Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Kaupmenn virðast al-mennt bjartsýnir ágóða jólaverslun þettaárið, ef marka má óformlega könnun Morgunblaðs- ins á því hvernig jólaverslunin hef- ur farið að stað í desember. Gott tíðarfar virðist hafa góð áhrif á verslun landsmanna hvar sem er á landinu en framundan eru þó mestu annirnar í jólaversluninni og búðir fara almennt að vera opn- ar til tíu á kvöldin alla daga vik- unnar fram að jólum. Hulda Hauksdóttir, eigandi tískuverslunarinnar Flash við Laugaveg, segir mjög gott hljóð í verslunarfólki í miðbænum og að jólaverslunin hafi farið ágætlega af stað. Um síðustu helgi var margt fólk í bænum, sérstaklega þó á sunnudeginum þegar kveikt var á jólatrénu. „Og það hjálpar auðvitað mikið til þegar veðrið er gott eins og í dag. Veðrið skiptir okkur auðvitað máli en annars er fólk þó hætt að láta veðrið hafa áhrif á sig, sérstaklega fyrir jólin. Það klæðir sig bara eftir veðri og fer í bæinn, enda finnst mörgum engin jól nema fara í bæinn og labba Laugaveginn.“ Að sögn Huldu er verslunin mjög svipuð og var á sama tíma í fyrra og verslunarstjórar séu al- mennt ánægðir með jólaversl- unina. „Þeir sem ég hef talað við bera sig mjög vel, það er enginn barlómur í mönnum, síður en svo. Mesta traffíkin er framundan og ég held að hún fari virkilega í gang núna um helgina og þá för- um við að finna fyrir því.“ Verslanir opnar til tíu öll kvöld Um næstu helgi verður opið á laugardeginum til klukkan tíu í verslunum í miðbænum og frá eitt til sex á sunnudeginum. Frá og með næsta mánudegi verður síðan opið alla daga í miðbænum til klukkan tíu fram til jóla. Í Kringlunni verður opið til klukkan tíu í kvöld sem og alla daga til jóla og til klukkan ellefu á Þorláksmessu. Örn Kjartansson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir jólaverslunina hafa farið ágætlega af stað og hún sé ívið meiri en á sama tíma í fyrra, mið- að við hvernig staðan er nú. „Það getur verið að það sé bjartara yfir í efnahagslífinu að einhverju leyti og síðan hefur verið einstaklega góð færð núna í desember. Það hjálpar alltaf til, eins og núna um helgina. Þótt það hafi verið rign- ing er auðvelt að komast til borg- arinnar og mér sýnist fólk hafa nýtt sér það hérna í kringum okk- ur, a.m.k. á Suðurlandinu. Ég held að við séum um 5% yfir í aðsókn í desember það sem af er.“ Að sögn Arnar virðist jólaversl- unin skiptast þannig að mest er verslað af jólafatnaði, eins og t.d. á börnin, í lok nóvember og síðan fari af stað jólagjafainnkaupin og að lokum taki við allur jólamat- urinn. „Það bendir ekkert til ann- ars en verslunin verði með góðu móti og við erum tiltölulega bjart- sýnir á framhaldið,“ segir Örn. Í samkeppni við höfuðborgina Gott hljóð er í kaupmönnum á Akureyri og hefur jólaverslunin farið vel af stað síðustu tvær helg- ar. Að sögn Sigurðar Einarssonar hjá versluninni Sportveri á Gler- ártorgi virðist jólaverslunin hafa farið nákvæmlega eins af fyrra, en þá voru kaupmen ánægðir með jólaverslunin „Mér sýnist að verslunin kvæmlega eins og í fyrra, ur við að það komi nákvæm eins tölur upp úr kössunum er ótrúlega skrýtið. Mér h þetta sé í svipuðum dúr hj verslunareigendum hér.“ Sigurður segist telja að eyri sé orðin sambærileg í og Reykjavík og að þjónus ekki síðri þar. „Jafnvel be maður að heyra, og verð s Verslunarmiðstöðin á G ártorgi var tekin í gagnið 2000 og segir Sigurður þa haft jákvæð áhrif á verslu Akureyri. „Þá fórum við a að austan, frá Húsavík og stöðum og víðar, en það er Morgunbla Í Kringlunni hefur aðsókn og verslun verið heldur meiri í ár en hún var á sama tíma í fyrra. Kaupmenn bjartsýnir á góða jólaverslun í ár Gott tíðarfar stuðl ar að góðri verslun Eins og alltaf vonar yngsta kynslóðin að pakkarnir undir jólatré Jólaverslun á Akureyri er komin í fullan gang fyrir löngu. Morgunblaðið AFNÁM SJÓMANNAAFSLÁTTAR LÖNGU TÍMABÆRT Eins og greint var frá í Morg-unblaðinu í gær hefur fjár-málaráðherra greint forystu Sjómannasambandsins frá því að frumvarp um afnám sjómannaaf- sláttar í áföngum á árunum 2005- 2008 verði lagt fram á Alþingi í vik- unni. Það er löngu tímabært að þessi sérstöku skattalegu hlunnindi einnar stéttar umfram aðrar verði aflögð. Samkvæmt 67. grein laga um tekjuskatt og eignarskatt skal hver sá, sem stundar sjómennsku á ís- lensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi, njóta sér- staks sjómannaafsláttar, sem koma skal til frádráttar reiknuðum tekju- skatti af launum fyrir sjómannsstörf. Þennan afslátt má rekja til tíma hafta og millifærslna í íslensku efnahags- lífi. Árið 1954 var frádráttur vegna kostnaðar við hlífðarföt og fæði sjó- manna lögfestur og voru nokkrum sinnum gerðar breytingar á reglum um sjómannaafslátt næstu áratugi. Síðan staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1988 hefur afslátturinn falist í föstum frádrætti, óháðum launum. Sjómannaafsláttur á tekjuárinu 2003 er 728 krónur á dag, en áætlað er að kostnaður ríkisins af honum muni nema um einum milljarði á næsta ári. Undanfarin ár hafa reglulega kom- ið fram kröfur um að sjómannaaf- slátturinn yrði afnuminn, enda eru forsendur hans ekki lengur fyrir hendi auk þess sem hann felur í sér óeðlilega mismunun. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur áður gefið til kynna að tímabært væri að fella þessi hlunnindi niður. Á aðalfundi LÍÚ í haust lýsti hann því yfir, réttilega, að þetta fyrirkomulag væri „úreltur arf- ur frá þeim tíma þegar ríkið var að reyna að niðurgreiða launakostnað útgerðarinnar.“ Talsmenn sjómanna hafa iðulega mótmælt hugmyndum um afnám sjó- mannaafsláttarins og bera því fyrst og fremst við að sjómennskan sé erf- itt og áhættusamt starf sem feli í sér fjarveru frá fjölskyldu, og því verð- skuldi sjómenn þessi sérstöku hlunn- indi. Vissulega er sjómannsstarfið erfitt og krefjandi. Það er hins vegar hlutverk útgerðarmanna að greiða sjómönnum laun í samræmi við það. Engin rök eru fyrir því að velta þeim kostnaði yfir á almenning í landinu. Því má heldur ekki gleyma að að- stæður sjómanna hafa breyst til muna síðan sjómannaafslátturinn kom upphaflega til sögunnar á sjötta áratugnum. Aðbúnaður um borð í skipum er allt annar og betri, örygg- ismál sjómanna hafa batnað og bylt- ing hefur orðið í fjarskiptum. Enn- fremur hafa tekjur sjómanna hækkað mikið á þessu tímabili umfram aðrar stéttir, eins og gögn frá Hagstofu Ís- lands, Þjóðhagsstofnun og Kjara- rannsóknanefnd sýna, enda hefur framleiðni í sjávarútvegi stóraukist. Og benda má á að viðkvæðið um erfið störf til sjós, áhættu í starfi og langar fjarverur frá landi eiga raunar að takmörkuðu leyti við um talsverð- an hluta þeirra sem njóta sjómanna- afsláttarins. Það eru ekki aðeins sjó- menn á stórum fiskiskipum með langt úthald sem eiga rétt á þessum skattaafslætti, heldur einnig dag- róðramenn og lögskráðir skipverjar á varðskipum, rannsóknaskipum, sanddæluskipum, ferjum og farskip- um. Jafnvel hlutaráðnir beitningar- menn í landi eiga rétt á sjómanna- afslætti þá daga sem þeir eru ráðnir við slík störf. Ýmsar aðrar stéttir en sjómenn inna af hendi erfiðisvinnu við óblíðar aðstæður, leggja sig í hættu í störfum sínum og vinna langan vinnudag, án þess að njóta neinna skattalegra hlunninda. Og vitaskuld á ríkið held- ur ekki að niðurgreiða launakostnað einstakra starfsstétta með þeim hætti. Launþegar eiga að knýja fram sanngjörn laun fyrir vinnu sína í frjálsum samningum við vinnuveit- endur. Það er grundvallaratriði að borg- ararnir búi við jafnræði hvað varðar álagningu skatta, jafnt og á öðrum sviðum. Það er ekki verjandi að einni stétt launamanna eða atvinnurek- enda umfram aðrar sé hyglað með skattaívilnunum. FRUMKVÆÐI FRIÐARSINNA Friðarsinnar í Ísrael og Palest-ínu hafa að undanförnu tekið ákveðið frumkvæði í átt til friðar, sem vakið hefur verulega athygli á alþjóðavettvangi. Fulltrúar friðar- sinna hafa undirritað ákveðið „samkomulag“, sem felur í sér ábendingar um leiðir til þess að koma á friði milli þessara tveggja þjóða. Hér er um að ræða áhrifa- menn og fyrrverandi ráðherra frá Ísrael og Palestínu. Eftir þeim hef- ur verið tekið. Sharon kallar fyrr- verandi dómsmálaráðherra í ríkis- stjórn Verkamannaflokksins í Ísrael landráðamann en Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna hefur hitt hann að máli ásamt fulltrúum Palestínumanna. Að hluta til eru hér á ferðinni sömu aðilar og komu Óslóarviðræðunum af stað. Hugmyndir þeirra eru engar töfralausnir heldur byggjast á frekari útfærslu á hugmyndum, sem áður hafa verið til umræðu, m.a. á síðustu dögum Clinton- stjórnarinnar, þegar litlu munaði að samkomulag tækist. Það er ástæða til að veita frum- kvæði friðarsinna athygli. Það er líka ástæða til að sýna þeim þá virðingu að fjallað verði um hug- myndir þeirra. Þótt sumir þeirra séu kallaðir landráðamenn í dag af núverandi valdhöfum Ísraels geta þeir orðið í hópi nýrra forystu- manna Ísraela, sem tryggja að lok- um langþráðan frið við Palestínu- menn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.