Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 76

Morgunblaðið - 11.12.2003, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HLJÓMSVEITIN Muse lék í gærkvöldi fyrir troðfullri Laugardalshöll en miðar á tónleika sveitarinnar seldust upp á mettíma snemma í síðasta mánuði. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Matthew Bellamy, flutti lög af nýútkominni plötu sveitarinnar, Absolution, af krafti og ástríðu og vakti mikla hrifningu tónleikagesta með til- finningaríkri sviðsframkomu sinni. Tónlist Muse, sem undanfarin ár hefur notið síauk- inna vinsælda, hefur verið lýst sem árásargjarnri, ang- istarfullri, ofsóknarbrjálaðri og eldfimri en um leið ein- lægri, ógnarfagurri og útpældri. Morgunblaðið/Árni Torfason Áhorfendur voru ekki sviknir og gerðu aðdáun sína ljósa í hvívetna og tóku vel undir í Laugardalshöllinni. Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari, gaf hvergi eftir í líflegri sviðsframkomu. Listagyðjurnar ómuðu hátt BAUGUR Group hefur keypt 15% hlut í fjárfestingarfélaginu Kald- baki, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Seljandi hlutarins er Kaupþing Búnaðarbanki sem fyrir kaupin átti tæpan 19% hlut í félaginu. Eftir viðskiptin er Baugur orðinn annar stærsti hluthafi í Kaldbaki á eftir Kaupfélagi Eyfirðinga svf. sem á rúm 27% hlut í félaginu. Þriðji stærsti hluthafi Kaldbaks er Sam- herji hf. með tæplega 13% hlut. Kaupþing eignaðist stóran hlut í Kaldbaki í apríl sl. þegar félagið tók hlutabréf í Kaldbaki sem greiðslu fyrir 11% hlut í Tryggingamiðstöð- inni sem Kaupþing seldi Kaldbaki. Sé miðað við lokaverð hlutabréfa í Kaldbaki í Kauphöll Íslands í gær er kaupverð hlutarins rúmar 1.163 milljónir króna. Baugur eignast 15% í Kaldbaki Mikil hreyf- ing á jóla- bókaverði FRÁ 25% til 104% verðmunur mælist á jólabókum í verðkönnun ASÍ og Morgunblaðsins, sem gerð var í ellefu verslunum í hádeginu í gær. Verðmunur er yfir þúsund krónur í sautján tilvikum af 43 og dæmi um rúmlega þrjú og fjögur þúsund króna verðmun. Ef niðurstöður verðkönnunarinn- ar í gær eru bornar saman við sams konar verðkönnun í síðustu viku kemur í ljós að allar verslanirnar nema ein hafa bæði hækkað og lækk- að verð milli vikna. Bónus hefur til að mynda hækkað verð á tíu bókum og lækkað verð á 21 og Hagkaup hafa hækkað verð á fimmtán bókum og lækkað verð á sextán. Krónan hefur lækkað verð á 25 bókum og hækkað verð á einni. Griffill hefur hækkað verð á ellefu bókum og lækkað verð á átta og Mál og menning hefur hækkað verð á fimm bókum og lækkað verð á tólf. Mesta verðbreytingin milli vikna er hækkun upp á tæplega fjögur þúsund krónur. Verðkönnunin er jafnframt birt á heimasíðu ASÍ.  Dæmi um/16 LÍNUBÁTAR útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík hafa fiskað mjög vel það sem af er fiskveiðiárinu. Vísir hf. gerir út sjö línubáta sem sjá fiskvinnslum félagsins fyrir hráefni. Vísisbátarnir hafa mok- fiskað undanfarna mánuði, flestir búnir að fá um og yfir 1.000 tonn á fiskveiðiárinu. Meðalafli bátanna á veiðidag á fisk- veiðiárinu er tæp 15 tonn en ein- stakir bátar hafa komist í að fá allt upp í 25 tonn á dag eða fisk á þriðja hvern krók! Vísir hf. rekur fiskvinnslur á fjórum stöðum á landinu, í Grindavík, Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, og landa bátar félags- ins reglulega afla á þessum stöð- um. Hafa vinnslurnar vart haft við að vinna þann afla sem bát- arnir bera að landi. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Fiskur veiðist á þriðja hvern krók  Höfum skyldum/C2–C3 KOMIÐ hefur í ljós við rannsókn lög- reglunnar í Kópavogi að ræningjarnir í verslun Bónuss á Smiðjuvegi áttu sér vitorðsmann meðal þeirra fjög- urra starfsmanna sem haldið var í gíslingu á meðan ræningjarnir létu greipar sópa. Viðkomandi vitorðs- maður hefur játað aðild sína að ráninu og hefur bifreið hans verið tekin í vörslu lögreglu til rannsóknar. Að sögn Friðriks Björgvinssonar, yfir- lögregluþjóns í Kópavogi, féll fljót- lega grunur á starfsmanninn en ekki er sagt nánar frá tildrögum þess. Bif- reið hans var í Breiðholti þegar hún var tekin. Flóttabifreið sú sem ræn- ingjarnir notuðu var einnig tekin, en hún er í eigu annars þeirra og hefur lögreglan lokið skoðun sinni á henni. Ekki þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhalds yfir Bónusstarfs- manninum líkt og með hina tvo sem sitja í varðhaldi þangað til á Þorláks- messu. Rannsókn hefur ennfremur leitt í ljós að haglabyssunum tveimur sem notaðar voru í ráninu var stolið í inn- broti í Keflavík í síðustu viku. Í frétt Morgunblaðsins í gær var Friðrik Björgvinsson sagður Gunn- arsson. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Bónus- ræningjar áttu sér vitorðsmann MIÐSTJÓRN ASÍ telur að nýta eigi heimildir í samningi um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins til að fresta gildistöku ákvæða um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkj- um Evrópusambandsins og að at- vinnuþátttaka þess byggist á atvinnu- leyfum þar til búið sé að tryggja góða og eðlilega framkvæmd sameiginlega vinnumarkaðarins hér á landi. „Vandkvæði og vandamál af ýmsu tagi hafa komið upp síðustu mánuði og misseri vegna starfa EES-borgara hér á landi. Þessi vandkvæði hafa leitt í ljós umtalsverða veikleika varðandi framkvæmd sameiginlega vinnu- markaðarins hér á landi,“ segir meðal annars í greinargerð miðstjórnarinn- ar af þessu tilefni. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði að í þessari samþykkt miðstjórnar ASÍ kæmi fram breytt afstaða Alþýðusambandsins frá því sem upphaflega hefði verið. Segir Árni að sér finnist sjálfsagt að fara yf- ir málið með aðilum vinnumarkaðar- ins, bæði verkalýðshreyfingu og sam- tökum atvinnurekenda. Ákvæði um frjálsa för launafólks frestist ASÍ segir veikleika á sameiginlegum vinnumarkaði  Ákvæðum/6 BETTÝ, glæpasaga Arnaldar Indriðasonar, hefur velt Harry Potter og Fönix-reglunni eftir J.K. Rowling úr sessi á toppi bóksölulistans sem Félagsvís- indastofnun tekur saman fyrir Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 2.–8. desember. Potter er nú í öðru sæti listans. Einhvers konar ég eftir Þráin Bertelsson er í þriðja sæti og Útkall – Árás á Goðafoss eftir Óttar Sveinsson í því fjórða. Bettý söluhæst  Bóksala/32 KEFLVÍKINGAR lögðu franska liðið Toulon að velli í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í gær í Keflavík, 82:78. Staða Íslandsmeist- aranna í B-riðli vesturdeildar er vænleg; liðið trónar þar í efsta sæti en á eftir að mæta portúgölsku lið- unum Ovarense og Madeira á úti- velli. Morgunblaðið/Ómar Keflavík í efsta sætið  Keflvíkingar öruggir /62

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.