Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 22
Í vikunni var hafin smíði á fiskhjalli á Tálknafirði.Hjallurinn verður í minni Hrafnadals, innst ásvæði sem fyrir mörgum árum var notað undir trönur. Það eru þeir Þór Magnússon og Tryggvi Ár- sælsson sem standa að smíði hjallsins, en þeir reka hvor sitt fyrirtækið í smábátaútgerð. Hafa þeir í hyggju að herða steinbít og smáýsu. Húsið verður 90 fm að grunn- fleti með u.þ.b. 4 m vegghæð. Fram kom hjá Þór að þeir stefna að því að byrja að hengja upp í vetur. Morgunblaðið/Finnur Þór Magnússon setur niður undirstöður fyrir hjallinn. Smíði hafin á fiskhjalli Stykkishólmur | Þeir eru kampakátir starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu „Dekk og smur“ í Stykkishólmi. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim á und- anförnum dögum, því veturinn er að minna á sig þessa dagana. Það gafst þó tími til að slá á létta strengi. Það reynist Sigurþóri Hjörleifssyni, eiganda fyrirtæk- isins, ekki erfitt að taka starfs- mann sinn, Alfreð Þórólfsson, í fangið og bera hann inn í kaffi- stofuna að afloknum góðum degi. Myndin sýnir að Sigurþór er í góðu formi rétt orðinn sextugur, enda setti hann mörg metin í frjálsum íþróttum hér áður fyrr. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á góðum degi á verkstæðinu Kraftar Lestrarleikur Morgunblaðsins 24912 Taktu þátt á mbl.is 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 M. Bens ML 270 CDI, árg. 2000, ekinn 70 þús., sjálfsk., leður, topplúga o.fl. Verð 3.900 þús. Toyota Rav 4 VVTI, árg. 2002, ekinn 37 þús., 5 gíra, dráttarkúla, vindsk. Áhv. 380 þús. Verð 2.290 þús. Chevrolet Venture LT 3,4, árg. 2000, ekinn 112 þús., sjálfsk., 7 manna lúxusbíll m/öllu. Áhv. 1.300 þús. Verð 2.490 þús. Lexus IS 200, árg. 2000, ekinn 57 þús., sjálfsk. Áhv. 1.800 þús. Verð 2.050 þús. Fæst fyrir 100 þús. + yfirtöku. Toyota Landcruiser 90 GX 3,0 dísel, árg. 2002, ekinn 44 þús., 5 gíra, dráttarkúla o.fl. Verð 3.430 þús. Sangyong Korando Family 2,4 dísel, árg. 1999, ekinn 82 þús., 5 gíra. Áhv. 500 þús. Verð 990 þús. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Húsvíkurhöfn dýpkuð | Þessa dagana standa yfir dýpkunarframkvæmdir í Húsa- víkurhöfn. Á þriðjudag var grafið upp úr botninum við flotbryggjuna og þurfti að fá aðstoð frá kafara við að losa um bryggjuna. Kafarinn var Þórir Gunnarsson og að- spurður sagði hann að þetta væri með ógeð- felldari köfunum sem hann hefði farið í því það væri svo voðalega mikil leðja þarna í höfninni, að því er fram kemur á fréttavefn- um skarpur.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gatnagerð | Framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í nýjum hverfum í Fjarðabyggð. Fyrsta áfanga við götuna Bakkagerði á Reyðarfirði lauk í síðustu viku og var þá lokið við að grafa og fylla í götustæðið og leggja lagnir fyrir vatn og fráveitu auk nið- urfalla. Heildarkostnaður við verkið nemur rúm- lega 17 milljónum króna. Gatan er komin í grófa hæð og tilbúin fyrir jöfnunarlag og slitlag, að því er fram kemur á heimasíðu Fjarðabyggðar. Verktaki við verkið var Gáma- og Tækjaleiga Austurlands á Reyð- arfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við húsbyggingar í götunni hefjist fljótlega en Íslenskir aðalverktakar hafa fengið út- hlutað lóðum við hana. Dúddabúð stækkar | Dúddabúð á Þingeyri hefur stækkað verslunarrými sitt og hefur inngangi verið breytt. Búið er að setja upp bökunarofn og er því stærstur hluti bakkelsis bakaður á staðn- um og jafnframt er búið að setja upp kaffihorn í versluninni. Því hefur verið vel tekið og finnst fólki gott að geta sest niður og fengið sér kaffi og með því, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Þar segir jafnframt að mikið og gott vöruúrval sé í versluninni og allt skipulag til fyrirmyndar. Auk almennrar matvöru er vísir að byggingarvörudeild og hefur verið töluverð hreyfing á efni og tækjum. Boðið verður upp á vörur fyrir bændur í smærri einingum s.s. fóðurbætir fyrir sauðfé, hestablöndu, saltsteina o.fl. „Það má því segja að kominn sé vísir að kaup- félagi eins og menn þekktu þau hér á ár- um áður,“ segir á fréttavefnum thingeyr- i.com. Fulltrúar í hrepps-ráði Rangárþingsytrahafa flutt til- lögu þess efnis að gos- brunni verði komið fyrir í Rangá og að brúin yfir ána við Hellu verði lýst upp. Óskuðu þeir eftir því að umhverfisnefnd og at- vinnu- og ferðamálanefnd gæfu umsagnir um málið. Bændablaðið hefur eftir Guðmundi Inga Gunn- laugssyni sveitarstjóra að þær umsagnir hafi verið mjög jákvæðar. Mönnum hafi litist vel á hugmynd- ina og nú verði bara að sjá hvernig endanleg útfærsla muni líta út. Þá var á síðasta fundi hrepparáðsins samþykkt heimild til þess að auglýsa deiliskipulag frí- stundabyggðar í landi Svínhaga, sem liggur að Eystri- Rangá aust- anverðri. Á svæðinu full- byggðu verða 106 lóðir og er gert ráð fyrir að þar verði á þriðja hundrað sumarhús. Rangárgos Það kom ElínuPálmadóttur áóvart þegar hún lagðist í flakk að lesa úr nýrri ævisögu, „Eins og ég man það“, að undir- tektirnar voru víða í vísnaformi. Hjörtur Þór- arinsson á Selfossi orti til hennar: Yndisstund við áttum hér okkur heim þú sóttir. Árs og friðar árnum þér Elín Pálmadóttir. Eins fékk hún letrað í korti frá Félagi eldri borgara: Eins og þú manst þína ævibraut og áræðinn feril að baki farsældin áfram þér falli í skaut og friður Guðs yfir þér vaki. Fyrst rætt er um bókaút- gáfuna fyrir jólin er sjálf- sagt að grípa í Austfirsk skemmtiljóð sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman fyrir jólin. Þar er vísa eftir Gísla Björg- vinsson heitinn, bónda í Þrastarhlíð í Breiðdal, um reykingamann: Jafnan hefur greitt sín gjöld og goldið meira en skrifað stóð. Hefur nú í hálfa öld hóstað fyrir ríkissjóð. Ævibraut Elínar pebl@mbl.is HEIMILT verður að veiða allt að 800 hreindýr 1. ágúst til 15. september á næsta ári auk kálfa sem fylgja felldum kúm. Er þetta sami veiðikvóti og var á liðnu hausti en umhverfisráðuneytið veitir heimildina með fyrirvara um að ekki verði verulegar breyt- ingar á stærð hrein- dýrastofnsins fram að veiðum. Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að heimilt verður að fella 461 kú og 339 tarfa en tarfaveiði miðast við tveggja vetra og eldri tarfa en veturgamlir tarfar eru al- friðaðir. Þegar horft er til einstakra veiðisvæða er veiðikvótinn langmestur á Norður-Héraði (Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Hróars- tunga, Fella- og Fljótsdalshreppur og Vell- ir vestan og Skriðdalur vestan Grímsár) en þar má fella 318 dýr eða um 40% kvótans. Leyfilegt að skjóta 800 hreindýr SJÁLFBOÐALIÐAR Rauða kross Íslands unnu í samtals 66.411 klukkustundir á veg- um félagsins á árinu 2002, samkvæmt rann- sókn Steinunnar Hrafnsdóttur, lektors í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Klukku- stundafjöldinn samsvarar 32 ársverkum en rannsóknin náði til um 70 prósent af sjálf- boðaliðum Rauða krossins. Hver króna sem er kostað til í stuðningi við sjálfboðaliða skil- ar sér um þrefalt til baka í samfélagslegri þjónustu, samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni er efnahagslegt gildi þeirra sjálfboðastarfa sem könnunin náði til um 112 milljónir króna, en miðað var við laun á vinnumarkaði í mismunandi störf- um. Sjálfboðaliðarnir unnu meðal annars við margvísleg umönnunarstörf, stjórnunar- störf, neyðarvarnir, fataflokkun, fræðslu og fjáröflun. Rannsóknin var gerð að beiðni Rauða kross Íslands og er liður í samstarfi Reykja- víkurdeildar Rauða krossins og Háskóla Ís- lands. Á vegum Rauða krossins starfa um 1.300 sjálfboðaliðar í 51 deild um allt land. Mikið starf sjálfboðaliða hjá RKÍ ♦ ♦ ♦      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.