Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís- lands telur að nýta eigi heimildir í samningi um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins til að fresta gild- istöku ákvæða um frjálsa för launa- fólks frá nýjum aðildarríkjum Evr- ópusambandsins. Í því felst að atvinnuþátttaka fólks frá þessum nýju aðildarríkjum hér á landi byggi eftir sem áður á atvinnuleyfum og annarri framkvæmd í samræmi við lög um atvinnuréttindi útlendinga, þar til búið sé að tryggja góða og eðli- lega framkvæmd sameiginlega vinnumarkaðarins hér á landi. „Vandkvæði og vandamál af ýmsu tagi hafa komið upp síðustu mánuði og misseri vegna starfa EES-borg- ara hér á landi. Þessi vandkvæði hafa leitt í ljós umtalsverða veikleika varðandi framkvæmd sameiginlega vinnumarkaðarins hér á landi. Þau snerta almennar upplýsingar og eft- irlit með störfum þeirra hér á landi og meint brot á ákvæðum laga og kjarasamninga um kjör og aðbúnað og hvað varðar starfsréttindi. Þá hafa alvarleg vandamál komið upp er varða starfsemi erlendar starfs- mannaleiga hér á landi sem leitt hafa til undirboða á íslenskum vinnu- markaði. Nauðsynlegt er að bæta úr þeim vandamálum sem komið hafa upp og tryggja góða og eðlilega fram- kvæmd sameiginlega vinnumarkað- arins hér á landi,“ segir meðal annars í greinargerð miðstjórnarinnar vegna þessa. Möguleiki á allt að sjö ára aðlögunartíma Samkvæmt upplýsingum frá EFTA gilda sömu fyrirvarar varð- andi aðlögunartíma á Evrópska efna- hagssvæðinu, EES, og gerðir eru í samningi Evrópusambandsins við ríkin tíu sem taka á inn í sambandið. Þrátt fyrir að EFTA-ríkin þrjú sem aðild eiga að EES hafi lýst því yfir að þau muni hrinda í framkvæmd eins fljótt og mögulegt sé ákvæðum um frjálsan flutning vinnuafls innan svæðisins er hægt að fresta gildistök- unni í allt að sjö ár. Séu ákvæði um aðlögunartíma nýtt, gildir almennt fyrstu tvö árin að reglur um frjálsan flutning vinnuafls ráðast af lögum hvers ríkis fyrir sig. Sum ríki hafa lýst því yfir að þau hyggist innleiða reglur um sameiginlegan vinnu- markað strax, en önnur hafa lýst því yfir að í gildi verði ákveðnar tak- markanir og þessar takmarkanir geti verið mismunandi eftir því hvaða nýja Evrópusambandsríki eigi í hlut. Hins vegar mega þær reglur sem gilda hvað varðar þegna nýju Evr- ópusambandsríkjanna ekki verða þrengri en þær reglur sem giltu fyrir inntöku þeirra í Evrópusambandið. Í öðru lagi getur sérhvert EFTA- ríki sem á aðild að samningnum til- kynnt um framlengingu á reglum sínum í þrjú ár til viðbótar. Eftir þann tíma, þ.e.a.s. eftir fimm ár alls, er gert ráð fyrir að allar takmarkanir falli úr gildi. Hins vegar er hægt að sækja um framlengingu á takmörk- unum á frjálsum flutningi vinnuafls í tvö ár í viðbót ef um alvarlegar trufl- anir á vinnumarkaði viðkomandi rík- is er að ræða eða hætta á slíku er fyr- ir hendi. Eftir það er ekki hægt að sækja um frekari undanþágur frá reglum um frjálsan flutning vinnu- aflsins innan Evrópska efnahags- svæðisins. Ástæða til að fara yfir málið Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði að í þessari samþykkt miðstjórnar ASÍ kæmi fram breytt afstaða Alþýðusambandsins frá því sem upphaflega hefði verið og sér fyndist sjálfsagt að að fara yfir málið með aðilum vinnumarkaðarins, bæði verkalýðshreyfingu og samtökum at- vinnurekenda. „Við auðvitað fylgjumst með því sem er að gerast í löndunum í kring- um okkar og eftir því sem fleiri þeirra hafa uppi takmarkanir þeim mun meiri líkur má segja að séu á því að hér vaxi þrýstingurinn, þannig að mér finnst ekkert útilokað að við kæmum til með að nýta okkur þenn- an aðlögunarfrest sem í upphafi get- ur verið tvö ár,“ sagði Árni. Hann sagði að ef íslensk stjórnvöld ætluðu að nýta sér aðlögunarfrestinn þyrftu þau að bregðast við fyrir 1. maí næstkomandi og þá myndi frest- urinn gilda í allt að tvö ár frá þeim tíma. „Við munum fara yfir málið með aðilum vinnumarkaðarins og meta stöðuna í ljósi afstöðu þeirra og þess sem er að gerast í löndunum í kring- um okkur,“ sagði Árni. Spurður um annað það sem kemur fram í samþykkt miðstjórnarinnar segir Árni að stjórnvöld eigi ágætis samráð við aðila vinnumarkaðarins um framkvæmd þessara reglna. Það séu starfandi tvær frekar en þrjár formlegar nefndir á þessu sviði með- al annars samráðsnefnd um EES. „Við erum á hverjum tíma að fara yf- ir framkvæmd þessara reglna og reyna að laga þær að því sem best getur orðið og við höldum því áfram,“ sagði Árni. Áhyggjur af þróuninni Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins, segir að þetta mál hafi verið til umfjöllunar á vettvangi Alþýðusambandsins að undanförnu, en þeir hafi haft veru- legar áhyggjur af þróuninni í þessum efnum í ljósi breytinga á vinnumark- aðnum, meðal annars vegna fram- kvæmdanna við Kárahnjúka. Þær eftirlitsstofnanir sem eigi að hafa eftirlit í þessum efnum hafi hvorki haft fjárhagslega burði né stjórnsýslulega stöðu til að tryggja að EES-borgarar eða fólk frá svæð- um utan þess njóti sömu kjara, rétt- inda og aðbúnaðar og almennt gerist hér á landi. „Við höfum haft af því verulegar áhyggjur að það sé verið að beita fé- lagslegu undirboði, að það sé verið að rýra kjör og aðbúnað þessa fólks. Við teljum að það sé hætta á því að svört atvinnustarfsemi í formi gerviverk- töku erlendra aðila grafi undan vinnumarkaðnum og grafi undan kjörum fólks og stöðu þar og við sjáum ekki að tíminn hafi verið nýtt- ur frá því ákvörðun var tekin um stækkun EES til að undirbúa stofn- anir og eftirlisaðila til að mæta þessu,“ sagði Gylfi. Hann sagði að ASÍ hefði gefið út yfirlýsingu haustið 2001 þess efnis að ef tíminn yrði notaður til undirbún- ings ætti ekki að þurfa að koma til þess að nýta aðlögunartíma vegna stækkunarinnar. Tíminn hafi ekki verið nýttur til þess að gera ráðstaf- anir vegna þessara breytinga og því sé óhjákvæmilegt að nýta heimildir til að fresta ákvæðum um frjálsa för launafólks og nota þann tíma sem gefist næstu tvö árin til þess að fara í endurskoðun á stefnunni í málefnum útlendinga á vinnumarkaði. „Við er- um að kalla eftir meiri upplýsingaöfl- un þannig að við vitum meira um það í hvaða greinum og á hvaða kjörum þessir starfsmenn eru að vinna til þess að hægt sé að grípa inn í ef mál þróast með þem hætti,“ sagði Gylfi ennfremur. Miðstjórn ASÍ telur að veikleikar séu á framkvæmd sameiginlegs evrópsks vinnumarkaðar hérlendis Heimildir til frest- unar verði nýttar ÞRÍR ungir nemendur í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla eru nú í námsmaraþoni í einni af kennslu- stofum skólans. „Við höfum verið í þessu maraþoni síðan fyrir mán- aðamót og verðum til 15. desem- ber,“ segir Kári Ólafsson, en hann er að útskrifast af félagsfræði- braut skólans. Kári hefur undan- farnar þrjár annir farið í náms- maraþon ásamt vinum sínum Kristjáni Sveinlaugssyni og Jóni Levy Guðmundssyni. „Skólinn hef- ur nú leyft okkur að nota þessa stofu síðustu þrjár annir. Þetta er aðallega gert fyrir sjálfa okkur, því við erum alltaf að taka svo margar einingar. Tveir okkar eru með þrjátíu einingar og ég sjálfur með þrjátíu og sjö. Meðaleininga- fjöldi á önn hjá venjulegum nem- endum er um sautján. Það er gam- an að standa saman í svona átaki. Það getur oft verið erfitt að ein- beita sér þegar maður er einn heima hjá sér og margt sem lokkar mann frá bókunum,“ segir Kári. „Skólinn lánar kennslustofu til að læra í. Þetta er mjög þægilegt, maður rétt þarf að skella sér í inni- skóna og stökkva í næstu stofu til að fara í próf. Þetta hefur líka bor- ið góðan árangur og sannað sig, því við höfum náð fljúgandi góðum einkunnum í skólanum með þessari samvinnu. Svo lifir maður bara á Quiznos bátum og Pepsí allan þennan tíma.“ Námsmaraþon drengjanna hefur einnig vakið mikla athygli meðal samnemenda þeirra. „Við höldum uppi vefsíðu og vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með náms- maraþoninu okkar. Slóðin er www2.fa.is/~n26018031/ marathon.“ Námsmaraþon í Ármúlanum Morgunblaðið/Kristinn Próflestrarmaraþon í FÁ: Kristján Sveinlaugsson og Kári Ólafsson. Jón Levy Guðmundsson sefur á gólfinu. FULLTRÚAR yfirstjórnar Land- spítala – háskólasjúkrahúss hittu í gær fulltrúa nokkurra stéttarfélaga vegna hugsanlegra samdráttarað- gerða á spítalanum sem leiða kunna til uppsagna. Erna Einarsdóttir, sviðsstjóri starfsmannamála spítal- an, tjáði Morgunblaðinu að engar ákvarðanir hefðu verið teknar, fund- urinn hefði verið haldinn vegna lög- boðins samráðs við stéttarfélög komi til uppsagna. Hún sagði það til um- ræðu hjá yfirstjórn spítalans hvort og hvernig draga þyrfti saman seglin og síðan yrði það á valdi sviðsstjór- anna hvernig það yrði útfært. Fundinn sátu fulltrúar frá fimm stéttarfélögum sem eiga fjölmenn- asta starfshópa í vinnu hjá LSH sem eru: Félag ísl. hjúkrunarfræðinga, Læknafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Efling stéttarfélag og Starfsmannafélag ríkisins. Af hálfu spítalans sátu fundinn auk Ernu þeir Magnús Pétursson forstjóri og Odd- ur Gunnarsson lögfræðingur. Stjórnarnefnd spítalans hittist einnig síðdegis í gær til að fjalla um fjárhagsstöðuna og nauðsynlegar samdráttaraðgerðir. Verður fundur aftur haldinn í næstu viku. Gert er ráð fyrir að tillögur verði sendar heilbrigðisráðherra í framhaldi af fundinum. Morgunblaðið/Jim Smart Fulltrúar LSH og stéttarfélaga ræddust við á fundi í gær. Nokkrir þeirra voru (frá vinstri): Erna Einarsdóttir og Magnús Pétursson frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, Sigurbjörn Sveinsson og Gunnar Ármannsson frá Læknafélagi Íslands og Gunnar Gunnarsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands. Yfirstjórn Landspítalans fjallar um hugsanlegar uppsagnir starfsfólks Rætt við fulltrúa stéttarfélaganna Á FUNDI aðalstjórnar Öryrkja- bandalags Íslands (ÖBÍ) í gær var ákveðið að fela fram- kvæmdastjórn bandalagsins að fara þess á leit við Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmann að hann vinni greinargerð um lagalega stöðu þess samkomu- lags sem ríkisstjórn Íslands gerði við Öryrkjabandalagið 25. mars í vor. „Tilefni samþykktarinnar eru þau samningsbrot sem fyrir liggja og sá ásetningur Öryrkja- bandalagsins að leita allra leiða til að samningurinn megi koma til fullra framkvæmda á þann eina hátt sem aðilar urðu ásáttir um og margvísleg gögn málsins staðfesta. Öryrkjabandalag Ís- lands harmar að þurfa enn á ný að láta reyna á lagalegan rétt ör- yrkja gagnvart ríkisstjórn Ís- lands,“ segir í samþykkt aðal- stjórnar Öryrkjabandalagsins. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segir bandalagið almennt ekki hafa rekið sín mál fyrir dómstólum. „Öll þau mál sem við höfum ákveðið að bera undir dómstóla höfum við unnið og höfum aldrei ákveðið að gera slíkt nema að mjög vandlega athuguðu máli.“ ÖBÍ lætur enn reyna á lagalegan rétt sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.