Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 63 FYRRVERANDI heimmeistari í kúluvarpi karla, Banda- ríkjamaðurinn C.J. Hunter, segir að forsvarsmenn Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF, hafi hvatt hann til þess að gera sér upp meiðsli árið 2000 og hætta þar með við þátttöku sína á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu. Hunter féll á lyfjaprófi fyrir ÓL og segir að aðalpersón- an IAAF hafi boðið honum að „draga sig í hlé“ og að nið- urstöður lyfjaprófsins yrðu ekki birtar opinberlega. Hunter segir við bandaríska dagblaðið San Jose Merc- ury News að Istvan Gyulai, aðalritari IAAF, hafi hitt hann á fundi í Brussel þar sem lagt var á ráðin um fram- haldið. Gyulai segir að fundurinn hafi vissulega átt sér stað en þar hafi ekki verið reynt að sópa málinu undir teppið. Á þessum tíma var Hunter kvæntur spretthlaupar- anum Marion Jones sem ætlaði sér að ná í fimm gull- verðlaun á ÓL í Sydney. Vildi IAAF sópa máli Hunters undir teppið? JACQUES Santini, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að Nicolas Anelka, sóknarmaður Manchester City, verði að biðjast opinberlega afsökunar á að hafa neitað að spila fyr- ir Frakklands hönd – ef hann vill eiga möguleika á að komast í landsliðið á ný. Anelka var ekki valinn í leikmannahóp Frakka þegar þeir léku við Serbíu-Svartfjallaland fyri rrúmu ári síðan, en var síðan boðaður í hópinn vegna forfalla. Anelka hafnaði boðinu þar sem hann var ósáttur við að vera ekki í upphaflega hópn- um. Frakkar geta ekki notað sóknarmanninn efnilega, Djibril Cisse, í Evrópukeppninni í Portúgal næsta sumar þar sem hann er kominn í fimm leikja bann, og því hafa augun beinst að Anelka á nýjan leik. „Anelka útilokaði sjálfan sig frá landsliðinu þegar hann neitaði að spila með því. Hann sýndi með því liðinu og franska knattspyrnusambandinu lítilsvirðingu, og á meðan hann biður ekki afsökunar á orðum sínum og viðhorfi á opinberan hátt, er útilokað fyrir mig að velja hann í liðið,“ sagði Santini í gær. Anelka þarf að biðjast afsökunar Nicolas Anelka GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, gefur lítið fyrir túlkun enskra fjölmiðla á ummælum David Moores, stjórnarformanns, um að Liverpool verði að vinna sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Houllier segir að þetta sé nákvæmlega það sama og hann hafi alltaf sagt og sé engin breyting. Houllier sagði í gær að fólk ætti að sleppa því að lesa það sem skrifað væri í kringum sjálf ummæli Moores, heldur skoða nákvæmlega það sem haft sé eft- ir honum. Þá átti það sig á samhenginu. „Hann sagði nákvæmlega það sem ég hef alltaf sagt. Takmarkið væri að kom- ast í meistaradeildina og reyna að vinna öll þau mót sem við tökum þátt í.“ Houllier gefur lítið fyrir túlkun fjölmiðla  REYNIR Leósson varnarmaður knattspyrnuliðs ÍA hefur samið við félagið á ný. Samningur Reynis renn- ur út í lok keppnistímabilsins 2005. Haraldur Ingólfsson hefur samið formlega við ÍA til eins árs en hann hafði áður komist að munnlegu sam- komulagið við forráðamenn liðsins. Haraldur hefur verið í atvinnu- mennsku undanfarin ár, með Elfs- borg í Svíþjóð og Raufoss í Noregi.  RAGNAR Halldór Ragnarsson hefur tilkynnt félagsskipti úr Grinda- vík og ætlar bakvörðurinn að leika með Njarðvík á ný eftir áramót. Ragnar hafði leikið með Njarðvík all- an sinn feril áður en hann skipti yfir í Grindavík í sumar en hann hefur ekki fengið að leika mikið með Grindavík það sem af er leiktíðinni, um 9 mín- útur að meðaltali í leik. Þess má geta að bróðir Ragnars, Friðrik er þjálfari Njarðvíkur.  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæmdu leik Þýskalands og Úkraínu á heimsmeistaramótinu í handknattleik í gær þar sem Úkraína hafði betur, 25:23.  SYLVIA Strass og Birgit Engl, leikmenn Íslandsmeistara ÍBV, kom- ust ekki á blað fyrir Austurríki sem tapaði fyrir Frakklandi, 28:25, á HM í Króatíu í gærkvöld.  ÓVÍST er hvort Bandaríkjamaður- inn í körfuknattleiksliði Breiðabliks geti leikið með liðinu í kvöld er liðið sækir Tindastól heim í Skagafjörð- inn. Holmes hefur átt við meiðsli að stríða í hné undanfarnar vikur og meiðslin tóku sig upp á ný um síðustu helgi er Breiðablik vann KFÍ á heimavelli. Hinsvegar gæti sebneski leikmaðurinn Serbinn Uros Pilipovic verið í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld en hann er nýkominn til lands- ins.  MANUEL Martinez Fernandez, sóknarmaður frá Espanyol á Spáni, er genginn til liðs við enska 1. deild- arliðið Derby County. Fernandez hefur skorað 98 mörk í 226 leikjum í efstu deild á Spáni og George Burley, knattspyrnustjóri Derby, vonast til að hann leysi vandamál liðsins sem hefur átt í erfiðleikum með að skora mörk og er í talsverðri fallhættu í 1. deildinni.  LUIS Boa Morte framherji Fulham var í gær úrskurðaður í eins leiks bann og var auk þess sektaður um 4000 pund fyrir að sparka í maga Frank Sinclairs í leik Fulham og Leicester í október. Boa Morte tekur bannið út í leik á móti Middlesbrough 7. janúar.  GUIDO Buchwald, sem varð heimsmeistari með Þjóðverjum 1990 og lék með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stuttgart, hefur náð samkomulagi við forráðamenn japanska liðsins Urawa Red Diamonds um að taka við þjálfun liðsins. Buchwald, sem er 41 árs gam- all lék með liðinu frá 1994 til 1997. FÓLK „PLANIÐ gekk ekki alveg upp hjá okkur, en samt náðum við að vinna. Þetta er alveg ótrúlegt,“ sagði Guð- jón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, sæll og glaður í leikslok. „Það má eiginlega segja að við höfum ekki farið í gang fyrr en í síðasta leikhlut- anum, en þá lékum við frábærlega og náðum að halda þeim í einu stigi fyrstu fimm mínúturnar. Ég er líka sérlega stoltur af því hvernig okkur tókst að takast á við þá pressu sem var á okkur undir lokin. Við héldum boltum og lékum af mikilli skyn- semi, en það hefur oft loðað við okk- ur að klúðra í lok leikja þegar mest á ríður. Nú gekk það mjög vel. Þetta tók á og við sáum til dæmis að bakverðirnir þeirra voru orðnir þreyttir og annar þeirra fékk sina- drátt og varð að fara útaf. Það var virkilega gaman að sjá ungu strákana, Halldór og Arnar, hvað þeir komu grimmir inn og þeg- ar ég setti Halldór inn í annan leik- hluta þá var það gert til að með- alhæðin yrði aðeins meiri. Það tókst og hann lék vel. Hins vegar fannst mér menn orðnir dálítið æstir í þriðja leikhluta og þá tókum við allt- of mörg ótímabær skot þar sem eng- inn var undir körfunni. En sprett- urinn kom loksins með flottri byrjun í fjórða leikhluta og nú er staðan einfaldlega þannig að við erum efstir í riðlinum – nokkuð sem ég held að menn hafi varla átt von á,“ sagði Guðjón. Ekki góður leikur „Þetta var ekki góður leikur hjá okkur, en eftir á að hyggja var hann frábær,“ sagði Falur Harðarson, annar þjálfara Keflvíkinga og leik- maður liðsins. „Við lékum ekki vel fyrstu þrjá leikhlutana og vorum alltaf að reyna að finna þá fimm leik- menn sem næðu að láta þetta ganga upp. Það einfaldlega tókst ekki. Svo small þetta í upphafi fjórða leik- hluta. Við sögðum við strákana eftir þriðja leikhluta að fyrst við værum ekki langt á eftir þeim þá myndum við spila eins og menn síðasta leik- hlutann og vinna. Það tókst og þetta er alveg frábært. Það var merkilegt að vera inni í leiknum þrátt fyrir að leika illa og okkur tókst að nýta okk- ur það í lokin. Við byrjuðum illa, vorum með lág- vaxið lið og ætluðum að keyra upp hraðann en við komumst ekki upp með það. Þá settum við hærri menn inná og það gekk betur og það er ekki oft sem Keflavíkurliðið er með þrjá hávaxna leikmenn inná löngum stundum. Nú er staðan einfaldlega þannig að við erum efstir. Það held ég okk- ur hafi ekki einu sinni dottið í hug í okkar villtustu draumum. En þetta er nú samt staðreynd,“ sagði Falur. Síðasti leikhluti frábær Þetta er að sjálfsögðu afaránægjuleg viðurkenning og kom mér mjög á óvart. Ég hafði enga hugmynd um að þetta stæði til fyrr en fulltrúar blaðsins birtust á æfingasvæðinu hjá okkur í morg- un,“ sagði Ívar í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Mér hefur gengið vel, fór beint í liðið daginn eftir að ég kom til fé- lagsins og hef spilað alla leikina sem miðvörður. Okkur hefur tekist að ná góðum úrslitum að undanförnu og stöndum ágætlega að vígi, erum í fimmta sætinu, og ég tel að við séum tvímælalaust í hópi sterkari liðanna í deildinni í vetur. Annars er hún mjög jöfn og skemmtileg og þetta getur verið fljótt að breytast. Það virðast allir geta unnið alla og það er alltof snemmt að spá um hvort við verðum með í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni. Við erum ekki með mjög mikla breidd í hópnum og þurfum því að vera heppnir hvað meiðsli varðar. En ef við verðum ennþá í þessari stöðu í mars er ljóst að við getum farið upp í úrvalsdeild- ina eins og hvert annað lið í þessari deild.“ Ívar sagði að hann kynni afar vel við sig hjá Reading. „Þetta er mjög vaxandi félag og sérstaklega vel að öllu staðið. Við erum með glæsileg- an heimavöll og mjög góða æfinga- aðstöðu, meðal annars yfirbyggðan æfingavöll sem nýtist vel þegar kaldast er í veðri. Borgin sjálf er af- ar viðkunnanleg og staðsetningin er góð, skammt vestur af London. Héðan er aðeins hálftíma akstur að flugvellinum á Heathrow og það tekur ekki nema 25 mínútur að fara með lest niður í miðborg London,“ sagði Ívar Ingimarsson, sem hefur leikið í fjögur ár í Englandi, með Torquay, Brentford, Wolves og Reading, og á að baki 154 deildaleiki með þessum liðum. Ívar valinn leikmaður mánaðarins hjá Reading ÍVAR Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í gær útnefnd- ur leikmaður nóvembermánaðar hjá enska 1. deildarliðinu Reading af staðarblaði borgarinnar, Reading Evening Post. Fulltrúar blaðsins heimsóttu hann í lok æfingar liðsins í gær og afhentu honum vegleg verðlaun. Reading keypti Ívar frá Wolves í lok október og hann hef- ur leikið alla leiki liðsins síðan. Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson voru í gær út- nefnd íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra íþróttamanna. Kristín Rós vann til fernra gullverðlauna á opna tvenn gullverðlaun á Evrópumeist- aramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum og einnig á opna breska mótinu og þá sigraði hann í þeim greinum sem hann tók þátt í á Íslandsmóti ÍF. breska sundmeistaramótinu og því kanadíska og þá var hún sigursæl á Íslandsmóti ÍF og bikarkeppni ÍF en þetta er í níunda skipti sem hún hlýt- ur sæmdarheitið. Jón Oddur hlaut Morgunblaðið/Kristinn Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson með verðlaunagripi sína. Kristín Rós og Jón Oddur útnefnd þau bestu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.