Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 39 Horft var til framtíðar ígeislameðferð og lyfja-meðferð krabbameins-lækninga og einnig litið til fortíðar í erindum á Finsens- degi á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í gær. Flutt voru sex erindi í minningu Nielsar R. Fin- sen, dansk-íslensks læknis sem fékk Nóbelsverðlaun 10. desember 1903, fjallað um feril hans og áhrif á þróun krabbameinslækninga og flutt erindi um áhrif hinnar líf- fræðilegu klukku á meðferð krabbameinssjúklinga. Georg A. Bjarnason, sérfræð- ingur í krabbameinslækningum við Sunnybrook-sjúkrahúsið í Toronto í Kanada, ræddi hvernig líffræði- legar klukkur skipta máli við með- ferð krabbameinssjúklinga. Tengdist umræðuefni hans Niels R. Finsen að því leyti að Finsen var kunnugt um að sólarljós gæti drepið eða hamið vöxt sýkla sem valda sjúkdómum í mönnum. Reyndi hann ljósameðferð á manni sem þjáðist af húðberklum og tókst að lækna hann. Einnig með- höndlaði hann krabbamein með geislum og Georg fjallaði um hvernig ljós hefur áhrif á líffræði- legar klukkur mannslíkamans. Mikið rannsakað svið Fram kom í máli Georgs að mik- ið hefur verið unnið að rannsókn- um á því hvernig starfsemi ein- stakra frumna og einstakra líffæra og þar með alls líkamans getur verið breytileg á mismunandi tím- um sólarhrings, menn séu m.a. misjafnlega upplagðir til að taka á móti lyfjum eða annarri meðferð. Með það í huga geti skipt máli hve- nær t.d. lyf eru gefin eða geisla- meðferð veitt sem ráðast eiga á óheftan frumuvöxt krabbamein- sæxla. Skipt geti máli hvenær sól- arhringsins frumur eða líffæri eru móttækilegust fyrir slíkum lyfjum og hann segir einnig aukaverkanir misjafnar eftir dægursveiflunni. Segir hann þessum atriðum ekki hafa verið gefinn mikill gaumur fram að þessu en aukin þekking hafi sýnt fram á að tímasetning meðferðar geti skipt máli hvað varðar árangur. Nefndi Georg m.a. rannsóknir á áhrifum langvarandi vaktavinnu meðal hjúkrunarfræðinga. Hafi komið í ljós að eftir 15 til 30 ára vaktavinnu með tilheyrandi óeðli- legum svefnvenjum væri aukin tíðni meðal þeirra á krabbameini í brjósti og ristli miðað við saman- burðarhóp. Einnig sagði hann hafa verið sýnt fram á aukna tíðni húð- krabbameina meðal flugáhafna sem flygju yfir mörg tímabelti, m.a. í íslenskri rannsókn, en ekki væri unnt að fullyrða hvort meiri geislun flugáhafna en almenningur fær væri þar einnig ráðandi þátt- ur. Georg sagði því ljóst að óeðli- legar svefnvenjur gætu haft áhrif bæði til aukinnar áhættu á að fá æxli og að meðferðarhorfur fólks með óeðlilegar svefnvenjur virtust lakari en annarra. Fram kom í umræðum að loknu erindi Georgs að læknar á LSH hafa hugað nokkuð að þessum at- riðum varðandi lyfjagjöf hjá sjúk- lingum sínum og t.d. gefið mis- stóra skammta að morgni og kvöldi. Georg sagði rannsóknir m.a. beinast að því hvort unnt væri að gefa öflugri lyfjaskammta ef þeir væru gefnir á þeim tíma sólar- hrings sem sjúklingur væri mót- tækilegastur fyrir þeim, þ.e. á þeim tíma sem slík lyf hefðu minnstar aukaverkanir í för með sér. Bæta þarf tækjakost Garðar Mýrdal, forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar LSH, ræddi framtíð geislameðferðar á spítalanum og sagði brýnt að stækka húsnæði deildarinnar og bæta aðstöðu. Einnig sagði hann lykilatriði að endurnýja þar ákveð- in tæki. Að öðrum kosti væri ekki unnt að stunda geislameðferð. Hann sagði fyrirsjáanlega veru- lega fjölgun Íslendinga 67 ára og eldri til ársins 2030 og af þeim sök- um yrði að gera ráð fyrir auknum afköstum í geislameðferð. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir Krabbameinsmiðstöðvar LSH, sem hafði veg og vanda af skipu- lagningu fundarins, ræddi framtíð- arhorfur varðandi lyfjameðferð krabbameinssjúklinga á Íslandi. Hann sagði mikla breytingu hafa orðið á lyfjagjöf á 50 árum. Árið 1950 hefðu um 100 lyf verið í um- ferð, þar af 10 vegna krabbameins- meðferðar. Í dag væri lyfjafjöldi um 1.200 og um 450 ný lyf væru í rannsókn. Hann sagði lyfjaþróun á þessu sviði ganga út á að hemja æðamyndun í krabbameinsæxlum og hvernig hægt væri að hafa áhrif á frumuviðtaka og þátt þeirra í frumustarfsemi. Sagði hann líklegt að meðferð myndi í framtíðinni beinast æ meira að hverjum ein- stökum sjúklingi og viðkomandi æxli með tveimur til þremur mjög sértækum lyfjum auk hefðbund- inna lyfja. Ljóst yrði að slíkt yrði mjög kostnaðarsamt sem yrði lík- lega deiluefni. Hann sagði oft unnt að ráða niðurlögum krabbamein- sæxla og stundum þróuðust mál þannig að þau kæmu fram aftur öflug. Hugsanlega væri unnt að fara hægar í sakirnar með einstak- lingsmiðaðri meðferð og halda þeim í skefjum. Auk þeirra fluttu erindi Þórar- inn E. Sveinsson, yfirlæknir geislameðferðardeildar LSH, sem fjallaði um Niels R. Finsen, Sven Aage Engelholm, læknir á geisla- meðferðardeild Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, sem ræddi áhrif Nielsar Finsens á þróun krabba- meinslækninga og Ásgerður Sverrisdóttir, krabbameinslæknir á SÖS/Huddinge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, sem greindi frá krabbameinslækningum í Svíþjóð. Horft til framtíðar í fyrirlestrum um krabba- meinslækningar á Finsensdegi á Landspítala Líffræðilegar klukkur skipta máli við meðferð Morgunblaðið/Jim Smart Gert er ráð fyrir að Finsensdagur á Landspítala – háskólasjúkrahúsi verði framvegis árlegur viðburður og þann dag flutt vísindaerindi. Georg A. Bjarnason læknir flutti erindi um hvernig líffræðilegar klukkur skipta máli við meðferð krabbameinssjúklinga. RÁÐGERT er að Finsensdagur verði árlega haldinn á LSH og minningu Nielsar R. Finsen verði haldið á loft með fyrirlestrum um krabbameinslækningar. Helgi Sig- urðsson, yfirlæknir Krabbameins- miðstöðvar LSH, segir einnig verða stofnaðan styrktarsjóð í nafni Níelsar R. Finsen. Með hon- um væri ætlunin að styrkja rann- sóknir í læknisfræði. Sagði hann nú leitað eftir styrktaraðilum fyrir það verkefni. Styrktarsjóð- ur stofnaður Fjallað var um ýmsar hliðar krabbameins- meðferðar á svonefnd- um Finsensdegi á Landspítala í gær. Var hann haldinn í minn- ingu Nielsar R. Finsen sem var af íslenskum ættum og fékk Nób- elsverðlaun fyrir 100 árum. Jóhannes Tóm- asson hlýddi á nokkur erindanna. joto@mbl.is stað og í nn flestir na. n sé ná- það ligg- mlega m. Þetta heyrist að á öðrum Akur- í verðlagi stan sé tri, er svipað.“ Gler- árið að hafa un á að fá fólk Egils- r fólkið sem kemur mest um helgar. Akur- eyringarnir eru hins vegar oftast seinni af stað í jólaverslunina,“ sagði Sigurður. Verslun hefur breyst nokkuð á Akranesi með tilkomu Hvalfjarð- arganga en að sögn Ástu Gísla- dóttur, verslunarstjóra Verzlunar- innar Bjargs á Akranesi, er engan bilbug á kaupmönnum á finna sem telja sig í samkeppni við verslanir í höfuðborginni. Hún segir jóla- verslunina svipaða og undanfarin ár á Skaganum og eigi eflaust eftir að þyngjast talsvert fram til jóla. „Það er gott hljóð í okkur og það sem ég hef heyrt frá sam- starfsfólki mínu er bara mjög gott. Álagið er gríðarlegt síðustu dag- ana og við fylgjum afgreiðslutíma í miðbæ Reykjavíkur. Við erum alls ekki svartsýn hérna og ætlum að standa okkur í samkeppninni og þá eigum við sömu möguleika og þeir hinum megin,“ segir Ásta. Veður og færð hafa minni áhrif á verslun Á Ísafirði virðist sem gott tíðar- far hafi aukið verslunargleðina, að sögn Gísla Úlfarssonar hjá versl- uninni Hamraborg á Ísafirði. „Það hefur verið góð verslun í desem- ber og góð tíð hjálpar þar til. Þeg- ar tíðin er góð er fólki einhvern veginn lausara um budduna, þá hefur maður gaman af að lifa og eyða peningum. Ég hef ekki heyrt annað en það sé gott hljóð í versl- unareigendum og ekki heyrt neinn barma sér ennþá.“ Brynjar Pálsson hjá Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki segir jóla- verslunina svipaða og undanfarin ár, en fari greinilega seinna af stað. „En mér virðist hún vera að glæðast.“ Að sögn Brynjars þarf fólk síður að láta veður og færð draga úr verslunarferðum en áður. „Versl- unin var mun fyrr á ferðinni þegar vegir voru verri og meiri ófærð og fólk kemur bara orðið síðustu dag- ana fyrir jól, eins og það sé að versla á höfuðborgarsvæðinu.“ Brynjar segir að búðir á Sauð- árkróki séu opnar með svipuðum hætti og gerist á öðrum verslunar- stöðum landsins, enda vilji versl- unareigendur halda fólkinu í sinni heimabyggð með jólaverslunina. Aðspurður hvort fólk sæki t.d. til Akureyrar til að sinna jólainn- kaupum segist Brynjar ekki þekkja nokkurn mann sem fari til Akureyrar að versla. „Ég hef aldr- ei séð neinn hérna á Króknum versla á Akureyri, þótt það geti auðvitað verið. En við höldum þessu fram á meðan við vitum ekki betur,“ sagði Brynjar. aðið/Júlíus Morgunblaðið/Sverrir Fólkið gengur á milli verslana í Smáralind í leit að réttu gjöfinni. r - n Morgunblaðið/Kristján nu verði harðir um þessi jól. Jólaverslunin hefur farið vel af stað þetta árið að sögn kaupmanna. Morgunblaðið/Eggertð/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.