Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólaskeið Ernu kr. 6.500 Alltaf til Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega íslenska silfrið Landsins mesta úrval Síðan 1924 STJÓRNVÖLD í Þýskalandi, Rúss- landi, Frakklandi og Kanada brugð- ust í gær hart við fréttum þess efnis að ráðamenn í Bandaríkjunum hygð- ust útiloka fyrirtæki frá þessum löndum frá uppbyggingarstarfi í Írak, sökum andstöðu ríkjanna fjög- urra við árásina á Írak. Þjóðverjar sögðu ákvörðunina óviðunandi og Sergei Ívanov, varn- armálaráðherra Rússlands, sagði að ráðamenn í Moskvu hefðu ákveðið að afskrifa ekki skuldir Íraks, sem sagðar eru nema um 8 milljörðum Bandaríkjadala. Bandarísk stjórn- völd hafa þrýst á Rússa um þetta og raunar voru Rússar áður búnir að gefa til kynna að hugsanlega mætti semja um skuldina. Öryggishagsmunir í húfi? Ákvörðun Bandaríkjastjórnar þýðir að fyrirtæki frá Þýskalandi, Frakklandi, Rússlandi, Kanada og ýmsum öðrum löndum eru útilokuð frá útboðum en um er að ræða verk- efni upp á 18,6 milljarða Bandaríkja- dala. Tengjast verkin uppbyggingu í olíuiðnaði, framkvæmdum vegna orkuvera, uppsetningu fjarskipta- búnaðar og byggingu íbúðarhúsa, svo eitthvað sé nefnt. Kom fram í tilskipun Pauls Wolfo- witz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að til að verja „grundvallaröryggishagsmuni Bandaríkjanna“ hefði verið ákveðið að einskorða útboðin við fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Írak og löndum, sem studdu aðgerðirniar í Írak. Talsmenn franska utanríkisráðu- neytisins sögðu í gær að verið væri að kanna hvort ákvörðun Banda- ríkjastjórnar stæðist alþjóðleg sam- keppnislög. Þá gaf John Manley, að- stoðarforsætisráðherra Kanada, í skyn að ákvörðunin myndi þýða að erfitt yrði fyrir Kanada að láta frek- ari fjármuni af hendi rakna til upp- byggingarstarfsins í Írak. „Að útiloka aðila frá Kanada er óviðunandi ef menn eru á sama tíma að taka við fé frá kanadískum skatt- greiðendum vegna uppbyggingar- innar í Írak,“ sagði Manley en Kan- ada hefur lagt um 225 milljónir dollara til uppbyggingarstarfsins. Þjóðverjar segja ákvörðunina ekki til marks um vilja til að horfa fram á veginn. „Við erum furðu lostnir yfir þessum fréttum og munum ræða þær við Bandaríkjamenn,“ sagði Joschka Fischer utanríkisráðherra.. Fram hefur komið að tilskipun Wolfowitz kemur ekki í veg fyrir að fyrirtæki frá löndunum, sem hér um ræðir, gerist undirverktakar vegna verkefna í Írak og raunar er þegar búið að úthluta fjarskiptarisanum franska, Alcatel, stóru verkefni. Bandaríkin takmarka aðild andstæðinga Íraksstríðsins að uppbyggingarstarfi Ákvörðun Bandaríkja- stjórnar sögð óviðunandi París, Berlín. AP, AFP. Reuters Bandarískir hermenn við sprengjuleitarstörf nærri Ramadi í Írak. Bandaríkjastjórn ætlar ekki að leyfa þjóðum, sem andvígar voru stríðinu í Írak, að bjóða í verk er tengjast uppbyggingarstarfinu í landinu. EKKJA fyrrverandi starfsmanns við Konunglegu bókhlöðuna í Kaup- mannahöfn, sonur hennar, tengda- dóttir og einn maður til viðbótar hafa verið handtekin vegna gruns um að tengjast stórfelldum stuldi á verð- mætum ritverkum. Einhverjar bók- anna hafa verið seldar en verðmæti þýfisins er talið vera um einn og hálf- ur milljarður íslenskra króna. Framkvæmdastjóri bókasafnsins, Erland Kolding Nielsen, sagði í gær að á sjöunda áratug liðinnar aldar og fram til ársins 1978 hefði um 3.200 afar verðmætum bókum og skjölum verið stolið úr geymslum Konung- legu bókhlöðunnar. Ritverkin og skjölin væru frá 17., 18. og 19. öld. Á meðal þeirra væru frumútgáfur bóka andans manna á borð við Immanúel Kant, Thomas Moore og John Milt- on. Þá munu frumútgáfur ritverka eftir stjörnufræðingana Tycho Brahe og Johan Kepler einnig hafa horfið úr geymslum safnsins. „Þetta er án nokkurs vafa stærsti stuldur á menningarverðmætum í sögu Danmerkur,“ sagði Nielsen. Talsmaður lögreglunnar í Kaup- mannahöfn sagði að 1.600 bækur sem tilheyrðu Konunglegu bókhlöð- unni hefðu fundist í Danmörku og erlendis. Lögregla vildi ekki greina nánar frá málavöxtum. Nöfn hinna grunuðu voru ekki birt og ekki var sagt hversu langur gæsluvarðhalds- úrskurður hefði verið kveðinn upp yfir þeim. Danskir fjölmiðlar kváð- ust hafa heimildir fyrir því að konan hefði verið handtekin í nóvember. Hún væri í gæsluvarðhaldi í Vestre- fangelsinu ásamt syni sínum og tengdadóttur. Eiginmaður konunnar lést í fyrra. Hann starfaði áratugum saman í Konunglegu bókhlöðunni. Ábending frá Lundúnum Í dönskum fjölmiðlum sagði að ekkjan sem er 68 ára hefði verið handtekin eftir að hún hafði reynt að selja skjöl eða bækur í gegnum Christie’s uppboðsfyrirtækið í Lundúnum. Þau ritverk hefðu verið talin 20 til 30 milljóna íslenskra króna virði. Starfsmenn Christie’s hefðu greint forráðamönnum bóka- safnsins frá þessu. Kolding Nielsen sagði það eitt að „vísbending“ hefði borist frá Bret- landi fyrir nokkrum mánuðum þegar reynt hefði verið að koma þar í verð gömlum bókum. Framkvæmdastjóri safnsins sagði að verkin sem stolið var væru millj- óna virði í dönskum krónum talið en fékkst ekki til að gefa nákvæmari upplýsingar. Talsmaður lögreglu sagði hins vegar að talið væri að verðmæti þýfsins væri um 1.500 milljónir íslenskra króna. Framkvæmdastjórinn sagði kon- una hafa reynt að selja „allnokkrar“ frumútgáfur bóka frá 17., 18 og 19. öld. Ekki fékkst uppgefið hversu margar bækur hefðu verið seldar né hvar en dagblaðið Berlingske Tid- ende kvaðst hafa heimildir fyrir því að bækur fyrir 80 til 100 milljónir ís- lenskra króna hefðu verið seldar í gegnum erlend uppboðsfyrirtæki. 25 ára ráðgáta Stuldurinn á bókunum er ekki að uppgötvast fyrst nú. Vitað var að verðmætum ritum hefði verið stolið úr geymslum bókhlöðunnar á sjö- unda og áttunda áratug liðinnar ald- ar. Málið var rannsakað án þess að niðurstaða fengist. Kolding Nielsen sagði að menn hefðu enga hugmynd haft um hver verið hefði að verki. Nú væru þrír mánuðir liðnir frá því að rannsóknin hófst á ný og stæði hún enn yfir. Sagði í fréttum danskra fjölmiðla að málið væri sýnilega mun umfangsmeira en talið hefði verið til þessa. Stórfelldur stuldur á merkum ritverkum Ekkja fyrrverandi starfsmanns við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn í gæsluvarðhaldi STÓRVIÐRI í Bretlandi hafa tvö- faldast á undanfarinni hálfri öld vegna þess að loftslagsbreytingar hafa valdið því leið djúpu lægðanna sem áður fyrr fóru beina leið til Ís- lands liggur nú sunnar. Frá þessu var greint á fréttavef breska blaðs- ins The Guardian í gær. Eru þetta niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á vegum Hadely- veðurrannsóknarstofnunarinnar í Exeter. Geoff Jenkins, yfirmaður stofnunarinnar, birti niðurstöðurnar á umhverfisráðstefnunni sem nú stendur í Mílanó. Stjórnmálamenn eru þar að reyna að koma sér saman um Kyoto-bókunina til að unnt sé að lögfesta að dregið skuli úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hvað svo sem stjórnmála- mennirnir ákveði séu allnokkrar loftslagsbreytingar og hækkun yfir- borðs sjávar óhjákvæmilegar, og að núverandi þróun muni færast í aukana. „Samanburður á dálítilli fækkun stórviðra á Íslandi og aukningu á Bretlandi er tiltölulega afgerandi vísbending um að veðraferillinn, eða Norður-Atlantshafssveiflan, eins og við nefnum hana, hefur færst sunn- ar,“ hefur The Observer eftir Jenk- ins. Í niðurstöðum Hadley-stofnunar- innar kemur einnig fram að hitastig í heiminum hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og á fyrstu átta mánuðum þess var meðalhiti í heim- inum einni gráðu hærri en fyrir einni öld. Allt útlit er fyrir að þetta verði heitasta ár sem um getur í Bretlandi síðan mælingar hófust. Stórviðra- samara í Bretlandi CHRISTOPH Blocher, leiðtogi Svissneska þjóðarflokksins, var í gær kjörinn í ríkisstjórn landsins í sögulegum kosningum á þinginu, en þetta er í fyrsta sinn í 44 ár sem breyting verður á sætaskipan flokk- anna í stjórninni. Blocher er eindreginn hægrisinni og þekktur fyrir andstöðu við inn- flytjendur og aðild að Evrópusam- bandinu. Hann lagði fram kröfu um stjórnarsæti í kjölfar mikils sigurs í kosningum í október. Í atkvæða- greiðslu á þinginu hlaut hann 121 at- kvæði og velti Ruth Metzler, þing- manni kristilegra demókrata, sem er miðjuflokkur, úr sessi. Frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa sömu fjórir flokkarnir átt aðild að samsteypustjórn í Sviss og hafa ráðherrar jafnan verið sjö, tveir sósí- alistar, tveir róttækir, tveir frá kristilegum demókrötum og einn frá Svissneska þjóðarflokknum. At- kvæðagreiðslu var fram haldið í gær, en þess var vænst að hinn ráðherra Þjóðarflokksins myndi halda sæti sínu og því myndu kristilegir demó- kratar einungis hafa einn ráðherra. Þjóðarflokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega eftir að hafa sveigt enn lengra til hægri, og er nú stærsti flokkur á þingi. Hafði flokkurinn hótað að hætta í stjórninni og ganga í lið með stjórnarandstöðunni fengi Blocher ekki ráðherrasæti. Reuters Christoph Blocher brosir breitt eftir að hann var í gær kjörinn í ríkisstjórn. Fyrsta breyting í Sviss í 44 ár ERLAND Kolding Nielsen, fram- kvæmdastjóri Konunglegu bókhlöð- unnar í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að íslenskar bækur og skjöl hefðu ekki horfið úr geymslum safnsins á sjöunda og áttunda ára- tug liðinnar aldar. „Við vitum nákvæmlega hvaða skjöl og bækur vantar. Í þeirri deild safnsins þar sem stuldurinn fór fram voru ekki geymdar gamlar ís- lenskar bækur eða skjöl. Íslensk handrit eru í handritadeildinni og gamlar íslenskar bækur í dönsku deildinni. Ég get því fullyrt að ís- lenskum menningarverðmætum var ekki stolið úr safninu,“ sagði hann. Kolding Nielsen sagði að nú væru um 1.800 bækur og skjöl fundin en alls hefði um 3.200 verkum verið stolið úr safninu á sjöunda áratugn- um og fram til ársins 1978. „Mál þetta er að leysast og hér hafa fræðimenn og lögreglumenn, danskir sem erlendir, unnið mikið afrek,“ sagði hann. Íslenskum bók- um ekki stolið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.