Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 16
FRÉTTIR 16 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SENDIHERRAHJÓNIN í Helsinki, Jón Baldvin Hannibalsson og Bryn- dís Schram, efndu til mannfagn- aðar í „Riddarasalnum“ í Helsinki til að minnast 85 ára afmælis full- veldis Íslands 1. desember sl. Um þrjú hundruð manns, þ. á m. ráð- herrar, stjórnmálamenn, við- skiptahöldar, listamenn, Íslands- vinir og Íslendingar búsettir í Finnlandi, sóttu samkvæmið. Íslenskur matur var á boðstólum, sem hótelhaldararnir að Valhöll á Þingvöllum, þau Elías V. Einarsson og Ólöf Eyjólfsdóttir, sáu um. Sendiherra flutti stutta hátíð- arræðu og minntist þess sér- staklega að Finnland, Litháen, Eist- land, Lettland og Ísland urðu öll fullvalda ríki á innan við einu ári, 1917–1918. Eyvör Pálsdóttir, söngkona frá Færeyjum, flutti íslensk og færeysk þjóðlög. Kristín Lárusdóttir, cellóleikari og Birna Helgadóttir, píanóleikari fluttu íslenska og finnska tónlist, en þær stunda báðar framhaldsnám í tónlist í Finnlandi. Lennart Meri, fv. forseti Eist- lands og kona hans, Helle, heiðruðu samkomuna með nærveru sinni. Ljósmynd/Miira Ojanen Lennart Meri, fv. forseti Eistlands, og kona hans, Helle, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson minnast 85 ára fullveldis Íslands í Helsinki. 85 ára afmælis íslensks fullveldis minnst í Helsinki YFIR þúsund króna verðmunur er á bókum í sautján tilvikum af 43 í verð- könnun ASÍ og Morgunblaðsins, sem gerð var í hádeginu í gær. Könn- unin náði til 43 titla úr bóksölukönn- un Félagsvísindastofnunar. Verð- munur er yfir tvö þúsund krónur í tveimur tilvikum, yfir þrjú þúsund krónur í einu tilfelli og yfir fjögur þúsund krónur í öðru. Mesti verð- munur í síðustu verðkönnun ASÍ og Morgunblaðsins á bókum var 2.531 króna. Lægsta verð var oftast í Bónusi, eða í 32 tilvikum. Griffill var tvisvar með lægsta verð og Krónan, Nettó og Samkaup einu sinni. Í síðustu verðkönnun var Bónus með lægsta verð í sautján tilvikum og Nettó í þrettán tilvikum. Samkaup voru oftast með hæsta verð, eða þrettán sinnum. Penninn/ Eymundsson var ellefu sinnum með hæsta verð og Bókabúð Máls og menningar og Bóksala stúdenta voru með hæsta verð í níu tilvikum. Bóka- búð Lárusar Blöndal var fjórum sinnum með hæsta verð. Griffill var sex sinnum með hæsta verð í síðustu könnun en einu sinni nú. Hagkaup var einu sinni með hæsta verð í verð- könnun gærdagsins en fimm sinnum í síðustu könnun. Hækka og lækka milli vikna Ef verðmunur milli vikna er skoð- aður á einstaka titlum kemur í ljós að verð hefur lækkað á þremur bókum hjá Lárusi Blöndal. Mál og menning hefur hækkað verð á fimm bókum og lækkað verð á tólf. Bóksala stúdenta hefur lækkað verð á fjórum bókum, reyndar bara um krónu í þremur tilvikum, og hækkað verð á einni. Bónus hefur hækkað verð á tíu bókum og lækkað verð á 21. Er dæmi um 800–1.000 hækkun hjá Bónusi. Skuldaskil Sverris Hermannssonar kostuðu 2.239 krónur í síðustu viku en 3.259 krónur í verðkönnuninni í gær, svo dæmi séu nefnd. Griffill hefur hækkað verð á ellefu bókum og lækkað verð á átta. Hagkaup hafa hækkað verð á fimmtán bókum og lækkað verð á sextán. Krónan hefur hækkað verð á einni bók og lækkað verð á 25. Nettó hefur hækkað verð á sjö bókum og lækkað verð á fjórtán. Engar verðbreytingar hafa orðið hjá Office 1. Penninn/Eymundsson hefur hækkað verð á þremur bókum og lækkað verð á ellefu. Og Samkaup hafa hækkað verð á fjórum bókum og lækkað verð á sex. Eru dæmi um rúmlega 2.900 króna og 3.900 króna verðhækkanir hjá Samkaupum. Ísland í aldanna rás kostaði 6.999 krónur í liðinni viku en 9.980 krónur í gær. Íslenska bílaöld- in kostaði 5.989 krónur í síðustu viku en 9.980 krónur í gær. Þá hefur verð á Ruth Reginalds hækkað um rúmar 2.500 krónur milli vikna hjá versluninni. Verð á Lindu – ljósi og skuggum hefur hins vegar lækkað um 1.405 krónur, svo nokkur dæmi séu tekin.       "# $ %$    & ' " !  "! &!  ( )!     * !+),!     #  # )!    - . ## ! %  ! / ( ! "!  0$) )! "#1 ! 23 )! $ %4 # /   &'#%(5 6 / !!  )!           )#* +,- %1) !%) 7  %&!# 6 8!+9#7 ! )!)#1 ' :+3   .  - )!! /# #%)(' % ;) !! 2<), !#  0 )#  # 7 1 ! 2+ # ! = #  <)#= # ( + ! 4 < (   5 6 / !! / ( # )! 3 45 #%1 -666* 7> " #2  ! # / !!    "1 7?)# ?3 ! )!        ) (/. 6 /9!   1  - @$ -))    * 7 " !')) #$ 8   !9:;;+<;;;& # ;9 )!)#6  8  5 ( 8!= # ( )!)#&!# ' # + ! )! =  >!!?##5 =7 ! )! $ %#* 7 +          -3A ! ! .1  #@%?3 !!+  )! .-"  A+)%  B !!')#   !! )! .#%@%B1 !>3   )-%#% C7 4 $3 = 63! )! / >3 )!   !! </   )! , >, #% %% .! 0  )! C (( B ) 5 6 )! DD % ? !! 6! = # !   "1 +"    >3 ;! )!     7D !#'< 56 ,! (  1!#  #  = 3 )# ? = 6 !! 56 !    E # 7 #  - - ( F 7 ( EG#  7 ( G  7 ( - !  < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < 967:9 7FF 96;<9 G:9 96H<H 96999 96;<9 96I99 96J;9 779 969G9 96I:9 H:J GIF :9 96;HJ :J9 HJJ :F9 7F< 96H<9 7H9 96F99 J69<9 I6J:9 96JIJ 9H9 :<J 969:F :F< GJ9 967<9 <69F9 96IGJ 96;;9 <69J9 :F9      ! "# $ " " - !  H   H  H  H H  H        H    H      H H  H H    H  3  + $96( /  . # "   < %  = 3 ! 4 = 6 !! "+  - (7 !# E ('< 7 ( J6IG; <6::; I6F:; J6:G; I6F:; I6F:; I6F:; I6F:; I6<G; I6IG; <6:G; <6F:; 96::; J6IG; J:; J6:G; <6I:; <6IG; <6F:; <6F:; I6:G; <6II; I6::; :6:G; :6:G; I6IG; :G; J6:G; I6IG; I6F:; I6::; I6::; H6::; I6:G; J6::; I6F:; I6F:; I  < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < <  < < < < < < < < < < Morgunblaðið/Jim Smart Rúmlega þúsund til fjögur þúsund króna verðmunur er á bókum. Dæmi um 4.000 króna verðmun Verð á jólabókum hefur tekið talsverðum breytingum milli tveggja verðkannana ASÍ og Morgunblaðsins Reynt að leggja loka- hönd á útfærslu Kyoto- bókunarinnar í Mílanó Afstaða Rússa væntanlega ekki ljós fyrr en næsta vor SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra situr nú ráðherrafund aðildar- ríkjaþings Loftslagssamnings Sam- einuðu þjóðanna er hófst í Mílanó í gær. Helsta viðfangsefni þingsins er að leggja lokahönd á útfærslu Kyoto-bókunarinnar til að undirbúa væntanlega gildistöku hennar en óvissa um afstöðu Rússlands hefur sett málið í uppnám. 185 ríki eiga rétt á setu en auk þeirra fylgjast fulltrúar atvinnulífsins, vísindasam- félagsins og frjálsra félagasamtaka með störfum þingsins og eru þátt- takendur hátt í fimm þúsund að sögn umhverfisráðherra. Stendur og fellur með Rússum Siv sagði í samtali við Morgun- blaðið alveg ljóst að bókunin geti ekki tekið gildi nema Rússar stað- festi hana þar sem Bandaríkjamenn sé farnir frá borðinu. „Rússar og Bandaríkjamenn losa saman um 53,5% af losun iðnríkjanna eða meira en helming. Bókunin tekur ekki gildi fyrr en ákveðnum lágmörkum er náð og eitt af þeim er að ríkin sem full- gilda hana þurfa að hafa á bak við sig 55% af losun iðnríkjanna og ef Rúss- ar hætta við náum við aldrei þessu lágmarki. Það er því grundvallarat- riði að Rússar verði með.“ Siv segir skilaboð frá Rússum hafa verið nokkuð misvísandi. „Ég ræddi við Rússana sem hér eru á fundinum í morgun [gærmorgun] og mér fannst þeir vera jákvæðir. Þeir hafa róað okkur svona dálítið, má segja. En það eru forsetakosningar í Rúss- landi næsta vor og það er geysilega mikil umræða þar um Kyoto-bók- unina, hvað hún þýði raunverulega fyrir Rússa og ég á ekki von á því að afstaða þeirra komist á hreint fyrr en næsta vor. En mér finnst hljóðið í þeim þó frekar gott og jákvætt,“ Siv segir þróunarríkin hafa lagt áherslu á að iðnríkin eigi að taka fyrstu skrefin. „Það er auðvitað að vissu leyti óréttmætt að vanþróuðu ríkin, sem eru efnahagslega illa stæð, taki á sig skuldbindingar. En í þeim eru auðvitað möguleikar á mik- illi losun, s.s. Kína, Indlandi, Brasilíu o.s.frv. þannig að það er mikilvægt að aðstoða þessi ríki við að örva sinn efnahag á sama tíma og reynt er að passa upp á með tækni að það verði ekki geysileg losun á gróðurhúsa- lofttegundum á sama tíma,“ segir umhverfisráðherra. Fátt verið gert heima fyrir ÁRNI Finnsson situr þingið í Mílanó fyrir hönd Náttúruverndarsamtaka Íslands en samtökin fagna því að um- hverfisráðherra hafi heitið því að taka þátt í því með öðrum þjóðum að beita Rússa þrýstingi til að auka líkurnar á því að þeir fullgildi samninginn. Í tilkynningu samtakanna er bent á að íslensk stjórnvöld verði einnig að uppfylla skyldur heima fyrir. Enn hafi fátt komið til framkvæmda af þeim aðgerðum sem ríkisstjórn Ís- lands samþykkti að grípa til fyrir einu og hálfu ári til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda. „Þetta eru ekki íþyngjandi skuld- bindingar enda fékk Ísland heimild til að auka útstreymi um 10% í Kyoto, auk þess sem mengun koltvísýrings frá stóriðju verður undanþegin skuld- bindingum Íslands allt að 1,6 millj- ónum tonna á ári fyrsta skuldbinding- artímabili 2008–2012. Það er ámælisvert að enn hafi ekki verið hrundið af stað fræðsluherferð fyrir almenning og þá ekki síður fyrirtæki um nauðsyn þess að takmarka út- streymi gróðurhúsalofttegunda,“ segir í tilkynningu Náttúruverndar- samtaka Íslands. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.