Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú tekur flesta hluti alvar- lega og hefur oft mikil áhrif á líf annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sumir dagar eru góðir og aðrir dagar eru ennþá betri. Dag- urinn í dag ætti að verða einn af þeim dögum. Áhrifamikið fólk leggur blessun sína yfir það sem þú ert að gera í vinnunni. Líttu á það sem upp- hafið að betri tíð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er stórkostlegur dagur til skemmtana og ástarævin- týra. Mál sem tengjast mennt- un barna, útgáfu og fjölmiðlun munu einnig ganga vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir fenguð gjöf eða arf í dag. Það er einnig hugsanlegt að einhver geri eitthvað fyrir fjölskyldu þína eða heimili. Dagurinn hentar vel til fast- eignaviðskipta. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allar samræður þínar ættu að ganga vel í dag. Þú ert sérlega heillandi og hefur því aðstæð- urnar í hendi þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta ætti að verða mjög góður dagur í vinnunni. Þú getur náð tímamótaárangri sem mun skila þér auknum tekjum í framtíðinni. Fólk er óvenju reiðubúið til að láta þig fá pen- inga. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn hentar sérstaklega vel til skemmtana. Listsköpun og skipulagning ferðalaga ættu einnig að ganga vel. Í heildina verður dagurinn skemmtilegur og gefandi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fasteignaviðskipti og viðskipti sem tengjast fjölskyldunni ættu að ganga vel í dag. Þetta er líka góður tími til að kaupa eitthvað fallegt til heimilisins. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það liggur vel á þér í dag. Vertu opinn fyrir tækifærum í skemmtana- og félagslífinu. Þú gætir hitt einhvern sem getur orðið þér að miklu gagni í framtíðinni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vertu vakandi fyrir tækifær- um til að koma þér á framfæri við yfirmenn þína og aðra sem geta haft áhrif á starfsframa þinn. Fólk hrífst af þér í dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að leggja upp í langferð bæði í bókstaflegum og huglægum skilningi. Notaðu tækifærið á meðan þú hefur vindinn í segl- in. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gætir komist yfir upplýs- ingar sem koma sér vel. Hik- aðu ekki við að ganga til samn- ingaviðræðna við yfirvöld og stórar stofnanir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vinir þínir og kunningjar geta veitt þér mikilvæga hjálp í dag. Verk sem þú byrjar á í dag munu að öllum líkindum skila þér ágóða í framtíðinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA SÓLSKRÍKJAN Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómaði til mín úr dálitlum runni. Hún sat þar um nætur og söng þar á grein svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni. Og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein, – ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni. – – – En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín, og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin. Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornætur friðinn, – hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín, hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn. Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 11. desember, er fimmtugur Þorsteinn Þórarinsson, húsasmíðameistari, Bjark- arbraut 3, Reykholti, Bisk- upstungum. Hann og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, munu taka á móti ætt- ingjum og vinum til afmæl- isfagnaðar á Gistiheimilinu Geysi laugardaginn 13. des- ember kl. 20. 80 ÁRA afmæli. Sigríð-ur Ágústsdóttir: Kæru ættingjar og vinir. Í tilefni af 80 ára afmæli mínu 12. desember ætla ég að bjóða ykkur að þiggja veit- ingar í Húsi aldraðra við Lundargötu á milli 16 og 18. Hlakka til að sjá ykkur án blóma og gjafa. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 a6 4. Rgf3 c5 5. c3 Rc6 6. Bd3 cxd4 7. cxd4 dxe4 8. Rxe4 Be7 9. O-O Rf6 10. a3 O-O 11. Be3 Rd5 12. Hc1 Kh8 13. Bb1 f5 14. Rc5 Bf6 15. He1 Rxe3 16. fxe3 Dd6 17. Db3 Hb8 18. Hed1 b6 19. Rd3 Re7 20. Rde5 Bb7 21. Bd3 g5 22. Rc4 Dd8 23. Rce5 g4 24. Re1 Rd5 25. Bc4 Bxe5 26. dxe5 Dg5 27. Bxd5 Bxd5 28. Dc3 f4 29. exf4 Dxf4 30. Rd3 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Dómíníska lýð- veldinu. Pólski stórmeistarinn Bartosz Socko (2547) hafði svart gegn Frank La Paz (2427). 30... De3+! 31. Kh1 Dh3! og hvítur gafst upp enda óverjandi mát eftir 32. Hd2 g3. Lokastaða efstu manna mótsins varð þessi: 1.-9. Vadim Milov (2574), Dieter-Liviu Nisipeanu (2675), Alexander Moiseenko (2618), Petr Kirjakov (2555), Neuris Delgado (2530), Daniel Campora (2503), Alej- andro Ramirez (2483), Denn- is De Vreugt (2451) og Bar- tosz Socko (2547) 7½ vinning af 10 mögulegum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. FYRSTA mótið á haustleik- unum í New Orleans var Live Masters-tvímenning- urinn, en sú keppni er að- eins opin þeim sem náð hafa 300 meistarastigum og hlot- ið með því titilinn „meistari til lífstíðar“. Bretinn Brian Senior hefur spilað nóg í Bandaríkjunum til að teljast gjaldgengur. Hann var með spil suðurs og vakti á tveim- ur gröndum: Norður ♠ KD95 ♥ 86432 ♦ K2 ♣D7 Vestur Austur ♠ G862 ♠ 43 ♥ 5 ♥ KDG109 ♦ D10954 ♦ 76 ♣G52 ♣10843 Suður ♠ Á107 ♥ Á7 ♦ ÁG83 ♣ÁK96 Makker hans yfirfærði í hjarta og sýndi síðan spað- ann, en þegar Senior sýndi hvorugum litnum áhuga stökk norður í sex grönd! Glannaleg sögn, en sýnir mikið traust, sem Senior tókst að standa undir. Útspilið var tígull og Senior fékk þannig strax ódýran slag á gosann. Hann spilaði tígli á kóng, svo hjarta úr borði og dúkkaði. Austur hamraði út öðru hjarta og vestur henti tígli. Og þegar Senior tók næst á tígulás henti austur hjarta. Tími til að hugsa málið. Senior sá fyrir sér 11 slagi ef spaðinn skilaði sér upp á fjóra. Tólfti slagurinn varð að koma á lauf með ein- hvers konar þvingun. Ef vestur var með lengdina í laufi var engin von, því hann myndi henda í samræmi við suður. Á hinn bóginn mætti þvinga austur í hjarta og laufi ef hann væri með einn um að valda laufið. Senior sló því föstu að austur ætti fjórlit í laufi. En þá gat hann aðeins átt tvo spaða, svo þann lit yrði að höndla með tilliti til þess. Senior spilaði spaðatíu á kóng, litlum spaða á ásinn og svínaði svo níu blinds! Og allt gekk að óskum. Spaðadrottningin lauk svo verkinu í þessari stöðu: Norður ♠ D ♥ 86 ♦ – ♣D7 Vestur Austur ♠ G ♠ – ♥ – ♥ D ♦ D ♦ – ♣G52 ♣10843 Suður ♠ – ♥ – ♦ 8 ♣ÁK96 BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MEÐ MORGUNKAFFINU Tryggingin þín nær yfir það að detta niður úr krana, en hér stendur ekkert um það að lenda á jörðinni! Bridsfélag Reykjavíkur Búið er að ákveða dagskrá félags- ins seinni hluta starfsársins en síð- asti spiladagurinn verður á Loka- daginn, 11. maí. 20. janúar Eins kvölds Monrad ef kvöldið er ekki upptekið vegna Reykjavíkur- mótsins í sveitakeppni. 27. janúar–2. mars AÐALsveitakeppni 2004 Keppnin verður með hefðbundnu sniði þetta árið. Spilaðir verða 10 leikir með Monrad-fyrirkomulagi. 24. febrúar Ekki verður spilað vegna Flug- leiðamóts. 9. mars – 6. apríl AÐALtvímenningur BR 2004 Gamli góði barómeter-tvímenn- ingurinn á sínum stað. Allir spila við alla og fjöldi spila fer eftir þátttöku. 13. apríl SAMDRÁTTAR tvímenningur Pör verða dregin saman. 20. apríl Kannað verður meðal spilara í BR hvort þeir vilji spila samdrátt, hrað- spilakeppni eða hefðbundinn mon- rad barómeter. 27. apríl – 11. maí Monrad - butler Eina butler-mót vetrarins. Úrslit hvers kvölds verða birt á heimasíðu BR, www.bridgefelag.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Opnunartími fyrir jólin Sun. 14. des. frá kl. 12-18 Fim. 18. des. frá kl. 11-22 Fös. 19. des. frá kl. 11-22 Lau. 20. des. frá kl. 12-22 Sun. 21. des. frá kl. 12-22 Mán. 22. des. frá kl. 11-22 Þri. 23. des. frá kl. 11-23 Mið. 24. des. frá kl. 10-12 Sófaborð og hornborð, ljós eik Verð kr. 71. 800 Sófaborð kr. 45.630 L: 140 sm B: 70 sm H: 40 sm Hornborð kr. 34.830 L: 70 sm B: 70 sm H: 40 sm SÖRLASKJÓL - SJÁVARÚTSÝNI Mjög falleg 67 fm mikið endurnýjuð risíbúð við Sörlaskjól í vesturbænum. Eignin skiptist í hol, tvö herbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Húsið var tekið í gegn fyrir u.þ.b. fjórum árum og lítur vel út. Falleg íbúð. Valdís sýnir íbúðina s: 898-8920 V. 12,5 millj. 3773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.