Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 73 KVIKMYNDIR Regnboginn, Laugarásbíó. UNDRALAND / WONDERLAND  Leikstjóri: James Cox. Handrit: James Cox, Captain Mauzner, Todd Samovitz og D. Loriston Scott. Kvikmyndatöku- stjóri: Michael Grady. Tónlist: Michael A. Levine. Aðalleikendur: Val Kilmer, Lisa Kudrow, Kate Bosworth, Dylan McDermott, Josh Lucas, Tim Blake Nel- son, Eric Bogosian, Ted Levine, Franky G., Christina Applegate, Natasha Greg- son-Wagner, Janeane Garofalo, Carrie Fisher. 105 mínútur. Lions Gate Films. Bandaríkin 2003. ÞAÐ er engin Lísa á ferli í því Undralandi sem myndin dregur nafn sitt af, það var þvert á móti athvarf eiturfíkla, dópsala og annars mann- sora í Los Angeles á öndverðum 9. áratugnum. Þangað til að bælið varð vettvangur óhugnanlegra morða þar sem fjórir einstaklingar voru limlest- ir til dauða en einn slapp við illan leik. Málið vakti heims- athygli fyrir tvennt. Í fyrsta lagi var það óvenju groddalegt og þá kom við sögu John Holmes (Val Kilmer), frægasti klámleikari þeirrar kvikmyndagreinar frá upphafi. Holmes var gripinn á vett- vangi en lögreglunni tókst ekki að sanna á hann þátttöku – en aðkoma hans var jafnan gruggug. Myndin segir frá Holmes og öðrum aðilum sem koma að glæpnum. Þegar hér var komið sögu var Holmes í jaðarhópi fræga fólks- ins, vinsæll og eftirsóttur, ekki síst fyrir ótrúlegan nið- urvöxt sem virðist það eina sem maður- inn hafði „til brunns að bera“. Hann var einnig orðinn forfall- inn fíkill og það dró hann í dópgrenið við Wonderland Avenue í Laurel Canyon. Með Shawn (Kate Bosworth), dygga kærustu sína, jafnan skammt undan. Líf- ið snýst um næsta eiturskammt og Holmes orðinn illa séður hjá genginu í Wonderland sem fer þó að hans ráð- um og rænir Eddie Nash (Eric Bogosian), einn öflugasta eiturlyfjabaróninn í Los Angeles. Svíkur síðan sína gömlu félaga í hendur Nash, sem leitar hefnda. Leikstjórinn og handritshöfundur- inn Cox kemur úr geira óháðra kvik- myndagerðarmanna og fer óhefð- bundnar leiðir með þeim árangri að afraksturinn er áhugaverður og ónotalegur í senn. Wonderland er forvitnileg fyrir raunsæja innsýn í út- brunnið mannlíf löngu farið í hundana. Samsafn klámleikara, smáglæpamanna, þjófa og morðingja sem margir hverjir kynntust í Chino fangelsinu og ámóta stöðum. Í sel- skapinn blandast vafasamir við- skiptajöfrar sem hafa hagnast af vændi og eiturlyfjasölu. Þessi fénað- ur, allslausra og auðugra, samsamast í forfallinni eiturlyfjafíkn og er í rauninni gangandi tímasprengja. Cox lýsir persónum og segir söguna nokkurn veginn að hætti heimildar- myndargerðarmanns sem hefur sína kosti og galla. Fyrir bragðið reynist honum auðvelt að fara ofan í saum- ana á þessu ljóta máli frá mörgum hliðum en Wonderland verður fyrir bragðið fjarlæg og óþægileg frekar en sláandi. Cox á einnig hól skilið fyr- ir trúverðuga endursköpun andrúms- lofts 9. áratugarins, ekki síst með áhrifaríkri popptónlist fjölda lista- manna eins og Gordon Lightfoot, sem settu mark sitt á tímabilið. Af og til koma myndir sem eru svo vel mannaðar að leikhópurinn einn er þess virði að fórna í hann tveim tím- um, Wonderland er eitt slíkra verka. Auk Kilmers, sem túlkar óhugnan- lega vel forfallinn, sjálfumglaðan labbakút, leiftrar myndin af hæfi- leikaríkum, fáséðum skapgerðarleik- urum. Dylan McDermott, Ted Lev- ine, Carrie Fisher og Eric Bogosan eru hver öðrum betri, sömuleiðis Bosworth og Josh Lucas, svo nokkrir séu nefndir. Lisa Kudrow er óumdeil- anlega fremst í flokki í hlutverki eig- inkonu Holmes og gerir lang-auð- mýkta konu stóra og eftirminnilega. Wonderland er sterk blanda hæfi- leika og hrottalegs umfjöllunarefnis sem er sannarlega ekki fyrir alla. Hún launar þeim sem hafa sveigjan- leg þolrif. Sæbjörn Valdimarsson Hnignun og fall klámstjörnu Val Kilmar túlkar „óhugn- anlega vel forfallinn, sjálf- umglaðan labbakút“, klám- myndaleikarann John Holmes. The Rolling Stone ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 9 og 11.15 B.i. 16.  „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“ Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8 Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Frá framleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Fráframleiðendum Four Weddings, Bridget Jones & Notting Hill Kemur jólapakkinn í ár Setti nýtt aðsóknamet í Bretlandi og sló út myndir eins og „Notting Hill“ og „Bridget Jones's Diary.“ „100% ÓMISSANDI“ NEWS OF THE WORLD „100% ÓMISSANDI“ NEWS OF THE WORLD HJ. Mbl GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is GH. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Jólapakkinn í ár Jólapakkinn í ár EPÓ Kvikmyndir.com KRINGLAN Sýnd kl. 4.50 og 6.55. Ísl. tal. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl.3.50 og 5.55. Ísl. tal. Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8, 10.10. Enskt. tal. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Enskt. tal. KEFLAVÍK Kl. 8 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“ með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon Stone og Juliette Lewis. Dennis Quaid Sharon Stone  HJ.MBL  HJ.MBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.