Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 43
ANNAR ritstjóri hins nýja DV
skrifar vel orðaða forystugrein í
blað sitt þriðjudaginn 9. desember
undir fyrirsögninni „Þú ert rekinn“.
Hann fjallar í grein
sinni um uppsagnir
launafólks á tvennan
hátt. Í fyrsta lagi kem-
ur hann nokkuð inn á
uppsagnir sem átt
hafa sér stað að und-
anförnu hjá varnarlið-
inu og en síðan fjallar
hann um frumvarp það
sem undirbúið hefur
verið af hálfu ríkis-
stjórnarinnar og á að
gera forstöðumönnum
opinberra stofnana
auðveldara með að
segja starfsmönnum sínum upp.
Ritstjórinn tekur undir með þeim
talsmönnum opinberra starfsmanna
sem telja að stórlega dragi úr at-
vinnuöryggi þeirra með fyrirhuguðu
frumvarpi og lýkur snjöllum leiðara
sínum með þessum orðum: „Eitt af
hlutverkum stjórnenda er að finna
hæfileikum undirmanna sinna far-
veg, hvetja þá áfram og sætta þá
við vinnustað sinn. Það er ódýr
lausn fyrir stjórnandann en afar
dýr fyrir starfsfólkið að hægt sé
einfaldlega að reka formálalaust
alla þá sem ekki falla í kramið á
hverjum tíma. Ljóst er af báðum
þessum málum að vinnuumhverfið á
Íslandi er engan veginn sæmandi
siðuðu samfélagi“
Fyrir tilviljun datt ég inn í það
fyrir skömmu að kynna mér starfs-
umhverfi blaðbera. Það var margt á
þeim vettvangi sem kom mér á
óvart. Meðal annars kom mér á
óvart að um 1200 blaðberar sem
vinna hjá fyrirtæki því sem gefur út
DV, dagblað ritstjórans sem skrif-
aði snjöllu forystugreinina sem
minnst var á hér að ofan, starfa ut-
an kjarasamninga og hefur fyrir-
tækið alfarið hafnað því að ganga til
samninga þar um. Vart
þarf að minna á að
kjarasamningar um
kaup og kjör launþega
þykja sjálfsagðar leik-
reglur á vinnumarkaði
í flestum siðuðum sam-
félögum. Ég geng út
frá því að ritstjórinn sé
sammála mér um að
það vinnuumhverfi er
engan veginn sæmandi
siðuðu samfélagi sem
býður upp á að starfs-
mönnum fyrirtækis sé
tilkynnt á tónleikum
sem þeim er boðið á að nú skuli þeir
til viðbótar fullri vinnu bera út nýtt
dagblað af því þau eigi hvort eð er
leið um hverfi sín. Fyrir það skyldi
greidd smáupphæð á mánuði án til-
lits til fjölda þeirra blaða sem bætt
var í töskur þeirra. Ég tek undir
það með ritstjóranum að það er
ódýr lausn fyrir stjórnandann en af-
ar dýr fyrir starfsfólkið að hægt sé
að reka formálalaust alla þá sem
ekki falla í kramið á hverjum tíma.
Að mínu mati á þetta sjónarmið
einnig við um þá fyrrverandi blað-
bera Fréttablaðsins sem reknir
voru formálalaust vegna þess að
þeir vildu ekki taka að sér að bera
út ótilgreindan fjölda af hinu nýja
DV fyrir eitthvað á annað þúsund
krónur á mánuði. Verkið skyldi
unnið til viðbótar við útburð Frétta-
blaðsins og meðfylgjandi bæklinga
sem taldist full vinna blaðbera áður
en DV kom til. Ég sé glögglega á
tilvitnuðum leiðara að ég og fleiri
hafa fundið góðan bandamann í
ofangreindum ritstjóra DV í því
baráttumáli að koma starfsumhverfi
blaðburðarbarna sem bera út
Fréttablaðið (og DV til viðbótar) í
það form sem hæfir siðuðu sam-
félagi. Miðað við þá pistla sem fyrr-
greindur ritstjóri hefur flutt gegn-
um tíðina í fjölmiðlum sem
skeleggur þjóðfélagsrýnir sem þótti
fundvís á þá fleti þjóðfélagsins sem
eru gagnrýniverðir lít ég alls ekki
svo á að ofangreindur leiðari sé
innihaldslaust snakk sem skrifaður
er af ritstjóra í þeim tilgangi einum
að vinna fyrir kaupi sínu og standa
við ráðningarsamning. Ég lít þvert
á móti á leiðarann sem fyrsta skref
ritstjórans á lengri vegferð þar sem
hann slæst í för með aðilum eins og
Umboðsmanni barna, Versl-
unarmannafélagi Reykjavíkur,
Vinnueftirliti ríkisins og öðrum
þeim sem barist hafa fyrir því í ára-
raðir að koma kjörum og vinnuað-
búnaði blaðburðarbarna hérlendis á
það stig sem sæmir siðuðu sam-
félagi.
Þú ert rekinn
Gunnlaugur A. Júlíusson skrif-
ar um starfsumhverfi blaðbera ’Vart þarf að minna áað kjarasamningar um
kaup og kjör launþega
þykja sjálfsagðar leik-
reglur á vinnumarkaði í
flestum siðuðum sam-
félögum.‘
Gunnlaugur Júlíusson
Höfundur er faðir blaðburðardrengs.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Pentax Optio S4
Pentax 33WR
3.2 milljón díla stafræn myndavél sem er vatnsheld (þolir að vera á
1 meters dýpi í allt að 30 mín)! 2.8x linsuaðdráttur (38-104mm).
Tekur kvikmyndir í 320x240 eða 160x120 dílum með hljóði á 15
römmum á sekúndu. Þrír ljósmælingarmöguleikar, tíu tökuhættir,
þrjár stillingar á fjarlægðarmælingu, fimm punkta víðmæling,
blettmæling og óendanlegt. Notar SD minniskort.
Sérhönnuð fyrir
íslenskar aðstæður
Ein minnsta 4.0 milljón díla stafræna myndavélin í heimi. 3x
linsuaðdráttur (35-105mm). Ótrúlega létt álhús, aðeins 98gr! Frábær
raddupptaka. Tekur 60 sek kvikmyndir með hljóði. Bjartur skjár
sem virkar vel úti. Fjöldi aukamöguleika, t.d. sjö tökuhættir, þrír
ljósmælingarmöguleikar, marghlutamæling, miðjumæling,
blettmæling. Þrjár stillingar á fjarlægðarmælingu, sjö punkta
víðmæling, blettmæling og óendanlegt. Lithium-Ion rafhlaða með
langan endingartíma. Innbyggð vekjaraklukka með hljóð og
myndavakningu! Notar SD minniskort og 11MB innbyggt minni.
Öflug sú litla!
Verð kr. 46.900,-
Verð kr. 54.500,-
Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850