Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                    !   "  #  $%%! &  $   " ' " '     (( ! )* !   * ,  -+' , . ,+ '  ,   ' * ' )/ 0   %  ! -%    $   - &-   1 ##&  2     3 44 5 6 ' &  " +.+%789:+  '  " .3  ; '. <===  '  " '  6+ 6 >> .  2     3    + # ?    @"+.   ,+'; .%  ,+ '  A 0 (    +     '. ,  <BB>C>==4 D    2%  ; .  %  6 D $    $  %    9 E > E 9 > F >9 <= 4 <= F >> 4 9 B F > 9 >> : G F G < < << < 4 < ,+ ,+  3 ,+ ,+   '  ,+ "+ )  ,+ ,+ , ,+ , ><<> ,+ ,    ,    ,+ ,+ ,+ ,+ <>5'  ,+ ,    ?    ,+ 5  !  , *!D ,+    < > <> E 9 <9 F 4 : <E B <= >G >E <: G << >> <F >4 <B <4 >9 >< 4F 1 >B 1 >= 4>                            5'       D$!$ H   ,  I   &+    .0  ,+ J  "  # J  $5J+&   K #6                                 3 9 7  !! LS ( !! 8 !#  !!  ÞAÐ er freistandi að spá því að Írafár sé nú búið að tryggja sér toppsætið næstu mánuðina, líkt og gerðist í fyrra. Þessa vikuna seld- ust yfir 1.300 eintök af plötunni Nýtt upp- haf en þótt ótrúlegt sé nær Óskar Pétursson þó að lúra fyrir neð- an í öðru sæti, en hann átti einn óvæntasta smell þessa árs, plötuna Aldrei einn á ferð. Þess má geta að Írafár leikur í kvöld óraf- magnað í Leikhúskjallaranum. Tónleikarnir eru í tengslum við tónleikaröðina Eldhúspartý. Útvarpsstöðin FM957 stendur fyrir tónleik- unum. Það er hafið! HLJÓMSVEIT allra landsmanna, Stuð- menn, gerði góða ferð á Snæfellsnes í sumar og snaraði þar upp tæpum sextíu lögum. Fyrsti skammtur af þessari heljar- útgerð er kominn út í formi plötunnar Á Hlíðarenda sem inniheldur tólf ný lög. Hóp- urinn grínaktugi er þekktur fyrir snöfurmannlega textagerð og þess má til gamans geta að Hall- grímur Helgason, listaskáldið góða, á einn texta hér þar sem hin ógleymanlega lína „Og snæð- um nokkur neðansjávardýr“ kemur fyrir. Árið 2004 verður vafalaust annasamt hjá hljóm- sveitinni því þá dynur á kvikmyndagerð, en með- limir vinna nú hörðum höndum að óbeinu fram- haldi myndarinnar Með allt á hreinu sem bera mun titillinn Í takt við tímann … Í stuði! ÍTALSKI drengurinn Robertino kom hingað til lands ár- ið 1961 og heillaði landsmenn með undurblíðum söng sínum. Nú hefur Óttar Felix Hauks- son, eigandi Sonet og rekstraraðili gamla Austurbæj- arbíós (en þar tróð Robertino upp fyrir meira en fjörutíu árum) ráðist í það þrekvirki að endurútgefa allt það besta með Robertino. Allt efnið hefur verið hljómjafnað upp á nýtt en á meðal laga eru t.d. „O Sole Mio“, „Ave Maria“ og „Santa Lucia“. Lögin eru frá tímabilinu 1960–1962 en þá skein frægð- arljómi Robertinos hvað skærast. Undrabarn! SAFNPLATAN Hátíð í bæ: 48 íslensk jólalög hefur ein- faldan tilgang. Hér er safnað saman öllum þeim ís- lensku jólalögum sem einhvern tím- ann hafa gert garð- inn frægan í ís- lensku jólalaga- flórunni, í gamla daga eða nýlega, á tvo hljómdiska. Á meðal flytjenda eru Ellý Vilhjálms, Björgvin Halldórsson, Íslensku dívurnar, Egill Ólafsson og Svanhildur Jakobsdóttir og hér eru að sjálfsögðu ódauð- legir smellir á borð við „Jólahjól“ (Sniglaband- ið), „Ég hlakka svo til“ (Svala Björgvinsdóttir) og „Jól alla daga“ (Eiríkur Hauksson). Jól!  12 TÓNAR: Hljómsveitin Dr. Gunni með útgáfutónleika föstudag kl. 18. Í tilefni af útgáfu geislaplöt- unnar Stóra hvells.  ARI Í ÖGRI: Dúettinn Dralon skemmtir föstudag og laugardag.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleik- ur: Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudagskvöld kl. 20 til 23:30.  BAR 11: Hljómsveitin Clever & Smart fimmtudagskvöld kl. 22.  BROADWAY: Hljómar leika fyr- ir dansi föstudag kl. 00 til 03. Millj- ónamæringar leika fyrir dansi laugardag kl. 00 til 03.  BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið- holti: Gulli Reynis trúbador föstudag og laugardag.  CAFÉ AMST- ERDAM: Hljóm- sveitin Úlrik spil- ar föstudag og laugardag.  CAFÉBORG HAMRABORG 10: Björn Ingi Hilmarsson og Elías Bjarnhéð- insson með tón- leika föstudag kl. 22. Boðið er upp á trumbuslátt undir ljóðalestri, gítar- leik og þjóðlega upphlutsstemningu við lög og texta Elíasar Bjarnhéðins- sonar.  CAFFÉ KÚLTURE, Hverfisgötu 18: Hljómsveitin Bardukha föstudag kl. 23. Havanadjammsveit Tómasar R. Einarssonar leikur laugardag kl. 23 til 02. Gestir eru hvattir til að taka með sér lítil slagverkshljóðfæri.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópavogi: Hermann Ingi spilar föstudag og laugardag.  CELTIC CROSS: Spilafíklarnir föstudag og laugardag.  DÁTINN, Akureyri: Dj Lilja fimmtudagskvöld kl. 23 til 01. Idol Stjörnuleit á öllum tjöldum föstudag kl. 20. Forgotten Lores með útgáfu- tónleika laugardag í tilefni af útkomu Týnda hlekksins, einnig spila Skytt- urnar.  FELIX: Atli skemmtanalögga föstudag. Dj Valdi laugardag.  FJÖRUKRÁIN: Hilmar Sverrisson og Már Elísson leika föstudag og laugardag kl. 23 til 03.  GAUKUR Á STÖNG: Útgáfutón- leikar Skyttnanna föstudag kl. 21. Í tilefni af útkomu plötunnar Illgres- isins, einnig koma fram Forgotten Lores.  GLAUMBAR: Dj Þór Bæring fimmtudag, föstudag og laugardag.  GRANDROKK: Stefnumót Undir- tóna, Jan Mayen og Noise spila fimmtudag kl. 22. Brain Police föstu- dag kl. 23. Atómstöðin með útgáfu- tónleika laugardag kl. 23.  HÓTEL ÖRK: Í svörtum fötum spila föstudag kl. 23.  HRESSÓ: Havana-sextett Tómasar R. Einarssonar með tónleika fimmtu- dag kl. 22. Kiddi Bigfoot laugardag. Eivör Pálsdóttir með tónleika sunnu- dagskvöld.  HVERFISBARINN: Bítlarnir fimmtudag. Dj Valdi föstudag. Atli skemmtanalögga laugardag.  KAFFI DUUS, Keflavík: Hljóm- sveitin Mát föstudag og laugardag.  KAFFI LIST: Kvartett Snorra Sig- urðarsonar fimmtudag kl. 21:30 til 00.  KAFFI-LÆKUR: Njalli í Holti föstudag. Stefán Örn laugardag.  KAFFI STRÆTÓ: Tú og ég föstu- dag og laugardag.  KAPITAL: Funk Harmony Park, Chiko Rockstar, Exos & Tómas THX, dj Ricardo Cuellar fimmtudagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit Pálma Gunnarssonar leikur föstudag og laugardag.  LEIKHÚSKJALLARINN: Eldhús- partý FM957 Írafár og Á móti sól spila fimmtudag kl. 21. Páll Rósin- kranz og Gullfoss & Geysir föstudag og laugardag.  MÍMISBAR, Hótel Sögu: Ragnar Bjarnason laugardag.  NASA VIÐ AUSTURVÖLL: MP3.is opnunartónleikar fimmtu- dagskvöld kl. 20. 14 hljómsveitir koma fram. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Tónlistarþróunar- miðstöðvarinnar. Todmobile með tón- leika föstudag og laugardag.  NIKKABAR, Hraunberg 4: Viðar Jóns spilar föstudag.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: SSSÓL föstudag. Spútnik spilar laug- ardag.  PRAVDA: DJ’s Balli & Tommi spila á neðri hæð og DJ Áki P á efri hæðinni föstudag. Popp/RnB- stjarnan Mark Ron- son ásamt rapparan- um Rhymfest laugar- dag.  SJALLINN, Akureyri: Doddi litli og Kalli lú spila fram eftir nóttu föstudag. Hljómar spila laugardag kl. 00.  SNÚLLABAR, Hveragerði: Hörð- ur Torfason með tónleika fimmtudag kl. 20:30. Hljómsveitin Feðgarnir leikur föstudag. Sölvarnir leika laug- ardag.  SÚLNASALUR, Hótel Sögu: Hljómsveitin Saga Class spilar föstu- dag og laugardag.  VÍNBARINN: Geir Ólafsson og furstarnir föstudag.  ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN: Útgáfutónleikar Sándtékk sunnudag kl. 23. Fram koma The Moody Comp- any, Tenderfoot, Indigo, Rúnar, The Flavours, Fritz og Dr. Spock. FráAtilÖ Pravda býður upp á R&B-plötusnúðinn Mark Ronson (t.v.) á laugardag en hann er einn sá heitasti í New York um þessar mundir og spilar fyr- ir tónleikagesti á tónleikaferð Justins Timberlakes um þessar mundir. KAMMERSVEITIN Le Grand Tango hefur sérhæft sig í flutningi á argentínskri tangótónlist og hefur einsett sér að hefja til vegs og virð- ingar þá tegund tangótónlistar sem höfðar bæði til hlustenda og dans- ara. Lögin á þess- um diski sem fá hlustendur á gólfið eru eftir ýmis stór nöfn í tangónum eins og t.d. Piazzolla, Gardel og Troilo, klassísk lög í útsetningu band- oneon-leikarans Olivier Manoury. Einnig er hér að finna frumsamda tónlist eftir Manoury og Egil Ólafs- son, sem fellur vel að heildarsvipnum. Egill syngur með sveitinni og hefur líka snarað erlendu textunum yfir á íslensku, og það er vel gert að birta í textabók bæði upprunalegu textana og þá íslensku. Egill nær hita og krafti í línurnar sem hæfa þessari ástríðufullu tónlist eins og sjá má t.d. í laginu „Þannig vorum við“ („Fuim- os“) eftir Jose Dames: „Hin holdi klædda angist sem um öngstrætin má ráfa/þar til öll sund lokast hinsta sinni í myrkri.“ Það þarf ekki að segja nein- um að tangó er tónlist skaphitans og ástríðnanna, oft er takturinn flókinn og tekur óvæntar sveiflur og krefst ekki bara færni af hljómlistarmönn- unum heldur einnig að þeir geti lagt tilfinningar sínar í hverja nótu og haldi hvergi aftur af sér. Ég er enginn sérfræðingur í spilamennsku á klass- ísk hljóðfæri en það er auðheyrt að hópurinn er samstilltur eins og einn maður og einkum vekur leikni Man- oury á bandoneon aðdáun. Egill á það til að fara stundum yfir strikið í leik- rænni túlkun en hér eiga einmitt slík tilþrif við og hann spilar á allan til- finningaskalann; hægan trega, ástríðufulla túlkun og líka húmor inn á milli – því þótt ástin og allt sem henni fylgir sé fúlasta alvara þá hefur hún líka kómískar hliðar og það skilar sér í flutningi sveitarinnar. Hér er pláss fyrir allan skalann og þótt liðs- menn hafi greinilega fullkomin tök á tækninni þá falla þeir ekki í þá gryfju að taka sig of hátíðlega, gleðin og metnaðurinn ná bæði eyrum og hjarta saklauss hlustandans sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið í stofunni og getur ekki annað en reynt að taka eins og eitt lítið tangóspor. Fyrir þann sem ekki hefur kynnst þessari tónlist af neinu viti – eins og undirrituð – þá er ekki annað hægt en að „turnerast til tangós“ eftir að hafa heyrt þessa eldheitu spilagleði. Það hefur ekki borið mikið á þessum diski í jólaflóðinu en hann ætti að heyrast sem víðast því ekki veitir af að hrista upp í kuldabólgnum og harðlokuðum landsmönnum með stórum skammti af suðrænni tilfinningasveiflu og hita. Tónlist Kraftbirting- arhljómur tangósins Le Grand Tango Le Grand Tango og Egill Ólafsson Sonet Le Grand Tango er skipuð Olivier Man- oury, bandoneon harmónikka, Eddu Er- lendsdóttur á píanó, Richard Korn, kontrabassi, Auði Hafsteinsdóttur, 1. fiðla, Grétu Guðnadóttur, 2. fiðla, Helgu Þórarinsdóttur, víóla, Bryndísi Höllu Gylfadóttur, selló. Söngur og textar: Egill Ólafsson. Útsetningar: Oliver Manoury nema „Ambrosía“, útsett af Ríkarði Erni Pálssyni. Upptökustjórn: Olivier Man- oury. Hljóðmeistari: Sveinn Kjartansson. Upptökur fóru fram í Salnum, Kópavogi í ársbyrjun 2003. Steinunn Haraldsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Egill og tangósveitin mikla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.