Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 11.12.2003, Síða 22
Í vikunni var hafin smíði á fiskhjalli á Tálknafirði.Hjallurinn verður í minni Hrafnadals, innst ásvæði sem fyrir mörgum árum var notað undir trönur. Það eru þeir Þór Magnússon og Tryggvi Ár- sælsson sem standa að smíði hjallsins, en þeir reka hvor sitt fyrirtækið í smábátaútgerð. Hafa þeir í hyggju að herða steinbít og smáýsu. Húsið verður 90 fm að grunn- fleti með u.þ.b. 4 m vegghæð. Fram kom hjá Þór að þeir stefna að því að byrja að hengja upp í vetur. Morgunblaðið/Finnur Þór Magnússon setur niður undirstöður fyrir hjallinn. Smíði hafin á fiskhjalli Stykkishólmur | Þeir eru kampakátir starfsmennirnir á dekkjaverkstæðinu „Dekk og smur“ í Stykkishólmi. Það hefur verið nóg að gera hjá þeim á und- anförnum dögum, því veturinn er að minna á sig þessa dagana. Það gafst þó tími til að slá á létta strengi. Það reynist Sigurþóri Hjörleifssyni, eiganda fyrirtæk- isins, ekki erfitt að taka starfs- mann sinn, Alfreð Þórólfsson, í fangið og bera hann inn í kaffi- stofuna að afloknum góðum degi. Myndin sýnir að Sigurþór er í góðu formi rétt orðinn sextugur, enda setti hann mörg metin í frjálsum íþróttum hér áður fyrr. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á góðum degi á verkstæðinu Kraftar Lestrarleikur Morgunblaðsins 24912 Taktu þátt á mbl.is 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 M. Bens ML 270 CDI, árg. 2000, ekinn 70 þús., sjálfsk., leður, topplúga o.fl. Verð 3.900 þús. Toyota Rav 4 VVTI, árg. 2002, ekinn 37 þús., 5 gíra, dráttarkúla, vindsk. Áhv. 380 þús. Verð 2.290 þús. Chevrolet Venture LT 3,4, árg. 2000, ekinn 112 þús., sjálfsk., 7 manna lúxusbíll m/öllu. Áhv. 1.300 þús. Verð 2.490 þús. Lexus IS 200, árg. 2000, ekinn 57 þús., sjálfsk. Áhv. 1.800 þús. Verð 2.050 þús. Fæst fyrir 100 þús. + yfirtöku. Toyota Landcruiser 90 GX 3,0 dísel, árg. 2002, ekinn 44 þús., 5 gíra, dráttarkúla o.fl. Verð 3.430 þús. Sangyong Korando Family 2,4 dísel, árg. 1999, ekinn 82 þús., 5 gíra. Áhv. 500 þús. Verð 990 þús. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Húsvíkurhöfn dýpkuð | Þessa dagana standa yfir dýpkunarframkvæmdir í Húsa- víkurhöfn. Á þriðjudag var grafið upp úr botninum við flotbryggjuna og þurfti að fá aðstoð frá kafara við að losa um bryggjuna. Kafarinn var Þórir Gunnarsson og að- spurður sagði hann að þetta væri með ógeð- felldari köfunum sem hann hefði farið í því það væri svo voðalega mikil leðja þarna í höfninni, að því er fram kemur á fréttavefn- um skarpur.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Gatnagerð | Framkvæmdir eru hafnar við gatnagerð í nýjum hverfum í Fjarðabyggð. Fyrsta áfanga við götuna Bakkagerði á Reyðarfirði lauk í síðustu viku og var þá lokið við að grafa og fylla í götustæðið og leggja lagnir fyrir vatn og fráveitu auk nið- urfalla. Heildarkostnaður við verkið nemur rúm- lega 17 milljónum króna. Gatan er komin í grófa hæð og tilbúin fyrir jöfnunarlag og slitlag, að því er fram kemur á heimasíðu Fjarðabyggðar. Verktaki við verkið var Gáma- og Tækjaleiga Austurlands á Reyð- arfirði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við húsbyggingar í götunni hefjist fljótlega en Íslenskir aðalverktakar hafa fengið út- hlutað lóðum við hana. Dúddabúð stækkar | Dúddabúð á Þingeyri hefur stækkað verslunarrými sitt og hefur inngangi verið breytt. Búið er að setja upp bökunarofn og er því stærstur hluti bakkelsis bakaður á staðn- um og jafnframt er búið að setja upp kaffihorn í versluninni. Því hefur verið vel tekið og finnst fólki gott að geta sest niður og fengið sér kaffi og með því, að því er fram kemur á Þingeyrarvefnum. Þar segir jafnframt að mikið og gott vöruúrval sé í versluninni og allt skipulag til fyrirmyndar. Auk almennrar matvöru er vísir að byggingarvörudeild og hefur verið töluverð hreyfing á efni og tækjum. Boðið verður upp á vörur fyrir bændur í smærri einingum s.s. fóðurbætir fyrir sauðfé, hestablöndu, saltsteina o.fl. „Það má því segja að kominn sé vísir að kaup- félagi eins og menn þekktu þau hér á ár- um áður,“ segir á fréttavefnum thingeyr- i.com. Fulltrúar í hrepps-ráði Rangárþingsytrahafa flutt til- lögu þess efnis að gos- brunni verði komið fyrir í Rangá og að brúin yfir ána við Hellu verði lýst upp. Óskuðu þeir eftir því að umhverfisnefnd og at- vinnu- og ferðamálanefnd gæfu umsagnir um málið. Bændablaðið hefur eftir Guðmundi Inga Gunn- laugssyni sveitarstjóra að þær umsagnir hafi verið mjög jákvæðar. Mönnum hafi litist vel á hugmynd- ina og nú verði bara að sjá hvernig endanleg útfærsla muni líta út. Þá var á síðasta fundi hrepparáðsins samþykkt heimild til þess að auglýsa deiliskipulag frí- stundabyggðar í landi Svínhaga, sem liggur að Eystri- Rangá aust- anverðri. Á svæðinu full- byggðu verða 106 lóðir og er gert ráð fyrir að þar verði á þriðja hundrað sumarhús. Rangárgos Það kom ElínuPálmadóttur áóvart þegar hún lagðist í flakk að lesa úr nýrri ævisögu, „Eins og ég man það“, að undir- tektirnar voru víða í vísnaformi. Hjörtur Þór- arinsson á Selfossi orti til hennar: Yndisstund við áttum hér okkur heim þú sóttir. Árs og friðar árnum þér Elín Pálmadóttir. Eins fékk hún letrað í korti frá Félagi eldri borgara: Eins og þú manst þína ævibraut og áræðinn feril að baki farsældin áfram þér falli í skaut og friður Guðs yfir þér vaki. Fyrst rætt er um bókaút- gáfuna fyrir jólin er sjálf- sagt að grípa í Austfirsk skemmtiljóð sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman fyrir jólin. Þar er vísa eftir Gísla Björg- vinsson heitinn, bónda í Þrastarhlíð í Breiðdal, um reykingamann: Jafnan hefur greitt sín gjöld og goldið meira en skrifað stóð. Hefur nú í hálfa öld hóstað fyrir ríkissjóð. Ævibraut Elínar pebl@mbl.is HEIMILT verður að veiða allt að 800 hreindýr 1. ágúst til 15. september á næsta ári auk kálfa sem fylgja felldum kúm. Er þetta sami veiðikvóti og var á liðnu hausti en umhverfisráðuneytið veitir heimildina með fyrirvara um að ekki verði verulegar breyt- ingar á stærð hrein- dýrastofnsins fram að veiðum. Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að heimilt verður að fella 461 kú og 339 tarfa en tarfaveiði miðast við tveggja vetra og eldri tarfa en veturgamlir tarfar eru al- friðaðir. Þegar horft er til einstakra veiðisvæða er veiðikvótinn langmestur á Norður-Héraði (Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Hróars- tunga, Fella- og Fljótsdalshreppur og Vell- ir vestan og Skriðdalur vestan Grímsár) en þar má fella 318 dýr eða um 40% kvótans. Leyfilegt að skjóta 800 hreindýr SJÁLFBOÐALIÐAR Rauða kross Íslands unnu í samtals 66.411 klukkustundir á veg- um félagsins á árinu 2002, samkvæmt rann- sókn Steinunnar Hrafnsdóttur, lektors í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Klukku- stundafjöldinn samsvarar 32 ársverkum en rannsóknin náði til um 70 prósent af sjálf- boðaliðum Rauða krossins. Hver króna sem er kostað til í stuðningi við sjálfboðaliða skil- ar sér um þrefalt til baka í samfélagslegri þjónustu, samkvæmt rannsókninni. Samkvæmt rannsókninni er efnahagslegt gildi þeirra sjálfboðastarfa sem könnunin náði til um 112 milljónir króna, en miðað var við laun á vinnumarkaði í mismunandi störf- um. Sjálfboðaliðarnir unnu meðal annars við margvísleg umönnunarstörf, stjórnunar- störf, neyðarvarnir, fataflokkun, fræðslu og fjáröflun. Rannsóknin var gerð að beiðni Rauða kross Íslands og er liður í samstarfi Reykja- víkurdeildar Rauða krossins og Háskóla Ís- lands. Á vegum Rauða krossins starfa um 1.300 sjálfboðaliðar í 51 deild um allt land. Mikið starf sjálfboðaliða hjá RKÍ ♦ ♦ ♦      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.