991 um afnám sjómannaafsláttar. Þar var saga þessa fyrirkomulags rakin. Hvatning til starfa Í tengslum við kjarasamninga árið 1957 var hlífðarfatafrádrátt- urinn hækkaður, þó örlítið minna hjá togarasjómönnum. Einnig voru færð fyrir því rök að erfitt væri að manna flotann og talið að erlendir sjómenn væru nær þriðj- ungur starfsmanna. Því væru hlunnindin brýn til að hvetja menn til starfa á fiskiskipum. Í því skyni var settur á sérstakur frádráttur til viðbótar. Tíu árum síðar, 1967, var lög- unum breytt á ný og frádrættirnir látnir ná til allra lögskráðra sjó- manna, fiskimanna sem annarra. Árið 1972 voru sett lög um nýjan fiskimannafrádrátt, sem var 8% af launum og náði til sjómanna á fiskiskipum. Ári síðar var hann einnig látinn ná til hlutaráðinna landmanna sem fengu jafnframt með lögunum hlífðarfatafrádrátt- inn og sérstaka frádráttinn. Árið 1978 voru þessir frádrættir sameinaðir í einn sjómannafrá- drátt sem tók til allra lögskráðra sjómanna og hlutaráðinna land- manna þótt þeir væru ekki lög- skráðir. Afslátturinn var 1.600 krónur fyrir hvern dag. Áfram hélst fæðisfrádráttur óbreyttur hjá þeim sjómönnum sem urðu að sjá um fæðið fyrir sig sjálfir. „Sjómannaafsláttur“ frá 1987 Árið 1985 var fiskimannafrá- dráttur einnig látinn ná til sjó- mannsstarfa um borð í skipum sem ekki voru fiskiskip og tveimur árum síðar, 1987, var þessum frá- dráttarliðum steypt saman í einn sjómannaafslátt, sem fyrst var far- ið að nefna svo. Þegar staðgreiðslu skatta var svo komið á árið 1988 var reglunum breytt og tekinn upp fastur afsláttur, sem fyrr seg- ir, þ.e. ákveðin krónutala á dag óháð launum. Nú eiga þeir ekki eingöngu rétt á afslætti sem eru sjómenn á fiski- skipum, allt niður undir 12 brúttó- rúmlestir að stærð, heldur einnig áhafnir um borð í varðskipum, far- skipum, strandflutningaskipum, hafnsögubátum, ferjum, dæluskip- um, rannsóknaskipum og björg- unarbátum. Frádráttur fyrst lögfestur árið 1954 Morgunblaðið/Kristján Þeim sem njóta sjómannaafsláttar hefur stöðugt fækkað á síðustu árum. Hér eru skipverjar að störfum um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.