Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÆRRI LAUN Eftirlaunaréttur forsætisráðherra styrkist til jafns við embætti forseta Íslands, nefndaformenn Alþingis hækka í launum og það tekur ráð- herra styttri tíma að ávinna sér full- an biðlaunarétt samkvæmt nýju frumvarpi þingmanna úr öllum þing- flokkum sem lagt var fram á Alþingi í gær. Flutningsmaður var Halldór Blöndal. Fresta gildistöku Miðstjórn ASÍ telur að nýta eigi heimildir í samningi um stækkun EES til að fresta gildistöku ákvæða um frjálsa för launafólks frá nýjum aðildarríkjum ESB og að atvinnu- þátttaka þess byggist á atvinnuleyf- um þar til búið sé að tryggja góða og eðlilega framkvæmd sameiginlega vinnumarkaðarins hér. Friðarverðlaun afhent Íranski lögmaðurinn og mannrétt- indafrömuðurinn Shirin Ebadi tók í gær við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í Ósló. Sagði hún meðal annars í ræðu sinni, að feðra- veldið en ekki íslam stuðlaði fyrst og fremst að kúgun kvenna. Ríki útilokuð Bandaríkjastjórn hefur ákveðið, að fyrirtæki í ríkjum, sem voru andvíg innrásinni í Írak, fái ekki að bjóða í verk þar í landi. Er það rökstutt með því, að verkin verði unnin fyrir bandarískt skattfé. Tekur þetta bann meðal annars til Frakklands, Þýska- lands, Rússlands og Kanada. Hafa viðbrögð við ákvörðuninni verið mjög hörð og hún sögð munu kynda á ný undir ágreiningi um Íraksmálin. Rússar ýfast við Marc Grossman, einn af aðstoð- arutanríkisráðherrum Bandaríkj- anna, skýrði frá því á fundi með fulltrúum rússneska varnarmála- ráðuneytisins, rússneskra örygg- isstofnana og herráðsins, að Banda- ríkjastjórn ætlaði að koma upp herstöðvum í Austur-Evrópu og í sovétlýðveldunum fyrrverandi. Stað- fest hefur verið, að hún á nú í við- ræðum við stjórnvöld í Azerbaídsjan um þetta mál. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Erlent 18/20 Umræðan 42/47 Heima 22 Minningar 48/49 Höfuðborgin 24/25 Kirkjustarf 52 Akureyri 26 Bréf 58/59 Suðurnes 27/28 Dagbók 60/61 Austurland 29 Brids 61 Landið 30 Sport 62/65 Listir 31/33 Fólk 66/73 Daglegt líf 34/37 Bíó 70/73 Forystugrein 38 Ljósvakamiðlar 74 Þjónusta 41 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Apple. Einnig fylgir Lifun – Jól í Kringlunni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMTÖK sjómanna og útvegs- manna, að smábátasjómönnum undanskildum, ráðgera að afhenda Árna M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra formleg mótmæli í dag gegn frumvarpi um línuívilnun fyr- ir dagróðrabáta. Mótmælaskeyti hafa borist frá áhöfnum nærri 80 skipa og er ætl- unin að koma þeim skeytum til ráð- herra. Samtökin sem um ræðir eru Sjó- mannasamband Íslands, Far- manna- og fiskimannasamband Ís- lands, Landssamband íslenskra útvegsmanna og Vélstjórafélag Ís- lands. Árni Bjarnason, forseti Far- manna- og fiskimannasambands- ins, segir að frumvarpið geti þýtt 300 milljóna króna tekjutap fyrir sjómenn á aflamarksskipum, miðað við 800-900 milljóna króna afla- verðmæti þeirra 5.100 tonna af þorski, steinbít og ýsu sem lenda í línuívilnuninni. Mótmæli gegn línuíviln- un frá áhöfnum 80 skipa TVEIR karlmenn sem setið hafa í tveggja vikna gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar lögregl- unnar í Reykjavík á stórfelldri amfetamínframleiðslu í Kópa- vogi, voru látnir lausir í gær. Þrír voru í gæsluvarðhaldi Ekki þótti ástæða til að krefj- ast áframhaldandi gæsluvarð- halds í þágu rannsóknar máls- ins. Alls voru þrír karlmenn hand- teknir vegna málsins og var einn þeirra látinn laus að loknum yf- irheyrslum en hinir settir í gæsluvarðhald. Lausir úr gæslu- varðhaldi NÚ fer spennandi tími í hönd því í nótt kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. Sá heitir Stekkjar- staur og í Jólasveinavísum Jó- hannesar úr Kötlum segir að sveinninn sá sé stinnur eins og tré og „laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé“. Þessar hressu stelpur við Mela- skólann léku sér úti með jóla- sveinahúfur á höfði og hver veit nema þær hafi verið að drepa tímann þar til Stekkjarstaur staulast af fjalli. Í það minnsta eru yngri Íslendingar eflaust full- ir eftirvæntingar og búnir að koma skónum vel fyrir úti í glugga. Hver er stinnur eins og tré? Morgunblaðið/Ásdís LOKASKÝRSLA Samkeppnis- stofnunar um meint samráð trygg- ingafélaganna er langt á veg komin, samkvæmt upplýsingum frá stofn- uninni. Er hennar að vænta í upp- hafi nýs árs en frumskýrslan var send til tryggingafélaganna fyrir tæpum tveimur árum og andmæli þeirra hafa verið til umfjöllunar með hléum síðan þá. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins óskuðu tryggingafélögin eftir því sl. sumar að eiga fundi með Samkeppnisstofnun áður en loka- skýrslan yrði gefin út, með það fyrir augum að reyna að ljúka málinu með einhvers konar sátt. Standa slíkir fundir fyrir dyrum á næstu dögum. Gunnar Felixson, formaður Sam- bands íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, vildi á þessu stigi ekk- ert tjá sig um þetta mál er Morg- unblaðið hafði samband við hann og vildi heldur ekki staðfesta að félögin hefðu óskað eftir fundi með Sam- keppnisstofnun. Mótmæltu ásökunum Í frumskýrslu sinni, sem greint var ítarlega frá í Morgunblaðinu í ágúst síðastliðnum, komst stofnunin m.a. að þeirri niðurstöðu að trygg- ingafélögin hefðu með beinum eða óbeinum hætti haft með sér víðtækt samráð um iðgjöld í ökutækjatrygg- ingum um langt árabil og gripið til samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinautum í bifreiðatryggingum. Einnig áttu félögin að hafa átt sam- ráð varðandi þjónustu, viðskiptakjör og stundað samkeppnishamlandi upplýsingamiðlun. Tryggingafélögin og SÍT vísuðu í andmælum sínum öllum ásökunum Samkeppnisstofnunar á bug. Var því mótmælt að um ólöglegt samráð hefði verið að ræða. Yrði ekki fallist á það töldu félögin að í einhverjum tilvikum væru brotin þá fyrnd. Tryggingafélögin vilja ná sátt við Samkeppnisstofnun AUKNIR tekjuskattar einstak- linga hafa staðið undir stærstum hluta aukinnar skattheimtu hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfé- laga, á undanförnum árum. Þáttur fyrirtækjanna í landinu í tekju- sköttum hefur hins vegar farið minnkandi. Skatttekjur hins opin- bera hafa aukist jafnt og þétt hin síðari ár en aukningin á tíu ára tímabili frá 1995 til 2004 verður um 70% að raunvirði. Hlutur tekjuskatts hefur vaxið sem hlutfall af heildarsköttunum, en hlutur vörslu- og þjónustu- skatta, þar sem virðisaukaskattur vegur þyngst, hefur hins vegar minnkað sem hlutfall af heildinni. Skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru um 39% á árunum 1999 og 2000, sem var umtalsverð hækkun frá næstu árum á undan en hlut- fallið var undir 37% árið 1998. Hlutfallið lækkaði nokkuð á árinu 2001 er það fór undir 38% og var svipað árið 2002. Gert er ráð fyrir að á þessu og næsta ári verði skatttekjur hins opinbera aftur komnar í um 39% af vergri lands- framleiðslu. Um þrír fjórðu hlutar skatttekna hins opinbera renna til ríkisins en um fjórðungur til sveitarfélaganna. Hlutur sveitarfélaganna hefur far- ið vaxandi á undanförnum árum í kjölfar tilfærslu á verkefnum frá ríkinu til sveitarfélaganna. Einstaklingarnir eru þeir sem bera hina auknu skattbyrði  Skatttekjur/6C HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær átján ára pilt í hálfs árs fangelsi fyrir að slá jafnaldra sinn nokkur högg í andlitið með gadda- belti eða krepptum hnefa í janúar sl. Hann var einnig dæmdur til að greiða þeim sem fyrir árásinni varð 1.250 þúsund krónur í miskabætur. Líkamsárásin átti sér stað í húsi í Öskjuhlíð en sá sem fyrir árásinni varð hlaut áverka í andliti. Æða- og sjónhimnur í vinstra auga sködduð- ust þannig að af hlaust varanleg sjónskerðing. Auk óskilorðsbundins 6 mánaða fangelsis og greiðslu miskabóta ásamt dráttarvöxtum frá í janúar var ákærði dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 65 þúsund krónur í skaðabætur vegna kostnaðar við að halda bótakröfunni fram. Einnig var hann dæmdur til að borga allan sak- arkostnað, þar með talin 130.000 króna málsvarnarlaun verjanda síns. Málið dæmdi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. Sækj- andi var Sigríður Jósefsdóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Hálfs árs fangelsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.