Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 52
KIRKJUSTARF 52 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 11. desember kl. 20 verður samvera í Grensáskirkju fyrir syrgjendur. Hún er nú haldin í fimmta sinn og er opin fyrir alla, jafnt börn sem fullorðna. Dagskráin er ætluð að koma á móts við þau sem misst hafa náinn ástvin á síðastliðnu ári. Fyrir þau eru aðventa og jól oft erfiður tími. Hann tengist ýmsum hefðum sem minna á að einhvern vantar í hópinn, og oft eru fyrstu jól- in sérstaklega erfið. Sungnir verða aðventu- og jólasálmar bæði fyrir almennan söng og einnig verður þrísöngur þeirra Ingibjargar Ólafsdóttur, Hellenar Helgadóttur og Matt- hildar Matthíasdóttur. Árni Arinbjarnarson organisti leikur á orgel og hefur hann einnig fengið Unni Maríu Ingólfsdóttur fiðluleikara til liðs við sig. Rósa Kristjánsdóttir djákni leið- ir samveruna, sr. Ólafur Jóhannsson flytur hugvekju og eigin jólasögu frumflytur sr. Hreinn Hákonarson. Öll atriðin eru túlkuð á táknmáli af sr. Miyako Þórðarson. Í lok sam- verunnar er minningarstund þar sem hægt er að tendra ljós til minningar um látinn ástvin. Þau sem standa að samverunni eru starfs- fólk Landspítala - háskólasjúkrahúss, heima- hlynning Krabbameinsfélags Íslands og hjúkr- unarþjónustan Karítas ásamt Grensáskirkju og Biskupsstofu. Boðið er upp á kaffi eftir samveruna. Frá öllum þessum aðilum mætir starfsfólk til að hitta aðstandendur sem misst hafa ástvin sem það hefur annast. Samvera er hluti af eftirfylgd þeirra við syrgjendur. Allir velkomnir. Aðventusamkoma í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal Aðventusamkoma verður í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal, föstudaginn 12. desember nk. kl. 20.30. Kór Skeiðflatarkirkju syngur, undir stjórn Kristínar Björnsdóttur organista. Jólasaga, bæn og almennur söngur. Hin ár- vissa kaffisala Kvenfélags Dyrhólahrepps í Ketilsstaðaskóla eftir samveruna. Ágóði henn- ar rennur til styrktar Skeiðflatarkirkju. Kæru sóknarbörn, fjölmennum til kirkju því þar er kyrrð og frið að finna í annríki aðventunnar. Sóknarprestur. Kirkjuskólinn í Mýrdal Munið lokasamveru kirkjuskólans í Mýrdal í Víkurskóla laugardaginn 13. desember nk. milli kl. 11.15–12.00. Brúðuleikhús með Rebba ref, sögur, jólasöngvar, lita- og bænastund. Krakkar. Fjölmennum og bjóðum öllum heima með okkur. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. Morgunstundir í Grafarvogskirkju Annað árið í röð er boðið upp á helgistundir virka daga aðventunnar í Grafarvogskirkju kl. 7.00 á morgnana. Um er að ræða sautján skipti. Fyrsta morgunstundin var 1. desember sl. og sú síðasta að morgni Þorláksmessu. Hver morgunstund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu og bæn. Að helgihaldi loknu gefst fólki kostur á að snæða morgunverð í safn- aðarsal kirkjunnar. Þessar morgunstundir mæltust vel fyrir í fyrra Þær gefa fólki tækifæri til þess að eiga frið- ar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar, áður en haldið er af stað út í lífið til þess að sinna margvíslegum verkefnum í dagsins önn. Aðventukvöld í Grenivíkurkirkju Föstydagskvöldið 12. desember, verður að- ventukvöld í Grenivíkurkirkju og hefst það kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur jólalög undir stjórn organistans Bjargar Sigurbjörnsdóttur. Einsöngvari með kórnum er Þorkell Pálsson. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og krakkarnir úr kirkjuskól- anum taka lagið. Ræðumaður kvöldsins er Sverrir Pálsson, fyrrverandi skólastjóri á Akureyri. Þá verður sýnt brúðuleikrit, en aðventu- kvöldinu lýkur með ljósahelgileik sem ung- lingar úr Grenivíkurskóla flytja. Samvera fyrir syrgjendur Áskirkja. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Þorvaldur Halldórsson kemur í heim- sókn og syngur jólalög. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Umsjón Lovísa Guðmundsdóttir. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.00. Guðmundur Vignir Karlsson syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Íhugun, sr. Jón Bjarman. Jólaborð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali - háskólasjúkrahús. Grensás. Guðsþjón- usta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.00 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið frá kl. 12.00. Þjónustu annast Bjarni Karlsson prestur og Sigurbjörn Þorkelsson meðhjálpari. Kl. 12.30 er léttur málsverð- ur í boði í safnaðarheimilinu. Jólafundur eldri borgara kl. 14.00. Gísli Pálsson rithöfundur les úr bók sinni Frægð og firnindi. Blokkflautuflokkur úr Laugarnes- skóla leikur ásamt tónlistarfólki frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Torfi Jónsson, fyrrv. rann- sóknarlögreglumaður, flytur ljóð. Sr. Bjarni Karlsson stjórnar samverunni en þjónustuhópur Laugarnes- kirkju annast veitingar að stundinni lokinni ásamt Sig- ríði kirkjuverði. Allt eldra fólk velkomið. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Nes- kirkju kl. 16.00. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ-unglingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17.00. 9. bekkur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 29. nóv- ember kl. 14.00. Jólafagnaður. Gengið í kringum jóla- tréð. Þorvaldur Halldórsson leikur á léttu nótunum. Kaffiveitingar. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN-starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund á aðventu. Kl. 12. Tón- list, ritningarlestur og bæn. Allir velkomnir. Biblíulestr- ar í samvinnu leikmannaskólans og Reykjavíkurpró- fastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. (Sjá nánar. www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10.00. Dag- skráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyr- irlestra og skemmtilegarog fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsaskóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.00. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldurs- dóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safn- aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorg- unn) í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veitingar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára krakka kl. 16.30–18.Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. Foreldramorgnar kl. 10. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10.00 Bókadagur á mömmumorgni, í annarri viku aðventu. Nýjustu barnabækurnar úr bókabúðinni munu liggja frammi og hugsanlega verður stutt bókakynning. Jólabækur barnanna á mömmumorgni í Landakirkju. Kaffi á könnunni og djús. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 14.30 Helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Kl. 20.00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Fjölskylduhópar hafa verið myndaðir og hef- ur þeim verið lokað. Umsjónarfólk. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. „Sameiginlegur aðventufundur“. Dr. Sigurbjörn Ein- arsson biskup talar. Kaffiveitingar. Verið öll velkomin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Jólasamvera eldri borg- ara í Fíladelfíu kl. 15.00. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Samhygð kl. 20.30. Glerárkirkja. Mömmumorgunn alla fimmtudaga kl. 10–12. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 unglingafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Safnaðarstarf Fiat Marea árg. '98, ek. 27 þús. km. Lítið ekinn, góður bíll. Sjálf- skiptur, sumar- og vetrardekk, cd-spilari, abs o.fl. o.fl. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. í síma896 6067. VW Polo 1.4 16v, sk. '05.2005. Ek- inn 18 þ. km. Samlæsingar, raf- magnsr. og speglar. Geislaspilari. Uppl. í s. 544 4333 og 820 1071. VW Passat árg. '97, ek. 119 þús. km. Frábær bíll. 1600 vél, nýja lagið, beinskiptur, sumar- og vetrardekk, cd-spilari o.fl. Lán á bíl ca 250 þ. Uppl. í s. 896 6067. Hyundai Santa FE, V6 2700cc, 08/01, ek. 33 þ. km. Sjálfskiptur, abs, öryggispúðar, álfelgur, fjarst. Samlæsingar, geislaspilari, leður- áklæði. Toppbogar. Verð kr. 2.290 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Mazda Premacy ek. 73 þús. km. Toppeintak, einn eigandi. Hag- stætt lán getur fylgt fyrir traustan kaupanda. Verð 1.090 þús. Upp- lýsingar í síma 860 1461. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, sími 564 6415. Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '92, Cherokee '89, Terrano'90 og Vitara '91-'97 Bílaperur H4, 12 v, 60/55, kr. 360. Xenon H4, 12 v, 60/55, kr. 600. Xenon H7,12 v, 55, kr. 700. Xenon perur gefa 30% ljósmagn. GS varahlutir, Bíldshöfða 14, sími 567 6744. Kranabíll 115 tm Mercedes Benz 4148, 8x8 árg. 1999 með dráttar- skífu. Krani Effer 1150-8S 115 tm, 20 m í glussa, spil ásamt ýmsum öðrum búnaði. Upplýsingar í síma 554 6005. Einn með öllu M. Benz Ökukennsla, ökumat, ökuskóli. Kenni á nýjan M. Benz 2003. Eggert Valur Þorkelsson, öku- kennari, s. 893 4744 og 565 3808. Í jólapakka vélsleðamannsins Alls konar kuldafatnaður og -skór ásamt hvers kyns fylgihlutum sem gleðja vélsleðamanninn. Gísli Jónsson ehf., Bíldshöfða 14, s. 587 6644. Vélhjól og sleðar Við hjálpum þér með vélsleðann! Viðgerðir, varahlutir, nýjar vörur og sér- pantanir. Hagstætt verð. Sími 587 1135, Stórhöfða 18. Notaðir vélsleðar Eigum ávallt gott úrval af notuð- um vélsleðum. Gísli Jónsson ehf - www.gisli.is 4 vélsleðar til sölu/Björgunar- sveit Hafnarfjarðar er með 4 Yamaha Ventura 700 vélsleða til sölu. Tveir eru árg. 2000, eknir 2.300 km og tveir árg. 2002, eknir 1.100. Sleðarnir eru með farang- ursgrind og kössum, ásamt negldum beltum og brúsagrind- um. Nánari uppl. í s. 570 5070. Þú greiðir aðeins 10% út og 58.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Musso E-23 Grand Luxe, 02/02, ek. 26 þ. km. Sjálfskiptur, Abs, álfelgur, dráttarkúla, geislaspilari, kastarar. Verð kr. 2.490 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 52.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Musso E- 23, 2300cc, bensín, 11/ 00, ek. 65 þ. km. Sjálfskiptur, abs, álfelgur, öryggispúðar, geislaspil- ari, fjarst. Samlæsingar. Verð kr. 2.200 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 34.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Musso E-23, 2300cc, bensín, 07/ 98, ek. 70 þ. km. Sjálfskiptur, ál- felgur, geislaspilari, ný dekk og felgur. Verð kr. 1.450 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 30.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Musso 2900cc, dísel, 03/97, ek. 131 þ. km. 5 gíra, álfelgur, drátt- arbeisli, fjarst. Samlæsingar. Geislaspilari. Verð kr. 1.290 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 26.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Daewoo Nubira 2, Stw, 05/01, ek. 49 þ. km. Sjálfskiptur, abs, geisla- spilari, fjarst. Samlæsingar, ör- yggispúðar. Verð kr. 1.090 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 16.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Daewoo Lanos, 1500cc, 01/00, ek. 23 þ. 4 dyra, 5 gíra, öryggispúðar, útvarp/segulband. Verð 690 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 16.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Daewoo Lanos 1500cc, 11/00, ek. 33 þ. 5 gíra, 3 dyra. Verð 690 þ. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Þú greiðir aðeins 10% út og 14.000 á mán. (meðalgreiðsla í 60 mán.). Daewoo Matiz S, 09/00, ek. 31 þ. km. 5 gíra, 5 dyra, öryggispúðar. Verð kr. 590 þús. Bílabúð Benna - Notaðir bílar, Bíldshöfða 10 - sími 587 1000. Audi A6 árg. '96, beinskiptur, leður, cd, o.fl. Ásett verð 1.290 þús. Mjög góður staðgreiðslu- afsl., ath. skipti. Uppl. 690 5001.Lúxus fjölskyldubíll frá GM Pontiac Montana árg. 03/00, sjálfsk., 3,4 l, 7 ma, ek. 130 þús. km en eins og nýr. Rennihurðir báðum megin. V. 2.2 m. S. 895 9800. Til sölu Volkswagen Polo árg. 90. Verð 30 þús. Uppl. í s. 820 4881.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.