Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HLJÓMSVEITIN Muse lék í gærkvöldi fyrir troðfullri Laugardalshöll en miðar á tónleika sveitarinnar seldust upp á mettíma snemma í síðasta mánuði. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Matthew Bellamy, flutti lög af nýútkominni plötu sveitarinnar, Absolution, af krafti og ástríðu og vakti mikla hrifningu tónleikagesta með til- finningaríkri sviðsframkomu sinni. Tónlist Muse, sem undanfarin ár hefur notið síauk- inna vinsælda, hefur verið lýst sem árásargjarnri, ang- istarfullri, ofsóknarbrjálaðri og eldfimri en um leið ein- lægri, ógnarfagurri og útpældri. Morgunblaðið/Árni Torfason Áhorfendur voru ekki sviknir og gerðu aðdáun sína ljósa í hvívetna og tóku vel undir í Laugardalshöllinni. Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari, gaf hvergi eftir í líflegri sviðsframkomu. Listagyðjurnar ómuðu hátt BAUGUR Group hefur keypt 15% hlut í fjárfestingarfélaginu Kald- baki, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Seljandi hlutarins er Kaupþing Búnaðarbanki sem fyrir kaupin átti tæpan 19% hlut í félaginu. Eftir viðskiptin er Baugur orðinn annar stærsti hluthafi í Kaldbaki á eftir Kaupfélagi Eyfirðinga svf. sem á rúm 27% hlut í félaginu. Þriðji stærsti hluthafi Kaldbaks er Sam- herji hf. með tæplega 13% hlut. Kaupþing eignaðist stóran hlut í Kaldbaki í apríl sl. þegar félagið tók hlutabréf í Kaldbaki sem greiðslu fyrir 11% hlut í Tryggingamiðstöð- inni sem Kaupþing seldi Kaldbaki. Sé miðað við lokaverð hlutabréfa í Kaldbaki í Kauphöll Íslands í gær er kaupverð hlutarins rúmar 1.163 milljónir króna. Baugur eignast 15% í Kaldbaki Mikil hreyf- ing á jóla- bókaverði FRÁ 25% til 104% verðmunur mælist á jólabókum í verðkönnun ASÍ og Morgunblaðsins, sem gerð var í ellefu verslunum í hádeginu í gær. Verðmunur er yfir þúsund krónur í sautján tilvikum af 43 og dæmi um rúmlega þrjú og fjögur þúsund króna verðmun. Ef niðurstöður verðkönnunarinn- ar í gær eru bornar saman við sams konar verðkönnun í síðustu viku kemur í ljós að allar verslanirnar nema ein hafa bæði hækkað og lækk- að verð milli vikna. Bónus hefur til að mynda hækkað verð á tíu bókum og lækkað verð á 21 og Hagkaup hafa hækkað verð á fimmtán bókum og lækkað verð á sextán. Krónan hefur lækkað verð á 25 bókum og hækkað verð á einni. Griffill hefur hækkað verð á ellefu bókum og lækkað verð á átta og Mál og menning hefur hækkað verð á fimm bókum og lækkað verð á tólf. Mesta verðbreytingin milli vikna er hækkun upp á tæplega fjögur þúsund krónur. Verðkönnunin er jafnframt birt á heimasíðu ASÍ.  Dæmi um/16 LÍNUBÁTAR útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík hafa fiskað mjög vel það sem af er fiskveiðiárinu. Vísir hf. gerir út sjö línubáta sem sjá fiskvinnslum félagsins fyrir hráefni. Vísisbátarnir hafa mok- fiskað undanfarna mánuði, flestir búnir að fá um og yfir 1.000 tonn á fiskveiðiárinu. Meðalafli bátanna á veiðidag á fisk- veiðiárinu er tæp 15 tonn en ein- stakir bátar hafa komist í að fá allt upp í 25 tonn á dag eða fisk á þriðja hvern krók! Vísir hf. rekur fiskvinnslur á fjórum stöðum á landinu, í Grindavík, Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, og landa bátar félags- ins reglulega afla á þessum stöð- um. Hafa vinnslurnar vart haft við að vinna þann afla sem bát- arnir bera að landi. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskur veiðist á þriðja hvern krók  Höfum skyldum/C2–C3 KOMIÐ hefur í ljós við rannsókn lög- reglunnar í Kópavogi að ræningjarnir í verslun Bónuss á Smiðjuvegi áttu sér vitorðsmann meðal þeirra fjög- urra starfsmanna sem haldið var í gíslingu á meðan ræningjarnir létu greipar sópa. Viðkomandi vitorðs- maður hefur játað aðild sína að ráninu og hefur bifreið hans verið tekin í vörslu lögreglu til rannsóknar. Að sögn Friðriks Björgvinssonar, yfir- lögregluþjóns í Kópavogi, féll fljót- lega grunur á starfsmanninn en ekki er sagt nánar frá tildrögum þess. Bif- reið hans var í Breiðholti þegar hún var tekin. Flóttabifreið sú sem ræn- ingjarnir notuðu var einnig tekin, en hún er í eigu annars þeirra og hefur lögreglan lokið skoðun sinni á henni. Ekki þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir Bónusstarfs- manninum líkt og með hina tvo sem sitja í varðhaldi þangað til á Þorláks- messu. Rannsókn hefur ennfremur leitt í ljós að haglabyssunum tveimur sem notaðar voru í ráninu var stolið í inn- broti í Keflavík í síðustu viku. Í frétt Morgunblaðsins í gær var Friðrik Björgvinsson sagður Gunn- arsson. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Bónus- ræningjar áttu sér vitorðsmann MIÐSTJÓRN ASÍ telur að nýta eigi heimildir í samningi um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins til að fresta gildistöku ákvæða um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkj- um Evrópusambandsins og að at- vinnuþátttaka þess byggist á atvinnu- leyfum þar til búið sé að tryggja góða og eðlilega framkvæmd sameiginlega vinnumarkaðarins hér á landi. „Vandkvæði og vandamál af ýmsu tagi hafa komið upp síðustu mánuði og misseri vegna starfa EES-borgara hér á landi. Þessi vandkvæði hafa leitt í ljós umtalsverða veikleika varðandi framkvæmd sameiginlega vinnu- markaðarins hér á landi,“ segir meðal annars í greinargerð miðstjórnarinn- ar af þessu tilefni. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði að í þessari samþykkt miðstjórnar ASÍ kæmi fram breytt afstaða Alþýðusambandsins frá því sem upphaflega hefði verið. Segir Árni að sér finnist sjálfsagt að fara yf- ir málið með aðilum vinnumarkaðar- ins, bæði verkalýðshreyfingu og sam- tökum atvinnurekenda. Ákvæði um frjálsa för launafólks frestist ASÍ segir veikleika á sameiginlegum vinnumarkaði  Ákvæðum/6 BETTÝ, glæpasaga Arnaldar Indriðasonar, hefur velt Harry Potter og Fönix-reglunni eftir J.K. Rowling úr sessi á toppi bóksölulistans sem Félagsvís- indastofnun tekur saman fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 2.–8. desember. Potter er nú í öðru sæti listans. Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson er í þriðja sæti og Útkall – Árás á Goðafoss eftir Óttar Sveinsson í því fjórða. Bettý söluhæst  Bóksala/32 KEFLVÍKINGAR lögðu franska liðið Toulon að velli í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í gær í Keflavík, 82:78. Staða Íslandsmeist- aranna í B-riðli vesturdeildar er vænleg; liðið trónar þar í efsta sæti en á eftir að mæta portúgölsku lið- unum Ovarense og Madeira á úti- velli. Morgunblaðið/Ómar Keflavík í efsta sætið  Keflvíkingar öruggir /62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.