Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 37
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 37 Eitt af því fjölmarga semgerir jólin svo skemmtilegeru jólakortin. Óhætt er að segja að Íslendingar séu nokkuð iðnir við að halda við þeirri hefð að senda vinum og ættingjum jóla- kort, bæði innanlands og utan. Og nú þegar tölvur hafa tekið við hlutverki bréfaskrifta er dálítið sérstakt og notalegt að fá hand- skrifuð kort með góðri kveðju á jólunum. Sumir ganga svo langt að segja að mesta tilhlökkunin á að- fangadagskvöld sé einmitt að opna öll jólakortin sem streymt hafa inn um bréfalúguna í desembermán- uði. Misjafnt er hversu mikið fólk leggur á sig við jólakortaskrifin, sumir drífa það af í einum græn- um, aðrir gera það í skorpum og skrifa nokkur kort á hverju kvöldi við bjarma frá kertaljósi. Stundum er myndum skotið inn í kortin og jafnvel heimagerðum vísum. Sumir búa kortin til sjálfir, aðrir kaupa þau úti í búð og svo eru þeir sem leggja sig eftir því að styrkja gott málefni með því að kaupa kort af líknarfélögum. Og vissulega er það í takt við sannan jólaanda að gera þannig góðverk um leið og jóla- kortin eru keypt. Á vef póstsins www.postur.is er hjálplegur listi þar sem sjá má hvar hægt er að nálgast jólakort líknarfélaga en þau fást ekki öll í bókabúðum. Upplagt er að nota jólkortin sem skraut yfir hátíðirnar og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða för. Kortin má hengja upp á snúru, trjágreinar, á korktöflu, festa í kringum spegil, næla á dúk eða striga og jafnvel setja í poka sem síðan eru hengdir upp.  JÓL | Heimagerðar jólaskreytingar Jólakort í nýju hlutverki Kortaskraut: Nota má jólakortin sem skreytingu yfir hátíðirnar. khk@mbl.is KVENNASAMKOMUR á borð við saumaklúbba kunna stundum að vera lítið annað en afsökun fyrir að skiptast á slúðri og kjaftasögum, en að sögn bandarískra sérfræðinga halda slíkar samkomur konum við góða heilsu. Rannsókn, sem var fram- kvæmd á vegum Háskólans í Kaliforníu, sýndi fram á að konur vinna á áhrifum streitu með því að leita í félagsskap vinkvenna sinna. Hefur Lundúnadagblaðið Evening Standard eftir dr. Lauru Klein, sem stjórnaði rannsókninni, að streita kalli á framleiðslu hormónsins oxytoc- in sem hvetji konur bæði til að sýna móðurlegar tilfinningar gagnvart börnum og til að hitta vinkonur sínar. „Þetta róar þær, fyllir tilfinningalegt tóma- rúm sem koma kann upp í hjónabandi og hjálpar þeim að skynja hverjar þær raunveru- lega eru,“ hafði blaðið eftir Klein. Í rannsókninni komu einnig fram vísbendingar þess efnis að ein ástæða þess að konur ná hærri aldri en karlar er sú að þær eru oft vinameiri. Hollt er kvenna- hjal  HEILSA SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.