Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 56
FRÉTTIR 56 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Veljið jólatré sjálf Helgarnar 13. og 14. desember og 20. og 21. desember verður opið að Fossá fyrir almenning (starfsmannahóp- ar velkomnir), kl. 11–15 til að velja sér jólatré. Fossá er í Hval- firði, beygt inn í fjörðinn til hægri rétt áður en komið er að göngunum. Allur ágóði rennur til skógræktar og uppbyggingar útivistarsvæðis á jörðinni. Skógræktarfélögin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga þetta svæði og hafa plantað í það í um 30 ár. Nánari upplýsingar og séróskir s.s. aðra daga veitir: Magnús, maggunn@ismennt.is Á NÆSTUNNI Jólamarkaðurinn á Lækjartorgi verður opinn á morgun, föstudag, laugardag og sunnudag. Kórar, Brassbönd, Söngsveitir, rímnaflutn- ingur og ýmsar uppákomur munu skemmta gestum og gangandi um helgina. Fjölbreyttur varningur á boðstólum. Á MORGUN Kópavogskirkja kl. 20 Julian Hew- lett, organisti kirkjunnar, frum- flytur verk sitt Fjórar orgelsvítur. Aðgangur ókeypis. Fiskbúðin Fylgifiskar Suður- landsbraut 10 Jóna Sigríður Jóns- dóttir textílhönnuður hefur sett upp sýningu á dúkum og diskamottum. Sýningin ber yfirskriftina Gulir og bláir og grænir. Jóna Sigríður út- skrifaðist úr textíldeild MHÍ árið 1985 og hefur tekið þátt í sýningum bæði hér heima og erlendis. Sýn- ingin er opin á afgreiðslutíma búð- arinnar kl. 11.30–19.00 alla virka daga og kl. 11.00–14.00 á laug- ardögum og stendur út desember. Seltjarnarneskirkja kl. 20 Kvennakórinn Kyrjurnar heldur ár- lega jólatónleika sína. Yfirskrift tón- leikanna er María meyjan skæra. Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, undirleikari Halldóra Aradóttir. Auk kórsins koma fram Alda Ingibergsdóttir sópran og Ás- dís Arnardóttir sellóleikari. Miðar seldir við innganginn á kr. 1.200. Í DAG VERTU til, samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og áfengis- og vímuvarnaráðs um að efla áfengis- og fíkniefnafor- varnir sveitarfélaga verður kynnt fyrir borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu í húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háaleitisbraut 14, kl. 13 í dag. Verkefnið sem er til þriggja ára hefur nú þegar verið kynnt á aðalfundum landshluta- samtaka sveitarfélaganna og einnig fyrir ýmsum hópum og nefndum. Megininntak verkefnisins er fólgið í ráðgjöf og upplýsingamiðl- un um skipulag og framkvæmd for- varnastarfs gagnvart ungu fólki. Sveitarfélögin eru mismunandi og nauðsynlegt er að taka tillit til þess, segir í fréttatilkynningu. Því miðar starfið að því að mæta hverju sveitarfélagi þar sem það er statt og aðstoða við að efla for- varnastarfsemi á forsendum heima- manna sem þekkja vel sitt um- hverfi. Verkefnið leggur áherslu á ráð- gjöf til sveitarfélaga við uppbygg- ingu forvarnastarfs, upplýsinga- miðlun með heimasíðu, póstlista o.fl., að efla samvinnu aðila sem vinna að forvörnum og kynningar á verkefninu í ýmsum sveitarfélög- um. Heimasíða verkefnisins er vertu- til.is. Þar er að finna ýmsar upplýs- ingar um verkefnið og forvarnamál. Forvarnaverkefni kynnt á höfuð- borgarsvæðinu – góður staðgreiðsluafsláttur GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR Skráður 04/01, ekinn 44 þús. km, sjálfskiptur, mjög gott eintak. Verð 2.750.000 kr. Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason SAAB 95 Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18 – Laugardaga frá kl. 10-16 Fersk læri og leggir frá Reykjagarði á 499 kr./kg – 20% auka- afsláttur við kassa Opið á sunnudögum frá 14. desember Upplýsingar um opnunartíma yfir jólin er að finna á heimasíðu okkar www.gg.is Skútuvogi 4 Systeme shampoo 500 ml á 299 kr. Systeme hárnæring 500 ml á 299 kr. Mónu konfekt 750 gr á 999 kr. Nóa konfekt 1 kg á 1.589 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.