Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 36
DAGLEGT LÍF 36 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borðalmanök Múlalundar er lausnin fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir verkefni mánaðarins. Þau fást í helstu ritfangaverslunum landsins og söludeild Múlalundar. Borðmottan undir almanakið myndar ramma og gefur fínleikann. Við hjá Múlalundi getum merkt borðmottuna heiti fyrirtækis eða nafni einstaklings. Alla daga við hendina! RÖÐ OG REGLA Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 8819 Veffang: www.mulalundur.is Munið að slökkva á kertunum           Munið að slökkva á kertaskreytingum áður en þið yfirgefið vinnustaðinn Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins       ÞAÐ er jólalegt um að litastí húsakynnum Handverksog hönnunar í Aðalstrætiþessa dagana, en þar stendur nú yfir jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt...“ þar sem finna má úrval handverksmuna sem tengjast jólunum með einum eða öðrum hætti. Alls eiga 33 ein- staklingar eina sjötíu muni á sýn- ingunni, en meðal þess fjölbreytta efnis sem þar er að finna má nefna engla úr postulíni, tré og þæfðri ull, perlum skreyttan jólatréstopp, nýstárlegan aðventukrans sem einnig gegnir hlutverki skálar, or- keraðar jólastjörnur, ljósker úr vaxi, jökulkerti og snjóbolta, spila- stokka og tréð Eftirvæntingu, sem líkja má við frumlegt jóladagatal. „Þetta er í fimmta skipti sem við höldum jólasýningu undir þessu heiti – „Allir fá þá eitthvað fal- legt...“,“ segir Sunneva Hafsteins- dóttir, framkvæmdastjóri Hand- verks og hönnunar. „Við héldum slíka sýningu í fyrsta skipti 1999 og höfum síðan viðhaldið þeirri hefð á hverju ári, því okkur fannst vel til fundið að hvetja fólk til að nota þá jólagjafamöguleika sem felast í góðu handverki og listiðnaði. Staðan var líka sú þegar við lögðum fyrst af stað að þá var eng- inn sambærileg sýning haldin í bænum, en á síðustu árum hefur þeim fjölgað og má nú finna hér bæði jólamarkaði og -sýningar.“ Þátttaka í sýningum Handverks og hönnunar er öllum opin, enda um að ræða opinbert verkefni þar sem stutt er við bæði handverk og listiðnað, og er jólasýningin engin undantekning frá þeirri reglu. „Það er öllum frjálst að sækja um þátttöku í sýningum okkar, jafnt leikum sem lærðum, en mun- irnir verða að standast visst gæða- mat,“ segir Sunneva. En þegar far- ið var að stunda reglulegt sýn- ingahald á vegum Handverks og hönnunar var strax sett það mark- mið að allir munir yrðu að sæta gæðmati. Hópurinn sem á nú verk í húsa- kynnum Handverks og hönnunar er því blandaður líkt og í öðrum sýningum verkefnisins. Á annað hundrað tillögur bárust vegna jóla- sýningarinnar að þessu sinni og voru sjötíu munir valdir úr þeim hópi, en uppsetningin var í höndum Birnu Kristjánsdóttur. Klassískt handverk: Handstúkur Sigurbjargar Sigurðardóttur. Mikil handavinna: Nálað jólaepli eft- ir Hallfríði Tryggvadóttur.  HÖNNUN Listræn jól: Engillinn er eftir Hallfríði Tryggvadóttur en frostrósina á Laufey Jensdóttir. Vax í vaxi: Ljósker Helgu Bjargar Jónasardóttur eru unnin úr vaxi. TENGLAR .............................................. handverkoghonnun.is annaei@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Eftirvænting eftir Bjargeyju Ingólfsdóttur: Fyrsta kúlan er sett á tréð 1. desember og svo er nýrri kúlu bætt við á hverjum degi til jóla. Glaðlegir sveinkar: Raku- brenndir jólasveinar Grétu Jósefsdóttur. Orkeraðar jólastjörnur: Höfundur er Helga Jóna Þórunnardóttir. Bráðum koma blessuð jólin...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.