Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 49 ✝ Eiríkur Braga-son fæddist á Gunnarshólma á Eyrarbakka 24. febr- úar 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bragi Matthías Steingrímsson, f. 1907, d. 1971, og Elín Eiríksdóttir, f. 1905, d. 1945. Systkini Ei- ríks sammæðra eru Katrín Schram Sig- urbjörnsdóttir, f. 1935, d. 1935, Katrín Inga Sigur- björnsdóttir, f. 1937, Ellert Birgir Sigurbjörnsson, f. 1939, Ingvar Sigurbjörnsson, f. 1940, d. 1997, og stúlka Sigurbjörnsdóttir, f. 1944, d. 1945. Systkini Eiríks sam- feðra eru Grímhild- ur, f. 1937, Baldur Bárður, f. 1939, Hall- dór, f. 1941, Stein- grímur Lárus, f. 1942, Kormákur, f. 1944, Matthías, f. 1945, Þorvaldur, f. 1948 og Kristín, f. 1949. Eiríkur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum á Gunnars- hólma, þeim Eiríki Gíslasyni og Guð- rúnu Ásmundsdótt- ur. Hann giftist Hall- dóru Jónsdóttur 27. nóv 1971. Synir hennar eru Hilmar Þröstur og Símon Már Sturlusynir og eru barnabörnin og barnabarnabörn- in orðin tíu. Útför Eiríks fór fram í kyrrþey. Ég man alltaf eftir fyrstu kynnum okkar Eiríks en það var á haustkvöldi fermingarárið mitt 1970 að við bræð- urnir vorum að fara á skólaball í Sel- fossbíó og þessi vinur hennar mömmu gaf okkur sinnhvorn þús- undkallinn sem okkur fannst stórfé. Þá var ekki síður spennandi að flytja niðurá Eyrarbakka því að hann átti fullt af hestum og þennan risastóra vörubíl. Strax fyrsta veturinn okkar kom hann okkur í vinnu við að skera ut- anaf netum hjá Gísla á Hópi og var þetta okkar fyrsta launavinna. Eirík- ur var traustur og staðfastur faðir og reyndist okkur bræðrunum vel og oft hef ég hugsað til baka hvað þetta voru góðir tímar á Bakkanum. Alltaf tók hann minn málstað í ákvarðana- tökum, þegar ég keypti Hondu 50 mótorhjólið, hann skrifaði uppá víxil þegar ég keypti Pioneer græjurnar og lánaði mér aur þegar ég keypti fyrsta bílinn minn, Cortinu 71 model. Þá reyndist hann ekki síður barna- börnunum og barnabarnabörnunum, því að þau áttu hann allan í þeirra samvistum. Hann hafði einstakt lag á því að umgangangast ungviðið enda voru þau sérstaklega hænd að hon- um. Eiríkur keypti sinn fyrsta vörubíl 18 ára gamall og vann við vörubíla- akstur til ársins 1985 að hann seldi Trausta skaníuna sína. Og í fram- haldi af því vann hann sem fanga- vörður á Litla Hrauni í um 15 ár uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Mamma og Eiríkur fluttu á Úthag- ann á Selfossi vorið 1975 og strax var tekið til við að rækta garðinn, gróð- ursett tré og runnar og alltaf voru þau sjálfum sér nóg með kartöflur og aðra garðávexti, og þá var bletturinn alltaf í verðlaunagarðaástandi því að nostrið við hann var þvílíkt. Síðustu æviár Eiríks var sjónin farin að daprast, en samt var hug- urinn alltaf jafn ákveðinn og fór hann sjálfur allra sinna ferða, annaðhvort á hjólinu eða gangandi, alltaf fór hann í sund á morgnana og einnig í morgungöngu með mömmu, en bestu stundirnar þeirra held ég að hafi ver- ið á Bakkaengjunum að veiða silung, og var þar ákveðin verkaskipting, mamma beitti en Eiríkur kastaði og dró inn, stundum var hann tregur en útiveran bætti það upp. Mig langar til að þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman og ég veit að í barnshuga Símonar barnabarns míns sem á helling af öfum, var bara einn Eiríkur afi sem mokaði með honum í sandkassanum og tíndi með honum dósir í gönguferðunum og saman gáfu þeir hröfnunum að borða. Símon Sturluson. Nú er hann Eiríkur bróðir farinn yfir móðuna miklu sem ég sé ævin- lega fyrir mér sem Ölfusá, enda var hún fyrsta stórfljótið sem ég leit aug- um. Við vorum hálfbræður, sam- mæðra, og hann var ellefu árum eldri en ég. Foreldrar mínir bjuggu á Þór- oddsstöðum í Grímsnesi en Eiríkur ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu á Eyrarbakka. Hann mun þó hafa verið einhver sumur í sveit á Þóroddsstöðum en það var fyrir mitt minni. Ég man Eirík fyrst þegar hann var hálfstálpaður unglingur og kom að heimsækja okkur fyrir jólin. Stóri bróðir kom ekki tómhentur heldur færði okkur litlu systkinum sínum góðar gjafir; litabækur og liti, merki- lega kubba og leir til að móta að vild. Það var ekki ónýtt fyrir sveitabörnin að eiga svona bróður, sem þar að auki var svo hlýlegur að öll feimni gleymd- ist. Eiríkur var þá þegar orðinn vinn- andi maður, stundaði fiskvinnu og sótti sjó, hetja í okkar augum. Svo dó móðir okkar langt fyrir ald- ur fram þegar við vorum börn og Ei- ríkur enn á unglingsaldri. Faðir minn brá búi og fluttist með okkur þrjú systkini til Reykjavíkur, á mölina. Ei- ríkur hélt áfram að vitja okkar þar þegar hann var „fyrir sunnan“ eins og það var kallað. Hann var víst ekki nema átján ára þegar hann keypti sér vörubíl og fór að stunda akstur, á sumrin í vegavinnu og á vetrum við það sem til féll við sjávarsíðuna. Það var alltaf mikill viðburður þegar hann leit inn til pabba, strauk okkur um kollinn með hlýrri hönd og skildi eftir sig ljúfan eim af pípureyk. Mikið vorum við systkinin stolt af honum stóra bróður okkar þá. Það var líka hann sem seinna gaf okkur öllum armbandsúr í fermingargjöf – og það jafnaðist á við fartölvu í þá daga. Eiríkur var bæði ættrækinn og skyldurækinn. Hann ól önn fyrir ömmu sinni og móðursystur og festi ekki ráð sitt fyrr en hann var kominn á miðjan aldur. En þá eignaðist hann líka hana Dóru sína og fékk tvo drengi í kaupbæti. Þá vissum við að hann var kominn í örugga höfn. Nú kveðjum við góðan dreng og góðan bróður, blessuð sé minning hans. Katrín, systir okkar, sendir saknað- arkveðjur frá Danmörku. Birgir. EIRÍKUR BRAGASON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minningar- greina Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Hjartkær sonur minn, faðir, bróðir, mágur og frændi, ÓLAFUR MÁR MATTHÍASSON kennari, Teigaseli 3, Reykjavík, er varð bráðkvaddur þriðjudaginn 25. nóvem- ber, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju á morgun, föstudaginn 12. desember, kl. 13.30. Elín G. Ólafsdóttir, Matthías Már Ólafsson, Valgerður Matthíasdóttir, Sigurborg Matthíasdóttir, Ómar Skúlason, Haraldur Matthíasson, Kaisa Matthíasson, Brynja Dagmar Matthíasdóttir, Ása Björk Matthíasdóttir, Jón Kristján Stefánsson, Tinna, Skúli Matthías, Snorri Arnar, Bryndís Dagmar, Ólafur Einar, Ásdís Elín, Orri Matthías, Stefán Matthías, Elías Henrik og Ólafur Dagur. Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Verið velkomin Englastyttur og ljósker á le iði Englasteinar Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför bróður okkar og vinar, GEIRS PÁLSSONAR málara, Heiðmörk 8, Stöðvarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Ester Pálsdóttir, Björn Pálsson, Hlíf B. Herbjörnsdóttir, Björn Hafþór Guðmundson, Jóna Gunnarsdóttir. Öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug, samúð og hlýju vegna andláts og útfarar JÓELS KR. SIGURÐSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Sunnuflöt 30, Garðabæ, sendum við innilegar þakkir og kveðjur. Dóra Jóelsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Snorri Jóelsson, Ásdís Björnsdóttir, Jóel Jóelsson, Guðrún Brynjólfsdóttir, Gerður Jóelsdóttir, Rafn Svanur Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, BÁRU FRIÐBERTSDÓTTUR, Borgartúni 30a. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar Karitasar. Friðbert Hafþórsson, Anna María Halldórsdóttir, Sigurþór Friðbertsson, María Ósk Friðbertsdóttir, Ólafur Þór Þorláksson, Óskar Bertel Friðbertsson, Birta Ósk Friðbertsdóttir, Nikulas Leó Sigurþórsson, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Lára Friðbertsdóttir, Ármann Ármannsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður míns, tengda- föður, afa og langafa, JÓAKIMS PÉTURSSONAR, Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigurður Jóakimsson, Kristrún Böðvarsdóttir, Jóhann Unnar Sigurðsson, Kristín Þórsdóttir, Guðmundur B. Sigurðsson, Þórhildur Scheving Thorsteinsson, Fjóla Sigrún Sigurðardóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.