Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 65
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 65 FÉLAGASKIPTI Guðna Rúnars Helgasonar úr Val yfir í raðir Íslands- meistara KR í knatt- spyrnu virðast úr sög- unni. Til stóð að Valsmenn leigðu Guðna Rúnar til KR og hann hafði gert munnlegt sam- komulag við Vest- urbæinga um samning, en félögin hafa ekki náð saman. Kristinn Kærne- sted hjá KR-Sport, rekstr- arfélagi KR-inga, staðfesti við Morgunblaðið í gær að málið væri strand og ekki útlit fyrir að Guðni Rúnar væri á leið í Vesturbæinn, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Kristinn sagði jafn- framt að KR-ingar væru komnir með munnlegt samkomulag við Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni um nýja samninga til eins árs og frá þeim yrði gengið á næstu dögum. Þeir myndu bjóða Veig- ari Páli Gunnarssyni nýj- an samning í þessari viku en hann er með tilboð í höndunum frá Stabæk í Noregi, eins og áður hef- ur komið fram. Einar Þór Daní- elsson er einnig með útrunninn samning og Kristinn sagði að enn væri óvíst um framhaldið hjá hon- um. Litlar líkur á að Guðni Rúnar gangi til liðs við KR FÓLK  JALIESKY Garcia skoraði 7 mörk fyrir Göppingen sem sigraði Gross- wallstadt, 29:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Grosswallstadt.  RÚNAR Sigtryggsson skoraði tvö mörk fyrir Wallau Massenheim sem gerði góða ferð til Essen en liðin skildu jöfn, 27:27, eftir að Wallau hafði verið yfir, 25:20. Einar Örn Jónsson náði ekki að skora fyrir Wallau. Guðjón V. Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara Essen.  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði þrjú mörk fyrir Wetzlar sem gerði jafntefli við Magdeburg, 23:23. Sigfús Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg en marka- hæstur var Frakkinn Joel Abati með átta mörk.  RAGNAR Óskarsson skoraði fjög- ur mörk og var markahæstur í liði Dunkerque þegar liðið tapaði fyrir Paris SG, 26:17, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi.  CRETEIL, andstæðingar Hauka í Evrópukeppni bikarhafa, sigruðu Istres, 24:22. Creteil og Paris eru í 2.-3. sæti með 30 stig en Montpellier efst með 30.  AÐALFUNDUR Golfklúbbsins Keilis var haldinn 8. desember sl. Guðmundur Friðrik Sigurðsson sem hefur verið formaður sl. sex ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og í hans stað var kosinn nýr formaður Bergsteinn Hjörleifsson. Aðrir í stjórn GK eru Sveinn Sig- urbergsson, Hálfdán Þór Karlsson, Pálmi Hinriksson, Guðmundur Har- aldsson, Hjörleifur Hjörleifsson og Bóas Jónsson.  FRÁFARANDI formaður Guð- mundur Friðrik fór yfir skýrslu stjórnar. Í henni kom m.a. fram að í ársreikningi félagsins fyrir tímabilið 1. nóvember 2002 til 31. október 2003 varð hagnaður af rekstri að fjárhæð kr. 9,4 millj. kr., en án afskrifta varð hagnaður 13 millj. kr. Fjárfestingar námu 8,4 millj. kr á rekstrarárinu.  KRISTINE Lunde hélt lífi í von norska kvennalandsliðsins í hand- knattleik um sæti í undanúrslitum á HM kvenna í Krótíu er hún jafnaði metin gegn Ungverjum, 24:24, átta sekúndum fyrir leikslok. Með sigri hefðu Ungverjar gert vonir Norð- manna að engu en norska liðið þarf að leggja Slóveníu að velli í næsta leik. Á sama tíma þarf Ungverjaland að gera jafntefli gegn Úkraínu en síðastnefnda liðið er nú þegar komið í undanúrslit.  ÞAÐ gekk illa að klára leik Norð- manna gegn Ungverjum þar sem rafmagnið fór af höllinni í Króatíu hvað eftir annað meðan á leiknum stóð. Í stöðunni 14:11 fór rafmagnið af í samfleytt 40 mínútur. Norðmenn virtust hafa gott af hvíldinni og náðu tökum á leiknum eftir það. ÓLAFUR Stígsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, spilar með Fylki á næstu leiktíð fái hann ekki samn- ing erlendis. Ólafur stað- festi þetta í samtali við Morgunblaðið en í gær hafn- aði hann til- boði frá norska 1. deildar- félaginu Man- dalskamera- terna sem hafnaði í 7. sæti norsku 1. deildarinnar í ár. „Þetta var ágætis tilboð en ég hef ekki áhuga á að spila í norsku 1. deildinni og þar af leiðandi hafnaði ég boðinu. Ég ætla að bíða aðeins lengur og sjá til hvort eitt- hvað komi ekki upp á borðið en ef það gerist ekki þá fer ég í Fylki,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær en hann sagði nýlega upp samningi sínum við Molde. Þýska 2. deildarliðið Union Berlin bar á dögunum víurnar í Ólaf og sagði Ólafur við Morg- unblaðið að forráðamenn félagsins væru að skoða spólur sem hann sendi þeim og það myndi skýrast á næstu dögum hvað gerðist í fram- haldinu. Ólafur hafnaði norsku 1. deildarliði Fyrstu mínúturnar lék stórskytt-an Ásgeir Örn Hallgrímsson lausum hala og skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum Hauka svo að FH- ingar urðu að leggja áherslu á að stöðva hann. Hinum megin sá Logi Geirsson að mestu um að skjóta og Magnús Sigurðsson að ein- hverju leyti en 5-1 vörn Hauka var vel á verði og náði að koma í veg fyrir að þeim félögum tækist að lyfta sér of mikið upp í skotfæri. Fyrir vikið var sóknarleikur FH-inga ekki nógu skilvirkur framan af en þeim tókst þó að halda í við Hauka. Máli skipti að Birkir Ívar Guðmundsson í marki Hauka varði vel en það var ekki fyrr en Elvar Guðmundsson fór í mark FH að markvarslan komst í lag. Á 21. mínútu fékk Logi að líta rauða spjaldið þegar hann hrinti Vigni Svavarssyni. Þá hafði Logi fengið tveggja mínútna brottvísum en Vignir gekk á lagið, strauk kollinn á Loga sem rauk til og hrinti honum. Vignir fékk tveggja mínútna brott- vísun en Logi rautt. Það þurfti samt meira til að slá FH-inga útaf laginu og staðan 16:15 í hálfleik. Leikurinn var í járnum fyrstu mínútur síðari hálfleiks en eftir rúm- ar níu mínútur komust gestirnir yfir í fyrsta sinn, 21:20, þegar þeir voru tveimur fleiri. Dæmið snerist síðan við og tveimur mönnum færri kom- ust heimamenn yfir á ný. Í stöðunni 24:24 og tíu mínútur eftir var Hall- dór Ingólfsson reynslubolti hjá Haukum settur inná og hann skilaði strax sendingu sem gaf mark og skoraði síðan eitt. Nokkuð var af FH-ingum dregið og þjálfari þeirra tók leikhlé en allt kom fyrir ekki, Haukar spiluðu af skynsemi síðustu mínúturnar og gerðu engin mistök. „Svona á nágrannaslagur að vera, barátta frá upphafi til enda og allt á öðrum endanum en mér fannst leik- menn á köflum aðeins of tauga- spenntir,“ sagði Páll Ólafsson léttur í bragði eftir leikinn. „Það skiptir engu þó að við teljum okkur með betra lið en við komum afslappaðir til leiks enda höfum við ekki tapað fyrir FH í mörg ár og förum ekki að byrja á því núna. Úrslitin skiptu litlu máli fyrir okkur en við ætluðum auð- vitað að vinna hann. Auðvitað færð- ist í okkur hiti undir lokin enda ekki við öðru að búast. Það er alltaf jafn gaman að þessum nágrannaleikjum og sárt ef FH kemst ekki áfram því þá missir maður af fleirum svona, sem eru þeir skemmtilegustu á tíma- bilinu,“ bætti Páll við og var farinn að hugsa um næsta leik. „Við erum líka hálfpartinn byrjaðir að undirbúa okkur fyrir leikinn í Frakklandi á sunnudaginn en gátum ekki farið í það af fullu fyrr en eftir þennan leik.“ Haukar spiluðu hratt enda hafa þeir úr mörgum leikmönnum að spila. Birkir Ívar var góður og Þor- kell Magnússon skilaði sínu. Ungu strákarnir Ásgeir Örn og Andri Stef- an voru atkvæðamiklir, eins og Ro- bertas. „Ég er ósáttur við dómgæsluna og fannst verulega hallað á okkur og það var oft mikið dæmt á líkum,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson þjálf- ari FH eftir leikinn. „Annars var þetta hörkuleikur og hvor sem er hefði getað unnið en við vorum mikið útaf og það er dýrt að vera einum eða tveimur færri, sérstaklega á móti góðu liðin eins og Haukum. Við kom- umst yfir en svo erum við orðnir ein- um færri og náum ekki að halda því. Það var nóg barátta í liði okkar og góður sigurvilji og við höfum enn ekki sýnt okkar besta.“ Elvar stóð sig mjög vel á milli stanganna hjá FH. Logi var mjög sprækur, ef ekki hreinlega of ör enda kom það honum í koll. Bróðir hans Brynjar tók þá við og átti ágætan leik. Svavar Vignis- son og Guðmundur Petersen stóðu fyrir sínu. Morgunblaðið/Ómar Haukamaðurinn Andri Stefan reynir að brjóta sér leið framhjá FH-ingnum Pálma Hlöðverssyni á Ásvöllum í gær. Hraði og harka er Haukar unnu FH NÁGRANNASLAGUR eins og hann gerist bestur var háður að Ás- völlum í gærkvöldi þegar FH sótti Hauka heim. Hraðinn var mikill, mjótt á munum, hiti í leikmönnum jafnt sem áhorfendum og hart tekist á enda voru menn 36 mínútur útaf og þrisvar fór rauða spjaldið á loft. Lokaspretturinn var þó Hauka sem unnu 32:29. Róð- urinn er því erfiður hjá FH, sem þarf að vinna HK á laugardaginn og treysta á að Stjarnan tapi fyrir Breiðabliki. Stefán Stefánsson skrifar FINNBOGI Grétar Sigur- björnsson hætti í gær störf- um sem þjálfari kvennaliðs Fylkis/ÍR í handknattleik. Í fréttatilkynningu frá stjórn liðsins kemur fram að Finn- bogi hafi óskað eftir því að láta af störfum þar sem liðið hafi ekki náð þeim árangri sem vænta mátti, en það er í níunda og næstneðsta sæti 1. deildar, og hefur tapað ellefu af tólf leikjum sínum í deild- inni. Um síðustu helgi beið Fylkir/ÍR lægri hlut fyrir KA/Þór, sem er í áttunda sætinu, og á þar með litla möguleika á að komast í úr- slitakeppnina en sjö stig skilja nú liðin að. Ekki liggur fyrir hver tekur við sem þjálfari Fylkis/ÍR. Finnbogi hættur með Fylki/ÍR Guðni Rúnar Helgason Ólafur Stígsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.