Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugardalur | Ný heilsumiðstöð verður opnuð í Laugardalnum þriðja janúar eða eftir aðeins 23 daga. Í gær unnu um 120 iðnaðarmenn hörðum höndum að því að koma húsinu í end- anlegt horf. Björn Leifsson, fram- kvæmdastjóri World Class, er að sjá draum sem hann teiknaði upp fyrir fjórum árum rætast. Hann segir ekki enn farið að vinna á sunnudögum og virðist ekki stressaður þótt það stytt- ist í opnunina og mörg handtök séu eftir. Alls staðar sem komið er eru menn að störfum við að flísaleggja, múra, saga, parketleggja, smíða, helluleggja, grafa og mála. Nýja heilsu- og sundmiðstöðin fær íslenska nafnið Laugar og er það við- eigandi. Húsnæði Björns tengist sundlaugunum í Laugardalnum og nýrri tæknivæddri 50 metra inni- sundlaug sem Reykjavíkurborg er að byggja. Vatnsheilsurækt vinsæl „Mesti vaxtarbroddurinn er í heilsurækt sem tengist vatni,“ segir Björn bjartsýnn og stórhuga um framtíðina. „Laugar verða fyrir Reykjavík eins og Bláa lónið er fyrir Ísland.“ Hann ætlar sér líka að skapa aðstöðu sem laðar að ferðamenn og reiknar með að 30% gesta verði er- lendir eftir tvö til þrjú ár. Heita vatn- ið, útilaugarnar og vingjarnlegt um- hverfi sé nokkuð sem ferðamenn sækist eftir á Íslandi. Aðspurður hve marga viðskiptavini hann þurfi til að reksturinn standi undir sér segist hann miða við sjö þúsund árskort- shafa. Hann geri ráð fyrir að 4.500 manns fylgi honum frá World Class í Fellsmúla, sem verður lokað, og síðan bætist töluverður fjöldi við þegar húsið verður opnað. Björn segir mikið lagt upp úr góðri aðkomu að húsinu. Bílastæði eru næg, rútur geta rennt að húsinu og hugsað sé fyrir aðstöðu fatlaðra. Reyndar leggur hann mikla áherslu á að hugsað sé fyrir því að fatlaðir kom- ist allra ferða sinna um þetta svæði. Þar eigi þeir að geta sótt þjónustu eins og aðrir og stundað æfingar. Jafnvel eru lyftur hannaðar með það fyrir augum að geta flutt sjúkrarúm. Í anddyri hússins verður veit- ingasala sem er öllum opin. Full- komið eldhús er á staðnum og þar verður framreiddur matur við hæfi. Einnig er svokallaður Boozt-bar, þar sem skyrhræringar eru útbúnir, að- gengilegur fyrir þá sem eru að æfa. Á efri hæðinni verður svo afmarkaður veitingastaður þar sem hægt verður að panta sér fínni rétti af matseðli og þar verða vínveitingar. Aðaldyrnar snúa í suðurátt og þar er hægt að setja út stóla og borð í góðu veðri. 300 æfingatæki Björn segir að fjölbreytt þjónusta verði í húsinu. Stærsti hlutinn af þeim 7.150 fermetrum sem gólfflöturinn þekur fer undir sjálfa líkamsrækt- arstöðina. Búið er að parketleggja salinn og er hátt til lofts og vítt til veggja. Björn segir að 150 upphit- unartæki verði í salnum og allt í allt 300 tæki til þjálfunar. „Hér verða 300 æfingatæki. Það eru um þrisvar sinn- um fleiri tæki en eru í Fellsmúl- anum,“ segir hann. Öll munu þau snúa eins, út að sundlaugargarðinum, sem glerveggur aðskilur frá tækja- salnum. Leiðist fólki að horfa þangað verða 16 stórir flatir sjónvarpsskjáir hangandi fyrir ofan með fjölbreyttu afþreyingar- og fréttaefni. Björn segir búið að kaupa 200 ný upphitunar- og lyftingatæki. Önnur komi úr Fellsmúlanum þar sem World Class er nú til húsa. Innst í æf- ingasalnum verða svo lóð og lyft- ingastangir og aðstaða fyrir teygju- æfingar á svölum þar fyrir ofan. Boðið upp á fundaraðstöðu Þrír misstórir salir eru á sömu hæð fyrir margvíslega hóptíma eins og jóga, hjólaþrek, pallaleikfimi og fleira. Einn salanna er hægt að nýta fyrir fundi með tilheyrandi fund- arbúnaði. Björn segir það einn þátt í þjónustunni að bjóða upp á góða fundaraðstöðu þar sem hægt verður að fá veitingar í skemmtilegu um- hverfi. Svo geta gestir auðvitað slapp- að af í laugunum, gufunni og heitu pottunum eftir langa fundarsetu. „Þetta verður miklu víðtækari starf- semi en bara heilsuræktarstöð. Bæði geri ég ráð fyrir fundahöldum og nokkrum ferðamannastraumi. Það fléttast saman við alla þjónustuna sem hér er að finna,“ segir Björn. Fjölbreytt gufuböð Kjallarinn undir húsinu er 3.200 fermetrar. Þar eru búningsherbergin fyrir bæði kynin með samanlagt 1.200 skápum. Búningsaðstaðan er tvískipt. Annars vegar er almenn aðstaða fyrir þá sem vilja fara í sund og í líkams- rækt. Hins vegar er boðið upp á dýr- ari aðstöðu með aðgangi að sérstakri baðstofu. Þar er 18 ára aldurs- takmark, stærri skápar og sturtur og hvíldaraðstaða. Þegar farið er í bað- stofuna er hægt að velja um sex mis- munandi tegundir gufu, sem hver hefur sitt sérkenni. Það fyrsta sem tekið er eftir er foss sem rennur niður einn vegginn og er listaverk eftir Sig- urð Guðmundsson. Þar eru líka sér- stök fótaböð, saltvatnspottur, steypi- böð og hvíldaraðstaða með arni og hægindastólum. Inn af þessari að- stöðu er veitingasala eingöngu fyrir baðstofugesti. Í kjallaranum er einnig 200 fer- metra gæsluaðstaða fyrir börnin. Björn segir þetta svæði þrískipt; í einu rýminu verður leikfimisalur, sjónvarpssalur í öðru og pláss fyrir leikkastala í því þriðja. Hægt verður að vera með íþróttanámskeið þarna á meðan foreldrar nýta aðra þjónustu og segir Björn mikilvægt að búa vel að börnunum. Þarna er einnig að finna átta nudd- herbergi og fjögur snyrtiherbergi með sérstakri sturtuaðstöðu. Boðið verður uppá margar tegundir af nuddi, bæði óvenjulegu sem hefð- ubundnu. Á efstu hæð hússins verður Nátt- úrulækningafélag Íslands með að- stöðu og Björn segist vera í samn- ingaviðræðum við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) um aðstöðu fyrir íþróttafélög þar, t.d. júdódeild Ármanns. Þar séu góðir salir og sérstök búningsaðstaða. Í ná- grenninu séu líka einstaklega skemmtilegar hlaupaleiðir og margir hlaupahópar hafi sett sig í samband. Vel heppnað hús „Húsið er einstaklega vel heppnað. Það er aðgengilegt, látlaust og flott,“ segir Björn og er ánægður með af- raksturinn enda hefur hann lagt allt sitt undir við þessar framkvæmdir. Hann segir vandað til verks og mikið lagt í stóra sem smáa hluti. Heilsumiðstöðin kostar um 1,5 milljarða króna og er byggð af Ístaki. Björn Leifsson á helminginn í húsinu á móti Nýsi hf. en sundmiðstöðin er í eigu Reykjavíkurborgar. Björn rekur sjálfur heilsuræktina en svo koma ýmsir aðilar að öðrum rekstri. Gert er ráð fyrir að um 150 manns starfi í húsinu, þar á meðal fagfólk. Heilsumiðstöðin Laugar sögð hafa sama gildi fyrir Reykjavík og Bláa lónið fyrir Ísland „Hér verða 300 æfingatæki“ Morgunblaðið/Þorkell Í dag eru 23 dagar þangað til ný heilsumið- stöð verður opnuð í Laugardalnum. Búið er að setja upp 1.200 fataskápa og segist Björn Leifsson framkvæmdastjóri þurfa sjö þúsund árskortshafa svo dæmið gangi upp. BJÖRN Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir að tólf manna hópur Þjóðverja hafi komið hingað til lands gagngert til að setja upp sex gufur í baðstofu heilsumiðstöðv- arinnar í Laugardalnum. Dvöldu þeir hér í um tvær vikur við þá vinnu. Þeir sem kaupa lúxuskort fá aðgang að baðstofunni. Þar eru fjór- ar þurrgufur, hver með mismunandi hitastigi og innréttingum. Sérstök lýsing skapar einstaka stemningu og hver þeirra hefur sinn ilm. Ein þeirra er t.d. innréttuð eins og bjálkakofi. Einnig eru tvær misheit- ar blautgufur. Þær eru frábrugðnar því sem þekkist í sundlaugunum að því leyti að gufan stígur upp þegar vatn sýður. Í annarri er rautt ljós staðsett fyrir ofan gufustrókinn og myndar sjónræn áhrif sem líkist eld- gosi. Björn segir þetta nýtt á Íslandi og líkist baðstofum sem Evrópubúar þekki, t.d. í Þýskalandi og í Aust- urríki. Ein gufan líkist bjálkakofa „Mesti vaxtarbroddurinn er í heilsurækt sem tengist vatni,“ segir Björn Leifsson. – góður staðgreiðsluafsláttur Skráður 08/01, ekinn 33 þús. km, beinskiptur, 2.0 l, einstakur 4x4 bíll. Verð 1.540.000 kr. Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 notaðir bílarIngvarHelgason SUBARU IMPREZA GX GÓÐIR NOTAÐIR BÍLAR R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 590 5090 Brauðrist Verð 5.990,-kr Verð 4.990,-kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.