Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 59 KÆRU landar mínir! Sauðfjárbóndinn Guðfinnur S. Finnbogason í Strandasýslu „út- skýrir fyrir mér mál bænda“ í bréfi til mín í Mbl. frá 28.11. Þakka ég kærlega athyglisverðar upplýsingar og hef reyndar engu þar við að bæta. Æðarbóndinn Eysteinn G. Gísla- son skrifar svo í Mbl. 7.12. bréf sem reyndar er ekki til mín, en öllu held- ur um mig, auk þess sem hann dvelur enn í fortíðinni megnið af þessu langa bréfi. Hirði ég ekki meira um útúrsnúninga hans og rangtúlkanir, svo sem eins og að ég „segi eitt og meini annað“. Bréfritari má eyða eins miklu rými í blaðinu og honum þurfa þykir til að rifja upp sögu rollunnar. Sjálf hef ég margoft sagt að hún hafi einu sinni verið „fæðan og klæðin“ en sé það alls ekki í dag. Reyndar væri landið í mun betra ástandi nú, ef við hefðum borið gæfu til að feta í fótspor Grænlendinga og notað selinn í stað hennar, í „kjöt og föt“. Bréfritari viðurkennir í lok bréfsins að „sauðkindin sé ekki leng- ur okkar eina úrræði en geti tví- mælalaust verið áfram sem eitt af þeim. (Sammála.) „Þó með þeim for- merkjum að hafa gát á gosbeltun- um“! Hraunin okkar, já! Einmitt þar eru víða einu griðlönd gróðursins svo sem eins og kjarrsins okkar fagra, þar sem rollan á svo erfitt með að fóta sig í úfnum hraunum. En kjarni málsins í dag er þessi frá mínum bæjardyrum séð: 1. Ég er á móti öllum bein- greiðslum og ÖLLUM öðrum at- vinnutengdum styrkjum, hverju nafni sem þeir nú nefnast. ÖLLUM. Má ég benda á að venjuleg fjölskylda er tvo klukkutíma á hverjum einasta degi að vinna fyrir bændur eina. 2. Ég er á móti því að borga með framleiðslu á kjöti, borga það svo aft- ur við búðarborðið og síðan enn aftur með því kjöti sem ekki selst. Þetta er fáránlegt. 3. Ég vil fækka fé úr 500.000 vetr- arfóðruðum rollum í 200- 250.000, hámark. Ef 14 bændur geta séð okk- ur fyrir (of miklu) svínakjöti þarf örugglega ekki 2000 bændur til að framleiða (of mikið) rollukjöt ofan í okkur, svo mikið er víst. Ég vil og fækka hrossum úr 80.000 í 50.000, hámark. 4. Ég vil friða allar viðkvæmar brattar hlíðar, heiðar og allt hálend- ið. Svo og allt kjarr sem enn er ekki uppétið af rollum og öðrum búfénaði. 5. Ég vil að öll dýr séu í „fjárheld- um“ beitarhólfum. Ég vil að fólk geti keypt sér veiðileyfi á öll dýr sem eru í vegköntum, friðuðum svæðum, skógræktum og ógirtum löndum, eftir að viðkomandi sveitarstjórn hefur fengið aðvörun. Gripina mætti handsama, bæta í eigin hjörð eða leiða til slátrunar. 6. Ég vil stórauka alla uppgræðslu lands, svo og skógrækt. Þar vil ég sjá skattpeningana mína notaða í að endurheimta klæði fjallkonunnar. 7. Ef bændur komast upp með að sleppa afborgunum á lánum sínum næstu þrjú árin, eins og nefndin hans Guðna boðaði fyrir fáeinum vikum, finnst mér að allir aðrir landsmenn ættu að njóta sömu kjara. Ég vil jafnrétti. 8. Ég vil að rúllubaggaplast í sveit- um landsins verði hulið með gróðri, girðingum eða öðru, og allir skurðir í túnum og við vegi verði fylltir. (Að sjálfsögðu með þar til gerðum „dren- um“. Nánar um skurði síðar.) Að svo mæltu vona ég að þið, allir landsmenn mínir, eigið ánægjuleg jól og gleðilegt komandi ár. En... munið að eyða ekki öllum ykkar peningum í fjölskyldur ykkar, því þið verðið að eiga eitthvað afgangs upp í alla þessa milljarða sem við þurfum líka að greiða með ÖLLUM bændum næsta ár ... og næsta og næsta og næsta. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. melteigur@simnet.is Margrét Skagakona svarar Frá Margréti Jónsdóttur: Bréfritari vill að rúllubaggaplast verði hulið. Tveimur bændum og ykkur öllum kemur það við Morgunblaðið/Rax ÞRIÐJUDAGINN í síðustu viku birtist í Morgunblaðinu grein um ís- lenska fjárhundinn (bls. 32) þar sem höfundur fór heldur ófögrum orðum um hann. Helst mátti skilja á greininni að ís- lenski fjárhundurinn væri óargadýr sem væri um það bil að má út allt fé á Íslandi og leggja heilu sveitirnar í eyði með grimmd sinni og að það besta sem hægt væri að gera við téð- an hund væri að flytja hann út í slát- ur. Þar sem greinin var skemmtilega skrifuð hélt ég í fyrstu að hún væri grín, en þegar ég hafði lesið hana alla gerði ég mér grein fyrir að hún var eitthvert argasta níð sem skrifað hef- ur verið um íslenska fjárhundinn, að meðtöldum þeim ofsóknum sem komu fram þegar herferðin gegn sullaveikinni stóð sem hæst. Ég átti von á að lesa svargrein ein- hvern næstu daga frá þeim sem stendur það næst, (þ.e.a.s. forvígis- mönnum HRFÍ eða DÍF)... en ekki orð! Hvað er þetta fólk að hugsa? Er hægt að vera svo óábyrgur í starfi sem formaður þessara félaga að taka ekki á svona bulli þegar það er lagt fram fyrir almenning í víð- lesnu dagblaði? Það er þeirra að vera málsvari hundsins þegar á hann er ráðist með jafn óréttmætum hætti og þarna var gert. Höfundur greinarinnar, sem greinilega á einhverra harma að hefna, ætti að skammast sín og reyna að kynnast betur eðli þess sem hann skrifar um áður en hann geysist fram á ritvöllinn aftur til að eyðileggja orðstír þeirra sem ekki geta varið sig. Að mínu mati er þó skömm þeirra sem vita betur og ættu að verja hund- inn enn meiri en höfundar greinar- innar – skammist ykkar, formenn HRFÍ og DÍF. Fyrir hönd nokkurra eigenda ís- lenskra fjárhunda, JÓHANNA HARÐARDÓTTIR, Áslandi 14, Mosfellsbæ. Níðskrif um ís- lenska fjár- hundinn Frá Jóhönnu Harðardóttur: DILBERT mbl.is KRINGLAN - SMÁRINN - AKUREYRI Nýkomin sending Verð frá Kr. 14.995 Efnið í stígvélunum er vatnsfráhrindandi og þolir regn, snjó, salt og kulda. Þægilegt að þrífa, ein stroka með rökum klút og stígvélin verða gljáandi falleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.