Morgunblaðið - 11.12.2003, Blaðsíða 60
DAGBÓK
60 FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Víkverji skrifar...
Víkverja fannst athyglisvert aðlesa frétt Morgunblaðsins um
að Rússar ætluðu að hverfa frá
uppboðum á aflaheimildum og
hygðust þess í stað taka upp svipað
kvótakerfi og er á Íslandi. Ekki
liggur enn fyrir hvað þarf að greiða
fyrir aflaheimildirnar í Rússlandi
en þó var nefnt að útgerðarmenn
þar myndu væntanlega þurfa að
borga 13 þúsund krónur fyrir hvert
tonn af þorski sem þeir fá að veiða
í Barentshafi.
Úthlutað aflamark á þessu fisk-
veiðiári hér á Íslandi losar rúm 400
þúsund þorskígildistonn og því
reiknast Víkverja til að ef sama
gjald væri tekið hér og í Rússlandi
þyrftu íslenskir útgerðarmenn að
greiða á sjötta milljarð króna fyrir
að fá að veiða úr sameiginlegri auð-
lind landsmanna.
x x x
Dóttir Víkverja er í kirkjukór ogstefnt að því að kórinn haldi til
útlanda á næsta sumri. Ekki er sú
ferð ókeypis og því datt mönnum
það frumlega ráð í hug að gera
kórstúlkurnar út í sölumennsku og
skyldi ágóðinn af sölu hverrar
stúlku ganga upp í ferðakostnað
hennar. Víkverja er slík sölu-
starfsemi eitur í beinum og finnst
hreinlegra að foreldrar greiði (eða
greiði ekki) fyrir ferðina en ekki sé
gert út á vonir um sölu barna eða
unglinga á jólapappír og salern-
ispappír eða öðru ámóta. Stað-
reyndin er sú að oftast sitja for-
eldrarnir – og kannski nánustu
ættingjar einnig – uppi með
margra ára birgðir af fyrrgreindri
vöru.
Dóttir Víkverja, sem gerði sér
háar hugmyndir um mikla sölu og
rífandi gróða, reyndi eina kvöld-
stund að koma þessum varningi út
með afar lélegum árangri. Var al-
gerlega úr henni allur söluvindur
að þeirri ferð lokinni – og hefur
hún nú neitað að reyna að selja
meira.
Hluti vandans er auðvitað sá að
fólk notar orðið greiðslukort og
liggur yfirleitt ekki með mikla pen-
inga á lausu heima hjá sér, sem
gerir slíka sölu erfiða.
x x x
Vart verður því þverfótað fyrirjóla- og salernisvarningi í gang-
vegi íbúðar Víkverja þessa dagana
og hefur raunar legið við slysum
vegna þess. Varningi sem um leið
er æpandi minnisvarði um brostna
söludrauma ungrar kórstúlku.
Ekki stendur þó annað til en
dóttir Víkverja fari í ferðina góðu
næsta sumar. En Víkverja hefði
engu að síður þótt betra að sleppa
við sölustússið allt og greiða hrein-
lega uppsett verð fyrir ferðina í
stað þess að verða nú að pranga
jóla- og klósettpappír inn á ætt-
ingja og vini. Og auðvitað að nota
hann sjálfur langt fram eftir öld-
inni.
Morgunblaðið/Kristinn
Lítill hluti af jólapappírsbirgðum
Víkverja.
Námskeið
fyrir fátæka
HÚRRA, húrra, fyrir fé-
lagsmálaráði Reykjavíkur,
borgar sem er ýmist er
kölluð borg eymdarinnar
eða allsnægtanna þessa
dagana.
Nú á að bjóða upp á
skjólstæðingum félags-
þjónustunnar endurhæf-
ingu og fjárhagslega ráð-
gjöf. Fátækt fólk sem
leitað hefur til félagsþjón-
ustunnar hefur áður verið
sent til ráðgjafa, t.d. sagði
einstæð móðir mér að hún
hefði verið send til slíks
ráðgjafa, þar var henni
ráðlagt að hætta að kaupa
Moggann og sleppa því að
horfa á sjónvarp. Hví ekki
að ráðleggja þessu fólki að
láta loka fyrir rafmagnið
og hitann eða vera bara
nokkuð að reyna að halda
heimili.
Ég veit að það er til fólk
sem fer ekki nógu vel með
peninga sína eins og Björk
Vilhelmsdóttir heldur
fram. En það er ekki aðal-
orsök fátæktar hér á landi,
heldur eru það of lág laun
og bætur.
En nú birtir til þegar
farið verður að kenna
þessu fátæka fólki að
herða sultarólina frægu
enn frekar. Þótt þó nokkir
peningar hafi verið settir í
neyðarhjálp hjá fé-
lagsþjónustunni er það
eins og dropi í hafið því að
fátæktin er orðin stórt og
mikið vandamál og þarf að
gera átak til þess að leið-
rétta kjör þessa fólks en
ekki að senda það á nám-
skeið sem greinilega er
gert til þess að kenna fólki
að lifa á nánast engu.
Samtök gegn fátækt
mótmæla þessum vinnu-
brögðum og hvetja borg-
arfulltrúa til þess að horf-
ast í augu við staðreyndir.
Sigrún Á. Reynisdóttir,
formaður samtaka
gegn fátækt.
Ósammála húsmóður
ÉG er ósammála húsmóð-
ur úr vesturbænum um að
myndirnar á mjólkurfern-
unum séu ósmekklegar,
mér finnst þær mjög sæt-
ar, (þó augun séu soldið
ýkt) við í fjölskyldunni hjá
mér höfum verið að föndra
með myndirnar, klippt
þær út og sett framan á
heimagerð jólakort.
Ég vil þakka mjólkur-
samsölunni fyrir með von
um framhald næstu jól.
Húsmóðir í
austurbænum.
Góð útvarpssaga
ÉG vil koma á framfæri
þakklæti fyrir útvarpssögu
eftir Rannveigu Löve, hún
er mjög góð. Og innilegt
þakklæti til Guðrúnar
Gísladóttur fyrir mjög
góðan lestur á sögunni.
Hulda B. Magnúsdóttir.
Erfið áskrift
ÉG vil byrja á því að
þakka starfsfólki Morgun-
blaðsins fyrir góða þjón-
ustu.
En að öðru. Okkur var
sent DV í 4 daga eftir að
það kom út að nýju. Þá
ákváðum við að kaupa
áskrift í 1 mánuð. Ég
hringdi til að gerast
áskrifandi, en ekki kom
blaðið. Við hringdum öðru
hvoru en aldrei fengum við
blaðið. Að lokum lentum
við á almennilegri konu í
áskriftinni og þá fengum
blaðið í örfáa daga. En nú
fáum við hvorki Frétta-
blaðið né DV.
En svo fyrir stuttu síðan
fundum við hinum megin
við húsið okkar blaða-
bunka fyrir hverfið –
ennþá í plastinu.
Lesandi.
Náttúra Íslands
KYNNI mín af gróðurfari
Íslands og orsök gróður-
eyðingar og álit fræði-
manna í jarðvegs og gróð-
urmálum hafa sannfært
mig um að í dag sé lausa-
ganga búfénaðar stærsti
glæpurinn gegn náttúru
Íslands.
250944-4709.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Fréttir
Bókatíðindi 2003.
Númer fimmtud. 11.
des. er 079379.
Mannamót
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1, Hvassaleiti
56–58 og Hæð-
argarður 31. Aðventu-
ferð, mánud. 15. des.
verður farið í hand-
verkshús á Hellu, og
Gallerý hjá Guðfinnu í
Saurbæ, farið að Hest-
heimum í jólakaffihlað-
borð Lagt af stað kl.
12.30 frá Norðurbrún 1
og teknir farþegar í
Furugerði. Skráning í
Norðurbrún s.
568 6960, Furugerði s.
553 6040, Hvassaleiti s.
535 2720 og Hæð-
argarði s. 568 3132.
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa og jóga, kl.
10 boccia, kl. 13 mynd-
list.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 9–12.30
bókband, kl. 9.30
boccia, kl. 10.30–10.55
helgistund, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13–16.30 smíð-
ar og handavinna, kl.
13.30 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
bókband.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 postulín,
kl. 13 handavinna.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
glerskurður, kl. 10–11
leikfimi, kl. 13.30 söng-
hópurinn, kl. 15.15
dans.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 13 föndur og
handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
vídeókrókurinn opinn,
pútt kl. 10–11.30, leik-
fimi kl. 11.20, glerlist kl
13, „Opið hús“ kl. 14
jólafundur í Hraunseli.
Söngur 5 ára barna frá
Viðivöllum. Gafl-
arakórinn, jólasaga,
séra Gunnþór flytur
jólahugvekju. Happ-
drætti og jólakaffi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Brids kl. 13, félagsvist
kl. 20.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellssveit. Kl.
13 bókband og tré-
skurður, kl. 13.30 les-
klúbbur, kl. 17 starf
kórs eldri borgara.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 10.30
helgistund, frá hádegi
vinnustofur og spilasal-
ur opinn.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–15 handavinna,
kl. 9.05 og 9.55 leikfimi,
kl. 9.30 glerlist og ker-
amik, kl. 10.50 róleg
leikfimi, kl. 13 gler-og
postulín, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans. Kl. 14 aðventuhá-
tíð, nemendur úr
Hjallaskóla flytja dag-
skrá undir stjórn Guð-
rúnar Magnúsdóttur,
bernskujólin Heiður
Gestsdóttir, óvænt at-
riði, fjöldasöngur, Ólaf-
ur Ólafsson stjórnar og
leikur undir á harm-
ónikku, einsöngur
Ingibjörg Aldís Ólafs-
dóttir, hugleiðing á að-
ventu, sr. Magnús
Björnsson.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulín, kl.
10 ganga, kl. 13–16
handavinna, brids kl.
13.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, perlu-
saumur, kortagerð og
hjúkrunarfræðingur,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–13 bútasaumur, kl.
10–11 boccia, kl. 13–16
hannyrðir, kl. 13.30–16
félagsvist. Litlu jólin
eru á morgun.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun sundleikfimi
í Grafarvogslaug kl.
9.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 sam-
verustund og leir.
Vesturgata. Kl. 9.15–
15.30, handavinna, kl.
9–10 boccia, kl. 10.15–
11.45 enska, kl. 13–14
leikfimi, kl. 13–16 kór-
æfing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og perlusaum-
ur, kl. 10 boccia, kl. 13
handmennt og bridge.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Kl. 9.15
leikfimi, kl. 10–12
verslunin.
Gullsmárabrids. Brids
að Gullsmára 13.
Skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ.
Félagsvist í kvöld kl.
20.30 í Kiwanishúsinu.
Kvenfélag Kópavogs.
Jólafundur í kvöld kl.
20 að Hamraborg 10.
Jólahugvekja, jólalög.
Konur, munið jóla-
pakkana.
Kristniboðsfélag
kvenna, Háaleitisbraut
58–60. Jólafundurinn
verður kl. 16 í umsjá
Betsýar Halldórsson
og hefst með kaffi.
Í dag er fimmtudagur 11. des-
ember, 345. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Sá sem vill elska
lífið og sjá góða daga, haldi
tungu sinni frá vondu og
vörum sínum frá að mæla svik.
(1Pt. 3, 10.)
Íslendingar hafa eins ogaðrir mátt hlusta á –
og jafnvel líða fyrir af-
leiðingarnar af – barátt-
unni gegn vinnusparn-
aði,“ segir í
Vef-Þjóðviljanum á and-
riki.is. „Fylgjendur erf-
iðrar lífsbaráttu hafa í
gegnum aldirnar barist
gegn framförum og fund-
ið þeim flest til foráttu.
Þeir hafa svo sem ekki
komið hreint fram og
lýst sig andsnúna fram-
förum, heldur hafa þeir
yfirleitt önnur yfirlýst
markmið.
Hér á landi hefur áundanförnum árum
mátt sjá límmiða með
slagorðinu „3x meiri at-
vinna“, sem á að vísa til
þess að smábátaútgerð
fylgi margfalt meiri at-
vinna en togaraútgerð og
þess vegna eigi smábátar
að hljóta sérstaka náð
fyrir augum stjórnvalda.
Þessi barátta hefur því
miður skilað árangri og
útgerðir smábáta hafa
notið forréttinda umfram
aðrar útgerðir eins og sjá
má af auknum afla þeirra
miðað við heildarafla. Og
einn angi vandamálsins
skaut upp kollinum á
dögunum þegar ákveðið
var að veita svokallaða
„línuívilnun“ eftir mikinn
þrýsting frá þröngum
sérhagsmunahópi.“
Vef-Þjóðviljinn vitnar íhagfræðinginn Wal-
ter Williams um dæmi af
miklum vinnusparnaði.
„Williams segir frá því að
árið 1970 hafi 421.000
manns starfað við miðlun
símtala í Bandaríkjunum
og að þá hafi Bandaríkja-
menn hringt 9,8 milljarða
langlínusímtala. Nú
hringi Bandaríkjamenn
meira en tífalt fleiri lang-
línusímtöl á ári og ef hið
opinbera hefði gripið
fram fyrir hendurnar á
tækninni væru nú yfir 4,2
milljónir Bandaríkja-
manna starfandi við að
koma símtölum áleiðis,
eða 3% af vinnuafli lands-
ins.“ Raunin er þó sú,
segir pistilhöfundur, að
aðeins 78.000 manns
vinna við að miðla símtöl-
um Bandaríkjamanna.
Sérhagsmunir og mis-skilningur hafa í
gegnum tíðina haldið aft-
ur af framförum á mörg-
um sviðum og kostað
marga sára fátækt. Willi-
ams nefnir einmitt dæmi
um einn mann sem lík-
lega vildi vel en tókst þó
að vinna töluvert ógagn
með baráttu gegn vinnu-
sparnaði, en það var Ma-
hatma Gandhi á Indlandi
árið 1924. Gandhi barðist
gegn vélvæðingu með
þeim orðum að vélar
ættu ekki að vinna gegn
handverki manna og af-
leiðingarnar voru að
sögn Williams þær, að ár-
ið 1970 var framleiðni í
vefnaði á Indlandi sú
sama og á þriðja ára-
tugnum í Bandaríkj-
unum. Þetta er ágætt að
hafa í huga næst þegar
hugmyndir um að draga
úr framleiðni skjóta upp
kollinum hér á landi,“
segir í Vef-Þjóðviljanum.
STAKSTEINAR
Smábátar
og framleiðni
LÁRÉTT
1 koma fyrir, 4 fótmál, 7
tínt, 8 málmur, 9 beita, 11
nesoddinn, 13 lof, 14
krap, 15 úrræði, 17 skoð-
un, 20 ambátt, 22 lengd-
areining, 23 hakan, 24
magrar, 25 á næsta leiti.
LÓÐRÉTT
1 frekast, 2 brjóstnæla, 3
tóma, 4 hákarlsöngull, 5
röltir, 6 gaffals, 10 svara,
12 veiðarfæri, 13 ósoðin,
15 gleður, 16 heiðrar, 18
læsir, 19 nes, 20 skordýr,
21 nákomin.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1átakanleg, 8 labba, 9 sadda, 10 kák, 11 ríkti, 13
akrar, 15 hrygg, 18 klúrt, 21 ról, 22 saggi, 23 arinn, 24
hrokafull.
Lóðrétt: 2 tóbak, 3 klaki, 4 níska, 5 eldur, 6 hlýr, 7 gaur,
12 tog, 14 kol, 15 hæsi, 16 ylgur, 17 grikk, 18 klauf, 19
úrill, 20 töng.
Krossgáta