Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 54
FLUGMÁL 54 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ELLEFU farþegaþotur yfir 27 tonn að þyngd hafa farist á árinu og með þeim 698 manns en í þremur slysum fórst enginn. Átta slysanna urðu við aðflug eða lendingu. Á árinu hafa 20 skrúfuvélar, yfir 3,8 tonn að þyngd og 14 sæta eða stærri, farist og með þeim 92. Í níu tilvikum fórst enginn. Séu talin öll slys í atvinnuflugi á þotum eru þau orðin 21 á árinu en voru 36 í fyrra og 38 árið 2001. Þetta kom fram á ráðstefnu alþjóð- legu flugöryggissamtakanna Flight Safety Foundation, sem haldin var nýlega í Washington. Ráðstefnuna sátu m.a. þeir starfa við flugörygg- ismál, flugslysarannsóknir og rann- sóknir á tæknilegum og heilsufarsleg- um þáttum, starfsmenn flugfélaga, flugvalla, flugvélsmiða og yfirvalda. Alls eru tæplega 35 þúsund flugvélar í farþegaflugi í heiminum um þessar mundir. Tíðni flugslysa á hverja millj- ón flugtaka hefur farið lækkandi und- anfarin ár, úr rúmlega 1,6 árið 1993 niður í 0,8 síðasta ár. Jim Burin, yfirmaður tæknimála hjá FSF, sem kynnti framangreindar tölur á ráðstefnunni, sagði að flugör- yggi snerist fyrst og fremst um það að draga eins og unnt væri úr hættu á slysum. Á því sviði væri flugið í for- ystu og aðrar samgöngugreinar, flutningar með ökutækjum, lestum og skipum, litu nokkrum öfundaraugum á lága slysatíðni og aðferðir flugsins til að draga úr þessari hættu. Þetta væri gert með víðtækri upplýsinga- og gagnasöfnun og eini tilgangur hennar væri ekki refsing heldur til að koma í veg fyrir slys. Vernda þarf upplýsingar Jim Burin sagði brýnt að koma á þeirri reglu í allri alþjóðaflugstarf- semi að vernda upplýsingastreymi sem kæmi upp vegna slysa eða atvika og því væri unnið að því á vegum FSF að samræma sem mest reglur um þessi atriði. Nokkur lönd væru þegar komin af stað, t.d. Kanada og Nýja- Sjáland, og þá nefndi hann að í Dan- mörku hefðu þessi mál þróast á áhugaverðan hátt. Árið 1996 var áskilið að flugmenn, tæknimenn, flug- umferðarstjórar og aðrar stéttir sem sinna flugstarfsemi upplýstu um sér- stök flugatvik. Ekki var heitið neinum trúnaði. Næsta ár urðu yfirvöld að veita dagblaði aðgang að slíkum upp- lýsingum í krafti upplýsingalaga. Ári síðar dró um allan helming úr til- kynntum atvikum og áfram hélt sú þróun 1999. Í maí 2001 samþykkti danska þjóðþingið að allar upplýsing- ar er snertu flugöryggismál skyldu vera trúnaðarmál og refsilausar. Á fyrsta ári eftir samþykkt laganna tvö- földuðust tilkynningar og hefur sú þróun haldið áfram. FSF vinnur nú að því með Alþjóða flugmálastofnuninni, ICAO, að semja tillögur um leiðbeiningar fyrir aðild- arlönd sem miða að því að upplýsing- ar sem fram koma um flugatvik og flugslys verði ekki notaðar í refsing- arskyni. Er vonast til að á næsta árs- fundi ICAO verði slíkar leiðbeiningar kynntar og sagðist Jim Burin vona að aðildarlönd ICAO gætu þá hagað lagasetningu með tilliti til þeirra. Í frumvarpi um breytingar á Rann- sóknarnefnd flugslysa sem sam- gönguráðherra hefur kynnt er gert ráð fyrir takmörkun á aðgengi dóm- stóla að gögnum og rannsóknum RNF og aðgengi þeirra að hljóðrit- unum sem fram fara í stjórnklefum. Tíðni slysa í alþjóða- flugi fer lækkandi Flugöryggissamtökin Flight Safety Foundation leggja mikla áherslu á rann- sóknir og upplýsingasöfnun til að draga sem mest úr slysum, einkum í aðflugi og lendingu. Jóhannes Tómasson tók saman nokkur atriði frá nýlegri ráðstefnu samtakanna. joto@mbl.is FLUGFÉLAGIÐ Atlanta, Ice- landair og Flugfélag Íslands hafa ákveðið að taka upp nýjan þátt í þjálfun flugmanna sinna sem miðar að því að draga úr hættu á að eitt- hvað fari úrskeiðis í aðflugi og lend- ingu. Á þeim hluta flugs verður mik- ill meirihluti flugslysa og flugatvika og hafa flugfélög víða um heim talið ástæðu til að leggja sérstaka rækt við þessi atriði í þjálfun. Notað verð- ur kennsluefni sem samið hefur ver- ið á vegum alþjóða flugöryggissam- takanna Fligth Safety Foundation, FSF. Íslandsdeild samtakanna hefur staðið fyrir aðlögun efnisins fyrir ís- lenskar aðstæður en hver og einn flugrekandi getur síðan dregið fram mismunandi atriði sem hann óskar að leggja áherslu á í þjálfun flug- manna sinna. Kennsludiskurinn kallast ALAR Tool Kit en ALAR er skammstöfun fyrir Approach and Landing Accident Reduction, þ.e. að draga úr slysum við aðflug og lend- ingu. Þar er að finna um 2.500 blað- síðna efni í máli og myndum. Vinna við kennsludiskinn hófst árið 1993 og komu alls um 300 manns við sögu áður en yfir lauk. Á erindi við alla flugmenn Hallgrímur Jónsson, flugstjóri hjá Icelandair og formaður Íslands- deildarinnar, segir að efni sem þetta eigi erindi við alla flugmenn og ekki síður flugnema. Hjá þeim eigi strax að innprenta að aðflug og lending sé varasamasti hluti hverrar flugferðar og þörf á sérstakri árvekni. Hvetur Hallgrímur alla flugrekendur til að kenna flugmönnum sínum efnið og segir einnig ástæðu til að gera slíkt námskeið að skilyrði fyrir flugskír- teini eins og gert hefur verið í nokkrum löndum. Verður sú hug- mynd kynnt flugmálayfirvöldum á næstunni. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því á vegum Íslandsdeildar FSF að búa til kennsluleiðbeiningar úr efninu og munu félögin þjálfa kennara sína næstu vikurnar og búa þá undir að kenna efnið. Er gert ráð fyrir að þessi nýi þáttur í þjálfun verði kominn í gagnið með vorinu. Einar Óskarsson, flugöryggisfulltrúi Atlanta, segir að hugmyndin um að taka upp þessa þjálfun hafi kviknað fyrir um tveimur árum þegar FSF kynnti efnið fyrst. Hann segir að árangursríkast sé að taka efnið fyrir á námskeiði en í framhaldi af því geti flugmenn kynnt sér efnið enn frekar á kennsludiskinum sem allir fá til eignar. Hann segir efnið henta öllum flugrekendum hvort sem þeir stunda innanlandsflug eða milli- landaflug en hver og einn muni geta lagað það að þörfum sínum. Fulltrú- ar flugfélaganna gera ráð fyrir að taka þessi atriði sérstaklega fyrir í endurþjálfun þriðja hvert ár. Hilmar Baldursson, yfirflugstjóri Icelandair, segir að tölfræði yfir flugslys sýni að meirihluti slysa verði við aðflug eða lendingu og/eða að flugvél sé beinlínis flogið í jörð- ina. Áherslur í þjálfun beinist í vax- andi mæli að skoðun á mannlega þættinum og hvernig hann tengir saman vinnuaðferðir flugmanna, kerfi flugvélarinnar og flugumferð- arstjórn. Áhersla á stöðluð vinnubrögð Á síðustu árum og áratugum hafi úrvinnsla um orsakir flugslysa orðið mun vísindalegri og flugfélög getað dregið margs konar lærdóm af slíkri þekkingu sem síðan skili sér í þjálf- un á ákveðnum atriðum. Hilmar seg- ir að meðal þess sem lögð sé áhersla á í kennsluefninu sé að farið sé eftir stöðluðum vinnuaðferðum, flugvél sé komin í rétta stöðu fyrir lendingu, svonefndan lendingarham, þ.e. rétt- an hraða, rétta stefnu og réttan að- flugshalla í ákveðinni lágmarkshæð. Sé þessum skilyrðum ekki fullnægt í 1.000 feta hæð gera stöðluð vinnu- brögð ráð fyrir því að hætt sé við lendingu og flogið fráhvarfsflug. Nýjar áherslur í flugmannaþjálfun Morgunblaðið/jt Vane Rosenkranz, fulltrúi FSF (lengst t.v.), kynnir sér áætlun um ný atriði í þjálfun flugmanna. Með honum eru Hallgrímur Jónsson og Hilmar Bald- ursson frá Icelandair og Einar Óskarsson, flugöryggisfulltrúi Atlanta. ÖLD er senn liðin síðan Wright bræðrunum bandarísku tókst fyrst- um manna að hefja vélknúna flugvél til flugs og sat annar þeirra við stjórnvölinn. Charlie F. Taylor var eiginlega fyrsti flugvirkinn og smíð- aði með þeim mótorinn. Fyrsta ferð- in stóð í 12 sekúndur og tókst þeim að fara þrjár ferðir til viðbótar 17. desember 1903 og stóð sú lengsta í 59 sekúndur. Flugvél Wright-bræðra er nú til sýnis á flug- og geimferðasafni Smith sonian-stofnunarinnar í Washington-borg. Er búið að koma henni fyrir í sérsal þar sem hægt er að skoða hana mjög náið, mun betur en verið hefur þar sem hún hékk áð- ur uppi í rjáfri. Þar má einnig kynna sér hverjir þeir bræður voru, flug- tilraunir og ýmislegt sem tengist fyrstu skrefum flugsins. Síðan í flug- safninu sjálfu að finna nánast allt um flug- og geimferðir í heila öld. Morgunblaðið/jt Margt breytt á einni öld TALIÐ er að tjón á tækjum og margs kon- ar fjárhagstap flugfélaga heimsins vegna skemmda sem verða á flugvallastæðum sé yfir sem svarar 350 milljörðum króna. Ro- bert H. Vandel, aðstoðarforstjóri FSF, sagði í erindi sínu á ráðstefnunni að fyrir hverja krónu sem greiða þyrfti fyrir tjón á tækjum þyrfti að greiða tvær í viðbót vegna meiðsla á fólki og bóta. Tjón og slys á flugvallastæðum eru að mati FSF ekki nógu vel tíunduð og hefur nefnd á vegum samtakanna sett í gang upp- lýsingasöfnun til að meta megi umfang þessara tjóna og í framhaldi af því grípa til aðgerða til að draga sem mest úr slíkum óhöppum. Í máli sínu benti Vandel á að það yrði yf- irgripsmikið verk að brýna til aðgerða til að draga úr þessum tjónum. Mjög margir kæmu við sögu þegar flugvél væri sinnt á stæði. Flugfélög væru kringum 800 auk um 5 þúsunda annarra flugrekenda með tugi þúsunda flugvéla, stórir flugvellir um 1.350 og um 10 þúsund aðrir vellir, flugmenn væru um 150 þúsund og um 240 þúsund störfuðu við viðhald. Talið er að orsakir þessara tjóna megi að miklu leyti rekja til mannlegra mistaka. Tjón flugrekenda er bæði vegna skemmda á vélum og tækjum og tekjumissis vegna ferða sem fella þarf niður og að ekki sé minnst á kostnað og erfiðleika fjölskyldna og fyrirtækjanna vegna slysa á starfs- mönnum. Nefndi hann sem dæmi að beint tjón vegna landgöngubrúar sem rakst á flugvélabúk hefði verið um 3,7 milljónir en afleitt tjón um 44 milljónir. Tjónin oftast við hliðin Þá sagðist Vandel hafa upplýsingar frá bandarísku flugfélagi um að tjón af þessum toga lentu yfirleitt á félaginu sjálfu þar sem það væri oftast undir sjálfsáhættu og trygg- ingafélög greiddu því sjaldnast kostnaðinn. Vandel sagði að stærstur hluti óhappanna yrði þegar vél væri kyrrstæð við hlið eða um 43% en um 39% verða þegar vél er að beygja upp að hliði. Önnur óhöpp verða þegar verið er að aka vél frá flugbraut að stæði. Mest er um tjón á sjálfum búk flug- vélar eða um fjórðungur af 867 tjónum sem tilkynnt voru á 12 mánaða tímabili árin 2000 til 2001. Rúmlega 20% tjónanna voru á farþegahurðum, 16% á farangurshurðum, um 4,7% á hreyflum og álíka mörg á vængj- um. Tugmilljarða tjón í óhöppum á flugstæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.