Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 56

Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 56
FRÉTTIR 56 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Veljið jólatré sjálf Helgarnar 13. og 14. desember og 20. og 21. desember verður opið að Fossá fyrir almenning (starfsmannahóp- ar velkomnir), kl. 11–15 til að velja sér jólatré. Fossá er í Hval- firði, beygt inn í fjörðinn til hægri rétt áður en komið er að göngunum. Allur ágóði rennur til skógræktar og uppbyggingar útivistarsvæðis á jörðinni. Skógræktarfélögin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga þetta svæði og hafa plantað í það í um 30 ár. Nánari upplýsingar og séróskir s.s. aðra daga veitir: Magnús, maggunn@ismennt.is Á NÆSTUNNI Jólamarkaðurinn á Lækjartorgi verður opinn á morgun, föstudag, laugardag og sunnudag. Kórar, Brassbönd, Söngsveitir, rímnaflutn- ingur og ýmsar uppákomur munu skemmta gestum og gangandi um helgina. Fjölbreyttur varningur á boðstólum. Á MORGUN Kópavogskirkja kl. 20 Julian Hew- lett, organisti kirkjunnar, frum- flytur verk sitt Fjórar orgelsvítur. Aðgangur ókeypis. Fiskbúðin Fylgifiskar Suður- landsbraut 10 Jóna Sigríður Jóns- dóttir textílhönnuður hefur sett upp sýningu á dúkum og diskamottum. Sýningin ber yfirskriftina Gulir og bláir og grænir. Jóna Sigríður út- skrifaðist úr textíldeild MHÍ árið 1985 og hefur tekið þátt í sýningum bæði hér heima og erlendis. Sýn- ingin er opin á afgreiðslutíma búð- arinnar kl. 11.30–19.00 alla virka daga og kl. 11.00–14.00 á laug- ardögum og stendur út desember. Seltjarnarneskirkja kl. 20 Kvennakórinn Kyrjurnar heldur ár- lega jólatónleika sína. Yfirskrift tón- leikanna er María meyjan skæra. Stjórnandi Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, undirleikari Halldóra Aradóttir. Auk kórsins koma fram Alda Ingibergsdóttir sópran og Ás- dís Arnardóttir sellóleikari. Miðar seldir við innganginn á kr. 1.200. Í DAG VERTU til, samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og áfengis- og vímuvarnaráðs um að efla áfengis- og fíkniefnafor- varnir sveitarfélaga verður kynnt fyrir borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu í húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga, Háaleitisbraut 14, kl. 13 í dag. Verkefnið sem er til þriggja ára hefur nú þegar verið kynnt á aðalfundum landshluta- samtaka sveitarfélaganna og einnig fyrir ýmsum hópum og nefndum. Megininntak verkefnisins er fólgið í ráðgjöf og upplýsingamiðl- un um skipulag og framkvæmd for- varnastarfs gagnvart ungu fólki. Sveitarfélögin eru mismunandi og nauðsynlegt er að taka tillit til þess, segir í fréttatilkynningu. Því miðar starfið að því að mæta hverju sveitarfélagi þar sem það er statt og aðstoða við að efla for- varnastarfsemi á forsendum heima- manna sem þekkja vel sitt um- hverfi. Verkefnið leggur áherslu á ráð- gjöf til sveitarfélaga við uppbygg- ingu forvarnastarfs, upplýsinga- miðlun með heimasíðu, póstlista o.fl., að efla samvinnu aðila sem vinna að forvörnum og kynningar á verkefninu í ýmsum sveitarfélög- um. Heimasíða verkefnisins er vertu- til.is. Þar er að finna ýmsar upplýs- ingar um verkefnið og forvarnamál. Forvarnaverkefni kynnt á höfuð- borgarsvæðinu – góður staðgreiðsluafsláttur GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR Skráður 04/01, ekinn 44 þús. km, sjálfskiptur, mjög gott eintak. Verð 2.750.000 kr. Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason SAAB 95 Opnunartími: Mánudaga-föstudaga frá kl. 8:30-18 – Laugardaga frá kl. 10-16 Fersk læri og leggir frá Reykjagarði á 499 kr./kg – 20% auka- afsláttur við kassa Opið á sunnudögum frá 14. desember Upplýsingar um opnunartíma yfir jólin er að finna á heimasíðu okkar www.gg.is Skútuvogi 4 Systeme shampoo 500 ml á 299 kr. Systeme hárnæring 500 ml á 299 kr. Mónu konfekt 750 gr á 999 kr. Nóa konfekt 1 kg á 1.589 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.