Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 35
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 35 Innflytjandi: Karl K. Karlsson hf. Kjúklingabringur með Mozzarella, heilum kirsuberjatómötum og basil 2 kjúklingabringur 1 krukka Sacla Whole Cherry Tomato & basilsósa 1 stk. Galbani Santa Lucia Mozzarella ostur 1 hvítlauksrif, marið 1 paprika, rauð eða græn, skorin í lengjur 1 laukur, niðurskorinn 2 msk. hveiti 2 msk. olífuolía svartur pipar Skerið kjúklingabringurnar til helminga. Setjið hveitið og svartan pipar, eftir smekk, í skál og blandið saman. Setjið hvern kjúklingabita ofan í og þekið vel. Hitið olíuna á pönnu við miðlungshita. Steikið kjúklinginn í ca 5 mín. á hverri hlið. Setjið kjúklinginn á disk. Bætið hvítlauknum, paprikunni og lauknum út á pönnuna og steikið þar til er mjúkt. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna. Bætið Sacla sósunni út á. Komið upp suðunni. Lækkið síðan hitann, setjið lokið á pönnuna og látið malla í 15 mín. Setjið Mozzarella ostinn ofan á kjúklinginn. Þegar osturinn er bráðnaður, berið fram. Fleiri uppskriftir á matarlist.is Prófaðu aðra ítalska osta frá Galbani Ekta ítalskur Mozzarella ostur á TILBOÐI í næstu verslun Prófaðu Santa Lucia Mozzarella í salatið, á pizzuna, á brauðið, í baksturinn.... SPAR hefur boðið upp á flokkað lambakjöt í verslun sinni um tíma og segir Ingvi R. Guð- mundsson versl- unarstjóri að sala á lambakjöti hafi aukist í versluninni í kjölfarið. Einnig segir hann að nýir viðskiptavinir hafi tekið að venja komur sínar í búð- ina og þá sér- staklega fólk af eldri kynslóð. Um er að ræða þrjá flokka lambakjöts sem metnir eru eftir holdfyllingu og fitu, það er magurt, úrvals og fitusprengt+ og er verslunin í samstarfi við Fjalla- lamb á Kópaskeri. Blaðamenn Morgunblaðsins lögðu leið sína í verslunina síðastlið- inn laugardag og hittu viðskiptavini að máli. Hvernig líkar þér þessi ný- breytni? „Mjög vel. Nú er ég að taka úr- vals. Hef tekið fitusprengt áður og langar til að athuga muninn,“ segir Sigurður Stefánsson, sem var í inn- kaupaferð ásamt dóttur sinni Helgu Kristínu. „Mér finnst þetta miklu þægi- legra. Maður sér vel hvernig kjötið lítur út. Matarsmekkur manna er mismunandi og gott að geta valið.“ Borðar þú meira lambakjöt nú en áður? „Ég kaupi frekar lambakjöt en ekki. Maður er búinn að borða yfir sig af öðru kjöti,“ segir hann. Berglind Hrafnsdóttir var að velja sér magran hrygg úr kjöt- borðinu og kvaðst jafnan borða mikið lambakjöt. „Mér finnst þetta mjög gott því ég vil sjá kjötið sem ég vel,“ segir hún. Vill heila og hálfa skrokka Guðrún Sigurðardóttir ók ofan úr Mosfellsbæ í Spar í Garðabæ og var með tvo poka af súpukjöti í inn- kaupakerrunni er hún var innt álits. „Ég er líka að láta saga fyrir mig tvo lambahryggi í flokknum fitu- sprengt+. Ég er alin upp í sveit og vön lambakjöti. Lambakjöt fæst ekkert orðið nema á allt of háu verði og því kem ég hingað. Það skiptir máli fyrir mig hvort kílóið kostar 700 eða 1.000 krónur. Svína- kjöt og kjúklingar er það eina sem maður fær annars staðar. Síðan heyrði ég í útvarpinu að hérna væri akkúrat komin sjoppan mín og því ók ég hingað. Kjötið þarf ekki endi- lega að vera flokkað, það þarf bara að heita lambakjöt. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Einnig vil ég ekki láta pakka öllu í plast, ég vil fá að kaupa heila og hálfa skrokka og setja í frysti. Því feitara, því betra,“ segir hún. Grillaður hryggvöðvi – fitusprengt+ 2 stk hryggvöðvar 4 msk BBQ sósa smávegis salt Fitan er dregin af hryggvöðvan- um og skorið grunnt í vöðvann að ofan. Kjötið er penslað með BBS sósu og látið bíða í eina klukku- stund á borði. Grillað á vel heitu grilli 4-6 mínútur á hvorri hlið og smávegis af grillkryddi stráð yfir á meðan. Borið fram með bakaðri kartöflu, salati og maís ásamt BBQ sósu. Heimalöguð BBQ sósa 1 lítri vatn 3-4 msk grillkrydd eða BBQ krydd Soðið niður um um það bil helming. 1 tsk timían 1 tsk majoram 2 pressuð hvítlauksrif 1 msk púðursykur 1 msk hunang 2 msk sætt sinnep 5-600 g tómatsósa  NEYTENDUR Viðskiptavinir kveðjast ánægðir með flokkað lambakjöt í Spar „Gott að fá að velja sjálfur“ Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Stefánsson og Helga Kristín: Líkar þessi nýbreytni mjög vel. Guðrún Sigurðardóttir: Heyrði að hér væri komin sjoppa fyrir mig. Berglind Hrafnsdóttir: Borða mikið lambakjöt og vil sjá það sem ég vel. VERSLUNIN Blómaval hefur feng- ið vottun Túns til pökkunar og smá- sölu á lífrænum afurðum, en það annast eftirlit og vottun lífrænnar framleiðslu hér á landi. Vottunin þýðir að fyrirtækið uppfyllir al- þjóðlegar kröfur, sem gerðar eru um meðferð og markaðssetningu á lífrænt framleiddum vörum. „Jafn- framt felur vottunin í sér tryggingu óháðs aðila fyrir því að lífræn mat- væli sem fyrirtækið endurpakkar eða selur í lausu séu meðhöndluð rétt og rekja megi uppruna þeirra til vottaðra framleiðenda. Blómaval hf. er fyrsta smásöluverslunin hér á landi sem fær slíka vottun,“ segir í frétt frá versluninni. Með vottuninni er stigið skref í þá átt að auka gegnsæi og trast á lífræna matvörumarkaðinum. Vott- unin felur í sér að lífrænar afurðir sem fyrirtækið tekur við fá sér- staka meðhöndlun, eru aðgreindar frá öðrum vörum og merktar sér- staklega áður en þeim er stillt upp, segir ennfremur. Blómaval fær lífræna vottun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.