Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 64
ÍÞRÓTTIR 64 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar - Snæfell....................19.15 Ísafjörður: KFÍ - UMFN .....................19.15 DHL-höllin: KR - Hamar .....................19.15 Sauðárk.: Tindastóll - Breiðablik.........19.15 HANDKNATTLEIKUR Haukar - FH 32:29 Ásvellir, Hafnarfirði, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill, miðvikudag- inn 10. desember 2003. Gangur leiksins: 2:0, 3:2, 5:2, 6:3, 6:5, 8:6, 8:8, 10:8, 11:10, 15:11, 16:12, 16:15, 16:16, 18:18, 20:18, 20:21, 23:21, 24:22, 24:24, 27:24, 28:26, 29:27, 31:29, 32:29. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hallgrímsson 8, Andri Stefan 7, Þorkell Magnússon 7/3, Ro- bertas Pauzuolis 3, Vignir Svavarsson 2, Jón Karl Björnsson 2/2, Þórir Ólafsson 1, Matthías Árni Ingimarsson 1, Halldór Ing- ólfsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 19/1 (þar af fóru 6 aftur til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur. Þar af fékk Ro- bertas Pauzuolis rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir. Mörk FH: Guðmundur Petersen 8/4, Logi Geirsson 5/2, Magnús Sigurðsson 4, Brynj- ar Geirsson 3, Svavar Vignisson 3, Hjörtur Hinriksson 3, Pálmi Hlöðversson 3. Varin skot: 22 mínútur. Þar af fengu Logi Geirsson og Pálmi Hlöðversson rautt spjald fyrir brot. Utan vallar: Elvar Guðmundsson 18/2 (þar af fóru 6/1 aftur til mótherja), Magnús Sig- mundsson 1/1 (þar af fór 1/1 aftur til mót- herja). Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð- jónsson. Áhorfendur: Um 800. Staðan í suðurriðli: ÍR 14 11 2 1 417:348 24 Haukar 14 10 1 3 433:371 21 HK 13 9 1 3 373:339 19 Stjarnan 13 7 1 5 346:348 15 FH 13 7 0 6 375:350 14 ÍBV 13 3 1 9 384:393 7 Breiðablik 13 2 0 11 330:431 4 Selfoss 13 1 0 12 341:419 2 Staðan í úrvalsdeild, miðað við að Stjarnan fari áfram úr suðurriðli en ekki FH: Valur 6 3 2 1 162:147 8 ÍR 6 3 2 1 160:146 8 Stjarnan 6 3 0 3 158:164 6 Fram 6 2 2 2 152:158 6 KA 5 2 1 2 144:144 5 Haukar 6 2 1 3 161:161 5 HK 6 2 1 3 143:151 5 Grótta/KR 5 1 1 3 126:135 3 Þýskaland Essen - Wallau-Massenheim............... 27:27 Göppingen - Grosswallstadt ................ 29:23 Kiel - Stralsunder................................. 36:22 Wetzlar - Magdeburg........................... 23:23 Lemgo - Eisenach ................................ 39:29 Staðan: Flensburg 16 13 2 1 512:421 28 Lemgo 16 12 2 2 527:443 26 Kiel 16 11 2 3 489:425 24 Magdeburg 15 11 1 3 449:375 23 Hamburg 14 11 0 3 398:348 22 Essen 16 9 2 5 438:395 20 Gummersb. 15 8 1 6 408:395 17 Nordhorn 15 7 2 6 438:426 16 Wallau 16 7 2 7 486:486 16 Wetzlar 16 6 1 9 396:446 13 Stralsunder 16 6 0 10 353:436 12 Großwallst. 14 4 3 7 334:373 11 Minden 15 5 0 10 396:445 10 Kr-Östringen 15 4 1 10 391:431 9 Göppingen 15 4 0 11 385:410 8 Wilhelmshav. 15 3 1 11 384:411 7 Pfullingen 15 3 1 11 396:445 7 Eisenach 16 3 1 12 411:480 7 HM kvenna í Króatíu Milliriðill 1: Rússland - Spánn ..................................25:25 Austurríki - Frakkland .........................25:28 Suður-Kórea - Serbía-Svartfj. .............33:35 Staðan: Frakkland 4 3 0 1 108:102 6 Spánn 4 2 1 1 110:106 5 Rússland 4 2 1 1 110:109 5 Suður-Kórea 4 2 0 2 126:122 4 Serbía-Svart. 4 2 0 2 118:120 4 Austurríki 4 0 0 4 111:124 0 Milliriðill 2: Þýskaland - Úkraína .............................23:25 Ungverjaland - Noregur.......................24:24 Slóvenía - Rúmenía ...............................28:26 Staðan: Úkraína 4 3 1 0 109:105 7 Ungverjaland 4 2 1 1 119:106 5 Noregur 4 2 1 1 113:105 5 Slóvenía 4 2 0 2 107:118 4 Þýskaland 4 1 0 3 111:112 2 Rúmenía 4 0 1 3 102:115 1  Hvert lið tók með sér úrslit úr tveimur leikjum í undanriðli. KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Bayern München - Anderlecht ...............1:0 Roy Makaay (vítasp.) 42. - 52.000. Lyon - Celtic ..............................................3:2 Giovane Elber 6., Pernambucano Juninho 52., (vítasp.) 86. - John Hartson 24.,Chris Sutton 75. - 40.125. Lokastaðan: Lyon 6 3 1 2 7:7 10 Bayern München 6 2 3 1 6:5 9 Celtic 6 2 1 3 8:7 7 Anderlecht 6 2 1 3 4:6 7  Lyon og Bayern München í 16-liða úrslit, Celtic í UEFA-bikarinn. B-RIÐILL: Arsenal - Lokomotiv Moskva ..................2:0 Robert Pires 12., Fredrik Ljungberg 67. - 35.343. Dynamo Kiev - Inter Mílanó....................1:1 Diogo Rincon 85. - Daniele Adani 68. - 30.000. Lokastaðan: Arsenal 6 3 1 2 9:6 10 Lokomotiv 6 2 2 2 7:7 8 Inter 6 2 2 2 8:11 8 Dynamo Kiev 6 2 1 3 8:8 7  Arsenal og Lokomotiv í 16-liða úrslit, Inter í UEFA-bikarinn. C-RIÐILL: AEK Aþena - Mónakó ..............................0:0 - 4.000. PSV Eindhoven - Dep. La Coruna..........3:2 John de Jong 14., 90., Arjen Robben 48. - Alberto Luque 58., Walter Pandiani 83. - 32.000. Lokastaðan: Mónakó 6 3 2 1 15:6 11 Deportivo 6 3 1 2 12:12 10 PSV Eindhoven 6 3 1 2 8:7 10 AEK 6 0 2 4 1:11 2  Mónakó og Deportivo í 16-liða úrslit, PSV Eindhoven í UEFA-bikarinn. D-RIÐILL: Juventus - Olympiakos.............................7:0 David Trezeguet 14., 25., Fabrizio Miccoli 19., Enzo Maresca 28., Marco Di Vaio 63., Alessandro Del Piero 67., Marcelo Zala- yeta 79. - 12.500. Real Sociedad - Galatasaray ...................1:1 Oscar De Paula 50. - Hakan Sukur 25. - 29.000. Lokastaðan: Juventus 6 4 1 1 15:6 13 Real Sociedad 6 2 3 1 8:8 9 Galatasaray 6 2 1 3 6:8 7 Olympiakos 6 1 1 4 6:13 4  Juventus og Real Sociedad í 16-liða úr- slit, Galatasaray í UEFA-bikarinn. Vináttulandsleikur Slóvakía - Kúveit ......................................2:0 Breska 53., Dovicovic 71. KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík - Toulon 82:78 Íþróttahúsið Keflavík, Evrópubikar karla, vesturdeild, B-riðill, miðvikudaginn 10. desember 2003. Gangur leiksins: 2:0, 7:4, 7:9, 14:13, 14:18, 17:24, 21:27, 27:27, 27:29, 32:31, 34:39, 44:39, 44:46, 44, 49, 50:52, 50:58, 54:63, 62:69, 69:69, 72:70, 72:74, 73:76, 82:76, 82:78. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 30, Nick Bradford 16, Magnús Þ. Gunnarsson 11, Gunnar Einarsson 10, Falur Harðarson 9, Halldór Halldórsson 3, Sverrir Sverrisson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 1. Fráköst: 14 í vörn - 9 í sókn. Stig Toulon: Miller 16, Niviere 13, Bou- tielle 12, Gugino 12, Asceric 12, Legename 9, Milling 4. Fráköst: 20 í vörn - 8 í sókn. Villur: Keflavík 22 - Toulon 21. Dómarar: Jan Gjetterman frá Danmörku og Jon Hammervold frá Noregi. Fínir. Áhorfendur: Um 300 CAB Madeira - Ovarense.....................70:81 Staðan í riðlinum: Keflavík 4 2 4 385:372 7 Toulon 5 2 3 424:424 7 Ovarense 4 2 2 333:334 6 Madeira 5 1 4 406:427 6  Tvö stig eru gefin fyrir sigur og eitt stig fyrir tap. NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Cleveland - Toronto............................ 93:100 Indiana - Washington .......................... 93:79 New Jersey - Seattle.......................... 101:88 Miami - Phoenix.................................... 92:72 Atlanta - Denver................................. 112:98 Detroit - Philadelphia .......................... 76:78 Minnesota - Golden State .................... 95:98 Houston - Portland............................... 93:91 Sacramento - LA Clippers................. 105:95 LA Lakers - New York ........................ 98:90  Staðan Atlantshafsriðill: Philadelphia 11/10 New Jersey 9/11, Bost- on 8/12, Washington 7/12, New York 7/14, Miami 5/15, Orlando 2/19. Miðriðill: Indiana 16/5, Detroit 14/7, New Orleans 14/7, Toronto 12/8, Milwaukee 9/11, Atlanta 6/15, Chicago 5/14, Cleveland 5/15. Miðvesturriðill: Dallas 13/7, Denver 13/7, Houston 12/7, Minnesota 12/8, Utah 11/8, Memphis 11/8, San Antonio 11/10. Kyrrahafsriðill: LA Lakers 17/3, Sacramento 13/5, Port- land 10/8, Seattle 9/8, Golden State 9/9, Phoenix 8/11, LA Clippers 6/10. Í KVÖLD DAVID O’Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, seg- ist ekki sjá eftir að hafa ekki keypt Jóhannes Karl Guðjónsson af Real Betis í sumar. Jóhannes var í láni hjá Villa seinni hluta síðasta tímabils en O’Leary tók við liði Villa í maí þegar Graham Tay- lor hætti störfum. Á sunnudaginn kemur mætir Jó- hannes með félögum sínum í Wolves á sinn gamla heimavöll, til leiks gegn Villa í ensku úrvalsdeild- inni. „Þegar ég kom til félagsins var eitt af fyrstu verkefnunum að taka ákvörðun um hvort ætti að kaupa hann eða ekki. Ljóst var að hann myndi kosta umtalsverða fjárhæð og ég var ekki tilbúinn til þess fyrir leikmann sem ég vissi ekki mikið um. Í staðinn keypti ég Gavin McCann, leikmann sem ég þekkti, og tel mig hafa tekið rétta ákvörðun,“ sagði O’Leary á heimasíðu Aston Villa í gær. O’Leary sér ekki eftir að hafa sleppt Jóhannesi SPÁNSKIR knattspyrnumenn íhuga að fara í verkfall síðar í mánuðinum standi stjórnvöld ekki við loforð sitt sem snertir fjárhagsvanda félaganna. Forráðamenn félaganna hittast á fundi fimmtudag- inn 18. desember og ræða málin þar. Þeir telja að rík- isvaldið hafi ekki staðið við loforð um að félögin fengju meira fé úr sjóðum sem myndast við veðmál Spánverja, lottó og getraunir, og eins finnst þeim vanta að lækka eða fella niður virðisaukaskatt hjá félögunum. Toni Fidalgo, varaforseti samtaka knattspyrnu- félaga, segir að skuldir félaga í efstu deild nemi um 1,6 miljörðum evra og eitt af því sem ríkið hafi lofað hafi verið að fella niður skuld félaga í efstu deild frá ár- unum 1966-99 en hún nemur 290 milljónum evra. Í ágúst munaði minnstu að spænsku liðin færu í verk- fall en daginn áður en til þess kom náðu 30 efstu liðin, í tveimur efstu deildunum, samkomulagi við sjónvarps- stöð um greiðslur fyrir leiki og var þá hætt við að fara í verkfall. Spánverjar íhuga verkfall Í A-riðlinum var spennan mikil.Öll liðin áttu möguleika á að fara áfram en sigrar Bayern München og Lyon á andstæðingum sínum, Anderlecht og Celtic, fleyttu þeim áfram. Lyon lagði Celtic, 3:2, þar sem Brasilíumaðurinn Juninho reyndist hetja Frakkanna en hann skoraði tvö marka Lyon og sigur- markið úr vítaspyrnu 4 mínútum fyrir leikslok. Lyon vann þar með riðilinn en Celtic náði þriðja sætinu og fer í UEFA-keppnina. Chris Sutton og John Hartson jöfnuðu í tvígang fyrir Skotana sem hefðu farið áfram á jafnteflinu. „Vítaspyrnudómurinn var afar hæpinn að mínu mati og hann kost- aði að við féllum úr Meistaradeild- inni. Ég get ekki annað en hrósað mínu liði. Það lék frábærlega í fyrri hálfleik og við sýndum mikla skap- festu. En ranga ákvörðun dómar- ans er erfitt að sætta sig við,“ sagði Martin O’Neill þjálfari Celtic. Kahn bjargaði Bayern Á Ólympíuleikvanginum í München skoraði hollenski fram- herjinn Roy Makaay sigurmark Bæjara gegn Anderlecht úr víta- spyrnu á 42. mínútu og Þjóðverj- arnir skriðu þar með áfram í keppninni og geta þakkað mark- verði sínum, Oliver Kahn, sem bjargaði meistaralega á síðustu andartökum leiksins. Vítaspyrnan var mjög umdeild en Makaay skor- aði af öryggi en hann skoraði fimm af sex mörkum liðsins í riðlakeppn- inni. „Við vorum undir það mikilli pressu að við gátum ekki spilað vel. Við bökkuðum allt of mikið í seinni hálfleiknum og buðum þar með hættunni heim en sem betur fer höfðum við þetta,“ sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. Frábær endurkoma Arsenal Arsenal, sem hóf riðlakeppnina afar illa og var aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir, sigraði Lok- omotiv Moskva, 2:0, á Highbury, og stóð eftir allt saman uppi sem sig- urvegari í riðlinum með því að vinna þrjá síðustu leiki sína. Robert Pires og Frederik Ljungberg skor- uðu mörk Arsenal sitt í hvorum hálfleik en Arsenal lék manni yfir í 50 mínútur. „Við áttum í smá erfiðleikum til að byrja með í keppninni en við náðum að snúa taflinu við. Við fór- um að berjast meira hver fyrir ann- an og útisigurinn á móti Inter, 5:1, gaf okkur trúna á að við gætum far- ið áfram. Það var ljúf tilfinning þegar Pires skoraði þetta snemma og eftir það höfðum við leikinn í okkar höndum,“ sagði Frederik Ljungberg, Svíinn snjalli hjá Ars- enal eftir leikinn. Inter í UEFA-keppnina Rússarnir gengu niðurlútir af leikvelli á Highbury en þeir tóku gleði sína þegar þeir fréttu af úr- slitunum í leik Dynamo Kiev og Inter. Þar urðu lyktir leiksins, 1:1, sem tryggði Lokomotiv Moskva annað sætið í riðlinum en Inter varð að láta sér lynda þriðja sætið og sæti í UEFA-keppninni. Diogo Rincon sló Inter út úr Meistara- deildinni með jöfnunarmarki fjór- um mínútum fyrir leikslok eftir Daniele Adani hafði komið Inter yf- ir um miðjan seinni hálfleik. Mónakó bar sigur úr býtum í C- riðlinum þrátt fyrir að liðið næði aðeins markalausu jafntefli gegn AEK. Slagurinn um annað sætið stóð á milli PSV og Deportivo og þrátt fyrir sigur Hollendinganna, 3:2, dugði það ekki til. PSV hefði þurft að vinna með þriggja marka mun til að hafa betur í innbyrðisvið- ureignum liðanna. Markaveisla í Torinó Á Delle Alpi í Torinó buðu Ítal- íumeistarar Juventus upp á sann- kallaða markaveislu en þeir tóku Olympiakos í kennslustund og sigr- uðu, 7:0, í D-riðlinum. David Tre- zeguet skoraði tvö marka Juventus og síðara markið reyndist 3000. markið í Meistaradeild Evrópu frá upphafi. Spennan í riðlinum var á milli Real Sociedad og Galatasaray en Tyrkirnir þurftu sigur til að ná öðru sætinu. 1:1 jafntefli varð nið- urstaðan. Hakan Sukur kom Gala- tasaray yfir í fyrri hálfleik en De Paula jafnaði metin fyrir Baskana á 51. mínútu og þar við sat. „Þetta er mikilvægasta markið sem ég hef skorað á ferlinum, sagði Paula sem kom inná fyrir Darko Kovacevic í síðari hálfleik. Bayern slapp fyrir horn RIÐLAKEPPNI Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lauk í gær. Bayern München, Lyon, Arsen- al, Lokomotiv Moskva, Deport- ivo La Coruna og Real Sociedad voru síðustu liðin til að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslitin og á morgun ræðst hvaða lið mætast en þá verður dregið til 16-liða úrslitanna. Reuters Leikmenn franska liðsins Lyon fögnuðu geysilega sigrinum á Celtic, enda komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.